Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANIJAR 1980
prestalitE
„AukiS afl"
meS
„Thundervolt"
kertum.
KRISTINN GUÐNASON Hl.
SUÐURLANDSBRAUT 20. SIMI 86633
Gísli Halldórsson
Rúrik Haraldsson
Leikrit vikunnar:
Gjaldið eftir Arthur
í útvarpi í kvöld klukkan 20.05
verður flutt leikritið „Gjaldið"
eftir Arthur Miller. I>ýðinguna
gerði Óskar Ingimarsson, en
leikstjóri er Gísli Halldórsson.
Með hlutverkin fara Rúrik
Haraldsson, Herdís Þorvalds-
dóttir. Róbert Arnfinnsson og
Valur Gíslason. Flutningur
leiksins tekur rúmar 2 klukku-
stundir.
Victor Franz er kominn um
fimmtugt og hefur verið lög-
reglumaður í nærri 30 ár. Konan
hans ví 11 að hann breyti til, en
hann er á báðum áttum. Nú á að
fara að rífa húsið sem þau búa í,
og gamall Gyðingur ætlar að
reyna að koma innanstokks-
mununum í verð. Þegar allt
virðist klappað og klárt, birtist
Walter bróðir Victors, en hann
hefur ekki komið í heimsókn í
sextán ár...
Arthur Miller er fæddur í
New York árið 1915. Faðir hans
var austurrískur verksmiðjueig-
andi af Gyðingaættum. Eftir að
hafa stundað nám við Michi-
gan-háskóla og fengizt við sitt
af hverju, m.a. hafnarvinnu og
störf í verksmiðju, gerðist hann
blaðamaður árið 1938. Miller tók
þátt í síðari heimsstyrjöldinni,
en hefur síðan búið ýmist í
Hollywood eða New York. Hann
sækir stíl sinn og efnismeðferð
mjög til meðferðar umkomu-
Herdís Þorvaldsdóttir
Miller
leysi einstaklingsins í fjöldan-
um, er trú hans á manninn og
framtíð hans einlæg og sterk. Af
mörgum verkum hans má nefna
„í deiglunni“, „Alla syni míni“
og „Horft af brúnni", sem öll
hafa verið flutt í útvarpinu.
Margir telja þó „Sölumaður
deyr“ eitt áhrifamesta verk
hans. „Gjaldið" er nú flutt í
útvarpinu í fyrsta sinn, en
Þjóðleikhúsið sýndi það vetur-
inn 1969—70.
Róbert Arnfinnsson
Valur Gíslason
Umsjónarmenn Morgunpóstsins þeir Páll og Sigmar B. ásamt fyrrum aðstoðarmanni sinum, Herdísi
Þorgeirsdóttur. Ljósm: Emilía Björnsd.
Morgunpóstur í dag:
Flugleiðir og Kröfluvirkjun
meðal efnis í þættinum
MORGUNPÓSTURINN er á
dagskrá útvarpsins i dag árdegis
og hefst hann samkvæmt venju
klukkan 7.25. Margra grasa
kennir i þætti þeirra félaga
Sigmars og bróður Páls að venju,
og í dag verður til dæmis haldið
áfram að ræða við Einar Tjörva
Elíasson verkfræðing um gang
mála við Kröflu.
Að sögn Páls Heiðars verður
einnig rætt við Guðlaug Þor-
valdsson ríkissáttasemjara um
forsetaframboð hans í dag, en
áður hefur verið rætt við annan
frambjóðanda, Albert Guð-
mundsson alþingismann. í næstu
viku verður svo væntanlega rætt
við Pétur Thorsteinsson sendi-
herra og forsetakandídat, en hann
er nú staddur í Grænlandi í
opinberum erindagjörðum.
Þá verður í þættinum snerra
milli þeirra Einars Karls Har-
aldssonar ritstjóra Þjóðviljans og
Sveins Sæmundssonar blaða-
fulltrúa Flugleiða um málefni
Flugleiða og skrif Þjóðviljans um
fyrirtækið.
Enn má svo nefna að rætt
verður við Paul Zukovsky fiðlu-
snilling og hljómsveitarstjóra.
Útvarp Reykjavík
FIMMTUDAGUR
17. janúar
MORGUNNINN___________________
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Leikfimi.
7.20 Bæn
7.25 Morgunpósturinn.
(8.00 Fréttir)
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá.
Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Málfríður Gunnarsdóttir
heldur áfram lestri sögunn-
ar „Vorið kemur” eftir Jó-
hönnu Guðmundsdóttur.
9.20 Leikfimi.
9.30 Tilkynningar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Morguntónleikar
Janet Baker og Dietrich
Fisher-Dieskau syngja Fjög-
ur tvísöngslög op. 28 eftir
Johannes Brahms; Daniel
Barenboim leikur með á
píanó / Vladimir Ashkenazý
leikur á píanó Ballöður eftir
Frédric Chopin.
11.00 Verzlun og viðskipti
Ingvi Hrafn Jónsson ræðir
við Björgvin Guðmundson
skrifstofustjóra í viðskipta-
ráðuneytinu.
11.15 Tónleikar:
Þulur velur og kynnir.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
SÍDDEGIÐ
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynnlngar.
Tónleikasyrpa
Léttklassísk tónlist, dans- og
dægurlög og lög leikin á
ýmis hljóðfæri.
14.45 Til umhugsunar
Þuriður J. Jónsdóttir félags-
ráðgjafi hefur umsjón með
höndum.
15.00 Popp.
Páll Pálsson kynnir.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Tónlistartimi bananna
Stjórnandi: Egill Friðleifs-
son.
16.40 Útvarpssaga barnanna:
„Hreinninn fótfrái“ eftir Per
Westerlund. Margrét Guð-
mundsdóttir les (2).
17.00 Siðdegistónleikar
Rut L. Magnússon syngur
„Fimm sálma á atómöld“
eftir Herbert H. Ágústsson
við ljóð eftir Matthías Jo-
hannessen; hljóðfærakvart-
ett leikur með; höfundurinn
stjórnar / Sinfóniuhljóm-
sveit íslands leikur þrjár
fúgur eftir Skúla Halldórs-
son; Alfred Walter stjórnar
/ Werner Haas og Operu-
hljómsveitin í Monte Carlo
leika Píanókonsert nr. 1 í
b-moll op. 23 eftir Pjotr
Tsjaíkovsky; Eliahu Inbal
stjórnar.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIÐ
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál
Árni Böðvarsson flytur þátt-
inn.
19.40 íslenzkir einsöngvarar
og kórar syngja
20.05 Leikrit: „Gjaldið“ eftir
Arthur Millcr. Þýðandi: Ósk-
ar Ingimarsson. Leikstjóri:
Gísli Halldórsson. Persónur
og leikendur: Victor/Rúrik
Haraldsson, Esther/Herdís
Þorvaldsdóttir, Salomon/
Valur Gíslason, Walter/
Róbert Arnfinnsson.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 Að vestan
Finnbogi Hermannsson
kennari á Núpi í Dýrafirði
sér um þáttinn.
23.00 Kvöldstund
með Sveini Einarssyni.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
SKJÁNUM
FÖSTUDAGUR
18. janúar
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og
dagskrá
20.40 Prúðu leikararnir
Leikbrúðurnar skemmta
ásamt leikkonunni Lynn
Redgrave. Þýðandi Þránd-
ur Thoroddsen.
21.05 Kastljós
Þáttur um inniend málefni.
Umsjónarmaður ómar
Ragnarsson
22.05 Afmælisdagskrá frá
Sænska sjónvarpinu
Hinn 29. október var þess
minnst að liðin voru 25 ár
siðan Sænska sjónvarpið
hóf útsendingu. Gerður var
skemmtiþáttur þar sem
tónlist af ýmsu tagi situr í
fyrirrúmi. Fyrri hluti.
Meðal þeirra sem koma
fram eru kór og sinfóniu-
hljómsveit Sænska útvarps-
ins, Elisabeth Söderström,
Hasse Alfredson, Tage
Danielsson, Sylvia Lind-
enstrand, Sven-Bertil
Taube, Arja Saijonmaa og
Frans Helmerson.
Siðari hluti verður sýndur
sunnudagskvöldið 20. jan-
úar. Þýðandi Hallveig
Thorlacius. (Nordvision —
Sænska sjónvarpið)
00.05 Dagskrárlok