Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 30
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
Magnús Helgason
bóndi —
Fæddur 21. desember 1896
Dáinn 31. desember 1979
Magnús Helgason fyrrum bóndi
í Héraðsdal, Lýtingsstaðahreppi,
Skagafirði, varð bráðkvaddur á
gamlársdag s.l. er hann var að
koma úr innkaupaferð fyrir heim-
ili sitt fyrir áramótin. Magnús var
fæddur á Anastöðum í Lýtings-
staðahreppi 21/12. 1896 og var því
Minning
rúmlega 83 ára að aldri. Móðir
hans var Margrét Sigurðardóttir
bónda að Asmúla á Landi í
Rangárvallasýslu, en faðir Magn-
úsar var eiginmaður hennar,
Helgi Björnsson bóndi á Ana-
stöðum.
Foreldrar Magnúsar voru af
miklu kjarnakyni og orðlögð fyrir
þrek, dugnað og snyrtimennsku,
+ Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir JÓN STEFÁN GUDMUNDSSON Hátúni 4 lést í Landakotsspítala 15. janúar. Sigrún Sigurbjörnsdóttir Aöalheiöur Erla Jónsdóttir Lárus Jónasson
Sonur okkar og bróöir EINAR ÓLI GUÐFINNSSON Skriöustekk 13, er lést- af slysförum 7. janúar s.l. veröur jarösunginn frá Fossvogs- kapellu í dag fimmtudaginn 17. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vilja minnast hans, láti líknarstofnanir njóta þess. Guófinnur Sigurósson, Guóbjörg Einarsdóttir og systkini hins látna.
t Sonur okkar INGIMUNDUR ARNASON er andaöist þann 12. janúar á Landspftalanum, verður jarö- sunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 19. janúar kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er bent á liknarstofnanir. Auöur Kristinsdóttir, Árni Ingimundarson.
+ Eiginmaður minn GUÐBERGUR DAVÍÐSSON, Leifsgötu 25, sem andaöist 13. janúar, veröur jarösunginn föstudaginn 18. janúar kl. 3 e.h. frá Fossvogskirkju. Svanhildur Árnadóttir.
Faöir okkar GUNNAR 1. H. JÚLÍUSSON vólvirki verður jarösunginn föstudaginn 18. janúar kl. 10.30 f.h. frá Fossvogskirkju. Blóm afþökkuö, þeir sem vilja minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd vandamanna, Dagrún Gunnarsdóttir, Hjalti Gunnarsson.
+ Móöir okkar KIRSTÍN FLYGENRING verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 18. þ.m. kl. 13.30. Þórunn, Ágúst og Páll Flygenring.
+ Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför fósturmóður okkar, OLAFAR UNADÓTTUR, Hásteinsvegi 12, Vestmannaeyjum, Halldór Jónsson, Benónýa Jónsdóttir, Þórey Jónsdóttir og vandamenn.
+ Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð viö andlát og jaröarför GUÐJÓNS AÐALBJÖRNSSONAR Skólavörðustíg 24 A Starfsfólki á Landspítalanum þökkum við hjúkrun og ættingjum og vinum fyrir alla aðstoð og umhyggju viö hinn látna. Þorbjörg Grímsdóttir og systkini hins látna
enda þurftu þau mikið á því að
halda, því þau áttu saman 9 börn
og auk þess átti Helgi 2 börn af
fyrra hjónabandi sem ólust upp
með þeim Anastaða-systkinum.
Þessum stóra barnahópi komu þau
hjón svo vel til manns að þau
systkini eru orðlögð fyrir verk-
hæfni og dugnað svo segja má að
þeim hafi „kippt í kynið“.
Ég kynntist Magnúsi ekkert
fyrr en hann var hálffertugur að
aldri og var aldrei í nágrenni við
hann. Ég minnist hans samt allt
frá því ég var á barnsaldri, því
hann var mikið á ferðinni vegna
ýmissa trúnaðarstarfa sem honum
voru falin þá ungu'r bóndi í
Héraðsdal.
Magnús byrjaði búskap í Kol-
gröf 1918, þá 22 ára. Sama ár mun
hann hafa kvænst eftirlifandi
konu sinni, Jónínu, en hún var
dóttir Guðmundar Sveinssonar og
konu hans, Sæunnar Eiríksdóttur,
sem bjuggu í Héraðsdal frá 1912
til 1919. Það mun hafa verið
heillaspor fyrir Magnús, því
Jónína er mikil mannkostakona,
prýðilega vel greind og skipaði
sinn sess með mikilli prýði, en hún
var formaður Kvenfélags Lýtings-
staðahrepps hátt á annan áratug.
Árið 1922 fluttu þau hjón að
Héraðsdal og bjuggu þar samfellt
til ársins 1976 að þau fluttu til
Sauðárkróks og hafa búið þar
síðan. Árin sem þau bjuggu í
Héraðsdal höfðu þau lengst af
nokkuð stórt bú. Þó jörðin geti
ekki talist til stórbýla, var hún og
er notadrjúg, enda bætti Magnús
hana mikið, túnið var stækkað og
aukið, og öll hús bæði íbúðarhús
og peningshús byggði hann á
jörðinni. Magnús var mikill og
góður bóndi og bjó lengst af við
góð efni, hann var sannkallaður
„sveitarstólpi".
En þrátt fyrir að Magnúsi
búnaðist vel og bætti jörðina og
búpening, er hann þekktari meðal
almennings fyrir annað. Hann sat
um 40 ár í hreppsnefnd Lýtings-
staðahrepps. Fjallskilastjóri var
hann um áratugaskeið og fjall-
kóngur fyrir Vestflokk á sama
tímabili, auk þess var hann í ótal
ráðum og nefndum fyrir sitt
sveitarfélag, og ég held að á
þessum langa félagsmálaferli
Magnúsar í Héraðsdal hafi fá mál
fyrir Lýtingsstaðahrepp verið af-
greidd svo að Magnús hafi ekki
verið með í ráðum. Magnús var
búinn að vinna með mörgum
hreppsnefndr.rmönnum og ég held
að það sé samhljóða álit þeirra
allra að hann hafi ávallt verið
tillögugóður og samvinnuþýður og
hafi ávallt gert sterkari kröfur til
sín en annarra, enda var hann
óvenjulegur vinnuþjarkur, góður
reikningsmaður og ágætur skrif-
ari.
En hann þoldi illa ef þeir sem
með honum störfuðu stóðu sig
slaklega. Mér er sérstaklega minn-
istætt er ég var með honum ásamt
fleiri góðum mönnum að jafna
niður útsvörin fyrir rúmum 20
árum, ég var nýliði í hreppsnefnd-
inni og stóð mig illa (þá voru ekki
tölvurnar). Magnús tók fljótt eftir
þessu og þótti þetta alveg ófært,
og þessu yrði að breyta, til þess að
ég næði sæmilegum vinnuafköst-
um. Síðan kallar hann á mig og
segist verða að kenna mér þetta.
„Ja, það er nú bara að þér takist
það,“ segi ég. „Það þykir mér nú
hart,“ segir Magnús. Síðan byrjaði
kennslan og vann ég með honum
eitt kvöld, og varð árangurinn svo
góður að það mátti heita að ég
væri hreppsnefndarfær eftir þessa
kennslustund, og síðan hef ég
alltaf haldið að Magnús hafi verið
frábær kennari. En hvað sem um
það má segja, held ég að Magnús
hafi verið þeirrar gerðar að vilja
virkja það afl í vinnufélaganum
sem í honum byggi svo hægt væri
að ná góðum afköstum.
Eins og fyrr segir var Magnús
fjallskilaforingi og gangnastjóri
um áratugaskeið, og get ég varla
hugsað mér glæsilegri mann í það
starf en hann. Ég man hann vel,
þegar ég var 14 ára, þá fór ég fyrst
í Suðurfjallagöngur (Vestflokk),
þá var Magnús gangnastjóri, ég
man hvað mér fannst hann mildur
á svipinn, þessi silfurhærði,
herðabreiði maður, flestum
mönnum meiri á velli, klæddur í
regnstakk með „alpahúfu" á höfði.
Hann var með tvo hesta til reiðar,
„stólpagripi“, og fór hratt yfir, var
í fararbroddi frá Hraunlæk upp að
Skiptabakka, þar var stoppað og
drukkinn „landi". Þá var landaöld-
in í hvað mestum blóma, en
misjafn að gæðum, ég stóð í
hringnum og landaglasið kom að
mér. Þá kallar Magnús: þú drekk-
ur þetta ekki Jói, þér getur orðið
illt. Ég gef þér svartadauða."
Svona var Magnús. Hann var svo
barngóður og hugulsamur við
unglinga sem með honum voru í
þessum fjallaferðum.
Ég kynntist Magnúsi við marg-
vísleg tækifæri, en mér fannst
hann hvergi njóta sín eins vel og
uppi á fjöllum í hópi vaskra
Einar Óli Guð-
finnsson - Minning
F. 16. júlí 1961
D. 07. janúar 1980
Nú legg é|? augun aftur.
ó Guð þinn náóarkraftur,
mín veri vörn í nótt.
Æ, virNt mi«: aA þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Rétt eftir jólin, mestu hátíð
kristinna manna, barst mér sú
harmafregn, að hann Einar Óli
bróðursonur minn væri allur,
dáinn. Svo skyndilega ber dauð-
ann að , svo skyndilega dregur ský
sorgarinnar fyrir. Mann brestur
skilning, orð, orku. Hvað veldur,
að svo ungt fólk er kallað rétt í
byrjun lífsins? Vegir Guðs eru svo
sannarlega órannsakanlegir. Ein-
ar Óli var elstur 4 systkina sinna.
Sonur hjónanna Guðbjargar Ein-
arsdóttur og Guðfinns Sigurðsson-
ar lögreglumanns. Systkini hans
eru Sigurður, Stefán Sveinn og
Helga, sem öll trega stóra bróður
mikið.
Einar Óli var góður drengur og
skilur eftir góðar og ljúfar minn-
ingar þeim, sem þekktu hann.
Hann var reglusamur, heiðar-
legur, trúhneigður og hjálpsamur.
Alltaf var hann tilbúinn ef hann
gat orðið öðrum að liði, hann hafði
yndi af tónlist. Sérstaklega var
hann góður bróðir, en síðast en
ekki síst góður sonur og er sökn-
sveina. Þá fannst manni hann
allur stækka og riddaramennskan,
sem var svo snar þáttur í fari
hans, aldrei njóta sín betur.
Héraðsdalur stendur á bökkum
Héraðsvatna. Það hefur sjálfsagt
bæði kosti og ókosti í för með sér.
Fyrr á árum var farið yfir Héraðs-
vötnin úr Dalsplássinu og var það
oft á tíðum fjölfarin leið. Á
þessum árum fóru fáir yfir „vötn-
in“ nema að fá fylgdarmann, gat
það oft á tíðum verið háskaför ef
„vötnin" voru í vexti eða runnu í
„krapastokk". Ef vantaði fylgd-
armann var ávallt hringt í Magn-
ús í Héraðsdal eða nágranna hans,
Vilhelm í Laugardal, og brugðust
þeir ávallt vel við, hvernig sem á
stóð, og er það öruggt að þeir hafa
oft lagt sig í lífshættu til að greiða
för manna, og svo mikið lán var
yfir þeim að aldrei varð slys, þó
oft kæmust þeir í krappan dans.
Það var mikill gestagangur í
Héraðsdal enda hjónin annáluð
fyrir gestrisni og greiðasemi.
Magnús var alla tíð eldheitur
framsóknarmaður, enda í sam-
ræmi við eðli hans og uppruna. Öll
störf, sem honum voru falin, vann
hann af trúmennsku og skyldu-
rækni, og allt hans handbragð á
reikningum og rituðu máli var
með miklum ágætum.
Jónína og Magnús eignuðust tvö
börn, Margréti Selmu, sem gift er
Svavari Einarssyni frá Ási í
Hegranesi, og Helga, sem lést á
unglingsaldri, og hygg ég að það
hafi verið stærsti skugginn á
þeirra lífi. Þá ólu þau upp að
miklu leyti 3 börn Hólmfríðar,
systur Magnúsar, og manns henn-
ar, Magnúsar Halldórssonar, sem
dó frá 6 börnum, öllum á unga
aldri. Þau heita Jón, Magnús og
Regína og sýnir það best hjarta-
hlýju og manndóm þeirra Héraðs-
dalshjóna. Einnig hafa þau hjón
haft sumardvalarbörn í áraraðir
og öllum reynst sem foreldrar.
Ég mun ekki hafa þessi minn-
ingarorð öllu fleiri, enda ekki
hægt að gera Magnúsi góð skil í
stuttri minningargrein, til þess
þyrfti að skrifa um hann heila
bók. Þessar línur eru ritaðar til að
minna á mann sem setti svo
sterkan svip á sveitina sína, mann
sem var mikill sómamaður og
sveitarhöfðingi. Nú er hann
snögglega horfinn sjónum okkar,
það er lögmál lífsins og verður
ekki breytt. Þessum jarðneska
áfanga er lokið og annar áfangi
tekur við. Að lokum óska ég
frænda mínum fararheilla til
fyrirheitna landsins.
Kona mín og ég sendum Jónínu
sérstakar samúðar- og vinarkveðj-
ur, einnig einkadóttur þeirra,
barnabörnum og öðrum vanda-
mönnum. Guð og gæfan fylgi
ykkur öllum.
Reykjavík 12/1 1980
Jóhann Hjálmarsson
frá Ljósalandi.
uður foreldra hans óumræðan-
legur.
Ég vil enda þessi fátæklegu orð
mín með því að votta bróður
mínum, mágkonu, systkinum,
ömmu, afa og öðrum ættingjum
hans innilegar samúðarkveðjur og
biðja þeim blessunar Guðs og
styrk í þeirra miklu sorg.
Guð geymi ykkur öll
Sella.
Kallið er komið
komin er nú stundin.
vinarskilnaðar viAkvam stund.
Vinlrnir kveAja
vininn sinn iátna
er seíur hér hinn siAasta blund.
Söknuður minn er blandinn
mörgum ljúfum og kærum minn-
ingum, svo ætla ég að sé um aðra
og þá mest hjá þeim sem þekktu
hann best og næstir honum stóðu.
Það er hægt að segja það með
sanni að Einnar Óli skildi ekki
eftir sig neinn skugga á lífsleið-
inni, aðeins ljúfar minningar.
Ég bið algóðan Guð að styrkja
systur mína, mág, systkini og alla
aðstandendur í þeirra miklu sorg.
Far þú i friAi,
friAur GuAs þii; blessi.
hafAu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú meA GuAi.
GuA þér nú fylgi,
hans dýrAarhnoss þu hljóta skalt.
(Sálm. V. Briem)
Krissi frændi.