Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 198A
Guðmundur H. Garðarsson:
Mikií aukning í sölu
frysts þorsks á veg-
um S.H. sl. fimm ár
í Mbl., 11. janúar s.l. ritar Jón
Árm. Héðinsson afar einken'ni-
lega grein um útgerð og fisk-
vinnslu og samskipti þessara
atvinnugreina við ríkisvaldið.
Um það, hvernig íslenzkir at-
vinnuvegir hafa verið hlunn-
farnir af ríkisvaldinu með þeim
hætti, að þeir, atvinnuvegirnir,
hafa litið út eins og bónbjargar-
aðilar gagnvart hinu opinbera,
er unnt að rita langt mál. Og þá
mun vefjast fyrir ýmsum, hvort
komi á undan hænan eða eggið.
En vegna ummæla Jóns Árm.
Héðinssonar um sölustarfsemi
sjávarafurða, þar sem segir: „Ég
hefði haft meiri ánægju af því að
heyra um aukna sölustarfsemi
og hvernig fiskvinnslumenn
hugsa sér að ráðstafa 330.000
tonnum af þorski með góðu
móti. Ekki eru síðustu fréttir um
allt á því sviði uppörvandi."
Telur Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna nauðsynlegt að upplýsa,
hversu mikið átak hefur verið
gert í þessum efnum af hálfu
S.H. og fyrirtækja hennar á
erlendum vettvangi. Gefur það,
hvað S.H. áhrærir, síður en svo
tilefni til þeirrar svartsýni í sölu
frysts þorsks, sem fram kemur í
grein Jóns Ármanns.
1. Á s.l. 5 árum, tímabilið
1975—1979, hefur heildarút-
flutningur S.H. aukizt úr 70.350
smálestum í 100.100 smálestir á
s.l. ári eða um 29.750 smálestir.
Er það 42,3% aukning. Til við-
miðunar um það hvaða stærðir
er um að ræða má nefna, að árið
1975 var útflutningur S.H. á
þorskflökum, þorskblokk og heil-
frystum þorski 31.453 smálestir
eða svipaður og aukning heildar-
útflutningsins var á s.l. 5 árum.
2. Á fyrrgreindu tímabili
jókst útflutningur S.H. á
þorskflökum, blokk og heilfryst-
um þorski úr 31.453 smálestum
árið 1975 í 47.200 smálestir árið
1979. Aukning var því 15.747
smálestir eða 50% á aðeins 5
árum.
3. Sölur hjá S.H. og fyrirtækj-
um hennar á frystum þorski
hafa gengið vel á liðnum árum.
Afskipanir og greiðslur fyrir
þessa vörutegund hafa gengið
greiðlega.
4. Helstu markaðir fyrir
frystan þorsk eru Bandaríkin og
England. Um og yfir 95% af
þorskflaka og þorskblokka út-
flutningi S.H. fer til þessara
tveggja landa. Á s.l. 5 árum
Guðmundur H. Garðarsson.
hefur þessi útflutningur verið
sem hér segir:
Bandaríkin England
smál. smál.
1979 37.025 8.800
1978 37.916 7.117
1977 31.667 4.881
1976 28.903 1.358
1975 26.808 1.024
Af framskráðri töflu sést að
s.l. 5 ár hefur útflutningur S.H. á
frystum þorskflökum og blokk
til Bandaríkjanna aukizt um
10.217 smálestir eða um 38,1%,
en til Englands um 7.776 smá-
lestir eða 759,3%.
5. Fyrirtæki S.H. í Bandaríkj-
unum, Coldwater Seafood Corp.,
hefur á undanförnum árum ver-
ið stærsti seljandi þorskflaka á
þessum mikilvæga markaði, sem
allar helztu fiskveiðiþjóðir
heims keppast um að selja til.
6. Samkeppni er hörð í Banda-
ríkjunum og fer harðnandi í
fisksölu. Þrátt fyrir það hefur
tekizt að tryggja hæsta fáanlegt
verð fyrir hið mikla magn þorsk-
afurða, sem fyrr er frá greint.
Sem dæmi má nefna að fyrir
sambærilegar pakkningar á
þorskflökum hefur verð Cold-
water Seafood Corp., verið US$
1,60 pr. pundið (lb) á sama tíma
sem Kanadamenn bjóða þorsk-
flök á US$ 1,20.-. Vörugæði,
örugg afgreiðsla og gott sölu-
skipulag hefur m.a. tryggt þenn-
an árangur.
7. Á s.l. ári seldi söluskrif-
stofa S.H. í Englandi 8.800
smálestir af frystum þorski.
Yoru það einkum flök og blokkir.
Á aðeins 4 árum hafa sölur til
Englands rúmlega sexfaldazt.
Hlýtur það að teljast mjög góður
árangur, þegar haft er í huga, að
hinum illvígu landhelgisdeilum
milli íslands og Englands lauk
ekki fyrr en á miðju ári 1976.
Fram til þess, að þeirri deilu
lauk með samningum, var mjög
erfitt um vik með alla sölu-
starfsemi á íslenzkum fiski í
Englandi.
8. Varðandi sölu- og markaðs-
mál fyrir fiskafurðir er svo þess
að sjálfsögðu að gæta, að íslend-
ingar eru ekki einir í heiminum,
hvað framboð áhrærir.
Um þau atriði í grein Jóns
Árm. Héðinssonar er lúta að því
að fiskvinnslan hafi notið að-
stoðar eða fengið margvíslegar
greiðslur úr ríkissjóði, er því til
að svara, að þær upphæðir eru
ómældar sem hið opinbera hefur
fengið vegna álagningar þess á
fiskvinnslu og útfluttar sjávar-
afurðir. Við hverja gengisfell-
ingu hefur ríkissjóður fengið
hundruð milljóna króna vegna
gengishagnaðar á útfluttar sjáv-
arafurðir. Litlum hluta af þess-
um upphæðum hefur stundum
verið skilað aftur til framleið-
enda. Það er þegar kýrin hefur
verið þurrmjólkuð. Þess vegna er
það rétt ályktað hjá Jóni Ár-
manni Héðinssyni þegar hann
segir orðrétt:
„Hér er um grundvöll at-
vinnulífsins að ræða og hann
verður að fá sitt og það örugg-
lega.“
Um tap og „stórgróða" í fisk-
vinnslu þarf ekki að fara mörg-
um orðum. Það er engin atvinnu-
grein á Islandi rekin með gróða
við 50—60% verðbólgu. Ekkert
sölustarf né sölukerfi getur
tryggt sölu íslenzkra afurða á
erlendum mörkuðum á því verði,
sem fullnægir slíkri verðbólgu-
hít. Þess vegna hafa íslendingar
á undanförnum árum þurft að
grípa til sífelldra gengisbreyt-
inga. Vandamálið um tap eða
gróða, hjá fyrirtækjum, atvinnu-
greinum og landshlutum, er
heimatilbúið. Því verður ekki
velt á íslenzka sölumenn, fyrir-
tæki eða samtök, sem annast
sölu afurða á erlendum mörkuð-
um.
Varði doktorsritgerð
sína í lyfjaíræði
ÞORSTEINN Loftsson lyfjafræð-
ingur varði nýlega doktorsritgerð
við Kansasháskóla í Bandaríkjum
N-Ameríku en þar hefir hann
stundað rannsóknarstörf frá árinu
1976 í deild prófessors Takeru
Higuchis. Ritgerðin nefnist
„Evaluation of methylthiomethyl,
methylsulfonylmethyl and met-
hylsulfonylmethyl 2 — acetoxyb-
enzoates as prodrug forms of
Aspirin and study of the chemistry
of these compounds and related
compounds both in vitro and in
vivo“.
Mikið hefir verið reynt að draga
úr ertandi áhrifum aspiríns á
magaslímhúð, m.a. hafa menn
lengi reynt að samtengja efni, sem
brotnuöu þannig niður í líkaman-
um, að þau mynduðu óbundið
aspirín í blóði. Þetta hefir ekki
tekizt fyrr en nú, og tilraunir á
hundum hafa sýnt að Methylsulf-
inylmethyl 2 — acetoxybenzoat
hefir einmitt þennan eiginleika.
Frekari tilraunir á þessu „forlyfi"
aspiríns verða gerðar í Bandaríkj-
unum.
Þorsteinn Loftsson er fæddur í
Kaupmannahöfn 1. mars 1950.
Hann lauk fyrrihlutaprófi í lyfja-
fræði frá Haskóla íslands og
kandídatsprófi frá Lyfjafræði-
háskólanum í Kaupmannahöfn ár-
ið 1975. Þorsteinn starfar nú sem
lektor í lyfjafræði við Háskóla
íslands. Foreldrar Þorsteins eru
Dr. Þorsteinn Loftsson
þau hjónin Loftur Þorsteinsson
verkfræðingur og Erna Matthías-
dóttir og hann er kvæntur Hönnu
Lilju Guðleifsdóttur og eiga þau
einn son barna.
Þriðji heimurinn
En það eru fleiri tímasprengjur
í hagkerfinu. Skuldir ríkja þriðja
heimsins eru sagðar óðfluga nálg-
ast 400 milljarða dollara. Mikið af
þessum peningum eru olíudollar-
ar, sem Arabar lána í gegnum
útibú alþjóðlegu bankanna í Evr-
ópu og Álþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Fyrir nokkrum árum hefði engum
dottið til hugar, að lána mörgum
þessara ríkja slíkar upphæðir.
Sum þeirra þurfa að borga yfir
40% af útflutningstekjum sínum
til að standa straum af vöxtum og
afborgunum. En peningastraum-
urinn er orðinn slíkur, að bank-
arnir verða að sætta sig við nær
hvaða skuldunaut sem er, ef þeir
Jóhannes
Björn:
Er heims
kreppa í
uppsiglingu?
Nær daglega berast okkur frétt-
ir af gullmörkuðum heimsins. All-
ar eru þessar fréttir af svipuðum
toga. Eftirspurn eftir gulli hefur
náð stigi nær algjörrar upplausn-
ar. Á aðeins 16 mánuðum hefur
gullúnsan hækkað úr 160 dollur-
um í yfir 600. Hvað býr að baki
þessu gullæði? Hvert stefnir?
Skuldakerfi
Flest ríki heimsins í dag búa við
hagkerfi, sem stundum hefur ver-
ið nefnt skuldakerfi. Aukning
vöru og þjónustu er gerð möguleg
með bankalánum. Auknar fram-
kvæmdir kalla á sífellt meiri
skuldir. Þannig jukust t.d. skuld-
irnar í bandaríska hagkerfinu um
9.325 dollara á sekúndu árið 1973
og námu samtals 2 billjónum 885
milljörðum dollara (Congressional
Record — 17. júní 1974).
Bankakerfið er uppspretta allra
peninga í þjóðfélaginu. Bankalán
eru skuldir. Þegar þessar skuldir
aukast hraðar en nemur aukningu
vöru og þjónustu, þá er viðbúið að
verðbólgar. haldi innreið sína, því
meira peningamagn er fyrir hendi
til að kaupa svipað magn vöru og
þjónustu.
Þeim sérfræðingum hefur fjölg-
að mjög á seinni árum, sem halda
fram þeirri skoðun, að skuldakerf-
ið hefi verið spennt of hátt og riði
nú til falls. Þessi skoðun virðist
hafa náð eyrum almennings, því
eins og gerðist í Frakklandi
skömmu fyrir aldamótin 1800,
þegar pappírinn riðaði til falls, og
á Englandi um 1820, þá flýr fólk á
náðir gulls. Hvað veldur þessum
ótta einmitt nú?
Staða dollarans
Um langt skeið hafa Bandaríkin
eytt hærri upphæðum en þau hafa
aflað. Það heitir að hafa
óhagstæðan greiðslujöfnuð. Þessi
umframeyðsla (eða fjárfesting
með hjálp prentvéla) hefur haft
það í för með sér, að nú sveima
u.þ.b. 500 milljarðar dollara um
Evrópu. Þessir peningar ganga
undir nafninu Evrópudollarar og
eru utan áhrifasvæðis banda-
rískra seðlabanka. Arabar hafa
líka verið iðnir við að skipta á olíu
fyrir pappír. Þeir eru sagðir hafa
um 200 milljarða í handraðanum.
Þessir peningar nefnast olíudoll-
arar.
Þessi mikla seðlaútgáfa hefur
óhjákvæmilega leitt til verðbólgu,
sem aftur hefur fætt af sér
vantraust og flótta frá dollurum.
Einhvern tíma í framtíðinni, þeg-
ar þjóðir heims hafa lært að búa
sér til alvöru peningakerfi, þá eiga
menn eftir að líkja þessu kerfi við
ævintýri Lísu í Undralandi.
ætla að reyna að halda hringrás-
inni gangandi. Hve lengi ríki
þriðja heimsins geta staðið í
skilum er svo önnur saga. Og
hvert á að beina þessum pen-
ingastraumi, þegar þessi ríki geta
ekki lengur tekið við?
Meiri pappír
Verðbólgan er höfuðvandamál
efnahagslífsins í heiminum í dag.
Hún hefur mikið til orðið til vegna
offramleiðslu pappírs, sem hægt
er að skipta fyrir vöru og þjón-
ustu. Þess vegna eru sífellt fleiri
að reyna að skipta pappír fyrir
gull. Ársframleiðsla gulls er að-
eins um 1500 tonn. Það kostar 150
dollara að grafa upp hverja únsu
(í S-Afríku) og helmingurinn fer
til iðnaðarframleiðslu. Offram-
leiðsla á gulli á því aldrei eftir að
rýra verðgildi þess, gagnstætt því
sem við þekkjum úr heimi papp-
írsverðmæta.
Einn er sá pappír sem mjög á
eftir að koma við sögu í fram-
tíðinni, en það eru skuldabréf New
York borgar. Með nokkurra ára
millibili höfum við heyrt um
yfirvofandi gjaldþrot þessarar
merku borgar, en í hvert skipti
hefur ríkisstjórn Bandaríkjanna
hlaupið undir bagga og lánað
borginni stórar peningafúlgur.
Næsta gjaldþrotastríð New York
verður 1982 og álíta margir fróðir
menn, að borginni verði ekki
bjargað að þessu sinni. Til þess
eru skuldirnar allt of stórkostleg-
ar. Afleiðingar gjaldþrots gætu þó
orðið enn stórkostlegri.
New York hefur aflað sér gífur-
legra upphæða með sölu skulda-
bréfa, og eiga t.d. 70 bandarískir
bankar helming eigna sinna í
þessum bréfum. Aðrir 500 eiga
væna sneið. Ef New York verður
lýst gjaldþrota, þá leikur ekki
nokkur vafi á að fjöldi banka fer
með .í hruninu, sem aftur getur
komið af stað ófyrirsjáanlegri
keðjuverkun.
Heimskreppa
-hvenær?
Efnahagslíf heimsins er í lægð
um þessar mundir. Ef þessi lægð
þróast ekki í heimskreppu á næstu
sex mánuðum, þá er viðbúið að nýr
fjörkippur færist í efnahagslífið
og við getum andað rólega í tvö ár
(ef enginn skrúfar fyrir olíukran-
ana).
En reglubundnar lægðir efna-
hagslífsins verða alltaf dýpri og
dýpri, og einhvern tíma kemur að
því, að kerfið verður að hrista af
sér umframpappírinn.