Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
11
þar varaformaður og síðan
formaður um stund og vann þar
í ýmsum nefndum, m.a. í undir-
búningsnefnd, sem vann að
launamálum og bættum sumar-
fríum fyrir verzlunarfólk. Síðar
meir lá leiðin í Félag vefnaðar-
vörukaupmanna í Reykjavík og
þar var ég í stjórn, varafor-
maður og síðar formaður um
nokkur ár.
Þá lá leiðin í Kaupmanna-
samtökin. Ég held ég megi segja
að ég hafi reynt að leysa þau
verkefni, sem mér hafa verið
falin í félagsmálum, eins vel af
hendi og hægt er.
Um tíma sat ég í stjórn
félagsins Sölutækni, sem stofn-
að var rétt eftir seinna stríð.
Verkefni þess félags var aðal-
lega það að fá erlenda leiðbein-
endur til þess að leiðbeina fólki
um ýmis verzlunarmál og rekst-
ur verzlana. Haldin voru nám-
skeið um öll svið smásöluverzl-
unar.“
Verzlunin hefur
aldrei verið
frjáls
hér á landi
Nú hefurðu verið tengdur
verzlun í 60 ár. Hver er skoðun
þín á þróuninni sem orðið hefur
hér á landi á þessu tímabili?
„Verzlunin hefur aldrei verið
reglulega frjáls hér á landi,
nema að það má segja að hún
hafi verið frjáls á tímabilinu
1920—1930. Verðlagið var þá
frjálst og samkeppnin mikil,
menn urðu að standa sig. Þá
komu þau tímabil að vörur
lækkuðu í verði um '/3 og upp í
helming, fólk gat fengið þær
vörur, sem það hafði ráð á að
kaupa, á réttu útsöluverði og
stundum fyrir neðan það. Sam-
keppnin var svo hörð, að menn
gáfu með vörunni, það má nefna
sykurslaginn sem dæmi, þegar
sykurkaupmenn gáfu með sykr-
inum.
Síðan rann upp tímabil inn-
flutnings- og verðlagshafta,
sem varaði allt til 1939. Þá
losnaði um að einhverju leyti,
en verðlagsákvæði hafa verið
við lýði allt fram á þennan dag.
Skömmtunartímabilið rétt
fyrir 1950 er leiðinlegasti
tíminn sem ég hef upplifað í
verzlun. Þá var nóg til af
skömmtunarseðlum, en vöru-
úrvalið var lítið, sem gerði það
að verkum að þjónustan í verzl-
un varð neikvæð og mótaði
verzlunarfólk til hins verra.
Eins og geta má nærri hefur
verzlunin breytzt mikið fram á
þennan dag, sem eðlilegt er.
Fjölmargir þættir verzlunar eru
komnir út í sérgreinar á öllum
sviðum, en ég efast um að
þjónusta við viðskiptavini sé
betri í dag en fyrir 40—60 árum.
Þá tók kaupmaðurinn verzlun-
arfólkið í læri í afgreiðslu, um
alla framkomu, kynnti því vör-
una sem var á boðstólum í
verzluninni og hvað það þurfti í
vöruna. Síðan þegar búið var að
móta verzlunarfólkið einu sinni,
kenndi það aftur nýliðunum
listina. Þetta hefur slitnað í
sundur, hugsunarhátturinn er
ekki sá sami og hann var í
gamla daga.“
Hver viltu að verði þín loka-
orð?
„Það er mín reynsla af verzl-
un, að það verðlagskerfi, sem
við búum við, er ekki rétt. Því
óska ég þess að ísland megi í
framtíðinni búa við frjálsa og
óháða verzlun til hagsbóta fyrir
alla landsmenn."
ÁJR
Opnum í dag kl. 1.00
Fatnaður á alla fjölskylduna.
Skór, leikföng, postulíns- og
kristalsvörur, hljómplötur
fyrirtæki selja nýjar og
vandaðar vörur með afslætti
ailt að
7no/.
k'^_v
t Leikfani gaval Torgiö Bé t |
a Skóver ?/ Axelsi Sllltl 177 * • i f fj Klœöi ht. Mellissa
fe' Giillkb úan Fálkinn Skífan /J
g Geimst einn Solido Piccadilly Ji ol '}
\
k\\
\\i
L__i
Sýningarhöllin
v,
/t
V
tosVuöaO
°\au9a'da9
2mánu«»a9
Bíldshöfða 20.
Sími 81199.
\\
\
STRÆTIS-
VAGNA-
LEIÐ NR. 10