Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 21

Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakið. Hvað varð um hlut láglaunafólks í kröfugerð ASÍ? Töluverð átök hafa staðið yfir innan verkalýðssamtak- anna að undanförnu um kröfugerð í þeim samningavið- ræðum, sem senn hefjast á vinnumarkaðnum um kaup og kjör launþega. Svo hefur virzt, sem þessi átök hafi staðið um það, hvort að þessu sinni ætti í alvöru að gera átak í því að rétta hlut láglaunafólks gagnvart þeim launþegahópum, sem betur eru settir. Niðurstaða Verkamannasambands íslands og ráðstefnu ASI varð sú, að á yfirborðinu virtist sem nú hefði verið tekin ákvörðun um það innan verkalýðssamtak- anna að bæta hlut þeirra, sem við lökust kjör búa. Þegar nánar er skoðað kemur í ljós, að niðurstaðan virðist hafa orðið önnur. Ekki verður annað séð en kröfugerð ASÍ sé fremur til hagsbóta ýmsum hópum, sem hærra eru launaðir innan ASÍ. Þannig mundu kröfur ASÍ, ef þær yrðu samþykktar, hafa þau áhrif, að meðallaun byggingarmanns mundu hækka um tæpar 70 þúsund krónur á sama tíma og kaup verkamanna mundi hækka um 30 þúsund krónur. Svonefnd viðmiðunartala ákvæðisvinnu iðnaðarmanna er nú 229 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt kröfum ASÍ á hún að hækka um sömu krónutölu og 300 þúsund króna taxtakaup. Hækki vísitalan um 10% hækkar viðmiðunartal- an um rúmlega 13%. Frá 1. desember sl. eru meðaltalslaun mælingarmanna í byggingariðnaði um 3000 krónur á hverja unna klukkustund. Það jafngildir um 520 þúsund króna mánaðarlaunum. Hækkun á mánuði verður þá rúmlega 68 þúsund krónur á sama tíma og allir taxtar launþega undir 300 þúsund krónum á mánuði, sem ekki hafa neinar álögur, hækka um 30 þúsund krónur. Þessar tölur sýna, að það markmið, sem Verkamannasam- band íslands stefndi að með kröfugerð sinni, hefur alls ekki náðst. Astæðan er sú, að grunnlaun iðnaðarmanna í ákvæðisvinnu eru töluvert langt undir 300 þúsund krónum, þannig að verðbætur þeirra eru reiknaðar eins og verðbætur láglaunafólks. Niðurstaðan er sú, að þótt raunlaun iðnað- armanna í ákvæðisvinnu séu verulega hærri fá þeir verðbætur eins og láglaunafólk. Hvernig má þetta vera? Vita þeir, sem forystu hafa um mótun þessarar kröfugerðar ekki hvað þeir eru að gera? Er mönnum engin alvara með talinu um meiri kjarabætur til handa hinum lægstlaunuðu? Ef taka á kröfugerð ASÍ alvarlega virðist svo ekki vera. Forystumenn láglaunafólks í verkalýðssamtökunum hljóta að gera félagsmönnum í verkalýðsfélögunum grein fyrir því, hvernig það má vera að niðurstaðan í kröfugerðinni verður á þessa leið. Sjálfsagt eru margir orðnir þreyttir á áralöngu tali um það, að nauðsynlegt sé að rétta hlut láglaunafólks. En hvað sem slíkri þreytu líður er full ástæða til að ætla, að óðaverðbólgan hafi leikið þetta fólk svo grátt, að ef yfirleitt nokkurt svigrúm er til einhverra kjarabóta eigi það fyrst og fremst að koma hinum lægstlaunuðu til góða. En þá má ekki vinna að því með þeim hætti að þeir, sem við betri hag búa, komi út með pálmann í höndunum einu sinni enn. Enn hafa engir samningar verið gerðir á vinnumarkaðn- um. Þess vegna er enn ráðrúm til að koma í veg fyrir, að kjarasamningar verði enn einu sinni gerðir á þann veg, að þeir sitji eftir með sárt ennið sem sízt skyldi. Hins vegar má vel vera, að hlutur láglaunafólks verði ekki réttur að nokkru ráði með samningum á vinnumarkaðnum heldur verði aðrar ráðstafanir að koma til. Tvöhundruð fermetra einbýlishús í Fossvogi metið á 53 milljónir kr. TILKYNNINGARSEÐLAR um nýtt fasteignamat sem gildir frá 1. desember 1979 verða bornir út næstu daga til fasteignaeigenda með skattskýrslum. Seðlarnir eru óbreyttir frá fyrra ári en alls verða sendir út rúmlega 90 þúsund seðlar til um 65 þúsund fasteignaeigenda. Hækkun fasteigna frá síðasta ári fylgir þeirri almennu reglu að íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu hækka um 60% en aðrar fasteign- ir, þar með taldar lóðir á sama svæði, hækka um 55%. Allar tegundir fasteigna í öðrum lands- hlutum hækka um 50%. Frá þessari reglu eru þó til undantekn- ingar sem koma til vegna leiðrétt- inga á fasteignamati afmarkaðra hópa fasteigna. Breytingarnar eru ýmist til hækkunar eða lækkunar. I Reykjavík hefur lóðaverð at- vinnusvæða við innanverðan Laugaveg, Suðúrlandsbraut og í Múlahverfi hækkað nokkuð og það sama er að segja um lóðamat í Fossvogi. Á blaðamannafundi sagði Guttormur Sigurbjörnsson að þessar hækkanir væru tilkomn- ar vegna breyttra aðstæðna en gamla lóðamatið var frá 1970. Hæsta lóðamat á landinu er í miðbæ Reykjavíkur. Lóðamat í Kópavogi hækkaði almennt og sama er að segja um mat eldra húsnæðis á Isafirði. Við markaðskannanir reyndist fast- eignamat nýmetinna íbúðarhúsa utan höfuðborgarsvæðisins víða of hátt og var d>að leiðrétt. Einnig hækkar fasteignamat húsa utan Reykjavíkur oftast við endurmat. Til að gefa hugmynd um fast- eignamat nokkurra eigna má nefna eftirfarandi dæmi: 200 fm einlyft steinsteypt ein- býlishús í Fossvogi. Fokhelt 34,1 milljón. Fullokið 53,5 milljónir. 82 fm blokkaríbúð í Breiðholti í 3 hæða blokk með 12 íbúðum. Fokheld 7,2 milljónir. Fulllokin 19,3 milljónir. 116 fm sérhæð í Hlíðunum í 2 hæða steinsteyptu húsi með kjall- ara og íbúðarrisi, 20,3 milljónir. Ósamþykkt kjallaraíbúð í „sænsku" timburhúsi í Vogahverfi 52 fm, 10,1 milljón. 150 fm einlyft steinsteypt ein- býlishús í Vestmannaeyjum 22,4 milljónir. 141 fm steinsteypt einlyft ein- býlishús á ísafirði 21,9 milljónir. 251 fm steinsteypt tvílyft ein- býlishús á Akureyri 40,3 milljónir. Athuganir Fasteignamats ríkis- ins á söluverði fasteigna liggja til grundvallar ákvörðun um hækkun matsins. Á blaðamannafundinum kom það fram að í ár var fylgst reglulega með þróun söluverðs fasteigna og í apríl var orðið ljóst að óhófleg þensla var á söluverði íbúða í Reykjavík og Kópavogi. í 3. ársfjórðungi, þ.e. júlí-september, hafði verð meðalíbúða hækkað um rúm 70% frá sama tíma árið á undan. Þessarar hækkunar gætti ekki utan næsta nágrennis höfuð- borgarinnar. Niðurstöður verð- könnunar árið 1978 voru gefnar út í fyrra og er von á niðurstöðum Starfsmenn Fasteignamats ríkisins á fundi með blaðamönnum. Talið frá vinstri, Ingólfur Antonsson, Sævar Geirsson, Guttormur Sigurbjörnsson forstöðumaður Fasteignamats ríkisins, Stefán Ingólfsson og Gunnar Pálsson. Ljósm. Emilia. verðkönnunar á árinu 1979 innan skamms. • 41.5% skráðra íbúða eru í Reykjavík Samanlagt mat fasteigna í Reykjavík og á Reykjanesi er 69,1% af mati allra fasteigna á landinu. Á þessu svæði, auk Akur- eyrar, eru 86% af fasteignamati allra verslunar- og skrifstofuhúsa á landinu. 74.022 íbúðir eru skráðar í fasteignaskrá. Af þeim eru 30.753, eða 41,5% í Reykjavík. í sveitum landsins eru 6.564 íbúðir eða 8,9% af heildinni. Á landinu eru 6.853 byggðar og óbyggðar jarðir, eða alls 118.083 hektarar ræktaðs lands og 38.763 útihús. Meðaljörð hefur því 17,2 hektara tún og 5,7 útihús. I Árnes- og Rangárvallasýslum eru 27,3% af öllu ræktuðu landi. • Töluvert af íbúðum sem ekki eru á skrá Upplýsingar um fasteignir ber- ast Fasteignamati ríkisins gegn- um byggingarfulltrúa sveitarfé- laganna. Á fundinum kom það fram að talsvert er um að fast- eignir séu ekki á skrá og þá ekki metnar og munu þær íbúðir nema tugum ef ekki hundruðum hér á Reykjavíkursvæðinu að sögn starfsmanna Fasteignamatsins. Þá gætir töluverðs ósamræmis í mati fasteigna sem metnar voru fyrir 1977 og nýmetinna eigna. Á fundinum kom það fram að þetta ósamræmi verður ekki lagað nema með endurskoðun allra eldri fast- eigna. Sem dæmi um umfang þessa verks má nefna að síðustu þrjú ár hafa 12 þúsund íbúðir verið endurskoðaðar en enn eru nálægt 30 þúsund íbúðir eftir á landinu sem metnar voru fyrir 1977 og ekki hafa verið endur- metnar. • Gerð staðlaðra kaupsamninga í athugun Starfsmenn FMR sögðu á fund- inum að í athugun væri gerð staðlaðra kaupsamninga fyrir fasteignir í samvinnu við dóms- málaráðuneytið og einnig sam- vinna við veðdeild Landsbankans um auðkenni á íbúðum. Að lokum kom það fram að fasteignaeigendum er tekinn vari við því að rugla saman tilkynn- ingarseðlum FMR um matsupp- hæðir og álagningarseðlum fast- eignagjalda sveitarfélaganna. Einnig var bent á það að sveitar- félögum er ekki heimilt að leggja fasteignaskatta á eignir sem ekki eru til á fasteignaskrá. 46 þúsund lestir af saltfiski fluttar út fyrir 32 milljarða SALTFISKUR var á síðasta ári fluttur út fyrir um 32 milljarða króna, liðlega 46 þúsund lestir. Stærstu markaðslöndin eru eins og síðustu ár Miðjarðarhafslöndin fjögur, Portúgal, Grikkland, Ítalía og Spánn. Litlar birgðir eru nú af saltfiski í landinu og hluti þess er þegar seldur. Aðspurðir um söluhorfur á saltfiski á þessu ári sögðu forráðamenn Sölusambands fiskframleiðenda í gær, að markaðir væru varla lakari en 1979, en hins vegar væri spurning hvort kaupendur í markaðsiöndunum gætu endalaust tekið á móti þeim verðhækkunum, sem við þyrftum að fá í hina íslenzku verðbólguhít. Útflutningur jókst á síðasta ári úr rúmlega 39 þúsund lestum 1978 í um 46 þúsund lestir í fyrra. Um síðustu áramót voru 600 tonn af blautfiski til í landinu og 1000 tonn af þurrfiski, en hluti þessarar framleiðslu er þegar seldur, en bíður afskipunar. Um áramótin 1978—79 voru í landinu 4.500 lestir af óverkuðum fiski og 1250 lestir af þurrkuðum saltfiski, þannig að talsvert minni birgðir eru í landinu nú en fyrir ári síðan. Heildarframleiðslan í fyrra var um 41.500 lestir og er það 1500 tonnum meira en 1978. Til Portú- gals voru á síðasta ári fluttar út 16.054 lestir af saltfiski, en fyrir þremur árum voru seld þangað í kringum 27 þúsund tonn. Sam- drátturinn stafar af innflutn- ingshömlum í Portúgal vegna til- rauna Portúgala til að jafna vöruskiptajöfnuð sinn við ísland. Tómas Þorvaldsson formaður stjórnar SÍF sagði í gær, að stórátak hefði verið gert til að jafna þau viðskipti og nefndi sem dæmi togarasmíði í Portúgal og olíukaup þaðan. Talið er að markaður í Portúgal fyrir saltfisk sé um 70—80 þúsund tonn á ári miðað við þurrfisk. Síðustu ár hefur almenningi ekki staðið það magn til boða þar sem stjórnvöld hafa dregið úr inn- flutningi vegna efnahagsástands- ins. Til Grikklands voru fyrir nokkr- um árum seldar um 2.000 lestir árlega að jafnaði, en á síðasta ári losaði saltfisksalan þangað 4.600 lestir og er því um meira en helmingsaukningu að ræða á fáum árum. Sömuleiðis hefur veruleg aukning orðið á saltfisksölu til Ítalíu, eða úr 5.400 lestum í 7.500 lestir á milli ára. Spánn er einnig á uppleið, en þangað voru seld um 11.300 lestir í fyrra á móti tæplega 9.000 lestum 1978. Ástæðan er m.a. sú, að Spánverjar hafa ekki lengur aðgang að þeim hafsvæð- um, sem þeir höfðu stundað í áraraðir, vegna breyttrar hafrétt- arstefnu í heiminum. Þetta á reyndar við um fleiri lönd en Spán, t.d. Portúgal, og fleiri sjáv- arafurðir en saltfisk. Af blautfiski var einnig nokkurt magn flutt til Bretlands, írlands og annarra landa, en fjögur fyrr- nefnd lönd eru langstærstu kaup- endur saltfisks frá íslandi. Til V-Þýzkalands voru flutt út 1925 lestir af ufsaflökum og er það svipað og áður. Um þurrfiskinn er það að segja, að síðasta ár var nokkru betra en 1978. Reyndar var árið 1978 eitt lélegasta árið fyrir þurrfisk síðan 1967. Á síðasta ári var aðeins sveifla upp á við og vonast for- ystumenn SÍF til að sú þróun haldi áfram. Innborgunarskylda vegna innflutnings var afnumin í Brasilíu á síðasta ári en árangur hefur ekki enn komið í ljós enda skammt um liðið. Til Brasilíu voru á síðasta ári seldar um 1100 lestir af þurrfiski. Eins og áður sagði var áætlað heildarverðmæti útflutts saltfisks á síðasta ári um 32 milljarðar króna á móti um 18 milljörðum 1978. Er því um 78% verðmæta- aukningu að ræða á milli ára, þ.e. 18%o aukning útflutningsmagns, um 24%o vegna gengisbreytinga gagnvart dollar og loks um 20% verðhækkun að meðaltali í helztu markaðslöndum. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu milli ára berjast margir framleiðendur í bökkum. Aðspurður um markaðina á þessu ári sagði Tómas Þorvalds- son, að birgðir væru nú minni hér á landi en á sama tíma undanfarin ár, í kaupalöndunum væru alls ekki óeðlilega miklar birgðir og þá ekki heldur í öðrum framleiðslu- löndum. Markaðir ættu því ekki að vera slæmir, en kaupgeta almenn- ings í viðskiptalöndum hlyti að ráða verði og ljóst mætti vera, að markaðslöndin tækju ekki enda- laust við kostnaðarhækkunum hér heima. Um helztu keppinauta á þessu mörkuðum sagði Tómas, að það væru Norðmenn, en Kanadamenn hefði einnig boðað aukinn saltfisk- útflutning. Keppinautar okkar fá mikinn stuðning frá hinu opinbera á sama tíma og sjávarútvegur á Islandi axlar stærstu byrðarnar og stendur undir efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Að lokum var Tómas Þorvalds- son spurður um 400 tonn af saltfiski, sem seld voru til Portú- gals í haust, en send hingað að nýju, þar sem Portúgalir töldu að þeir hefðu keypt betri vöru en þeir fengu. — Fiskur sá, sem hér um ræðir er svokallaður Zairefiskur, sagði Tómas. Þetta er í fyrsta lagi fiskur, sem lendir neðan við gæða- flokka, í öðru lagi vélskemmdur fiskur, þ.e. hálfir fiskar, þunnilda- eða sporðlausir fiskar og í þriðja lagi smáfiskur af öllum tegundum, sem erfitt hefur reynst að selja annars staðar en í Zaire. — Vegna erfiðleika á að fá gjaldeyris- og innflutningsleyfi í Zaire, voru nokkrar birgðir til hjá framleiðendum af þessum fiski. Þegar tókst að vekja áhuga Portú- gala á að reyna þennan fisk, var því auðvitað tekið fegins hendi og þeim seld 400 tonn í samræmi við þá lýsingu, sem ég gaf hér að framan. — Þessar u.þ.b. 400 lestir voru síðan sendar til Portúgal síðari hluta september og er skemmst frá því að segja, að við skoðun í Lissabon þótti fiskurinn verri en svo, að hæfur væri á markað þar í landi. Kaupendur óskuðu því ein- dregið eftir því, að fiskurinn yrði tekinn til endurmats og hefur það verið gert og er hluti þessa fisks að nýju farinn til Portúgal. — Við afgreiðslu þessa fisks urðu ýmis óhöpp, sem engum einum verðum um kennt, sagði Tómas Þorvaldsson að lokum. -áij SH frysti yfir 100 þús. tonn í fyrsta skipti á síðasta ári Sambandshúsin frysti rúmlega 36 þús. lestir ÁRSFRAMLEIÐSLA frystihúsa innan SH fór í fyrsta skipti á síðasta ári yfir 100 þúsund tonn og hafði reyndar í fyrsta skipti 1978 farið yfir 80 þúsund tonn. Útlit er fyrir að heildarfrystingin hjá SH hafi verið um 108 þúsund tonn eða um 25% meiri en árið á undan. Mestu munar um síld og loðnu, en aukning annarra tegunda mun verða um 13%. Hjá Sambandsfrystihúsunum nam frysting sjávarafurða um 36,200 lestum og jókst um 26% frá árinu 1978. Frysting botnfiskafurða nam 31,700 lestum hjá Sambandshúsunum og hafði aukizt um 23%. Fróðlegt er að sjá hver þróun hefur orðið í frystingu sjávaraf- urða á nýliðnum áratug, en hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er heildarfrystingin sem hér segir: 1970 — 75 þúsund tonn 1971 — 73 þúsund tonn 1972 — 65 þúsund tonn 1973 — 67 þúsund tonn 1974 — 73 þúsund tonn 1975 — 65 þúsund tonn 1976 — 71 þúsund tonn 1977 — 79 þúsund tonn 1978 — 85 þúsund tonn 1979 — 108 þúsund tonn Af þorski voru fryst 45 þúsund tonn á síðasta ári, miðað við 15. desember og hann er alltaf í efsta sæti hvað fryst magn varðar síðustu 10 ár. Mest var fryst hjá Útgerðarfélagi Akureyrar, eða yf- ir 6.000 tonn, Bæjarútgerð Reykja- víkur frysti 5.600 tonn miðað við 15. desember, Fiskiðjan í Vest- mannaeyjum með 5.200 tonn mið- að við sama dag og tvö önnur frystihús í Eyjum, ísfélagið og Vinnslustöðin frystu 4.500—5.000. Hinn 15. desember var búið að afskipa 77% af framleiðslu SH á síðasta ári. Birgðir í húsunum voru 15. desember 23.900 tonn á móti 17.800 tonnum á sama tíma 1978 og 16.300 tonnum 1977. Við undirritun samninga. Frá vinstri: Paul Helminger varautanríkis- ráðherra Luxemborgar, Josy Barthel samgönguráðherra, Magnús H. Magnússon samgönguráðherra og Hörður Helgason ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins. Ljósm. mw.: rax. Samvinna íslands og Luxemburgar skjalfest í FYRRINÓTT undirrituðu sam- gönguráðherrar íslands og Lux- emborgar samkomulag að loknum viðræðufundi fulltrúa þjóðanna að hafa samvinnu og skipa sam- starfsnefnd til þess að aðstoða Flugleiði í vanda fyrirtækisins á Norður-Atlantshafsleiðinni og að hafa samvinnu um möguleika á útfærslu á flugi til og frá Luxem- burg. Þá mun samstarfsnefndin fylgjast náið með framyindu mála í samvinnu við Flugleiði og stuðla þannig að því að bæði löndin geti tryggt hagsmuni sína í þessum málum í framtíðinni. Styrkir Yísinda- sjóðs auglýstir VÍSINDASJÓÐUR hefur auglýst lausa til umsóknar styrki fyrir yfirstandandi ár með umsóknar- fresti til 1. mars. Skiptist sjóður- inn i tvær deildir, raunvisindadeild og hugvísindadeild, en hlutverk hans er að efla íslenskar visinda- rannsóknir. Raunvísindadeild annast styrk- veitingar á sviði náttúruvísinda m.a. eðlisfræði og kjarnorkuvísinda, efnafræði, stærðfræði, læknisfræði, líffræði, lífeðlisfræði, jarðfræði, jarðeðlisfræði, dýrafræði, grasa- fræði, erfðafræði, búvísinda, fiski- fræði, verkfræði og tæknifræði. Hugvísindadeild annast styrkveit- ingar á sviði sagnfræði, bókmennta- fræði, málvísinda, félagsfræði, lög- fræði, hagfræði, heimspeki, guð- fræði, sálfræði og uppeldisfræði. Vísindasjóður styrkir einstaklinga og vísindastofnanir vegna tiltekinna rannsóknarverkefna, kandídata til vísindalegs sérnáms og þjálfunar og rannsóknastofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði við starfsemi er sjóðurinn styrkir. Umsóknareyðublöð fást á skrif- stofu Háskóla íslands, í sendiráðum Islands erlendis og hjá deildaritur- um, Sveini Ingvarssyni áfangastjóra í M.H. fyrir raunvísindadeild og hjá Bjarna Vilhjálmssyni þjóðskjala- verði fyrir hugvísindadeild.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.