Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTÚDAGUR 17. JANÚAR 1980
37
Við aðalstöðvar S.Þ.
ÞESSI fréttamynd — var tekin fyrir utan aðalstöðvar Sameinuðu
Þjóðanna í New York. — Hér er risastór teikning af þjóðhöfðingjan-
um austur í Kreml, — sjálfum Leonid Brezhnev. Það eru Afganir í
stórborginni sem komu saman við SÞ-bygginguna til þess að mótmæla
innrás Sovétríkjanna í land þeirra.
Sorg
+ SORGIN knúði dyra
fyrir skömmu á heimili
þýska blaðakóngsins Axel
Springers. — I Hamborg
fannst þessi ungi glaðlegi
sonur hans örendur á bekk
í einum skemmtigarði
borgarinnar. — Hann hafði
stytt sér aldur og lá
skammbyssan sem hann
hafði gripið til við hlið
hans. — Þessi sonur
blaðakóngsins hét eftir föð-
ur sínum, Axel, og var
hann blaðaljósmyndari við
blað föður síns, stórblaðið
vestur-þýzka „Welt am
Sonntag“. — Hann var 38
ára að aldri, fráskilinn, og
tveggja barna faðir. Hann
hafði ekki gengið heill til
skógar um nokkurt skeið.
Axel Springer.
fclk í
fréttum
Honum mætti
gömul fréttamynd!
ÞETTA er fréttamynd frá því á
árinu 1976. — Sjá má á mynd-
inni að riddaralegur maður
kyssir á hönd glæsilegrar konu.
— Þegar maðurinn á myndinni
kom á dögunum til Teheran
blasti þessi sama mynd af hon-
um á stórum spjöldum í mót-
mælagöngu gegn komu hans til
borgarinnar. — Myndin var
tekin í októbermánuði 1976.
Sjálfur aðalritari Sameinuðu
þjóðanna, Kurt Waldheim,
kemur til samkvæmis er Ashraf
hin fagra prinsessa, systir
íranskeisara, hélt aðalritaran-
um á heimili sínu í New York.
— Sem fyrr segir voru spjöld
með þessari mynd af Waldheim
borin í mótmælagöngu þeirri í
Teheran er farin var til þess að
mótmæla komu hans til borgar-
innar nú í byrjun janúarmánað-
ar.
— Það mun samdóma álit
blaðamanna sem um frans-
málefni fjalla, að þessi heim-
sókn aðalritarans hafi algjör-
lega mistekist. Hún var farin til
þess að kanna möguleikana á
að fá bandariska sendiráðsfólk-
ið leyst úr gislingu.
Manuscripta
Islandica l-VII
I Bárðar-saga, Víglundar-saga, Grettis-saga
II The Saga Manuscript 2845 4to
III The Saga Manuscript 9—10 Aug.
IV Euclidarius
V Hauksbók
VI Njáls-saga
VII Alexanders-saga
Tilboð óskast í þetta komplett verk, sem er í
upprunalegu bandi, meö skinni á kjöl og lítur mjög vel
út. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Manuscripta — 480“.
Erum f luttir í
ÁRMÚLA 22
nýtt slmanúmer
83022
KJARAIM D=3íí=
UMBOÐS - & HEILDVERZLUN