Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 36
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
KAFFINU ]\ ] «2-
Ij :^°9l__
Hvað þú átt að gera. — Nú hvað
annað en að skrifa til heims-
metabókar Guinness.
Ég get ekki bæði hlaupið eftir hjálp og staðið
ofaná höndunum þínum!
Fjöðrin sem varð
að mörgum hænum
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Suður er sagnhafi í fimm lauf-
COSPER
um eftir þessar sagnir:
Suður Vcstur Norður Ai
1 l.auf 2 Spaðar 3 Lauf P
5 Lauf P P P
Norður
S.107632
H. ÁG
Vestur T. 432
S. ÁKDG98 L. K102
H. K2
T. KG75
L. 3
Austur
Þú tekur fyrsta slaginn á spaða-
kóng en hvað spili spilar þú næst?
Eðliega gerir þú ráð fyrir, að
suður eigi öll háspilin, sem þú sérð
ekki, og þar með verða möguleikar
varnarinnar ekki miklir. En sé
litið á allt spilið má athuga
möguleikana.
Norður
S. 107632
II. ÁG
T. 432
L. K102
Og ég vil vekja athygli yðar á að útsýnið er þrátt
fyrir allt æði tilbreytingaríkt.
Laugardag 5. janúar sl. birti
Morgunblaðið frétt á öftustu síðu
með yfirskriftinni „Varðskipið
flytur hrútinn til ánna“.
Fréttin er um það, að varðskipið
muni flytja hrút, þá um helgina,
fyrir Aðalstein bónda á Laugabóli
í Mosdal, milli staða í Arnarfirði,
svo ær hans verði lembdar. Hér er
um getgátu að ræða. Hér er spáð
flutningi, sem aldrei kom til mála
og aldrei átti sér stað. í lok
fréttarinnar er svo fullyrt, að
hrúturinn hafi ekki komist til
ánna í fyrravetur, brundtíðin hafi
liði hjá án þess að ærnar kenndu
hrútsins, og er það harmað. Hér er
um óþarfa vangaveltur að ræða.
Ær Aðalsteins þjónuðu náttúru
sinni í fyrra heima á Laugabóli
eins og vera bar. Flugufóturinn
fyrir þessari frétt er hins vegar sá,
að varðskip flutti Aðalstein nú frá
Laugabóli í Geirþjófsfjörð, en þar
fór hann í land og rak nokkrar ær,
sem hann átti þar, heim að
Laugabóli .til hrúta sinna og kann
hann varðskipsmönnum bestu
þakkir fyrir hjálpina.
Við könnumst við söguna um
fjöðrina, sem varð að mörgum
hænum. í Velvakanda 10. janúar
sl. eru birt tvö lesendabréf í tilefni
ofangreindrar fréttar: Annað
bréfið ber yfirskriftina „Sauðfé í
sjóferð". Þar er þessi eini ímynd-
aði hrútur orðinn að „nokkrum
rollum" í sjóferð. Allt er þetta
misskilningur. Enginn hrútur hef-
ur verið fluttur með varðskipi frá
Laugabóli. Ekkert sauðfé hefur
verið í sjóferð á vegum Aðalsteins.
Að lokum þetta: Aðalsteinn á
Laugabóli er einyrki. Hann hefur
því annað við tíma sinn að gera en
að standa í blaðaskrifum. Eg vona
því, að menn stytti sér stundir við
eitthvað annað í skammdeginu en
að baka honum hugarangur.
Jón I. Bjarnason.
• Kurteisi í
strætisvagni.
„Ég er Reykvíkingur í húð og
hár, kominn yfir áttrætt en bý nú
utan Reykjavíkur sem stendur.
Kem ég til höfuðstaðarins öðru
hverju og var ég á ferð í borginni
sem oftar 2. janúar sl.
Var ég þá búinn að þvælast um
borgina vítt og breitt, gangandi
eða með strætisvögnum. Á einni
biðstöðinni varð ég að bíða eftir að
vagn kæmi og var þar einnig fjöldi
fólks m.a. hópur barna á ýmsum
aldri. Þegar vagninn kom þurftu
Ikum enn haldið'opnum. þ.e.
a.s. samstarfi allra flokka.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu, stefnir Geir Hallgrímsson
að þvi, að línur hafi skýrzt í tilraun
hans til stjórnarmyndunar. þegar
Alþingi kemur saman.
ar kroiu
venjan, að sá aðili sem segði
upp samningum gerði það á
þeim grundvelli að ná fram
betri samningum til handa
uppsagnaraðilum.
stjornmaiaviunorno til umræðu.
Meirihluta þingflokksins leizt þar
mjög vel á myndun nýsköpunar-
stjórnar. sem menn lita á sem
„vopnahlésstjórn" og myndi lang-
lifi hennar byggjast á Alþýðu-
Varðskipið
hrútinn til
flytur
ánna
LANDIIELGISGÆZLAN vinn
ur mikilvæg þjónustustörf
fyrir landsmenn eins og allir
vita og verkeínin. sem gæzlu-
mönnum eru falin eru hin
margbreytilegustu eins og
dæmin sanna.
Um helgina munu varð-
skipsmenn sinna mjög óvenju-
legu verkefni, nefnilega að
flytja hrút miili staða í Arnar-
firði. Þannig er, að aðstoðar-
beiðni hefur komið frá Aðal-
steini Guðmundssyni bónda að
Laugabóli í Arnarfirði. Aðal-
steinn á ær, sem ganga sjálfala
í skóglendi í Geirþjófsfirði, en
þangað er iilfært landleiðina.
Nú er fengitíminn nýbyrjaður
og því brýn nauðsyn fyrir Aðal-
stein að koma hrút sínum þang-
að og hleypa til ánna. Voru nú
góð ráð dýr en Aðalsteinn fann
lausnina. Hún er sú að flytja
hrútinn frá Laugabóli til Geir-
þjófsfjarðar með varðskipi.
Kom hann beiðni til Landhelg-
isgæzlunnar sem brá skjótt við
og mun flytja hrútinn i dag eða
á morgun.
Það er mikið í húfi fyrir
Aðalstein. í fyrra kom hann
ekki hrútnum til Geirþjófs-
fjarðar í tæka tíð. Fengitíminn
leið hjá og ær Aðalsteins báru
því ekki lömbum og hann varð
því fyrir stórtjóni
sú skoðu’l
Alþýðuba^
starfs
verði
þar eirl
vart Ap
innan 1
ar og vi
arms flo*
ið reyna 1
hefur þaf
vart því, h^
arkönnun
gengur. Hh|
reyna að fí
samstarf \
lengstu 1(^1
armyndunan
Ber hann \>tJ
Jósepssyni|
sem Steinif
tókst — i
Takist ekki J
vill þessi í
bandalagið tl
Þá hefur V
spurnir, að ðfll
flokksins haj|
gagnvart Sj^
stjórn þess<f
um öflum \
mannsson
fljótur á sér 1
Sjálfstæðisfj
misráðið.
Austur
S. 5
H.9876543
T. 1096
L. 96
Vestur
S. ÁKDG98 -
H. K2
T. KG73
L-3 Suður
S. 4
H. D10
T. ÁD8
L. ÁDG8754
Nú er auðveldara að koma auga
á vörnina, sem dugir.
Lítum á hvað skeður ef vestur
spilar næst spaðaásnum. Suður
trompar, spilar trompi tvisvar á
blindan og trompar tvo spaða
heima. Og eftir tvo slagi á hjarta
með svíningu, verður hann stadd-
ur í blindum, spilar fimmta spað-
anum, og lætur tíguláttuna af
hendinni. Vestur fær slaginn en
verður þá að gefa slag með næsta
útspili sínu, sem verður arinað-
hvort í tvöfalda eyðu eða upp í
ás-drottningu í tíglinum. Unnið
spilið.
Erfitt er að koma í veg fyrir, að
þessi lokastaða myndist. Ekki
dugir að spila hjarta og að spila
tígli er hrein uppgjöf. Þá er bara
trompið eftir og getur það gert
gagn? Já og það dugir með besta
framhaldi. Suður getur trompað
spaðana en verður að fá tvær
innkomur á blindan á hjarta. Ef
hann spilar drottningunni lætur
vestur lágt en ef hann spilar
tíunni lætur vestur kónginn og
ættu lesendur sjálfir að geta gert
sér ljósar afleiðingarnar.
L _ » * ■ Eftir Georges Simenon
Ma mre [ oo vmkauomac | II f* 1 l| || Jóhanna Kristjónsdóttir
IVIUIUI v 1 b VM I II lllUUI/l 1 IUV * W ■ 1 ■ 1 ■ 1 sneri á íslensku
21
Hann gekk inn í simaklefann
og hringdi tii konu sinnar.
— Sæl... .hvað er í hádegis-
verð?.. .nei, ég kemst sennilega
ekki heim. Geymdu það til
kvöldsins. Ég veit ég er dálítð
hás, enda hef ég lítið gert annað
síðasta klukkutímann en
hnerra og snýta mér. Sé þig í
kvöld...
Hann var í úfnu skapi.
— Það má segja að allir hafi
haft meiri eða minni ástæðu tii
að viija ryðja honum úr vegi.
En aðeins einn vildi það svo
mjög að hann skaut hann niður.
Hinir eru sekir á sinn hátt.
Nema kannski Gíraffinn, hún
er sú eina sem reynir að lið-
sinna okkur og svarar ærlega
spurningum okkar. Hvað held-
ur þú um hana?
— Hún er liðleg og virðist
ekki hafa neitt að fela. Hún
horfist i augu við mann og
virðist ekki gera sér neinar
grillur.
Skýrsla læknisins lá á skrif-
borði Maigrets. Hún var upp á
fjórar siður, uppfull af tækni-
legum orðum og með fylgdu
tvær skissur sem sýndu hvar
kúlurnar höfðu lent. Tvær
höfðu lent í maganum, ein í
brjósti og sú fjórða hafði Jent
ögn fyrir neðan aðra öxlina.
— Það hefur enginn hringt
til mín?
Hann sneri sér að Lucasi.
— Hefurðu sent skýrsluna á
skrifstofu saksóknarans?
Hann var að meina skýrsluna
um játingu Stiernet.
— Ég gerði það i morgun.
Ég fór lika til hans i klefann.
— Hvernig líður honum?
— Hann er rólegur og virð-
ist hinn hressasti. Það virðist
ekki valda honum neinu angri
að vera innilokaður og ekki
verður af neinu merkt að hann
taki sérlega nærri sér hvað
hann gerði.
Nokkru síðar fóru Maigret
og Lapointe niður á Brassiere
Dauphine. A barnum voru tveir
lögreglumenn í skrúða sinum
og nokkrir rannsóknarlög-
reglumenn sem ekki voru í
deild Maigrets. Þeir gengu
gegnum barinn og inn í borðsal-
inn.
— Hvað er á boðstóium í
dag?
— Þér hljótið að verða
ánægður að heyra að það er
kálfastappa.
— Hvað finnst yður nm
Munkavínið?
Vertinn yppti öxium.
— Það er svo sem hvorki
betra né verra en vínið sem hér
áður fyrri var selt í lítratali. Nú
vilja menn heldur hafa flösku
með miða og eiiihverju tilkomu-
meira nafni.
— Seljið þér Munkavínið?
— Nei! Það geri ég ekki.
.. .Má ég ekki bjóða yður upp á
drykk, léttan bourgueil? Það
passar ljómandi vel við kálía-
kjötið.
Maigret dró klútinn upp úr
vasanum.
— Æ, fjárakornið. Um leið
og ég kem inn í hita byrjar
hnerrinn á ný.
— Hvers vegna farið þér
ekki heim og liggið þetta úr
yður?
— Gætirðu ímyndað þér mig
gera það núna? Ég er allan
tímann með hugann við þennan
Chabut. Það er eins og hann
hafi gert alit til að flækja þetta
íyrir okkur.
— Hvað finnst yður um konu
hans?
— Mér finnst sem stendur
ekki neitt um hana. f gærkvöldi
fannst mér hún býsna heillandi
og ákaflega stillt. Kannski ein-
um of stillt. Mér fannst ein-
hvern veginn eins og sú tilfinn-
ing scm hún bar til manns síns
hafi fyrst og fremst verið ein-
hvers konar verndartilfinning.
Hin umburðariynda og skiln-
ingsríka eiginkona. Við tölum
við hana fljótlega aftur.
Kannski skipti ég þá um skoð-
un. Ég er alltaf dálítð efagjarn
um fólk sem er svona fullkomið.
Kálfakjötskássan var ljóm-
andi bragðgóð, sósan sterk og