Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 7

Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980 7 í - 1 Óeining inn- an Alþýðu- bandalagsins Allt háttalag kommún- ista í þeim stjórnarmynd- unarviðræðum, sem nú fara fram, hefur staðfest, að innan raða þeirra er mikil óeining bæði um menn og málefní. Al- þýöubandalagiö er í raun samnefnari fyrir marga hópa, sem eiga fátt sam- eiginlegt annað en ólund í garð þjóðfólagsins. Inn- byrðis togstreita milli þessara hópa skiptir ekki miklu máli. Hins vegar er nú kominn fram klofning- ur innan þingflokks Al- þýðubandalagsins, sem er allt annars eölis. Þegar Lúðvík Jósepsson ákvaö að taka ekki við umboði til stjórnarmyndunar, þurfti hann að benda forseta á annan úr sínum flokki, svo aö fullnægt væri þeirri ónauðsynlegu reglu, að umboðið gangi til allra flokka, hvort sem líkur eru á, að þeim takist stjórnarmyndun eða ekki. Ummæli Lúðvíks í sam- tölum viö útvarp og sjón- varp eftir viðtalið við for- seta gáfu fyllilega til kynna, að þá lá alls ekki Ijóst fyrir, hvernig lyktaði deilunni milli Svavars Gestssonar og Ragnars Arnalds um það, hvor þeirra skyldi koma í staö Lúðvíks. Ragnar hafði fylgi dreifbýlismannanna í þingflokki Alþýðubanda- lagsins og Svavar þeirra, sem náðu kjöri í þéttbýli. Atkvæðagreiðslu var forðað, dreifbýlið beið lægri hlut, þegar Ragnar dró sig í hlé. Niðurstaðan er mikið áfall fyrir Ragn- ar, sem er formaður þing- flokksins og fyrrum flokksformaður. Hitt verða menn þó að hafa í huga, að Svavar Gests- son er fulltrúi gömlu kommaklíkunnar innan Alþýðubandalagsins, sem öllu ræöur, þegar hún beitir sér og hefur fjármál og eignir flokks- ins í hendi sér. Síðbúnar tillögur Innan Alþýðubanda- lagsíns hefur ekki verið unnt fyrr en nú rúmum sex vikum eftir kjördag aö komast niður á, hvaða málefnalega afstööu flokkurinn ætti að hafa í stjórnarmyndunarvið- ræöunum. j forystugrein Tímans í gær er meðal annars fjallað um þessa staðreynd og sagt: „Það er vissulega alltaf hætta á því að einhver sýndarmennska liggi aö baki þegar heill stjórn- málaflokkur neitar að eiga nokkurt frumkvæði í tillögugerð, en bíöur vik- um saman og fleygir síðan fram miklu tillögu- plaggi þegar aðrir hafa þegar kynnt tillögur sínar rækilega fyrir alþjóð. Og slíkur stjórnmálaflokkur hefur óneitanlega tekið á sig mikla ábyrgð, þar eð Ijóst má vera að biðin og hikiö hafa haft mikil áhrif á það að myndun ríkis- stjórnar hefur dregist á langinn." Stóryröi Tómasar Tómas Árnason, þing- maður Framsóknar- flokksins, hefur greini- lega valið þann kost vegna gagnrýni innan eigin raöa út af minni- hlutastjórnar-brölti hans með Sighvati Björgvins- syni, aö nota Morgun- blaðiö sem skálkaskjól, þegar hann ber hönd fyrir höfuð sér. í Tímanum í gær segir Tómas: „Ég get varla tekið vægar til orða, en aö þetta er hrein „Moggalygi" af versta tagi. Eg hef aldrei orðið fyrir því fyrr hjá neinu blaði, að það hreinlega neiti leiðréttingu og hefði sagt að segja ekki trúað því að óreyndu að eiga eftir að verða fyrir slíku.“ Eins og lesendum Morgunblaðsins er kunn- ugt stafa stóryrði Tómas- ar af frétt um minni- hluta-áþreifingar fram- sóknar og krata í Mbl. sl. sunnudag. Hún var lesin, að visu afbökuð vegna styttingar, í fréttum út- varpsins un. hádegi sama dag. Tómas og Sig- hvatur geröu athuga- semd við fréttina í út- varpi sama kvöld. Rit- stjórar Mbl. birtu athuga- semd í kvöldfréttatíma útvarps á mánudags- kvöld, þar sem fram kom, aö blaöið stæði viö frétt sína. Á þriðjudag birti Mbl. yfirlýsingu frá Tóm- asi um, aö frétt þess væri röng. Þá tók Mbl. enn fram, aö þaö stæði við frétt sína og hefði fyrir henni traustar heimildir. Tómasi Árnasyni hlýtur að vera Ijóst, aö meö yfirlýsíngastríði viö Mbl. breytir hann ekki orðnum hlut. Karlmannaföt frá kr. 16.900 Terylenebuxur frá kr. 9.450 Terylenefrakkar frá kr. 9.900 Kuldaúlpur kr. 17.750 Kuldajakkar kr. 16.900 og 18.700 Prjónavesti, hneppt meö vösum kr. 4.950 o.m.fl. ódýrt. Andrés, herradeild, Skólavörðustíg 22. FR Deild—4 Almennur félagsfundur veröur haldinn laugardag- inn 19. janúar 1980 aö Hótel Esju, 2. hæð kl. 13.00. Fundarefni: Nýútgefin reglugerö um 27MHZ tíðnisviðið. Önnur mál. Stjórn deildar 4. Kynning Henna hársnyrtivörur Guðný Gunnlaugsdóttir, hárgreiðslumeistari leiðbeinir viðskiptavinum um val og notkun á Henna hársnyrtivörum í dag, fimmtudag kl. 1—6. Ingólfs Apótek, Hafnarstræti 5.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.