Morgunblaðið - 05.07.1979, Side 22

Morgunblaðið - 05.07.1979, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979 USA vill koma udp ratsjárstöðvum í Norður-Noregi Frá fréttaritara Mbl. f Ósló. 4. júlí. AP. BANDARÍKJAMENN hafa áhuga á að koma upp ratsjárstöðvum í Noregi til að fylgjast með, að Sovétmcnn standi við SALT 2 samninginn. Ekki hefur enn borist formleg beiðni til norskra stjórnvalda um staðsetningu rat- sjárstöðvanna í Noregi. Norsk stjórnvöld hafa enn ekki sagt neitt um málið, en gefið hefur verið í skyn. að Norðmenn muni verða við ósk Bandarfkjamanna og að rat- sjárstöðin verði í Finnmörku. Norsk yfirvöld telja, að Sovétmenn mundu ekki setja sig upp á móti slíkum ratsjáfstöðvum í Noregi. í kjölfar byltingarinnar í íran misstu Bandaríkjamenn ratsjár- stöðvar sínar þar og þurfa nú að finna nýja staði fyrir þær. Talið er að ein helsta forsendan fyrir því, að bandaríska öldungadeildin sam- þykki SALT 2 samkomulagið, sé að komið verði upp viðunandi eftir- litsstöðvum til að fylgjast með vígbúnaði Sovétmanna. Fyrir um tveimur mánuðum sagði Harold Brown, utanríkisráðherra Kemur Times út á ný innan fárra vikna? Lundúnum, 4. júlí. AP. ÚTGÁFUSTJÓRN The Times bauð í dag prenturum, sem hafa unnið við blaðið að koma aftur til vinnu en þeim hafði verið sagt upp í sjö mánaða deilum útgáfustjórnarinnar og prentara vegna hagræðingar og nýrrar tækni, sem taka átti upp. Leiðtogi prentara, Barry Fitzpatrick, sagði í dag, að The Times kæmi út innan fárra vikna. frekar en mánaða. Talsmaður útgáfustjórnarinn- ar var varkár í yfirlýsingum og hann sagði við fréttamann AP. Lloyds greiddi offjár í lausn- argjald Lundúnum, 4. júlí. AP. SKÆRULIÐAR í E1 Salvador slepptu tveimur brezkum banka- mönnum eftir að hafa haldið þeim í sjö mánuði. Lloydsbank- inn greiddi lausnargjaldið fyrir mennina tvo en talsmenn hans vildu ekki gefa upp hve mikið það var. Mönnunum. Edward Massie, bankastjóra Lloyds í E1 Salvador, og Michael Chatterton, var rænt á götu í San Salvador í nóvember síðastliðnum. Lloyds vildi ekki gefa upp hve var mikið var greitt fyrir mennina, en sagt var að upphæðin væri „há“. Brezkt blað taldi, að upp- hæðin, sem Lloyds greiddi í lausn- argjald, hefði verið um 3.8 mill- jarðar króna en útvarpsstöð í E1 Salvador nefndi töluna 4 milljónir punda eða rétt um þrjá milljarða króna. Bresk yfirvöld sáu ástæðu til að gefa út yfirlýsingu vegna hins háa lausnargjalds. Nicholas Ridley, aðstoðarutanríkisráð- herra, sagði: „Ég vil að það komi skýrt fram. Brezka stjórnin greið- ir ekki skæruliðum lausnargjald né hefði hún samið við þá.“ „Við höfum boðið prenturum aftur starf — en með skilyrð- um.“ Hann neitaði að segja hver þessi skilyrði væru. Sir Denis Hamilton, formaður útgáfustjórnarinnar og aðalrit- stjóri blaðsins, ræddi í dag við fulltrúa 50 verkalýðsfélaga. The Times hefur ekki komið út síðan 30. nóvember síðastliðinn eftir að útgáfustjórnin lýsti því yfir, að fækka yrði í allt of fjölmennu starfsliði blaðsins, koma yrði í veg fyrir skæruverkföll og, sem mestum deilum olli, taka upp nýja tækni, offsettækni, sem hefði leitt til þess að hundruðum prentara hefði verið sagt upp störfum. Hvorki gekk né rak í samningaviðræðum þar til fyrir tveimur vikum að loks rofaði til — og nú virðist það aðeins tímaspursmál hvenær The Tim- es kemur út aftur. Bandaríkjanna að innan árs hefðu Bandaríkjamenn um ýmsa staði að velja fyrir ratsjárstöðvar. En hann sagði, að það tæki um fjögur ár að bæta þann skaða, sem missir stöðva Bandaríkjamanna í íran hefði haft í för með sér, með nýjum njósna- hnetti. Þessi njósnahnöttur, sem Brown talaði um, gengur undir nafninu Chalet. í fréttaskeytum AP segir, að norskir embættismenn hafi verið óánægðir með blaðafréttir um málið í síðustu viku. Blaðafregnirnar hefðu, ef eitthvað, minnkað mögu- leikana á að Norðmenn samþykktu ratsjárstöðvar í Noregi. Þá sagði Knut Frydenlund, utan- ríkisráðherra Norðmanna, við fréttamann AP í dag, að Banda- ríkjamenn hefðu ekki farið fram á það formlega að fá að setja upp ratsjárstöðvar í landinu. Þá kom fram í blaðafréttum, að Bandaríkja- menn hefðu einnig leitað hófanna hjá Pakistönum, en fengið neikvæð- ar undirtektir embættismanna þar. Formaður undirnefndar fulltrúa- deildarinnar um njósnamál, Les Apin, sagði á sunnudag að stöðvarn- ar í Noregi væru mun hentugri en í Pakistan. Þá sagði hann að flug U-2 njósnaflugvéla yfir Tyrklandi kæmi aðeins að notum til að fylgjast með lítt þróuðum eldflaugum, sem hafð- ar voru í suðurhluta Sovétríkjanna. U-2 vélarnar gætu ekki fylgst með hinum fullkomnu eldflaugum, sem eru í norðurhluta Sovétríkjanna. NIEHOUSSLEPPT Bandaríski iðnrekandinn William Niehous, sem var rænt í febrúar 1976. sést hér fluttur með herflutningabíl í Caracas í Venezúela þegar Venezúelahermenn höfðu leyst hann úr haldi mannræningja. För eftir handjárn sjást á báðum handleggjum hans. Vilja fljúga DC-10 til Bandaríkjanna Freddie Laker ásakar bandarísku flugmálastjórnina WaBhington, 3. júlí — Reuter. V-EVRÓPURÍKI báöu bandarísku flugmála- stjórnina formlega 1 um að aflétta banni flugi DC-10 þotna dag við til Bandaríkjanna. Banda- ríska flugmálastjórnin, FAA, hefur lofað að svara beiðninni innan viku. Norðmaðurinn Eric Willoch, forseti þings Þetta gerðist 1977 — Herbylting gegn Bhutto forsætisráðherra í Pakistan. 1976 — Jose Lopez Portillo kosinn forseti Mexíkó' í stað Echeverria. 1975 — Grænhöfðaeyjar fá sjálfstæði eftir 500 ára stjórn Portúgala. 1973 — Herbylting í Rwanda. 1970 — 109 farast með kanad- ískri flugvél í lendingu í Toronto. 1969 — Tom Mboya, annar vaidamesti maður Kenya, ráðinn af dögum. 1960 — Herinn í Kongó gerir uppreisn. 1955 — Fyrsta þing Vestur- Evrópubandalagsins (WEU) sett í Strassborg. 1948 — Brezka heilbrigðislög- gjöfin tekur gildi. 1943 — Þýzk sókn á Rússlands- vígstöðvunum hefst með Kursk- orrustunni. 1933 — Kaþólski flokkurinn í Þýzkalandi leystur upp. 1932 — Salazar kosinn forsæt- isráðherra Portúgals og kemur á fasistastjórn. 1865 — tVilliam Booth stofnar Hjáipræðisherinn í London. 1841 — Ferðaskrifstofa Cook’s stofnuð. 1830 — Frakkar gera innrás í Alsír og taka Algeirsborg. 1812 — Bretar semja frið við Rússa og Svía. 1811 — Venezúela lýsir yfir sjálfstæði fyrst spænskra ný- iendna í S-Ameríku. 1798 — Napoleon tekur Alex- andríu. 1796 — Bretar taka Elbu. 1764 — Ivan VI Rússakeisari myrtur. 1682 — Soffía keisaradrottning verður ríkisstjóri Rússlands við lát Feodors keisara. 1596 — Brezkur leiðangur gerir strandhögg í Cadiz og á strönd Spánar. Afmæli. David Farragut, banda- rískur flotaforingi (1801—1870) — Phineas Barnum, bandarískur fjölleikahúsa-brautryðjandi (1810-1891) - Cecil Rhodes, breskur stjórnmálaleiðtogi (1853—1902) — Jean Cocteau, franskur rithöfundur (1889— 1963) — Henry Cabot Lodge, bandarískur stjórnmálaleiðtogi (1902----) — Andrei Gromyko, sovéskur utanríkisráðherra (1909---). Andlát. Ernst Hoffman, rithöf- undur og tónskáld, 1822 — Sir Stamford Raffles, embættismað- ur, 1826 — Sir Austen Layard, fornleifafræðingur, 1894. Innlent. Þjóðfundur settur í Reykjavík 1851 — d. ísleifur Gizurarson biskup 1180 — Árni bp. Þórarinsson 1788 — Flugvél tekur farþega í fyrsta skipti á íslandi 1919 — ítalski flugflot- inn kemur til Reykjavíkur 1933 — Alþingiskosningar 1942 — Alþýðuflokkur óskar eftir við- ræðum um sameiningu jafnaðar- manna 1971 — Geir Hallgríms- syni falin stjórnarmyndun 1974 — d. Jón Aðils 1920 — nefndar- tiliögur í fjárhagsmáiinu 1862. Orð dagsins. Á friðartímum grafa synir feður sína — á stríðstímum grafa feður syni sína — Herodotus, grískur sagn- fræðingur (5. öld f. Kr.). evrópskra flugmála- stjórna, sagði við frétta- menn að beiðnin væri vegna þess að flugmálayf- irvöld í V-Evrópu hefðu gefið DC-10 þotum flugleyfi. „Miklir hagsmunir eru í húfi. Við höfum ekkert á móti því, að slíkir hagsmunir víki fyrir öryggi séu tæknilegar ástæður fyrir því. En við teljum DC-10 þoturnar fullkomlega öruggar," sagði Willoch, sem ásamt fulltrúum Breta, Frakka, Tyrkja, Dana, Finna, Hollendinga og Belga ræddu við Langhorne Bond, flug- málastjóra Bandaríkjanna. Nú er tæpur mánuður frá því að bandaríska flugmálastjórnin bannaði flug DC-10 þotna, sem skrásettar eru í Bandaríkjunum, jafnframt því að slíkum þotum var bannað að lenda í Bandaríkj- unum. Evrópumenn fylgdu í kjöl- farið en flugmálayfirvöld veittu síðan DC-10 þotum flugleyfi, í Lundúnum ásakaði Sir Freddie Laker bandarísk flug- málayfirvöld um að hafa gert „hrikaleg mistök og reyna nú allt hvað þau gætu að fela þau“. Sir Freddie Laker sagði, að flugfélag hans, Laker Airways, leitaði nú leiða til að fara í mál við FAA, bandarísku flugmálastjórnina, til að reyna að endurheimta eitthvað af því fé, sem félagið hefði tapað. Laker Airways fljúga yfir Atlantshafið á lágum fargjöldum en félaginu hefur verið bannað að láta DC-10 þotur fljúga til Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.