Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 19
May Philgren. Myndin er tekin
árið 1960.
Ein
frægasta
leikkona
Finna í
heimsókn
í NÆSTU viku kemur hingað til
lands ein frægasta leikkona
Finna, May Pihlgren og les upp í
Þjóðleikhúsinu og Norræna hús-
inu.
May Pihlgren er Finnlands-
sænsk og hefur starfað við
Sænska leikhúsið í Helsingfors
síðan 1924.
Árið 1948 þegar íslenskir leik-
arar fóru til Helsingfors og sýndu
Gullna hliðið var Pihlgren ein-
mitt meðal þeirra sem tóku á móti
íslenska listafólkinu. Hún var þá
almennt talin fremsta leikkona
sænskumælandi Finna og er
enn... Hún er ekki lengur fast-
ráðin við leikhúsið fyrir aldurs
sakir, en leikur enn mikið bæði í
Sænska leikhúsinu og í útvarpi og
sjónvarpi.
Meðal frægra hlutverka May
Pihlgren á leiksviði eru: Sén Te í
Góðu sálinni í Sesúan eftir Bert-
olt Brecht, Nóra í A Touch of the
Poet eftir Eugene O’Neill, Arka-
dina í Máfinum og Masja í Þrem
systrum eftir Anton Tsjekhov,
Álice í Play Strindberg, Martirio í
Hús Bernörðu Alba eftir Lorca,
Miss Gilchrist í Gísl eftir Brend-
an Behan, Gina Ekdal í Villiönd-
inni eftir Ibsen, Nastja í Náttból-
inu eftir Gorkí o.fl. og hún er í
hópi þeirra örfáu leikkvenna, sem
hafa leikið Ófelíu í Hamlet í
Krónborgarkastala. íslenskum
sjónvarpsáhorfendum mun hún
vera kunn úr aðalhlutverkinu í
Márta Larsseii 60 ára eftir Bengt
Ahlfors.
í fyrra lék hún í finnska
útvarpinu annað aðalhlutverkið í
Gullbrúðkaupi eftir Jökul Jak-
obsson og í leikstjórn Sveins
Einarssonar.
May Pihlgren er rómaður ljóða-
túlkari og hér mun hún lesa ljóð
eftir Finnlands-sænsk skáld. Hún
les í tvígang í Norræna húsinu, en
í Þjóðleikhúsinu hefur hún upp-
lestrarkvöld á litla sviðinu
fimmtudaginn 24. janúar kl. 20.30.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
19
Rækjuvertíðin hefur brugðist i Öxarfirði:
„Ákaflega svartsýnir og
vitum ekki hvað skal gera“
— ÞVÍ ER ekki að neita. að við
erum ákaflega svartsýnir og
vitum ekki hvað við eigum að
taka til bragðs. Við lifum í
þeirri von, að annað hvort komi
rækjan á ný á miðin eða þá. að
við höfum ekki fundið hana
þrátt fyrir mikla leit, sagði
Sigurður óskarsson rækju-
sjómaður og útgerðarmaður á
Kópaskeri í samtali við Morg-
unblaðið. Rækjuvertíðin í Öx-
arfirði hefur vægast sagt geng-
ið illa og síðustu 2 mánuði hafa
bátar frá Kópaskeri og Húsavík
nær enga rækju fengið.
Á Kópaskeri hefur mikill hluti
íbúa í plássinu sitt lifibrauð af
rækjunni yfir veturinn, en á
sumrin eru sjómenn á handfær-
um. Á Kópaskeri búa á milli 170
— segir Sigurð-
ur Óskarsson
á Kópaskeri
og 180 manns og beina atvinnu
af rækjunni hafa á milli 40 og 50
íbúar. Sex rækjubátar eru gerðir
út frá Kópaskeri og eru tveir á
hverjum bát, hjá fyrirtækinu
Sæblik er rækjan unnin, svo og
annar afli og um aðra atvinnu er
ekki að ræða á staðnum nema
fyrir þá, sem eru í vinnu hjá
kaupfélaginu.
— Ég held, að við höfum
aldreið róið meira en í nóvember
í vetur, en fengum þó aðeins 24
tonn þessir 6 bátar, segir Sigurð-
ur Óskarsson. — Ef allt hefði
verið með felldu hefði aflinn átt
að vera 80—90 tonn. Samtals eru
nú komin hér á land tæp 100
tonn á vertíðinni, þar af 70 tonn
í október og 24 tonn í nóvem-
ber. 7. desember voru veiðarnar
stöðvaðar vegna mikils seiða-
fjölda í aflanum, en svo er ekki
lengur. Á miðunum eru ekki nein
seiði lengur að marki, en því
miður heldur engin rækja.
— Eftir áramót erum við bún-
ir að fara þrisvar út, en lítið sem
ekkert fengið og aðeins lélega
rækju. Við viljum kenna um of-
veiði og að of mikið hafi verið
veitt frá upphafi, en trúlega eiga
einhver ytri skilyrði sinn þátt í
því að rækjan skuli hafa horfið
svona af miðunum. Kvótinn í ár
er 270 tonn og má veiða upp í
hann á tímabihnu frá 1. október
til 30. apríl. Kvótinn hefur alltaf
verið að minnka, hann var 350
tonn í fyrra og 450 tonn 77—78.
Sem dæmi um hversu mjög
veiðarnar hafa dregist saman
má nefna að í janúar 1978
fengum við 700 kíló á togtíma en
í nóvembermánuði síðastliðnum
aðeins 40 kíló á togtíma, sagði
Sigurður Óskarsson að lokum.
Þá hafði Morgunblaðið sam-
band við Konráð Þórisson fiski-
fræðing í útibúi Hafrannsókn-
arstofnunar á Húsavík. Sagði
hann að 7.-9. janúar hefði verið
farið á miðin til að kanna
seiðagengd og hefði seiðafjöldi
ekki verið fyrir neðan mörk.
Hins vegar hefði lítið fundist af
rækju þessa daga, en mest feng-
ust 12 kassar eftir klukkutíma-
tog. Hér var þó ekki um skipu-
lagða rækjuleit að ræða.
Að sögn Konráðs byrjaði ver-
tíðin vel í október, en síðan hefur
hún verið lélegri en nokkru
sinni. Skýringuna sagði hann
m.a. vera þá, að rækjan væri
dreifð út um allan fjörð. Einnig
hefðu menn verið að velta því
fyrir sér hvort ofveiðin hefði
ekki verið meiri en ætlað var og
ástandið alvarlegra en talið var.
Kvótinn hefði verið minnkaður
ár frá ári, en e.t.v. hefði ekki
verið nóg að gert.
Frá höfninni á Kópaskeri
i
Fjárveitinganefnd Alþingis:
Gagnrýni á ráðn-
ingu umboðsf ulltrúa
LÁRUS Jónsson (S) gagnrýndi
harðlega vinnubrögð við ráðn-
ingu umboðsfulltrúa dómsmála-
ráðuneytis á fundi fjárveitinga-
nefndar Alþingis sl. þriðjudag.
Efnisatriði gagnrýni Lárusar
voru þessi:
• 1) Fjárveiting vegna þessa
embættis hefur ekki verið af-
greidd. Tillögu um fjárveitingu er
hvorki að finna í frumvarpi fyrr-
verandi fjármálaráðherra, Tómas-
ar Árnasonar, né núverandi fjár-
málaráðherra, Sighvats Björg-
vinssonar, að fjárlögum 1980.
• 2) Starfsvenja er að ráðningar-
nefnd ríkisstarfsmanna vísi mál-
um sem þessum til fjárveitinga-
nefndar. Það var ekki gert nú,
enda mun ráðningarnefnd hafa
litið svo á, að ríkisstjórnin hafi þá
þegar verið búin að taka afgerandi
ákvörðun í málinu og ekki talið sér
fært að stöðva það.
Eskifirði. 14. janúar.
NÚ ER unnið að því að byggja hús yfir löndunar-
bryggju Loðnuverksmiðjunnar á Eskifirði og mun það
vera fyrsta framkvæmd sinnar tegundar hér austan-
lands. Húsið er stálgrindarhús og verða nú öll
löndunartæki verksmiðjunnar undir þaki. Myndin sýnir
hvar unnið er að byggingunni. Ævar
Vilmundur Gylfason, núverandi
dómsmálaráðherra, hóf.
• 4) Lög um bráðabirgðagreiðsl-
ur úr ríkissjóði 1980 eru bundin
við venjulegar greiðslur og út-
gjaldaliði samkvæmt fjárlögum
fyrra árs (1979). Staða, sem til
verður 1980, byggist naumast á
útgjaldaliðum samkvæmt fjárlög-
um 1979. í raun skortir því
greiðsluheimildir hér að lútandi.
• 5) Framangreindar athuga-
semdir beinast gegn vinnubrögð-
um ríkisstjórna en ekki viðkom-
andi einstaklingum, sem í stöður
hafa verið ráðnir.
Samráð haft við atvinnufyrirtæki
vegna Grænlandsfarar sendiherra
• 3) Er blaðafulltrúi ríkisstjórn-
ar var ráðinn, í tíð fyrri stjórnar,
gagnrýndu fulltrúar 3ja flokka í
fjárveitinganefnd þá ráðningu
vegna þess að fjárlagaheimild
skorti til hennar. — Sömu gagn-
rýni var haldið fram í umræðu
utan dagskrár á Alþingi, sem
MORGUNBLAÐINU barst í gær
svohljóðandi frétt frá utanríkis-
ráðuneytinu:
Pétur Thorsteinsson sendiherra
fer á morgun til Nuuk (Godtháb),
höfuðborgar Grænlands, á vegum
Benedikts Gröndal, forsætis- og
utanríkisráðherra. Pétur Thor-
steinsson fór til Grænlands í
febrúar 1979 að ósk ráðherrans til
þess að afla upplýsinga um ýmis
málefni landsins og gerði að ferð-
inni lokinni grein fyrir Græn-
landsmálum í skýrslum til ríkis-
stjórnarinnar. Grænlandsheim-
sóknin nú er í framhaldi af
ferðinni í fyrra, en Grænlendingar
hafa nú haft heimastjórn í meira
en hálft ár. Ferð þessi er farin í
samráði við Jonathan Motzfeldt,
formann grænlensku landstjórn-
arinnar.
Höfð hafa verið samráð
við nokkur íslensk atvinnufyrir-
tæki og stofnanir í sambandi við
ferð þessa.
UTSALA — VERKSMIÐJUUTSALA — UTSALA
SLIMMA-BUXUR OG PILS, KARLMANNABUXUR, DRENGJA- OG TELPNABUXUR, SLOPPAR, TOPPAR, BLÚSSUR OFL
%0 ÞAÐ ER ÚTSALA HJÁ VERKSMIÐJUSÖLUNNI ^
%C*q VERKSMIDJUSALAN, SKEIFUNN113-Á MÓTIHAGKAUPI