Morgunblaðið - 05.07.1979, Qupperneq 48
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINII
M U.VSlNí. \
SIMINN KU:
22480
FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979
Góður afli togaranna
allt í kringum landið
TOGARARNIR hafa yfirleitt
veitt mjög vel að undanförnu og
virðast aflabrögð vera góð allt í
kringum landið, en ekki á til-
teknum afmörkuðum svæðum. í
síðustu viku var t.d. landað um
380 tonnum úr Júni í Hafnarfirði
eftir 12‘/2 dags veiðiferð. Uppi-
staðan í afla var karfi og ufsi.
í gær var lokið við að landa úr
Kaldbak á Akureyri, sem kom með
326 tonn, aðallega þorsk eftir 10
daga veiðiferð. Skiptaverðmæti
fyrir þann túr var 51 milljón
króna. Akureyrartogararnir öfl-
uðu vel allan síðasta mánuð og
komu yfirleitt að með á milli 200
og 300 tonn.
Af Austfjarðatogurunum má
nefna að Hólmanesið frá Eskifirði
kom inn um helgina með um 200
tonn eftir 9 daga útivist og var
uppistaðan í aflanum ýsa. Þá
hefur Mbl. fregnað að uppgrip
hafi verið hjá togskipum bæði í
flottroll og botntroll á svæðinu frá
Skagagrunni vestur á Hala.
íslenzk olíusparnaðartæki vekja athygli víða um heim:
Geta sparað milljarða
í olíu til fiskiskipa
A sjávartækjasýningunni
Eurocatch, sem nýlokið er f Lond-
on, sýndi íslenzka fyrirtækið
Tæknibúnaður nýjan „eyðslu-
reikni“, tæki sem sett hefur verið
og verið er að setja í íslenzka
togara og báta og á að geta dregið
mikið úr eldsneytisnotkun skip-
anna. Vakti tækið mjög mikla
athygli og voru pöntuð á staðnum
tæki fyrir allt að 200 miilj. króna
fyrir útgerðaraðila í Aberdeen,
Frakklandi, Ástralfu, Skotlandi
og Kanada. Tæknilegur fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins,
Haukur enn
efstur
HAUKUR Angantýsson var
cnn efstur við fjórða mann
eftir níu umferðir á World
Open skákmótinu í Bandarfkj-
unum. en alls eru umferðirnar
tíu. Haukur var með 7,5 vinn-
inga og einnig stórmeistararn-
ir Miles, Georghiu og
Bisuquir. Margeir Pétursson
var með 7 vinninga og Sævar
Bjarnason 5,5.
I áttundu umferð vann
Haukur Peltz frá Bandaríkjun-
um, en hann er landflótta Rússi
og var áður m.a. þjálfari
Tukmakovs. í níundu umferð
hafði Haukur svart á móti
Miles og lauk skák þeirra með
jafntefli. I síðustu umferðinni
teflir Haukur am.aðhvort við
Georgþiu eða Bisuquir.
Gunnlaugur Jósepsson, var með
eyðslureiknana á sýningunni, en
hann er eigandi þess ásamt Árna
Fannberg.
Búið er að setja þetta tæki í 2
íslenzka togara og verið að koma
því fyrir í fleiri togurum og bátum.
Það mælir eyðsluna á eldsneytinu á
sjómílu, en hvert skip hefur sjna
eyðslukúrfu og gefur vélstjóra og
skipstjóra jafnóðum upplýsingar
um eyðslu og hraða og útgerðinni í
landi útskrift. Með vali á réttum
hraða í hverju tilviki er hægt að ná
fram miklum sparnaði á eldsneyti
og bæta nýtingu þess. Mælarnir
hafa verið settir saman há
Öryrkjabandalaginu og mun vinn-
an fyrir öryrkjana við þetta nú
geta aukist verulega.
Olíukaup íslenzka fiskiskipaflot-
ans munu í ár nema um 20
milljörðum króna og sparnaður á
hverjum hundraðs hluta nemur því
200 millj. krónum á ári. Náist því
5—8% sparnaður á eldsneyti skip-
anna, eins og Gunnlaugur telur
ekki ólíklegt að meðaltali, gæti
sparnaðurinn numið allt að 1000 til
1600 millj. krónum á ári fyrir
íslenzka fiskiskipaflotann. En slík-
ar tölur eiga að sjálfsögðu eftir að
koma betur í ljós. I einstökum
skipum er talið um að sparnaður
kunni að komast upp í 15—20%, ef
þessi tækni er nýtt vel.
Tæknideild Fiskifélags íslands
hefur á sl. 2 árum gert rannsóknir
á olíunotkun fiskiskipaflotans og
hafa þær komið að miklu haldi við
þróun þessa nýja tækis frá Tækni-
búnaði, en slík úttekt á olíunotkun
hefur ekki annars staðar verið
gerð, og munu Kanadamenn nú
áforma að fara að dæmi íslend-
inga. Sjá nánar frétt á bls. 26.
Hvort sem plássleysið
í skútunni eða eitt-
hvað annað hefur rek-
ið þessa upprennandi
sjómenn fyrir borð er
sjálfsagt að minna á
máltækið að enginn er
verri þótt hann vökni.
Ljósm. Kristinn.
/
JBs
' ».
-jr . „
Málaleitan Frydenlunds hafnað
— leitaði eftir því að ísland léti einhliða aðgerðir Norðmanna óátaldar
HUGMYNDUM þeim til lausnar
Jan Mayen-málsins, sem Knut
Fyrdenlund utanríkisráðherra
Norðmanna sendi Benedikt Grön-
dal utanríkisráðherra var ( gær
hafnað án fundar íslenzku við-
ræðunefndarinnar. í fyrirspuj-n
Frydenlunds var leitað eftir því, að
íslendingar létu óátaldar einhliða
aðgerðir Norðmanna gegn nýjum
veiðiþjóðum á Jan Mayen-svæðinu
utan efnahagslögsögu íslands og
að öðru leyti giltu þau efnisatriði,
sem samkomulag varð um í ráð-
herraviðræðunum í Reykjavík um
sumarloðnuveiðar og samstarfs-
nefnd.
I skeyti frá fréttaritara Mbl. í
Ósló, Jan Erik-Lauré segir að Bene-
dikt Gröndal gefi í skyn í samtali
við norska blaðið Aftenposten að
íslendingar geti fellt sig við að
OddvarNordli forsœtisráðherra Noregs:
Vil ekki trúa ööru
en að samkomulag
náistumJanMayen
„NORSKA ríkisstjórnin mun á
morgun ræða Jan Mayen-málið og
því vil ég að svo stöddu ekki setja
fram nein sjónarmið um það,“
sagði Oddvar Nordli forsætisráð-
herra Noregs, er Mbl. spurði
hann í gær álits á Jan Mayen-mál-
inu og viðræðunum um það milli
íslendinga og Norðmanna. Þó
kvaðst Nordli geta látið uppi þá
persónulegu skoðun sína, að hann
vildi ekki trúa öðru en að sam-
komulag næðist um Jan Mayen
milli Norðmanna og íslendinga f
þeim viðræðum. sem í gangi eru.
Mbl. spurði Nordli, hvort norska
ríkisstjórnin hefði mótað stefnu í
Jan Mayen-málinu færi svo, að
ekkert samkomulag yrði og þá
hver hún væri. Nordli sagði að slík
stefnumótun hefði ekki átt sér stað
og að hann vildi ekki leiða getum
að því, hvað Norðmenn myndu
gera undir þeim kringumstæðum.
„Við viljum semja um þetta mál
við íslendinga," sagði Nordli, „og
samningaviðræður eru í gangi. Það
er rétt að skammur tími er til
stefnu, hvað sumarloðnuveiðarnar
varðar, en menn leggja sig líka
fram um að finna þær hliðar
málsins, sem leitt geta til friðsam-
legrar lausnar þess.“
Mbl. spurði Nordli, hvort norska
ríkisstjórnin hefði rætt möguleika
á sölu olíu til íslands. Norski
forsætisráðherrann sagði, að málið
hefði ekki komið til kasta ríkis-
stjórnarinnar, heldur þeirra yfir-
valda, sem hlut ættu að máli.
Stefna ríkisstjórnarinnar væri að
vera jákvæð í garð slíkra viðskipta
við Islendinga. Sjálf væri ríkis-
stjórnin ekki söluaðili olíu og því
væri það spurning um, hvort norsk
fyrirtæki væru aflögufær og þá
með hvaða kjörum,
Norðmenn fari meðstjórn loðnuveiða
á Jan Mayen-svæðinu utan efna-
hagslögsögu íslands og láti þá
einhvers konar lögsögu Norðmanna
þar óátalda. Blaðið bendir á að
Islendingar hafi ekki heimild til að
stjórna loðnuveiðum utan efnahags-
lögsögu sinnar og spyr, hvort Is-
lendingar geti ef til vill fallizt á
norska fiskveiðilögsögu þar.
„Fræðilega séð er norsk lögsaga
eini möguleikinn," hefur blaðið eftir
Benedikt, en segir að hann hafi um
leið lagt áherzlu á, að vandamálið sé
áfram það, að Noregur vilji lögsögu
byggða á lögum um efnahagslög-
sögu. „ísland mun ekki samþykkja
neitt nú, sem bindur hendur okkar
áður en störfum hafréttarráðstefn-
unnar er lokið,“ hefur blaðið eftir
Benedikt. Mbl. tókst ekki í gær-
kvöldi að ná sambandi við Benedikt
Gröndal til að inna hann nánar eftir
þessu.
Af Noregs hálfu er lögð áherzla á
að endanleg ákvörðun um sumar-
loðnuveiðarnar við Jan Mayen verði
tekin í þessari viku, en á fundi
norskra ráðherra með talsmönnum
norsku sjómannasamtakanna kom
fram, að sjómannasamtökin vilja
ekki gangast undir takmarkanir á
loðnuveiðunum öðru vísi en að
lögsögu verði komið á svæðið.
Fréttaritari Mbl. í Ósló segir að af
Noregs hálfu sé ekki reiknað með
frekari fundahöldum með íslending-
um vegna loðnuveiðanna við Jan
Mayen, en reynt verði að leysa
málið með símasamtölum. Báðir
utanríkisráðherrarnir ráðgera að
fara í sumarleyfi um helgina.
Kolmunni veid-
ist ekki ennþá
EHkifirði. i. júlf.
KOLMUNNAVEIÐISKIPIN Jón
Kjartansson og Grindvíkingur
komu inn til Eskifjarðar f dag.
Veiðarnar haía gengið illa og er
hvort skip með um 30 lestir.
Sjómenn segja að kolmunni sé á
svæðinu, en mjög dreifður og
ekki í veiðanlegu ástandi eins og
er. Skipin hafa reynt allt frá
Suðausturlandi norður á Héraðs-
flóa í þessari viku.
Einnig segja sjómenn að sjávar-
hiti sé lítill á þessum slóðum eða
rúmlega ein gráða, en síðustu
daga hækkaði sjávarhitinn þó um
1 '/2 gráðu og er því kominn í 2'/2
stig. Þrjú skip voru á svæðinu,
Árni Friðriksson ásamt Grindvík-
ingi og Jóni. Þá hefur færeyska
skipið Kronborg komið á svæðið,
en stoppað stutt. Skipverjar á Jóni
Kjartanssyni og Grindvíkingi
ætla að bíða um sinn og sjá hvort
fiskurinn hleypur ekki saman í
veiðanlegar torfur, en á meðan
verður Árni Friðriksson á miðun-
um og leitar. — Ævar.