Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
43
Dregið í Evrópukeppninni:
Lið Þorsteins
mætir Arsenal
I GÆRDAG var dregið í Evrópu-
keppnunum í knattspyrnu. Fyrri
umferð í átta liða úrsíitunum fer
fram 5. marz og síðari umferðin
19. marz. Eftirtalin lið drógust
saman:
Evrópukeppni
meistaraliða:
Hamburger S.V. — Hajduk Split
Notth. Forest — Dinamo Berlin
Glasgow Celtic — Real Madrid
Strassbourg — Ajax Amsterdam
Evrópukeppni
Bikarhafa:
Arsenal — Gautaborg IKF
Barcelona — Valencia
Dynamo Moskva — Nantes
Rijeka — Juventus Turin
UEFA-keppnin:
S.T. Etienne — Boruss. Mönch.glb.
Kaiserslaut. — Bayern Miinchen
Stuttgart — Lokomotive Sofia
Eintr. Frankf. — Zbrokovka Brno
Eins og sjá má á þessari upp-
talningu er um marga hörkuleiki
að ræða. Þau lið er fengu í fyrstu
umferð íslenska mótherja, það er
að segja Hamborg, Barcelona og
Zbrokovka Brno, eiga öll góða
möguleika á að ná fjögurra liða
úrsiitum.
• Þeir Jóhannes Eðvaldsson og Þorsteinn Ólafsson eru einu
íslendingarnir sem eftir eru i Evrópukeppninni í knattspyrnu, en lið
þeirra fá vægast sagt erfiða mótherja í næstu umferð. Þorsteinn og
félagar hjá Gautaborg mæta Arsenal og Celtic fær það erfiða verkefni
að slá spænska liðið Real Madrid út úr keppninni.
ÍS mætir Fram
í körfunni
inn kl. 20.00. Forleikur verður í
minnibolta milli Hauka og ÍR.
Staðan í úrvalsdeildinni
er nú:
KR 10 7 3 828-758 14
Valur 10 7 3 865-819 14
Njarðvík 10 7 3 839—802 14
ÍR 10 5 5 865-896 10
Fram 9 2 7 697-750 4
ÍS 9 1 8 778-820 2
'HIavo miTlTohih
STAÐAN
í KVÖLD fer fram einn leikur í
úrvalsdeildinni í körfuknattleik.
ÍS og Fram leika í íþróttahúsi
Kennaraháskólans. Hefst leikur-
Víkingur
AÐALFUNDUR hand-
knattleiksdeildar Yíkings
verður kl. 20.30 í kvöld í
félagsheimilinu Hæðar-
garði.
• Margir spá Hamburger SV sigri í Evrópukeppni meistaraliða. Hér eru þeir Nogly, Bertl, Magath,
Memering, Hartwig, Buljan og Hrubesch búnir að mynda illviðráðanlegan varnarvegg.
Verður Pétur fyrsti
erlendi atvinnumaðurinn?
VERÐIJR körfuboltamaðurinn
Pétur Guðmundsson frá íslandi
fyrsti útlendingurinn til þess að
leika sem atvinnumaður í banda-
rískum körfuknattleik? Pétur
Guðmundsson, sem stundar nám
við „University of Washington í
Seattle, leikur nú betur en
nokkru sinni fyrr. Þetta hefur
greinilega ekki farið framhjá
neinum þar vestra, því að banda-
ríska timaritið Playboy, sem vel-
ur árlega 8 til 10 bestu íeikmenn
allra háskóla Bandaríkjanna í
hverri stöðu með það fyrir aug-
um að velja siðar það sem kallað
er „All-America Team“ eða lið
Bandaríkjanna, velur Pétur einn
af átta bestu miðherjum í banda-
rískum háskólakörfubolta. Ekki
lítil viðurkenning þegar haft er í
huga hversu margir háskólar eru
i landinu og að körfuboltinn er
ein alvinsælasta íþróttagreinin i
skólunum.
Hér að neðan má sjá úrklippu
úr desember-blaði tímaritsins
Playboy þar sem valið birtist.
Einar Bollason, þjálfari
Pétur Guðmundsson.
íslenska landsliðsins í körfubolta,
var í haust staddur í Washington
og ræddi þá meðal annars við
þjálfara eins besta atvinnu-
mannaliðs Bandaríkjanna, Larry
Wilkins, er þjálfar Seattle Super-
sonics. Larry var mjög hrifinn af
Pétri og taldi að hann ætti mikla
framtíð fyrir sér. Pétur á enn eftir
að leika einn vetur með háskóla-
liðinu áður en til greina kemur að
hann fari í atvinnumennsku.
Verður fróðlegt að fylgjast með
gangi mála hjá Pétri.
Atvinnukörfuboltamenn í
Bandaríkjunum hafa svimandi há
laun og evrópskir atvinnuknatt-
spyrnumenn komast ekki með
tærnar þar sem þeir hafa hælana.
- þr.
mLamerica squad
(All ðf Whom n "kðly to mak. .om.on.'.
(A AI,.Am.r!cat.am at ,.a.an . .n«D
D.Wayn. Scal.. I M„1#r (Tol.do)
r. i. ......r —»,r
crÆ r: ........——
ZT- or ~
(Arkan.at), Flintl. Ray Wllllom. (N.va
Úrklippan umrædda úr mánaðarritinu Playboy. Aftast í miðklausunni má sjá nafn
Péturs í hópi átta bestu miðherja í bandarískum körfuknattleik.