Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
17
22.10—22.15, en við áttum að hitta
Geirfinn klukkan 22. Var ákveðið
að hringja í Geirfinn og skrifaði
Guðjón nafn og símanúmer Geir-
finns á miða og Kristján fór inn í
Hafnarbúðina og hringdi. Ég man
að talan 31 var í númerinu.
Geirfinnur kom og haldið var út í
Dráttarbrautina.
Síðan lýsti Sævar missætti því,
sem kom upp milli Geirfinns og
annarra vegna spírakaupa, átök-
unum, láti Geirfinns og flutningi
hans til Reykjavíkur. Nánar verð-
ur vikið að því síðar.
4. nóvember var tekin óformleg
skýrsla af Sævari og var það
vestur-þýzki lögreglumaðurinn
Karl Schútz sem það gerði, en
hann vann að málinu frá miðju
sumri 1976 fram í febrúar 1977.
Var nú framburður Sævars
breyttur á ný, og talaði hann um
að hann ætlaði ekki að hlífa
„þessu fólki", eins og hann orðaði
það. Sagði Sævar nú að Sigurbjörn
Eiríksson hefði farið til Kefla-
víkur ásamt Kristjáni Viðari og
Erlu Bolladóttur og Kristján hefði
látið Erlu skjóta Geirfinn. Allt
hefði þetta verið vegna misskiln-
ings. Þau hefðu viljað kaupa spíra
af Geirfinni en hann hélt að hann
gæti keypt spíra af þeim.
7. desember sagði Sævar við
yfirheyrslu að hann hefði ekki
farið til Keflavíkur en Guðjón
Skarphéðinsson hefði greitt sér
500 þúsund krónur fyrir að koma
sökinni á fjórmenningana, sem
úrskurðaðir voru í gæzluvarðhald
vegna málsins, þ.e. svonefnda
Klúbbmenn og hefði hann átt að
fá 500 þúsund krónur í viðbót
þegar málið væri búið.
Aðalskýrsla Sævars
En tveimur dögum seinna eða 9.
desember gaf Sævar aðalskýrslu í
málinu, sem hann staðfesti síðan í
meginatriðum fyrir dómi 20. júní
1977 og gaf þá fyllri mynd.
Frásögn Sævars var þessi efnis-
lega:
I byrjun nóvember 1974 heyrði
ég nafnið Geiri í Keflavík nefnt í
sambandi við spíra. Ég fór í
Sævar Marinó Ciesielski
sens á Kjarvalsstöðum en síðan
fórum við heim á Hjallaveg, þar
sem við skiptum um bíl og fórum
síðan af stað á blárri Volkswagen-
bifreið frá bílaleigunni Geysi. Við
sóttum fyrst Guðjón og fórum
síðan niður á Vatnsstíg að sækja
Kristján. Þar var þá kominn
frændi hans, Sigurður Óttar
Hreinsson, sem var á gulum sendi-
ferðabíl af Mercedes-gerð en
Kristján hafði fengið hann til þess
að koma með okkur til Keflavíkur
til þess að flytja spírann í bæinn.
Var ákveðið að hann hitti okkur í
Keflavík. Við ókum greitt til
Keflavíkur, því við vorum orðin
sein. Ég man að við Guðjón
töluðum um það á leiðinni að rétt
væri að sýna Geirfinni fulla hörku
því mér fannst hann furðu áhuga-
laus í símanum fyrr um daginn.
Við hittum Sigurð Óttar á
bensínstöð í Njarðvíkum og sögð-
um honum að fara í Dráttarbraut-
ina. Síðan fórum við að Hafnar-
búðinni og við Kristján fórum inn.
Svipuðumst við eftir Geirfinni en
hann var ekki sjáanlegur. Við
ókum nú út í Dráttarbrautina og
síðan að Hafnarbúðinni. Kristján
Viðar var látinn fá miða með
nafni og símanúmeri Geirfinns og
fór hann inn og hringdi. Kristján
kom aftur og kvaðst hafa sagt við
Geirfinn að hann ætti að koma
einn á stefnumótið og gangandi.
Klúbbinn sunnudaginn 17. nóvem-
ber með Kristjáni Viðari. Hann
stóð í stiga uppi á 2. hæð og var að
ræða við mann, sem kvaðst heita
Geirfinnur. Þegar ég heyrði að
maðurinn sagðist vera úr Kefla-
vík, datt mér í hug að þarna væri
kominn fyrrnefndur Geiri. Ég
spurði hann um spíra og spurði
hvort hann vildi viðskipti og játti
hann því. Maðurinn var ölvaður.
Ég sagðist heita Magnús Leo-
poldsson og vera á vegum Klúbbs-
ins. Ætlun mín var að láta
Geirfinn segja mér hvar spírinn
væri geymdur og stela honum
síðan.
Ég bauð Guðjóni Skarphéðins-
syni og Kristjáni Viðari að vera
með í spírakaupunum og vildu
þeir það. Daginn eftir að ég hitti
Geirfinn í Klúbbnum hringdi ég í
03 og fékk uppgefið símanúmerið
heima hjá honum. Hringdi ég í
númerið og svaraði barn í símann
og sagði að Geirfinnur væri ekki
heima. Ég hringdi í Geirfinn eftir
hádegi daginn eftir og svaraði þá
Geirfinnur. Ég spurði hvort hann
vildi hitta mig við Hafnarbúðina
klukkan 22 um kvöldið og sam-
þykkti hann það. Klukkan 22 fór
ég með Erlu og móður minni á
kvikmyndasýningu Ósvalds Knud-
Hann sagði ennfremur að Geir-
finnur hefði spurt hvort Maggi
væri þarna, þ.e. Magnús Leopolds-
son. Kvaðst Kristján engu hafa
svarað um það. Að lítilli stundu
liðinni kom Geirfinftur. Settist
hann í aftursætið. Var nú haldið
að nýju út í Dráttarbrautina.
Fórum við að ræða við Geirfinn
um viðskiptin í Klúbbnum, en
hann virtist ekki vita almennilega
hvað við vorum að taia um.
Átökin í
Dráttarbrautinni
Ég rétti honum nú 75 þúsund
krónur sem ég ætlaði að borga
honum fyrir upplýsingar um það
hvar spírinn væri geymdur. (Þetta
var hluti af 950 þúsund krónum,
sem Sævar og Erla höfðu svikið út
úr Pósti og síma þetta sama ár).
Geirfinnur tók við peningunum en
henti þeim í gólfið eftir skamma
stund og var þá orðinn mjög
reiður. Hrópaði hann að hann
þekkti Sigurbjörn og okkur hina í
Klúbbnum. Barst nú leikurinn út
úr bílnum og út á athafnasvæði
Dráttarbrautarinnar. Geirfinnur
vildi þá komast burtu en Guðjón
greip í öxlina á honum og spurði
Kristján Viðar Viðarsson
Guðjón Skarphéðinsson
Erla Bolladóttir
hvort hann vildi ekki ræða við-
skiptin betur. Það vildi Geirfinnur
ekki og ætlaði að rífa sig lausan og
reyndi að komast fram hjá Krist-
jáni, sem stóð í vegi fyrir honum.
Þá sló Kristján til Geirfinns en
Geirfinnur sló til baka. Ég réðst
nú að Geirfinni og sló hann í
andlitið en hann henti mér frá sér.
Ég spratt þá upp og réðst á hann
aftur. Kristján sló Geirfinn nokk-
ur högg í magann og Guðjón sló
hann einnig. Guðjón tók nú Geir-
finn hálstaki og Kristján tók hann
síðan haustaki en ég sótti spýtu,
u.þ.b. 70 sentimetra langa og barði
framan á fætur Geirfinns. Ég fór
nú til Erlu og sagði henni að fara
heim og þegar ég kom aftur lá
Geirfinnur á bakinu og Guðjón
stóð yfir honum með lurkinn og
sagði að maðurinn væri dáinn. Ég
athugaði það sjálfur og fann að
hann var dáinn.
Við leituðum nú að Erlu en
fundum hana ekki. Ákváðum við
þá að setja lík Geirfinns í aftur-
sæti Volkswagenbifreiðarinnar og
höfðum það í sitjandi stellingu.
Kristján Viðar sat við hliðina á
líkinu á leiðinni til Reykjavíkur.
Við breiddum kápu af Erlu yfir
líkið. Við ræddum um það á
leiðinni hvað við ættum að gera
við líkið og var rætt um að koma
því fyrir úti í hrauni á leiðinni,
fara með það út á Álftanes og fela
það þar eða koma því fyrir í
hitaveitustokk í Mosfellssveit.
Niðurstaðan varð hins vegar sú að
koma líkinu fyrir í kjallaranum
heima hjá Kristjáni að Grettis-
götu 82. Sprengdi Kristján upp lás
á geymslunni svo að við kæmumst
þangað inn með lík Geirfinns.
Tveimur dögum síðar settum við
lík Geirfinns í plastpoka, komum
því í Landrover-jeppa okkar og
fluttum það upp í Rauðhóla. Erla
ók en við Kristján vorum með í
förinni. Á leiðinni stöðvuðum við á
Ártúnshöfða og tókum bensín.
Síðan var ekið upp í Rauðhóla og
þar grófum við lík Geirfinns en
áður höfðum við hellt bensíni yfir
líkið og kveikt í því.
Sigurður Óttar Hreinsson beið í
bíl sínum neðst í athafnasvæði
Dráttarbrautarinnar á meðan at-
burðirnir gerðust þar. Er mögu-
legt að hann hafi séð átökin.
Allt dregið til baka
Þetta var efnislega framburður
Sævars í málinu en 13. september
1977 mætti hann fyrir dómi og var
þá bókað: Mætti heldur því nú
fram að allur hans framburður í
málinu sé rangur. Hann kannast
ekki við að hafa farið til Kefla-
víkur. Hann segist aldrei hafa séð
Geirfinn og kannast ekkert við
hvarf hans. Mætti segir að fram-
Sjá nœstu
síðu A
Ljásm. RannsóknarlögroKlan.
Þetta er geymsluherbergið í kjallara Grettisgötu 82. þar sem
sakborningarnir sögðust hafa geymt lík Geirfinns. Sögðust þeir hafa
lagt líkið á trébekkinn fyrir neðan gluggann.
Hefilbekkir
Vorum aö fá dönsku hefilbekkina.
Lengd: 212 cm. Eigum einnig fyrir-
liggjandi 135 cm hefilbekki.
Lárus Jónsson HF.
Laugarnesvegi 59,
sími 37189.
Verö 108.340,-
BENCO Bolholt 4. R.
S: 91-84077 — 91-84077
'J-QQÖ§©§:
WT t«aö<íteesí>r 7R47A
Setíti nr.
0« fU 1* OTF
VOL'JMC SOt'ELCH RF 3A1N DtMMCR PA VOLUMC
- » • t •
m » 8 m m *
’OfíOlAND oi-«oon»
Nordland ny
Z Z I_ Z_ enci