Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 28

Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980 Áskorendaeinvígin Önnur grein Eftir Margeir Pétursson Enn er lagt á brattann Viktor Korchnoi Korchnoi á það sameiginlegt með Petrosjan að hvorugur þeirra náði verulegum styrkleika fyrr en þeir voru komnir vel yfir tvítugt, öfugt við þá Spassky og Tal. Korchnoi, sem fæddur er árið 1931 og því næstelstur áskorendaefn- anna, varð ekki meistari fyrr en 20 ára gamall og það var fyrst árið eftir að hann tók fyrst þátt í úrslitum á skákþingi Sovétríkj- anna. 23ja ára náði hann öðru sæti á því móti og sama ár tók hann þátt í sínu fyrsta alþjóðlega móti, er hann varð efstur á alþjóðlegu stórmeistaramóti í Búkarest. Arið eftir kannaðist hvert mannsbarn á Islandi við nafn Korchnois, er hann varð efstur á alþjóðlega skákmótinu í Hastings ásamt Friðriki Ólafssyni, en það var frábær og óvæntur árangur hjá þeim báðum. í lok ársins 1956 var Korchnoi síðan útnefndur stórmeistari af Alþjóðaskáksam- bandinu. Næstu ár féll Korchnoi í skugg- ann af Tal eins og flestir aðrir sovézkir stórmeistarar og það var ekki fyrr en 1960 að honum tókst að vinna fyrsta stórsigur ævi sinnar, en þá varð hann skák- meistari Sovétríkjanna. Árið eftir varð hann annar á eftir Petrosjan, en það nægði honum engu að síður til þess að fá að tefla á milli- svæðamótinu í Stokkhólmi. Þar tókst honum naumlega að kqmast áfram, með því að Friðrik Ólafs- son vann Stein, aðalkeppinaut hans, í síðustu umferð. Á áskorendamótinu í Curacao 1962 byrjaði Korchnoi mjög vel, en tapaði síðan fjórum skákum í röð og var þar með úr leik í baráttunni um efsta sætið. Nokkur sárabót var það þó fyrir Korchnoi að hann varð skákmeistari Sovétríkjanna í annað sinn sama ár, en á áskor- endamótinu varð hann að sætta sig við fimmta sætið. Næstu árin vegnaði Korchnoi ekki vel. Honum tókst ekki að endurvinna rétt sinn til þátttöku í millisvæðamóti, en um áramótin 1964—5 varð hann samt sem áður skákmeistari Sovétríkjanna í þriðja sinn. Hann vann sér síðan rétt til þátttöku á millisvæðamót- inu í Sousse 1967 og naði þar öðru til fjórða sæti eftir slæma byrjun. I fyrstu umferð áskorenda- keppninnar 1968 yfirbugaði Kor- chnoi Reshevsky fremur auðveld- lega og síðan tókst honum að vinna sigur á Tal í geysispennandi einvígi, sem lauk b'k—4‘Á. í úrslitaeinvíginu við Spassky náði Korchnoi sér aldrei á strik og það var greinilegt hver þá var sterkari. Samt sem áður hafði Korchnoi tryggt sér sess meðal allra sterkustu skákmanna heims og það var einmitt þetta sama ár sem honum tókst að vinna sigur á tveimur geysiöflugum stórmótum í röð, fyrst Wijk aan Zee og síðan Palma de Mallorca, í bæði skiptin með miklum yfirburðum. Korchnoi varð skákmeistari Sovétríkjanna 1970. Um þetta var hann hins vegar að þyrja að komast alvarlega upp á kant við sovézka skáksambandið. Þjálfari hans, Furman, var látinn hætta að vinna með honum, en var í stað þess fenginn til að aðstoða ungan og upprennandi skákmann, Ana- toly Karpov. Vart þarf að taka fram hversu vel Karpov kom þessi skipan mála síðar, enda höfðu þeir Korchnoi og Furman unnið saman lengi. Askorendamótið 1971 hóf Kor- chnoi á því að yfirbuga Geller sannfærandi, en síðan tapaði hann hinu fræga jafnteflaeinvígi við Petrosjan með því að tapa aðeins einni skák. Korchnoi var því úr leik að sinni, en 1973 sigraði hann ásamt Karpov með yfirburðum á millisvæðamótinu í Leningrad. Fyrsti andstæðingur hans í ein- vígjunum var Mecking, sem hafði orðið efstur á millisvæðamótinu í Petropolis. Korchnoi tókst að sigra Brazilíumanninn unga, en aðeins fyrir sakir heppni sinnar og harðfylgni og það var ljóst að hann yrði að taka sig á. Það tókst honum og í kaflanum um Petro- sjan var lýst einvígi þeirra sem reyndar endaði í miðjum klíðum. Þeir Karpov og Korchnoi tefldu síðan til úrslita um áskorenda- réttinn á Fischer. í sjálfsævisögu sinni, „Chess is my life“, rekur Korchnoi hvernig þeim hafi verið mismunað hvað undirbúning fyrir einvígið varðaði svo og aðstoð meðan að á því stóð. Ekki þarf að orðlengja að Karpov náði snemma öruggri forystu og hafði mest þrjá vinninga yfir. En þá tókst Kor- chnoi að vinna tvær skákir í röð og þó að Karpov tækist að sigra í einvíginu var það aðeins með því að halda jafntefli í þeim skákum sem eftir voru. í blaðaviðtali eftir einvígið lét Korchnoi í Ijós óánægju sína með ýmislegt varð- andi framkvæmd þess og til þess að bæta gráu ofan í svart dæmdi sovézka skáksambandið hann í eins árs bann frá alþjóðlegum mótum vegna þessa. Þá var mælir- inn fullur. Árið 1976 að loknu alþjóðlegu skákmóti í Amsterdam baðst Korchnoi hælis sem pólitískur flóttamaður í Hollartdi. síðan þá hefur hann búið á vesturlöndum og nú í ár var honum veittur svissneskur ríkisborgararéttur. Þetta voru eflaust þung spor fyrir Korchnoi því að fjölskyldu sína varð hann að skilja eftir í Len- ingrad. Andstæðingur Korchnois í fyrstu umferð heimsmeistara- keppninnar 1977 var gamall óvin- ur, Tigran Petrosjan. Andrúmsl- oftið í einvíginu var magnað af gagnkvæmu hatri og Korchnoi sagði sjálfur eftir einvígið að ef tölva hefði verið látin meta gæði skákanna hefði hún talið teflend- urnar vera u.þ.b. 2300 stig að styrkleika, en raunverulegur styrkleiki þeirra er 300 stigum hærri. Polugajevsky tókst ekki að veita Korchnoi mikla mótstöðu í undan- úrslitunum og tókst aðeins að vinna eina skák gegn fimm vinn- ingum Korchnois. Korchnoi virtist siðan ætla að leika sama leikinn gegn Spassky í úrslitunum. Eftir tíu skákir hafði hann hvorki meira né minna en fimm vinning- um yfir. En þá virðist einhver stífla hafa brugðist því KOrchnoi tapaði næstu fjórum skákum í röð. Töldu margir Spassky hafa beitt einhvers konar dáleiðslu í þeim hluta einvígisins, en hann sat jafnan sjálfur á stól nokkru frá skákborðinu sjálfu og horfði á sýningartaflið, en gekk að borðinu sjálfu til þess eins að leika, nema auðvitað í tímahraki. Hvað sem hæft var í dáleiðslu- ásökunum var taflmennskan í einvíkinu oft fyrir neðan allar hellur og þá sérstaklega í síðari hluta þess. Korchnoi tókst að lokum að sigra með því að vinna tvær síðustu skákirnar. Eins og mönnum er vafalaust í fersku minni mætti Korchnoi síðan Karpov í einvígi um heims- meistaratitilinn í fyrra. Sagan frá 1974 endurtók sig þá að mörgu leyti. Karpov náði þriggja vinn- inga forskoti, en öllum á óvart tókst Korchnoi að jafna eftir að hafa verið í nánast vonlausri aðstöðu.Staðan var þá 5:5, en sex sigrar þýddu sigur í einvíginu og jafntefli giltu ekki. Korchnoi gerð- ist þá of bráður á sér, tefldi vafasama byrjun með svörtu og Karpov var ekki seinn á sér að nota tækifærið. Mörgum skákunnendum á Vest- urlöndum þótti þetta að vonum miður, því fáir skákmenn eru jafntrúir skákgyðjunni og Korc- hnoi, sbr. sjálfsævisögu hans sem ber heitið „Chess is my life“. Ástundun og elja Korchnois við skákborðið er gífurleg, enda bygg- ist skákstíll hans fyrst og fremst á áratuga reynslu. Skákin er honum allt og heitasta ósk hans er auðvitað sú að verða viðurkenndur sem fremsti skákmaður heims Korchnoi kom í stutta heimsókn til Islands í fyrra og var erindið að'tæða ýmis mál við FriÖHk ólafsson forseta FIDE. Myndin var tekin af þeim tveimur Korchnoi og Friðriki á heimili Friðriks. enda hefur hann yfirgefið föður- land sitt og fjölskyldu til þess að geta stundað list sína óáreittur. I komandi einvígi við erkifjand- manninn, Petrosjan, liggja allir möguleikarnir Korchnois megin það hafa tvö síðustu einvígi þeirra sýnt. En frá Moskvu hafa að undanförnu borist váleg tíðindi. Sonur Korchnois hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir að neita að gegna herþjónustu. Ef hann hefði hins vegar gengið í herinn hefði það þýtt að hann hefði fyrirgert möguleikum sínum á að flytjast úr landi í langan tíma, því að sovézk yfirvöld líta svo á að fyrrverandi hermenn búi yfir hernaðarleyndarmálum. Korchnoi hefur því ekki enn gert upp við sig hvort hann fellst á að mæta þeim sem kunnur er meðal skákmanna sem, helsti full- trúi þess kerfis sem heldur fjöl- skyldu hans fanginni, yfir skák- borðinu. I þeirri íþrótt sem ber frjálsri og skapandi hugsun feg- urst vitni. Lev Poluga- jevsky Lev Polugajevsky á það sameig- inlegt með Korchnoi að hann var fyrir löngu búinn að slíta barns- skónum er honum tókst í fyrsta sinn að vinna sér rétt til þátttöku á millisvæðamóti og síðar í áskor- endakeppninni. En slíkt var óum- flýjanlegt hlutskipti margra mjög öflugra sovézkra skákmanna hér fyrr á árum, því að einungis fjórir til fimm efstu menn í sovézka meistaramótinu fengu rétt til þátttöku á millisvæðamóti og vegna hinnar miklu breiddar segir það sig sjálft að margur frækinn kappi varð að sitja heima. Eftir að millisvæðamótinu var tvískipt hefur þetta hins vegar breyst, þannig að nú sitja sovétmenn við síst lakara borð en aðrir. Sú breyting sem mestu máli skipti var sú að fyrrverandi þátttakend- ur í áskorendakeppninni kæmust beint áfram í næsta millisvæða- mót. Áður var þessu öðruvísi farið, t.d. tókst Korchnoi ekki að komast áfram af sovézka svæða- mótinu 1963, þó að árið áður hafi hann bæði orðið sovézkur meistari og einnig tekið þátt í áskorenda- keppninni. Polugajevsky, sem nú er 44 ára gamall ávann sér fyrst rétt til þess að taka þátt í úrslitum Skákþings Sovétríkjanna árið 1956. Þá eldskírn stóðst hann ágætlega, og lenti í 5—7. sæti ásamt Holmov og ungum manni sem hann mun senn endurnýja kynni sín við, Mikhail Tal. Tveim- ur árum síðar komst hann aftur í úrslit og deildi aftur fimmta sætinu, nú með Spassky. Næstu þrjú árin, var hann á svipuðum slóðum, jafnan rétt fyrir neðan þá sem komust áfram í millisvæða- mótið eftirsótta. Árið 1961 stóð hann sig þó mjög vel á meistara- mótinu, hann náði öðru sæti með 14 vinningum af 20 mögulegum, sem hefði undir venjulegum kringumstæðum átt að duga til efsta sætis. En þá var Boris Spassky að hefja sigurför sína og hann hlaut hálfum vinningi betur og hreppti gullverðlaunin. En þrátt fyrir að Polugajevsky tækist ekki að sýna nægilega keppnishörku á þessum árum var hann þá þegar orðinn viðurkennd- ur sem öflugur stórmeistari og naut mikillar virðingar sém byrj- anafræðingur. Afbrigði það sem kennt er við hann í Sikileyjarvörn er eitt af skemmtilegustu og umdeildustu afbrigðum byrjunar- fræðinnar, en allt það kerfi og hugmyndirnar sem það byggir á má telja sköpunarverk hans eins. Þess má geta að nú um jólin kom út í íslenskri þýðingu bók hans um afbrigði þetta sem veitir bráð- skemmtilega innsýn í vinnubrögð stórmeistara. Á Skákþingi Sovétríkjanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.