Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 22
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1980
Vörðu Sovétríkin 165
milljörðum dollara
til landvarna 1979?
Washington, 16. jan. AP.
BANDARÍSKA leyniþjónust-
an CIA telur að Sovétríkin
hafi varið nálægt 165 millj-
Frægur
heila-
skurð-
læknir
látinn
Stokkhólmi. 16. jan. AP.
PRÓFESSOR Herbert Oli-
vecrona, heimsþekktur
sænskur heilaskurðlæknir,
lézt á Karolinska sjúkrahús-
inu í gærkvöldi. Hann varð
88 ára gamall.
Olivecrona framkvæmdi á
ferli sínum um tíu þúsund
heilaaðgerðir og var talinn í
hópi færustu sérfræðinga í
heimi og framlag hans til
þróunar heilaskurðlækninga
ómetanlegt.
Hann var þrítugur að aldri,
þegar hann lauk doktors-
prófi, og réðst hið sama ár að
Serafimer-sjúkrahúsinu í
Stokkhólmi og gerði þar
fyrstu aðgerð sína. Hann
hafði áður numið í Leipzig að
loknu námi í Svíþjóð og var
síðan um hríð í Bandaríkjun-
um og fylgdist með því þegar
hinn frægi bandaríski skurð-
læknir Cushing gerði fyrstu
heilaaðgerðina.
Veöur
Akureyri 3 alskýjað
Amsterdam 0 skýjaó
Aþena 13 skýjað
Barcelona 8 heióríkt
Berlín +1 heióríkt
BrUssel *2 skýjaó
Chicago 5 rigning
Denpasar Bali 30 skýjað
Dublin 5 skýjaó
Frankfurt -4mi8tur
Genf +1 þoka
Helsinki -2 heióríkt
Hong Kong 18 bjart
Jerúsalem 17 bjart
Jóhannesarborg 27 rigning
Las Palmas 20 lóttskýjað
Lissabon 13 rigning
London 5 bjart
Los Angeles 19 skýjaó
Madríd 7 bjart
Malaga 9 rigning
Mallorca 13 léttskýjað
Miami 28 skýjaó
Moskva +6 snjókoma
Nýja Delhi 22 skýjaó
New York 10 skýjað
Ósló 2 bjart
París +1 skýjaó
Reykjavík 2 skýjað
Rio de Janeiro 27 skýjaö
Rómaborg 11 rigning
San Francisco 17 skýjaó
Stokkhólmur +2 heiórfkt
Sydney 24 bjart
Tel Aviv 17 bjart
Tókýó 14 bjart
Toronto 4 skýjaö
Vancouver 9 rigning
Vfnarborg -10 skýjaó
örðum dollara til landvarna
á síðasta ári, eða um 50
prósent hærri upphæð en
Bandaríkin. Kemur þetta
fram í skýrslu CIA sem var
birt í dag. Þar segir að af
þessari upphæð hafi 14 — 20
milljörðum verið kostað til
aðgerða gagnvart Kína. í
skýrslunni kemur fram að
Sovétríkin hafi eytt hærri
upphæðum til varnarmála en
Bandaríkin síðustu níu árin
og hafi samtals notað 30
prósent meira fé í þessu
skyni síðustu tíu ár.
Fram kemur að Bandaríkin
hafi eytt á árinu 1979 108
milljörðum dollara til land-
varna. Skýrslan mun byggð á
áætlunum sem gerðar eru með
tilliti til þess hvað varnarað-
gerðir Sovétmanna myndu
hafa kostað miðað við banda-
rískt verðlag.
Babrak Karmal, formaður byltingarráðsins og for-
sætisráðherra Afghanistans, sést hér ávarpa fund
afghanskra og erlendra blaðamanna í Kabul fyrir
nokkrum dögum.
EBE leitar samn-
inga við Júgóslavíu
BrUssel, 16. ja. AP.
Efnahagsbandalagsríki
leggja nú ríka áherzlu á að
ná víðtækum viðskipta-
samningum og að auka
tengsl bandalagsins og
Júgóslavíu, vegna nýlegra
ögrana við heimsfriðinn
og versnandi heilsu Títós
forseta, að því er heimildir
innan bandalagsins
skýrðu frá í dag.
Eftir byltinguna í íran fyrir um
ári buðu ríki EBE Júgóslavíu og
Rúmeníu sérstaka viðskiptasamn-
inga og freistað var að bæta
sambúð ríkjanna tveggja við lönd
EBE. Hagsmunir evrópskra fyrir-
tækja og iðngreina gerðu þó að
verkum að kveðið var á um alls
konar boð og bönn þegar á leið
samningaviðræður og slitnaði upp
úr áður en árangur náðist. Vegna
atburða í Afghanistan síðustu
daga og vegna versnandi heilsu
Títós hafa æðstu fulltrúar hvers
Bíræfnir bófar stöðv-
uðu vél í f lugtaki
Rómaborg — 16. jan. — AP
TVEIR ófyrirleitnir þjófar,
klæddir einkennisbúning-
um flugvallarstarfsmanna,
stöðvuðu farþegaflugvél frá
Swissair, sem var að búa
sig undir flugtak frá Leo-
nardo da Vinci flugvellin-
um við Rómaborg, opnuðu
geymslur vélarinnar og
stálu þaðan tveimur sekkj-
um sem í var jafnvirði um
2,2 milljóna dollara í reiðu-
fé.
Lögreglan segir að þjóf-
arnir hafi gefið flugmann-
inum merki um að nema
staðar, úr litlum bíl sem
merktur var einkennisstöf-
um flugvallarins. Sögðu
þeir flugstjóranum að þeir
sæju ekki betur en elds-
neyti læki úr geymum vél-
arinnar og þyrfti að kanna
það.
Eftir að þeir höfðu þrifið
sekkina úr farangurs-
geymslunni óku þeir á ofsa
hraða á braut og flugvélin
fékk síðan flugtaksheimild
og virðist sem flugmaður-
inn hafi ekki áttað sig á
hvað þarna hafði gerzt fyrr
en eftir að hún var komin á
loft og hafði samband á ný
við flugturninn.
Til ræningjanna hefur
ekki spurzt þrátt fyrir
víðtæka leit.
aðildarríkis hjá bandalaginu feng-
ið um það fyrirmæli að reyna að
ná sem skjótustum samningum
við Júgóslavíu.
Þrátt fyrir að viðskiptajöfnuður
Júgóslavíu við ríki bandalagsins,
en hann nemur í dag um þremur
milljörðum Bandaríkjadala, verða
Júgóslövum boðin vildarkjör í
viðskiptum í nýju samkomulagi,
að því er áreiðanlegar heimildir
herma. Tollar á júgóslavneskum
varningi verða afnumdir í flestum
tilfellum, en einstaka vörur, sem
taldar eru hættulegar í sam-
keppni, verða þó áfram tollaðar.
Samkomulagið mun ná til margs
konar iðnvarnings og landbúnað-
arafurða, og að auki er búist við að
í samkomulaginu verði júgóslavn-
eskum farandverkamönnum í
Vestur-Þýskalandi tryggður sami
réttur og vestur-þýskir borgarar
hafa til almannatrygginga.
32
milljónir
í Mexico-
borg eft-
ir 20 ár?
Washington, 16. janúar. AP.
ÁRIÐ 2000 mun mann-
fjöldinn í heiminum hafa
aukist um nánast fimmtíu
prósent og mun skorta um
800 milljón fleiri störf en
nú, segir í skýrslu Rafael
Salas, eins helzta sérfræð-
ings um mannfjölgunar-
vandamál hjá Sameinuðu
þjóðunum.
Rafael Salas sagði í dag á
fundi með Alþjóðasamtök-
um blaðamanna í Wash-
ington, að íbúafjöldi borga,
sem hefur tvöfaldast á að-
eins þrjátíu árum, muni
trúlega tvöfaldast aftur
fram til áramóta.
Salas segir, að Mexico-
borg verði stærst borga með
32 milljónir íbúa árið 2000,
Tókýó — Jókóhama með 26
milljónir og í Kairó muni þá
verða 16 milljónir íbúa. Sal-
as segir, að ástand í mörg-
um stórborgum í snauðari
löndunum muni stórversna
og þau vandamál sem komi
upp á næstu árum muni
verða mörgum borgar-
stjórnvöldum fullkomlega
ofviða.
Hann spáir að dragi úr
ólæsi á ýmsum stöðum, en
samt takist ekki að halda í
við þann hraða sem sé á
mannfjölgun í þeim löndum
þar sem menntunarástand
er verst.
Hann segir að lönd, sem
hafi flutt út korn á árunum
eftir 1930, muni að líkindum
þurfa að flytja það inn upp
úr árinu 2000.
Sovétmenn sakaðir um und-
irróðursiðju í Egyptalandi
Kairó, 16. janúar. AP.
NABAWI Ismail, innanríkisráð-
herra Egyptalands, sagði í dag að
Sovétríkin væru að reyna að
kynda undir ólgu og illindi i
samvinnu við róttæka arabíska
leiðtoga sem væru andsnúnir
friðarfrumkvæði Sadats Egypta-
landsforseta og aukinni sam-
vinnu við ísraela. Ismail sagði í
skýrslu sem hann flutti á eg-
ypska þinginu um tvö sprengju-
tilræði í tveimur kristnum kirkj-
um nýlega að það væri augljóst
að „Moskva stæði á bak við alla
slika undirróðursiðju sem miðaði
að því að grafa undan einingu
Egypta og stefna í voða friði og
samheldni og væru Sovétríkin að
lauma útsendurum sínum inn í
landið með það fyrir augum að
reyna að egna til ófriðar.“
Sprengjurnar sprungu í borg-
inni Alexandriu hinn 6. janúar sl.
og lézt einn maður og sjö slösuð-
ust.
Þetta gerðist 17. janúar
1979 — Jimmy Carter sendir
áskorun til Khomeinis erki-
kierks í Frakklandi um að hann
gefi hinni nýju ríkisstjórn
Bakhtiars færi á að spreyta sig
en leggist ekki fortakslaust gegn
henni.
1978 — Friðarviðræður utan-
ríkisráðherra ísraels, Banda-
ríkjanna og Egyptalands hefjast
í Jerúsalem.
1974 — Samkomulag ÍSraela og
Egypta um aðskilnað herja við
Súez.
1973 — Binding kaupgjalds og
verðlags í Bretlandi.
1969 — Jan Palach brennir sig
til bana í Prag.
1959 — Senegal og Franska-
Súdan stofna sambandsríkið
Mali.
1954 — Djilas rekinn úr júgó-
slavneska kommúnistaflokk-
num.
1948 — Holland og Indónesía
semja um vopnahlé.
1945 — Varsjá frelsuð.
1917 — Bandaríkjamenn kaupa
Jómfrúreyjar af Dönum fyrir 26
milljónir dollara.
1913 — Poincaré kosinn forseti
Frakklands.
1893 — Hawai lýðveldi.
1852 — Sandársamningur:
Transvaal lýðveldi.
1595 — Hinrik IV af Frakklandi
segir Spánverjum stríð á hend-
1337 — Páfastóll
Rómar frá Avignon.
fluttur til
Afmæli — Benjamin Franklin,
bandarískur stjórnmálaleiðtogi,
1706—1790, Lloyd Georges,
brezkur stjórnmálaleiðtogi,
1863—1945, Tjekov, rússneskt
leikskáld, 1860—1904, Píus páfi
V, 1504-1572.
Innlent — Eimskipafélag
íslands stofnað 1914, landfógeta-
embættið stofnað 1783, „Pereat-
ið“ í Lærða skólanum, 1850,
Konungsúrskurður um styrki til
landbúnaðarnáms 1817, d. Hjalti
próf. Þorsteinsson 1752, f. Björn
Sigfússon 1905, Hörmuleg slys á
Skjálfanda og 1 Öxarfirði og
fjögurra manna saknað 1979, d.
Jón Sigurðsson, fyrrv. skóla-
stjóri 1979.