Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 1
44SÍÐUR
13. tbl. 67. árg.
FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Samstað-
an upp-
örvandi
Moskvu, París, PekinK.
14. janúar. AP.
WARREN Christopher aðstoðar-
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna lauk í dag ferð sinni um
fimm Evrópuríki og sagði hann
skömmu fyrir brottförina til
Washington að það væri uppörv-
andi hversu mikil samstaða væri
meðal Bandarikjanna og banda-
lagsrikja þeirra í afstöðu þeirra
til atburðanna í íran og Afghan-
istan.
TASS-fréttastofan sovézka
sagði hins vegar að hugsanlega
ætti spenna í alþjóðamálum eftir
að aukast og stríðsundirbúningur
að hefjast í kjölfar heimsóknar
Christophers. Sagði Tass að för
Christophers hefði verið nauð-
synleg Bandaríkjamönnum, þar
sem bandamenn þeirra í Evrópu
væru ekki sammála þeim um
aðgerðir gegn Sovétríkjunum.
Um 35 námsmenn söfnuðust
saman fyrir utan sovézka sendi-
ráðið í Peking í dag og brenndu
m.a. sovézka fána í mótmælaskyni
við innrás Sovétmanna og íhlutun
þeirra í Afghanistan. Þá for-
dæmdu blöð í Rúmeníu í dag
aðgerðir Sovétmanna í Afghanist-
an og skýrðu frá afgreiðslu mála á
Allsherjarþingi Sþ þar sem full-
trúi Rúmeníu hefði krafist brott-
flutnings allra erlendra herja frá
Afghanistan.
Karl Anker Jörgensen forsætis-
ráðherra Danmerkur reit Brez-
hnev forseta í dag bréf þar sem
hann hvatti sovézka leiðtogann til
að draga sovézkt herlið frá Af-
ghanistan. Einnig fordæmdu
stjórnir Japans og Ástralíu að-
gerðir Sovétmanna í Afghanistan
í sameiginlegri tilkynningu, þar
sem m.a. var sagt að aðgerðirnar
ögruðu heimsfriðnum og væru
brot á alþjóðareglum.
Tókió, 16. jan. AP.
PAUL McCartney. fyrrverandi Bítill, var settur í gæzluvarðhald eftir
komu til Tókió í gærkvöldi. þegar tollverðir fundu í fórum hans 219
grömm af hampjurt. sem McCartney kvaðst hafa ætlað að reykja.
Lögreglan segir, að marihuana og hampjurt sé eitt og hið sama og því
hægt að dæma þá sem hafa slíkt í fórum sínum til þungrar refsingar.
Ef McCartney verður fundinn sekur gæti hann verið dæmdur i fimm
ára fangelsi og 2 þúsund dollara sekt.
McCartney kom til Naritaflugvallar i Japan ásamt konu sinni.
fjórum börnum þeirra og meðlimum hljómsveitar hans, „Wings“.
Voru fyrirhugaðir ellefu hljómleikar í Tókíó, Osaka og Nagoya. Á
meðfylgjandi mynd er McCartney i fylgd tveggja japanskra
lögregluþjóna sem skellt hafa á hann handjárnum.
Símamynd—AP.
Hafa átt yiðræour
um framsal keisara
Chicago, London. Tókýó, Kuwait
16. janúar — AP
VIÐRÆÐUR á a'ðsta stigi hafa farið
fram milli rikisstjórna Panama og
trans um hugsanlegt framsal fyrr-
um íranskeisara til trans, en hann
hefst við á afskekktri eyju skammt
undan Panamaströnd, að þvi er
blaðið Chicago Tribune hefur eftir
áreiðanlegum heimildum.
Blaðið segir að tvívegis í gær,
þriðjudag, hafi Aristides Royo for-
seti Panama haft símasamband við
Sadegh Ghotbzadeh utanríkisráð-
herra varðandi formlega ósk yfir-
valda í Teheran um að keisari verði
tekinn fastur í Panama. Tilkynnt
var i Teheran að innan 60 daga frá
handtökunni yrði farið fram á fram-
sal keisara.
Til orðahnippinga kom í brezka
þinginu í dag í kjölfar uppljóstrana
um að íranskir hermenn nytu þjálf-
unar í Bretlandi samkvæmt samkom-
ulagi sem byltingarstjórn Khomeinis
trúarleiðtoga gerði við brezk yfirvöld.
Um er að ræða þjálfun nýgræðinga í
sjóhernaði og borga stjórnvöld í Iran
fyrir þjálfunina, að sögn brezka
utanríkisráðuneytisins. Sögðu þing-
menn að samkomulagið um þjálfun-
ina væri „algjör hræsni“ þar sem
stjórnin hefði heitið stuðningi við
refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar
gegn Iran vegna töku bandaríska
sendiráðsins og gíslanna í Teheran.
Embættismenn í Tókýó skýrðu frá
því í dag að írönsk yfirvöld hefðu
tilkynnt Japansstjórn að dregið yrði
úr eða jafnvel tekið fyrir olíusölu til
Japans ef Japanir styddu efnahags-
legar refsiaðgerðir Bandaríkjanna
gegn Iran. Sögðu embættismennirnir
að það yrði meiriháttar áfall fyrir
efnahagslíf landsins ef íran tæki
fyrir olíusöluna, og yrði því aðeins um
að ræða að Japanir tækju þátt í
refsiaðgerðunum ef þær yrðu sam-
þykktar hjá Sameinuðu þjóðunum.
Blaðið Ar-Rai Al-Amm í Kuwait
skýrði frá því í dag að aftökusveitir
byltingardómstólanna í íran hefðu
tekið af lífi í gær fjölda manna er
tekið hefðu þátt í samsæri um að
bylta stjórn Khomeinis. Allir hefðu
mennirnir verið liðsforingjar í her
landsins. Aftöku þeirra og byltingar-
samsæri hefur verið haldið leyndu í
Teheran.
Sovézkir hermenn taka lifinu með ró við brynvarinn vagn á veginum milli Kabul og Salang-skarðsins i Afghanistan. Hermennirnir hafa meinað
fréttamönnum og ljósmyndurum að koma náiægt Salang-skarði. en þar um fara herflutningar milli sovézku landamæranna og Kabúl. og herma
fregnir að afghaniskir uppreisnarmenn hafi haidið þar uppi árásum á sovézkar flutningalestir. Simamynd- AP.
Sovézkar herdeildir
við landamæri írans
WashinKton, Nýju Dehlí,
16. janúar. AP.
HÁTTSETTUR embættis-
maður í bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu og einn
helzti sérfræðingur stjórn-
arinnar i sovézkum mál-
efnum síðustu áratugi,
Marshall Shulman, sagði í
dag, að Sovétmenn ættu
fyrir höndum erfiða daga í
viðureigninni við afgh-
anska uppreisnarmenn og
yrðu þeir að auka enn
verulega við herafla sinn í
Afghanistan ef þeir ættu
að sigrast á uppreisnar-
mönnum.
Gæti fjölgunin í herjunum haft í
för með sér ófyrirsjáanlegar afleið-
ingar, að sögn Shulmans, og hætta
á aðgerðum sovézkra hersveita
innan landamæra Pakistans ykist.
Með tímanum kynnu Sovétmenn
svo að færa sér i nyt ástandið í
Iran og fikra sig suður á bóginn til
hafna við Arabíuflóa, en hann kvað
þá þó þannig í sveit setta í
Afghanistan að vart yrði af því í
bili a.m.k.
Hodding Carter talsmaður utan-
ríkisráðuneytisins skýrði frá því í
dag að tvær sovézkar herdeildir í
Afghanistan, alls um 25.000 manns,
hefðu verið sendar til svæða við
Herat í um 75 kílómetra fjarlægð
frá landamærum írans. Sögðu
Carter og Shulman að í þessum
hluta Afghanistans hefði verið
kröftuglega spyrnt við innrás og
íhlutun Sovétmanna, og væri
líklegast frekar um að ræða liðs-
auka í baráttuna við uppreisnar-
menn en hersveitir, sem með tíð og
tíma væri ætlað að hertaka olíu-
svæði í Iran.
Jody Powell blaðafulltrúi Cart-
ers forseta lýsti þó yfir að sovézku
sveitirnar væru „á hinni hefð-
bundnu innrásarleið" til Teheran,
og því væri að svo komnu ógjörn-
ingur að gera sér nákvæma grein
fyrir hver tilgangurinn með her-
flutningunum í átt að landamær-
um írans væri.
Fulltrúar aðskiljanlegra hópa
afghanskra uppreisnarmanna hafa
byrjað viðræður um samvinnu og
samræmingu sin á milli í viður-
eigninni við sovézkar hersveitir og
jafnvel hugsanlega sameiningu
hópanna í eina hreyfingu, að því er
diplómatískar heimildir herma.
Hugmyndafræðilegur ágreiningur,
þjóðernisgorgeir og framagirni
einstakra leiðtoga uppreisnarhópa
hafa í tvö ár komið í veg fyrir
sameiningu hópanna, sem skiptast
einkum eftir ættbálkum. Hundruð
þúsunda flóttamanna munu vera
reiðubúnar að leggja uppreisnar-
mönnum lið og hefur það þrýst á
sameiningu í röðum uppreisnar-
manna, að sögn kunnugra.