Morgunblaðið - 05.07.1979, Side 47

Morgunblaðið - 05.07.1979, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979 47 • Sverrir Herbertsson sækir að (Jlfari Gunnlaugssyni markverði KS í leik KR og KS í gærkvöldi. Siglfiróingarnir bitu vel frá sér KR—KS 2» KR SNARAÐI sér áfram í bik- arkeppni KSÍ með því að leggja 3. deildarlið KS frá Siglufirði að velli á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Sigurinn var ekki stór, sem hefi verið ósanngjarnt, en þó verðskuldaður. Skoruðu KR-ingar þrjú mörk, en KS gerði vel að jafna í fyrri hálfleik og halda því allt til 58. mínútu. Lengst af var erfitt að sjá hvort liðið var úr 3. deild og hvort við topp 1. deildar, en síðasta stund- arfjórðunginn var þó enginn vafi á því og sókn KR var með ólíkindum þung og brestirnir í vörn KS fóru ört stækkandi. Sem sóknaraðili lagði KS lítið til í.iálanna í leiknum, KR-ingum var látinn eftir meiri hluti vallar- ins og þeir reyndu að sækja af kappi. En afskaplega illa gekk þeim að ljúka sóknarlotum sínum. Þær byrjuðu oft mjög vel, skemmtilegir þríhyrningar niður kantana þar sem vörn KS var áberandi veikust fyrir, en þegar á hólminn var komið, rak hver klúðursendingin aðra. Og það var lítið um færi. Samt skoruðu KR-ingar strax á 10. mínútu og var þar Sverrir Herbertsson að verki. Hann fékk þó góða aðstoð grunlauss varn- armanns en knötturinn breytti af honum um stefnu og gekk mark- verðinum þannig úr greipum. Þrátt fyrir meiri sóknarþunga, skoruðu KR-ingar ekkert meira í fyrri hálfleik. Stefán Örn var þó ekki fjarri því á 25. mínútu, en skalli hans fór í stöngina. Sverrir Herbertsson var frískastur Kr-inga í fyrri hálfleik, en fall- byssan var illa stillt og skot hans tvö hittu ekki markið. Á 39. mínútu náðu Siglfirðingar mjög snöggri og óvæntri sóknar- lotu sem lauk með því að Haraldur Agnarsson komst einn í gegnum vörn KR og skoraði laglega fram hjá Hreiðari Sigtryggssyni, 1—1! Stefán Örn Sigurðsson skoraði annað mark KR á 58. mínútu eftir góða fyrirgjöf Sverris og á síðustu sekúndunum skoraði Börkur Ingvarsson þriðja markið með skalla af stuttu færi eftir horn- spyrnu Elíasar Guðmundssonar. KS-menn fengu ekki fleiri færi en þetta eina sem nýttist í fyrri hálfleik, en þeir reyndu nokkur skyndiupphlaup og börðust eins og ljón allan leikinn. Sverrir Herbertsson var mjög sprækur í leiknum fyrir KR, svo og Elías sem kom inn sem varamaður. Leikmenn KS voru jafnir og einkum stóðu varnar- mennirnir sig vel, eða þar til undir lokin, þegar hún fór að líkjast ginnungagapi. Góður dómari var Eysteinn Guðmundsson. — gg. • Guðmundur Steinsson, hinn efnilegi framherji Fram. Mark hans tryggði Fram sigur gegn KA á Akureyri í gærkvöldi, en þar sigraði Fram 3—2. Fram tokst að sigra KA~ O.Q FRAM £mm%3 Framarar slógu KA-menn út úr bikarkeppni KSÍ á Akureyrar- velli í gærkvöldi. Báru þeir sigur- orð af KA, 3—2, í mjög jöfnum og skemmtilegum leik. sem var jafn- framt opinn og vel leikinn af hálfu beggja liða. Sanngjörnust úrslit hefðu verið jafntefli eftir gangi leiksins. Fyrsta mark leiksins kom á 7. mínútu. Njáll Eiðsson gaf vel fyrir mark Fram og Óskar Ingimundar- son skoraði sannkallað drauma- mark. Tók hann boltann viðstöðu- laust og negldi hann neðst í markhorn Fram, algerlega óverj- andi. Trausti Haraldsson jafnar fyrir Fram á 26. mínútu. Átti hann skot að markinu utan af kanti og hafnaði það í markhorninu fjær. KA-menn ná svo aftur forystu á 28. mín. og enn er Óskar að verki. Markverði Fram mistókst að kýla boltann frá eftir pressu KA og boltinn datt niður fyrir fætur Óskars sem var á markteig og gat skorað örugglega af stuttu færi. Á markamínútunni miklu, 43., jafn- ar Gunnar Orrason 2—2 með skoti af markteig eftir að markverðir KA hafði mistekist að hreinsa. Þannig var staðan í hálfleik. Síðari hálfleikur var spennandi og hart barist en ekki tókst þó liðunum að nýta marktækifæri sín fyrr en rétt fyrir leikslok að hirin bráðefnilegi Guðmundur Steins- son, Fram, tók af skarið og lék laglega á tvo varnarmenn og renndi síðan boltanum framhjá Aðalsteini markverði þar sem hann reyndi að bjarga með út- hlaupi. Besti maður í annars jöfnu Framliði var Marteinn Geirsson. Liðið lék án Kristins Atlasonar sem er í leikbanni og Péturs Ormslevs. — Bestu menn KA voru Elmar Geirsson og Njáll Eiðsson. SOR/þr. Einar kom ÍBK í 8-liða úrslit Z 2:0 Einar Ásbjörn ólafsson. hinn markheppni tengiliður Keflvík- inga, sá um að koma ÍBK í átta liða úrslit bikarkeppni KSÍ þeg- ar ísfirðingar sóttu Keflvíkinga heim. Einar Ásbjörn skoraði tví- vegis í 2—0 sigri 1. deildarliðs ÍBK. Það var átakalítill sigur Keflvíkinga, forustuliðsins í 1. deild gegn 2. deildarliði ísfirð- inga. Einar Ásbjörn skoraði fyrra mark sitt á 10. mínútu fyrri hálfleiks. Skoraði með góðu skoti, er fór fram hjá varnar- mönnum ÍBÍ og í netmöskvana. Hinn kornungi miðherji ÍBK, Ragnar Margeirsson. gaf góða sendingu á Einar, sem nýtti færið vel. Keflvíkingar höfðu undirtökin í fyrri hálfleik undan suðaustan- kaldanum í Keflavík. En þeim gekk erfiðlega að opna vörn Isfirð- inga. Nýttu breidd vallarins iila. Isfirðingar áttu eina hættulega sókn í fyrri hálfleik og þá líka fengu þeir bezta tækifæri leiksins. Andrés Kristjánsson, miðherji Isfirðinga, lék upp vinstra megin, gaf síðan góða sendingu á Gunnar Pétursson, sem var einn á auðum sjó í vítateignum. Gunnar skaut hörkuskoti, en Þorsteinn Ólafsson bjargaði meistaralega. Keflvíking- ar juku forskot sitt undir lok fyrri hálfleiks. Á 40. mínútu fengu Keflvíkingar horn frá vinstri. Þórður Karlsson gaf góða send- ingu á markteigshornið fjær og þar var Einar Ásbjörn fyrir og skoraði laglega en varnarmenn Isfirðinga voru illa á verði. Síðari hálfleikur var fremur tíðindalítill. Keflvíkingar virtust sáttir við orðinn hlut, leikurinn fór að mestu fram á miðju vailar- ins og þar héldu Isfirðingar sínu f.vllilega með mikilli baráttu. Tví- vegis fór þó knötturinn í markslá Isfirðinga, en í bæði skiptin eftir fyrirgjafir og Pétur Guðmunds- son, markvörður ÍBÍ, var þá illa á verði. Þorsteinn Ólafsson varð að taka á honum stóra sínum á 36. mínútu þegar hann varði hörku- skot Haralds Leifssonar. Keflvík- ingar stóðu því uppi sem sigurveg- arar — fremur átakalítill sigur án nokkurs glans. Einar Ásbjörn var bezti maður vallarins, Sigurður Björgvinsson útsjónarsamur, Ragnar Margeirsson leikinn og Þorsteinn Ólafsson öruggur í markinu. Hjá ísfirðingum vakti Gunnar Pétursson mesta athygli, hafði mikla yfirferð og barðist af krafti eins og raunar liðið í heild. Ágætur dómari var Óli Olsen. H.Halls. Helga hlaut bronz og Þorsteinn í öðru sæti eftir fyrri daginn „ÉG HEF aldrei verið með hærri stigatölu eftir fyrri dag tugþrautar og þar sem ég er venjulega nokkuð jafn báða dagana vona ég að mér takist að ná 7.000 stigunum. „Þannig mælti Þorsteinn Þórsson í spjalli við Mbl. í gærmorgun eftir fyrri dag unglingameistaramóts Norðurlanda í fjölþrautum sem fram fer í Kaupmannahöfn. Þorsteinn var í öðru sæti eftir Norðmanninum Gudmund Olsen með 3.522 stig. en Olsen var með 3.578 stig. Olsen á yíir 7.200 stig í þraut. Ekki tókst Mbl. að ná sambandi við íslenzku keppendurna í gærkvöldi. þar sem keppni lauk seint. Helga Halldórsdóttir stóð sig með ágætum í sínum flokki, hlau bronzverðlaunin og setti nýtt íslandsmet í stúlkna- og meyjafiokki, hlaut 3,457 stig, Fékk hún 14,6 sek. í grindahlaupi, varpaði kúlu 8,59 metra, stökk 1,51 m í hástökki, 5,15 m í langstökki og hljóp 800 m á 2:25,3 mín. Sigríður Kjartansdóttir hlaut 3.338 stig í sínum flokki, en það nægði ekki til verðlauna. Hljóp Sigríður athyglisvert 800 m hlaup, en í þeirri grein hlaut hún tímann 2:16,6 mín., sem er fimmti bezti árangur íslenzkrar konu frá upphafi. Annar árangur Sigríðar var sá, að hún fékk 15,4 sek. í grindahlaupi, varpaði kúlu 7,91 m, stökk 1,46 í hástökki og 5,17 m í langstökki. Árangur í einstökum greinum hjá Þorsteini var sá, að hann hljóp 100 m á 11,5 sekúndum sem er jafnt hans bezta, stökk 6,39 m í langstökki, sem einnig er hans bezta, varpaði kúlu 12,70 m, stökk 1,92 m í hástökki og hljóp loks 400 m á 52,2 sek., sem er hans bezta í greininni. Tíu til tólf keppendur eru í hverjum flokki og komi Þorsteinn einnig með verðlaun heim, eins og Helga, verður árangur hópsins að teljast nokkuð frambærilegur. -ágás. gf Valsmenn Fjölmennum á Völlinn í kvöld og hvetjum okkar menn í bikarleiknum gegn Víkingum kl. 20. Afram Valur Stuöningsmenn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.