Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
31
Dagrún Kristjánsdóttir:
Ekki er kyn þó
keraldið leki...
Botninn úr keraldi þeirra Bakk-
abræðra, var þó á vísum stað og
þurftu þeir ekki annað að gera en
að sækja hann suður í Borgarfjörð
og þar með taka fyrir lekann. En
hvar er botninn, sem vantar í
stjórnarmyndunarviðræðurnar?
Hann virðist vera vandfundinn og
hefur leitin að honum staðið það
lengi yfir, að tæplega finnst nýti-
legur botn úr þessu. Trúlegt er því .
að keraldið haldi áfram að leka
lengi enn og allt þar til ekkert
getur úr því lekið. Það eru tak-
mörk fyrir því hve lengi stjórn-
laust þjóðfélag, getur flotið, en
það virðist vera samkomulag um
aðeins eitt atriði í sambandi við
myndun nýrrar ríkisstjórnar og
það er að koma sér ekki saman
um nein þau ráð, er komið geta að
gagni. Hver flokkur pukrast fyrir
sig, og þykist geta gert það eina
rétta og það eina sem dugi til
bjargar landi og þjóð. En þó að
almennum borgurum heyrist, á
öllu tali þeirra hvers um sig, að
þeir vilji allt gera til að: Rétta hag
hinna lægst launuðu, (hinnar fjöl-
mennustu og heitt elskuðustu
stéttar landsins, fyrir kosningar),
létta þá byrði, sem mörgum öld-
ruðum er þung á herðum (vegna
smánarlega lágra ellilífey ris-
launa, sem allir flokkar hafa átt
aðild að, að ákveða), allir eru fúsir
til að hjálpa lömuðum og fötluð-
um, svo að þeir nái að lifa í þessu
þjóðfélagi, frjálsir og óhindraðir
ferða sinna.-í orði, vilja allir
flokkar feigð verðbólgunnar, allir
vilja jöfnun búsetu í landinu, allir
þykjast vilja hjálpa atvinnuveg-
unum, o.s.frv. en hvað vantar? Og
til þess að breiða yfir viljaleysið
og slá ryki í augu fólks, þá er
þrasað um lítilsverða málflokka,
sem ekki skipta neinum sköpum
um hag lands og þjóðar. Það er
hin ófyrirgefanlega hræsni, sem
ræður ferðinni, að tala fagurt upp
í eyru almennings í landinu, til að
vinna hylli hans og atkvæði, en
þegar búið er að ausa út fagurgala
og loforðum í stórum skömmtum,
fer vindurinn skjótlega úr belgn-
um og hver getur haft gagn af
ónýtum belg? Allir eru sammála
um það að allt sé í óefni komið og
landið þoli ekki þetta stjórnleysi
lengur, en enginn sem við stjórn-
armyndun er riðinn sýnir neinn
asa. Það er furðulegt að flokkar
sem búnir eru að þola súrt og sætt
hver með öðrum og hver á móti
öðrum, ár eftir ár, skuli ekki vera
farnir að þekkja stefnur hvers
annars, betur en það að þeir þurfi
marga mánuði til þess að „kynna“
sér þær. Þeir ættu að geta gengið
að því vísu hvað hver flokkur vill,
fyrir hverju hann berst og hverju
Dagrún Kristjánsdóttir
hann er á móti. Það ætti því að
vera hægt að byrja umræður á því
stigi, í stað þess að þrefa vikum
saman um það sem þeir vita
fyrirfram. Eða er það svo að
stefnur flokkanna séu alltaf að
breytast, eftir því „hver er hvað og
hvað sé hvers“? Eða eru þeir svo
lengi að finna það út, hver þeirra
fái að njóta heiðursins af því að
mynda nýja stjórn? Það virðist
a.m.k. vera eitthvað annað sem
situr í fyrirrúmi, en það að leysa
vanda þjóðarinnar, — því ef að
það eitt væri þeim efst í huga,
myndu þeir leggjast á eitt um það
að greiða úr flækjunni og láta
flokkadrætti lönd og leið. Það
væri ólíkt meiri manndómur í því,
en að pexa eins og óþekkir krakk-
ar. Ef að allir sem veljast á
alþingi, gæfu kost á sér vegna
hugsjóna og vegna löngunar til
þess að vinna landi og þjóð, sem
mest gagn, þá stæðu málin ekki
eins og þau gera í dag, það er alveg
víst. En þó að alltaf hafi einhverj-
ir setið á alþingi, í eigin-
hagsmunaskyni, þá er engu líkara
en að nú séu þeir óvenju margir.
Enda sýna merkin verkin. Þegar
mest ríður á, hleypur hver í sína
áttina og skellir skuldinni á aðra.
Það er alltaf sama viðkvæðið:
Hinir vilja ekki fallast á mitt
sjónarmið og mína skoðun. Á
meðan allir halda fast við sín
eigin viðhorf, er ekki að búast við
árangri, það ættu allir menn að
geta skilið. Það virðist svo, sem
það séu aðallega leiðirnar, sem
skilur á um, en að markið sé
svipað. Og það er ekki við góðu að
búast, þegar einn velur að fara
norður yfir heiðar — þá kjósi hinn
leiðina suður með sjó, o.s.frv. Það
er eins og þessir menn haldi að
þeir seú eignir í landinu og þurfi
ekki að taka tillit til neins, nema
sinna eigin duttlunga.
Ef að þessir menn, sem þjóðin
hefur kosið til að stjórna landinu,
reynast ekki vanda sínum vaxnir,
þá er ekki um annað að ræða en að
skipta um og við næsta tækifæri,
skipta algerlega um fulltrúa á
þingi og fá þá menn í stólana sem
vilja vinna landi og þjóð. allt það
gagn, er þeir geta, án tillits til
eigin hagsmuna, eða flokka sinna.
Það er fáránlegt að flokkspólitík
skuli vera meira metin en hags-
munir og velferð hins almenna
borgara. Það ætti í raun og veru
að leggja niður kosningar eftir
flokkslistum, því að með því móti
væri enginn neyddur til að kjósa
fimm liðleskjur á þing á móti
hverjum einum, sem treystandi er
til að fara með þjóðmál af sann-
girni og ábyrgðartilfinningu. Það
eru margir í hvaða flokki sem er,
sem er gott fólk og vill koma
einhverju góðu til leiðar, kjósand-
inn ætti því að geta og mega, valið
eftir einstaklingum en ekki flokki,
hverja hann kýs. Það er líka
sannfæring mín að konur á þingi
eru alltof fáar. Helmingur þing-
manna, er lágmark, — að séu
konur. Það hefur sýnt sig að
karlpeningurinn er ekki fær um að
stjórna landinu hjálparlaust og
það myndu efalaust fleiri mál, ná
fram að ganga sem stuðiuðu að
bættum hag þeirra sem verst eru
settir, ekki síst á sviði heilbrigð-
ismála og líknarmála, ef konur
héldu um taumana. Það er sífellt
talað um aukið jafnrétti, en hvar
er það í reynd. Sézt það ef til vili á
framboðslistum? Sézt það á emb-
ættaveitingum og stöðum þar sem
„litlu" launin eru greidd sem varla
tekur þvi að nefna, því að milljón-
in er víst ekki talin há laun og
telst varla til launa yfir höfuð, því
að engir eru harðari en þeir sem
státað geta af launum þaðan af
hærri, að heimta fullar verðbætur
fyrir fiskkílóið sem þeir kaupa
hærra verði í dag, en í gær? Eg
spyr enn hvar er jafnréttið og
réttlætið? Er ekki tími til kominn
að fara að hrófla ögn við þeim
málum, meir en í meiningarlaus-
um orðum, sem virðast fljót að
gleymast. Bakkabræður virðast
vera í fullu fjöri ennþá og stagla
hver eftir öðrum, en meira er ekki
gert af þeim sem hafa aðstöðu til
að rétta hlut þeirra sem eiga í vök
að verjast. Það er sárgrætilegt að
vita fulltrúa þjóðarinnar, eyða
dýrmætum tíma í fjas, um hluti
sem litlu máli skipta, — móts við
þann vanda sem við blasir, allri
þjóðinni í heild, ásamt svo fjöl-
mörgum öðrum mikilsverðum
málum sem þyrfti að lagfæra
þeim til hagsbóta, sem lökust kjör
hafa. Hvenær ætla stjórnmála-
menn að snúa sér að því sem
mestu máli skiptir, þ.e. sjá hag
þjóðarinnar borgið og að jafna
misrétti í launamálum og aðstöðu
til starfs? En enn er ómælanlegt
djúp þar á milli.
Paul Zukofsky á æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands.
Tekur tíma og fyr-
irhöfn að kyimast
nútímatónlist
— SpjaUað við Paul Zukofsky
Tónskáldafélag íslands gengst
um þessar mundir fyrir tóniist-
arhátíð undir heitinu „Myrkir
músíkdagar*' og hefst hún í
kvöld með tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar Islands í sal
Menntaskólans við Hamrahlíð.
Á tónleikunum eru eingöngu
verk íslenskra höfunda og
stjórnar Paul Zukofsky hljóm
sveitinni. en Ruth L. Magnús-
son syngur einsöng.
Paul Zukofsky hefur undan-
farna daga æft hljómsveitina
fyrir tónleikana í kvöld og ræddi
Mbl. við hann eftir eina æfing-
una, en Zukofsky hefur margoft
áður komið til Islands:
—Ég veit ekki hversu oft ég
hef komið áður, en þau eru
sjálfsagt orðin yfir 10 skiptin og
þá ýmist til að stjórna, spila eða
halda námskeið.
Zukofsky hefur nokkur undan-
farin ár haldið sumarnámskeið
fyrir nemendur Tónlistarskólans
í Reykjavík og verður hið fjórða
haldið í ágúst næsta sumar.
Námskeið þessi hafa einnig sótt
erlendir tónlistarnemar, en Zuk-
ofsky hefur einnig haldið nám-
skeið sem þessi í öðrum löndum.
—Segja má að verkefnin hjá
mér skiptist nokkuð jafnt milli
fiðluleiks, hljómsveitarstjórnar
og námskeiðahalds, en ég geri
ráð fyrir að snúa mér meira að
hljómsveitarstjórn í fram-
tíðinni. Fiðluleikari getur ekki
haldið sér eins lengi á toppnum
eins og t.d. píanóleikari og þess
vegna hyggst ég kannski eftir
10—20 ár snúa mér meira að
hljómsveitarstjórninni.
Zukofsky er jafnan talsvert
mikið á ferðinni svo eftirsóttur
tónlistarmaður sem hann er og
heldur hann héðan til Banda-
ríkjanna, skömmu síðar til Sviss,
en kemur svo aftur til íslands til
að stjórna í mars. Hann er mikill
áhugamaður um nútímatónlist
og hefur gert mikið af því að
kynna hana. Var hann spurður
hvort mikill munur væri á því að
leika verk nútímahöfunda og
hinna eldri:
—Þau eru auðvitað erfiðari
nútímaverkin, en það er fyrst og
fremst vegna þess að þau hafa
Iítið heyrst og fólk þekkir lítið til
þeirra, bæði tónlistarmenn og
áheyrendur. Okkur er ekki tamt
að hlusta á nútímatónlist og því
þekkjum við ekki nógu vel
tungumál hennar. Þetía er
vandamál, sem við er að giíma
hér sem annars staðar í iu imin-
um og þess vegna á það etm eftir
að taka langan tíma og fyrirhöfn
að kynnást þessari tónlist og
skapa það andrúmsloft sem hún
þarf til að þrífast og dafna
Sem fvrr segir eru ein. r.ngu
íslensk verk á dagskrá Siníóníu-
hljómsveitarinnar í kvöld -g e.r
Zukofsky spurður hvort hánn
sjái einhver séreinkenni a s > rk-
um íslenskra höfunda:
— Ég hef ekki séð nein sérstök
íslensk einkenni á þessum 6
verkum, sem við erum nö æfa
núna. Þessi verk má öll flokka
undir einhverja af helstu stefn-
unum í tónlistinni, en kannski
mætti helst nefna að Jón Leifs
hafi verið fyrir utan þessar
alþjóðastefnur tónlistarinnar. Á
Islandi eru mörg tónskáld og
verk þeirra eru alls ekki lakari
en erlend verk og ættu þau vel að
geta náð alþjóðlegri viðurkenn-
ingu komist þau á annað borð á
framfæri erlendis, en það er ekki
alltaf auðvelt og ekki endilega
bestu verkin, sem eru þekktust.
Að lokum var Zukofsky spurð-
ur hvort hann viðhefði onnur
vinnubrögð þegar hann æfði upp
nútímaverk:
Nei, vinnubrögðin eru hin
sömu, þau eru alltaf hin sömu
hvort sem um er að ræða ný verk
eða gömul, 400 ára gömul tón-
verk eða 4 daga gömul. Grund-
vallaratriðum í þessum vinnu-
brögðum verður ekki breytt. En
það eru kannski smáatriðin í
nútímaverkunum, sem geta
komið á óvart og mikill tími
getur farið í þau. En mér finnst
of mikil áhersla hafa verið lögð á
„nýja“ tónlist þegar talað er um
nútímaverk, áherslan hefur ekki
verið á „tónlist", en hér er alltaf
um tónlist að ræða og í allri
tónlist er verið að vinna með
sömu hlutina.
Leikfélag Keflavíkur sýnir „Útkall í klúbbinn“
í Félaggsheimilinu í Kópavogi sunnudaginn 20.
jan. kl. 8 e.h. — Leikritið var áður sýnt í Stapa
við góðar undirtektir.
Erurn
fluttir aÖ
Langholtsvegi 111
K.M . húsgögn
Sími 37010