Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 2

Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1980 Upplýstir þjófn- aðir á tugþús- undum lyfjataflna UNDANFARNA mánuði hefur verið til rannsóknar hjá rannsóknadeild fíkniefnamála í Reykjavík í náinni samvinnu við Rannsóknarlögreglu ríkisins umfangs- mikið lyfjasölu- og fíkniefnamál, samkvæmt upplýsing- um, sem Mbl. fékk í gær hjá Guðmundi Gígju lögreglufulltrúa við fíkniefnadeildina. í byrjun varð upplýst um meðhöndlun og sölu á minni háttar magni kannabisefna. Við eftirfarandi húsleit fund- ust lyfjatöflur, sem beindu rannsókninni að óupplýstum þjófnuðum á tugþúsundum lyfjataflna úr apótekum. Slík mál höfðu áður verið að hluta rannsökuð hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins en vegna framangreinds aðdraganda sameinaðist málið hjá fíkni- efnadeild. Ofangreindir þjófnaðir hafa verið viðurkenndir og víðtæk dreifing lyfjataflna en um það bil 60 af meintum kaupendum hafa þegar verið yfirheyrðir. Tveir menn sátu í gæzluvarðhaldi um tíma vegna rannsóknar málsins, annar þeirra í 50 daga. Málið mun á næstunni verða sent ríkissaksóknara. STEINGRÍMUR Hermannsson, Svavar Gestsson og Benedikt Gröndal komu saman til stutts fundar í Þórshamri í gær, þar sem Svavar óskaði eftir þátttöku Framsóknarfiokks og Alþýðuflokks i viðræðum við Alþýðubandalagið um myndun vinstri stjórnar. Ljósm. Mbl. Kristján. Vinstri viðræð- ur hef jast í dag Þr jú skip seld frá Siglufirði Siglufirði — 16. janúar STAPAVÍKIN var fyrir nokkru seld héðan frá Siglufirði til Grindavíkur og keyptu eigendur Víkur- bergs GK 1 skipið, sem komið er á loðnuveiðar. Þormóður rammi í Siglu- firði tók Víkurbergið upp í kaupin. Þá var skuttogarinn Dagný seld á síðasta ári til Hafnar- fjarðar og Sævík, 120 tonna stálbátur, var seld austur á land í fyrrahaust. Skuttogarinn Siglfirðingur, áður Fontur, bættist í flota Siglfirðinga á árinu. - mj. Lýst eftir dr. Jóni Gislasyni LÖGREGLAN í Reykjavík lýsti í gær eftir dr. Jóni Gíslasyni, fyrrum skólastjóra Versíun- arskóla íslands, til heimilis að Úthlíð 5 í Reykjavik. Jón er sjötíu ára að aldri, gráhærður og lágvaxinn. Hann gengur venjulega álútur og nokk- uð stífur í baki. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Jóns Gíslasonar eftir klukkan 22 í fyrrakvöld eru beðnir um að láta lögregluna vita. Dr. Jón Gíslason VIÐRÆÐUNEFNDIR vinstri flokk- anna koma saman til fyrsta fundar- ins i Þórshamri klukkan 9 i dag, en á stuttum fundi í gær með Benedikt Gröndal og Steingrími Her- mannssyni óskaði Svavar Gestsson eftir þvi, að Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur kæmu til form- legra viðræðna um myndun vinstri stjórnar. Báðir flokksformennirnir svöruðu jákvætt. Á fundinum i dag mun Svavar Gestsson kynna tillög- ur Alþýðubandalagsins i efna- hagsmálum, en hann hefur einnig sagt það ætlun sina að senda Sjálfsta'ðisflokknum tillögurnar til kynningar. í viðræðunefnd Alþýðubandalags- ins eru með Svavari þeir Ragnar Arnalds og Guðmundur J. Guð- mundsson og varamenn eru Ólafur Ragnar Grímsson, Hjörleifur Gutt- ormsson og Geir Gunnarsson. Með Steingrími koma Tómas Árnason og Jón Helgason til viðræðnanna og frá Alþýðuflokknum Sighvatur Björg- vinsson, Magnús H. Magnússon og Vilmundur Gylfason en auk þeirra munu Benedikt Gröndal, Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðna- son taka þátt í stjórnarmyndunar- viðræðunum. Mbl. spurði í gær þá Benedikt Gröndal og Steingrím Hermannsson hvort þeir sjálfir og/eða flokkur þeirra gætu fallizt á að Alþýðu- bandalagsmaður yrði forsætisráð- herra í hugsanlegri vinstri stjórn. Hvorugur kvaðst vilja segja eitthvað um það mál á þessu stigi. Engin loðnuveiði AÐEINS eitt loðnuskip tilkynnti um afla síðasta sólarhring, Skarðsvík, sem var með 200 lestir. Is er yfir því svæði þar sem bátarnir fengu loðnu fyrir og um síðustu helgi. Fréttir hafa borist um loðnu austar og grynnra, en ekki vitað hvort það er verulegt magn. Verðlagsnefnd gegn V.Í., K.í. og FÍS: Dómur héraðsdóms dæmd- ur ómerkur í Hæstarétti HÆSTIRÉTTUR hefur með dómi ákveðið að dómur og málsmeðferð í máli Verzlunarráðs íslands, Kaupmannasamtaka íslands og Félags íslenzkra stórkaupmanna gegn Verðlagsnefnd fyrir héraðs- dómi sé ómerkur og skuli málinu vísað frá héraðsdómi. Þá er stefndu gert að greiða Verðlags- nefnd 400 þúsund krónur i máls- kostnað i héraði og fyrir Hæsta- rétti. Forsaga málsins er sú, að í febrúar 1978 var gengi íslenzku krónunnar fellt. Þá var samþykkt í Verðlagsnefnd, að lækka verzlun- * I gæsluvarð- haldi grunað- ur um árás KRAFIST hefur verið 8 daga gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um að hafa ráðist inn á mann í húsi við Brautarholt og veitt honum áverka aðfararnótt þriðjudagsins. Má! þetta er í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og á frumstigi en svo virðist sem ruðst hafi verið inn á mann um nóttina og honum veittir áverkar í andliti og á fæti. Er jafnvel talið að hann sé nefbrotinn. Nokkur vitni munu hafa verið að atburðinum og sem fyrr segir var maður, sem grunaður er um verknaðinn, hnepptur í varðhald í 8 daga í fyrradag. arálagningu eftir 30%-reglunni svokölluðu. Þetta vildi Verzlunar- ráð íslands, Kaupmannasamtök íslands og Félag íslenzkra stór- kaupmanna ekki sætta sig við og fóru í mál við Verðlagsnefnd fyrir baejarþingi Reykjavíkur. I dómsniðurstöðum þá kom fram, að dómurinn taldi viðskipta- ráðherra fyrir hönd viðskiptaráðu- neytis ekki réttan varnaraðila, því bæri að sýkna hann af öllum kröfum, enda væri Verðlagsnefnd það sjálfstæður aðili að hann nyti ekki forsagnar ráðherra. Hins vegar komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að Verðlagsnefnd hefði ekki farið að lögum um ákvörðun hámarksálagningar og því bæri að dæma • ákvörðunina ógilda, en í lögum er það tekið fram að þegar ákvarða skuli há- marksálagningu skuli Verðlags- nefnd miða við þarfir vel rekinna fyrirtækja hverju sinni. Könnun á þessu fór ekki fram samkvæmt upplýsingum dómsins og því var dæmt eins og hér á undan getur. Verðlagsnefnd undi ekki þessum málalokum og vísaði málinu til Hæstaréttar, sem síðar komst að fyrrgreindi niðurstöðu. Ekki var þó full samstaða innan Hæstarétt- ar. Björn Sveinbjörnsson, Magnús Þ. Torfason og Sigurgeir Jónsson greiddu atkvæði með fyrrgreind- um niðurstöðum, en Benedikt Sig- urjónsson og Þór Vilhjálmsson voru á móti og skiluðu þeir sér- atkvæði. Vésteinn mundsson VÉSTEINN Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. andaðist á sjúkrahúsinu á Ilúsavik s.l. þriðjudag af völdum hjarta- áfalls. Vésteinn var fæddur 1914 að Hesti í Önundarfirði, sonur hjón- anna Guðmundar Bjarnasonar bónda og Guðnýjar Arngrímsdótt- ur. Vésteinn tók stúdentspróf í Reykjavík 1935 og próf í efnaverk- fræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1940. Hann starfaði við niðursuðuverk- smiðju og önnur störf tengd fisk- iðnaði og var síðan verkfræðingur hjá síldarverksmiðju Kveldúlfs hf. á Hjalteyri frá 1941 og verksmiðju- stjóri á Hjalteyri frá 1947—1967. Jafnframt leysti hann af hendi ýmis verkefni á sviði síldveiða og síldariðnaðar á vegum stjórnvalda og hagsmunasamtaka. Hann var kosinn í hreppsnefnd Arnarnes- hrepps 1946 og var hreppstjóri 1957—1967. Árið 1967 var Vésteinn ráðinn framkvæmdastjóri Kísiliðj- unnar hf. og fluttist þá búferlum til Mývatnssveitar. Starfaði hann síðan við uppbyggingu og rekstur kísilgúrverksmiðjunnar. Kom það í hans hlut að leysa ýmsa tæknilega byrjunarörðugleika við rekstur verksmiðjunnar og að koma rekstri hennar á farsælan grundvöll. Vésteinn var tvíkvæntur og lætur eftir sig 6 uppkominn börn. Eftirlif- andi eiginkona hans er Valgerður Árnadóttir frá Hjalteyri. o INNLENT Hef ekki verið beð- inn að fara til Sovét - segir Friðrik Ólafsson i tilefni ummæla Korchnois 66 „ÉG VIL nú sem minnst um þetta mál scgja,“ sagði Friðrik Olafs- son stórmeistari í skák og forseti Alþjóðaskáksambandsins í sam- tali við Morgunblaðið í gær, er borin voru undir hann ummæli Victors Korchnois í blaðinu í gær. „Ég geri ráð fyrir því að þeir sem lesa þessi ummæli Korchnois sjái í gegnum þau,“ sagði Friðrik ennfremur, „en hann veit vel að ég hef verið að reyna að aðstoða hann í þessu máli á þann hátt sem ég tel árangursríkastan. Varðandi þessi réttarhöld yfir syni hans sem hann minnist á, vil ég aðeins segja það, að ég vissi ekki að þau stæðu fyrir dyrum, og hann hefur ekki beðið mig að fara til Sovét- ríkjanna vegna þeirra. En ég vil taka fram að ég er ekki neinn sérlegur sendiboði fyrir Korchnoi, heldur er mitt hlutverk að stýra FIDE eins og best verður á kosið. Minna má á að FIDE hefur úrskurðað að einvígi þeirra Karp- ovs og Korehnois sé lokið, með sigri þess fyrrnefnda, og allt tal um að ég styðji Sovétmenn í þessu máli er rangt. En ég get hins vegar skilið afstöðu Korchnois í þessu máli, það veit sjálfsagt enginn sem ekki hefur reynt, hvernig er að vera í aðstöðu sem hans,“ sagði Friðrik að lokum, er blaðamaður ræddi við hann í síma í gær, en hann er nú staddur i Hollandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.