Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
13
Bjöm Friðfínnsson:
UM STEFNUMOTUN
Vanda/hálin í rekstri Flugleiða
síðustu misserin gefa tilefni til
umhugunar um stefnumótun
stærri fyrirtækja.
Eitt af grundvallaratriðum í
stjórnunarfræðum samtímans er
áherzlan á stefnumótun til langs
tíma (Strategic planning —
Strategisk planering), sem síðan
er hrundið í framkvæmd með
hjálp áætlana, er ná yfir skemmri
tímabil.
Forsendur slíkrar stefnumótun-
ar eru athuganir á þróun mark-
aðsmála, tækni, auðlindanýtingar
o.fl., en á grundvelli þeirra athug-
ana er svo reynt að spá um
framtíðina og velja fyrirtækinu þá
stefnu, sem vænlegust virðist til
árangurs miðað við markmið þess.
Ég veit ekkert um flugrekstur,
en út frá almennu sjónarmiði spyr
ég a.m.k. sjálfan mig að því, hvort
ekki hefði e.t.v. mátt sjá vanda-
málin á mikilvægustu flugleið
félagsins fyrir og finna önnur og
arðbærari verkefni fyrir flugflota
þess og starfslið í tæka tíð. Hafa
menn ekki verið of makráðir,
andvaralausir og of uppteknir af
þeim atriðum, sem skipta minna
máli.
I framhaldi af þessum spurn-
ingum, sem nú koma upp í hugann
af gefnu tilefni, finnst mér tíma-
bært að spyrja um stefnumótun
annarra stórra fyrirtækja hér á
landi. Hvað líður stefnumótun
fisksölufyrirtækja okkar? Hafa
þau mótaða stefnu til langs tíma
um markaðsmál sín og fram-
leiðslu?
Ég hef lesið það í-blaði, að innan
200 mílna fiskveiðilögsögu
N-Ameríku séu um 20% af fisk-
magni heimshafanna. Fara þar-
lendir fiskimenn ekki að veiða
sjálfir sívaxandi hluta af þeim
fiski um leið og erlendum veiði-
flotum er stuggað frá? Hvar verða
beztir fiskmarkaðir um næstu
aldamót? Breytist fiskmarkaður
okkar í Sovétríkjunum, ef við
hættum að kaupa þaðan olíu? Ég á
ekki svör við þessum spurningum,
en hafa forráðamenn fiskvinnsl-
unnar gefið sér tíma til þess að
kanna horfur í markaðsmálum
sínum til langs tíma litið ög hafa
þeir mótað markaðsstefnu sína í
samræmi við þær?
Ég nefni þetta sem dæmi, en
sams konar spurninga má spyrja
um margan annan rekstur, sem
gengur vel í dag, en kann skyndi-
lega að missa fótfestu sökum
breyttra aðstæðna.
Stefnumótun
þjóðarbúsins
Auðvitað er ekki síður nauðsyn-
legt að móta stefnu til langs tíma
fyrir þjóðarbúið i heild. Slík
stefna tryggir ekki að hægt sé að
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
\l M.YSIM. \-
SIMINN KH:
22480
sjá fyrir alla óorðna hluti, en sjálf
aðferðafræðin við mótun lang-
tímastefnu tryggir það, að menn
sjá betur samhengið í hlutunum
og forða má margs konar mistök-
um, sem við erum sífellt að gera.
Framsýni er sjaldgæfur eigin-
leiki, sem einungis miklum leið-
togum er gefinn. Mikið er nú rætt
um innrás Rússa í Afghanistan og
því hefur m.a. verið haldið fram í
erlendum blöðum að hún sé í
samræmi við langtímastefnu
þeirra um að afla sér greiðari
aðgangs að Indlandshafi. Meira að
segja á Lenín að hafa mótað þessa
stefnu og sagt er að í miðri
borgarastyrjöldinni í Rússlandi
hafi hann gefið sér tíma til þess að
íhuga vandamál kóngsins í
Afghanistan og senda honum vopn
til að vinna vináttu hans. Það hafi
ekki verið fyrr en löngu síðar, sem
samstarfsmenn Leníns sáu, hvað
hann var að fara.
En við eigum engan Lenín og
stefnumótun til margra áratuga
er erfiðari í lýðræðisþjóðfélögum
en í einræðisríkjum.
Hver er stefna íslendinga?
Þannig má spyrja á fjölmörgum
sviðum án þess að nokkuð svar
fáist. Þessa dagana er talað um að
móta stefnu okkar í efnahagsmál-
um til næstu 18 mánaða. Enginn
talar eða hugsar um, hver stefna
skuli ríkja næstu 18 árin.
Stjórnmálaflokkarnir eru tæki
þjóðarinnar til stefnumótunar, en
stefnuskrár þeirra eru harla lítil
vísbending um framtíðarstefnu,
þótt víða sé hnykkt á frómum
óskum með orðalagi eins og: auka
ber ..., efla ber ... og styrkja
ber... Flokkarnir mynda svo
samsteypustjórnir til skamms
tíma og þar finnst mönnum a.m.k.
stundum, að hending ráði, hvaða
stefna verður ofan á. Erlendis er
sums staðar komið á fót sérstök-
Björn Friðfinnsson
um stofnunum til þess að rýna í
framtíðina og taka sérstök vanda-
mál til íhugunar. Niðurstöður
slíkra rannsókna- og hugar-
flugsstofnana eða „think tanks“
eins og enskumælandi menn kalla
þær, eru notaðar við stefnumótun
stjórnmálamanna til langs tíma.
Við eigum stofnanir, sem fela má
sambærileg verkefni og tillögu-
gerð um stefnumótun á hinum
ýmsu sviðum ásamt samræmingu
þeirra. Langtímamarkmið okkar
verða e.t.v. nærtækari en hin
meinta 60 ára gamla ráðagerð
Rússa um aðgang að Indlandshafi.
Þó megum við ekki líta of skammt,
hvað athafnasviðið sjálft snertir.
Ein af forsendunum fyrir margra
ára velgengni Loftleiða og síðar
Flugleiða á flugleiðinni milli
Bandaríkjanna og Evrópu var
loftferðasamningur, sem Islend-
ingar gerðu við Bandaríkjamenn
skömmu eftir stríðslok. Var sá
samningur byggður á stefnumót-
un til langs tíma eða með hliðsjón
af henni eða var hann bara
glópalán?
Ohætt er að fullyrða, að með
markvissri stefnumótun aukum
við a.m.k. líkurnar fyrir því að slík
tækifæri falli okkur aftur i skaut.
14. jan. 1980.
w
Oánægja með hljómburðinn,
brátt fvrir fullkomin tæi<i?
ADC TONJAFNAR/NN
erráðvið því.
Slæmur hljómburður er ekki óvana-
legur, enda löng leið frá hljómlistar-
mönnunum til eyrna þinna.
Leiðin liggur um hljóðnema, upp-
tökutæki, pressun hljómplötunnar,
tónhöfuðið og plötuspilarann þinn,
magnarann og hátalarana. Þessi
tæki hafa öll verið þróuð og endur-
bætt i áratugi og eru nú yfirleitt há-
þróuð völundarsmíð.
En endastöð leiðarinnar er enn
ónefnd. Þó er hún einna mikilvæg-
ust. Það er húsnæðið, sem þú notar
til flutningsins og aóstæður þan
Húsakynni þín eru ekki hönnuð sem
upptöku- eða hljómleikasalur. Hlut-
föll lengdar, breiddar og hæðar,
húsgögn og hurðir, klæðningar,
teppi, gluggatjöld og rúður geta spillt
hljómburðinum, ýkt eða kæft ein-
staka tóna á ákveðnum tíðnisviðum
og bjagað þar með heildina.
ADC TÓNJAFNARI
Ráð gegn þessu er ADC tónjafnari
(Frequency-equalizer), sem þú
tengir magnara þínum.
Bygging ADC tónjafnarans grund-
vallast á þeirri staðreynd, að mis-
munandi tónar hafa mismunandi
tíðni. Hver tónn á plötunni þinni ligg-
ur að öllum líkindum einhvers staðar
á tíðnisvióinu 60—16000 rió. Á ADC
tónjafnaranum hefur þú fjölmargar
stillingar til að auka eða draga úr
styrk tóna meö mismunandi hárri
tíðni, t.d. tóna, sem liggja nálægt 60
riðum, s.s. dýpri tóna píanós, eða
1000 riðum, s.s. hærri flaututóna. Á
þennan hátt getur þú leiðrétt þá
bjögun, sem verður, og fengið
hljómburð, sem nálgast þann, sem
var í upptökusalnum.
AÐRIR KOSTIR ADC
TÓNJAFNARANS
1. Hann eykur hljómstyrk magnar-
ans.
2. Hann stórbætir gæðin á þínum
eigin upptökum.
3. Hann eyðir aukahljóðum, sem
liggja á hárri tíöni (suð) eða lágri
(drunur), án þess að hafa umtais-
verð áhrif á tóngæðini
TÓNJAFNARI 1
Fimm tíðnistillingar 60— 10000 rið
Tvöfalt kerfi (hægri og vinstri)
Bjögun: 0.02%
TÓNJAFNARI 2
Tólf tíðnistillingar 30—16000 rið
Hægra og vinstra kerfi aðskilið
Bjögun: 0.02%
u
Leiöandi fyrirtæki
á sviöi sjónvarps
útvarps og hljómtækja
VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10.SÍMI: 27788 (4 LÍNUR).
n