Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
33
Lev Polugaevsky teíldi í Reykjavíkurmótinu í febrúar 1978. Hér sést
hann að tafli við Guðmund Sigurjónsson stórmeistara.
1963, sem að jafnframt var svæða-
mót varð gamla sagan upp á
teningnum, hann lenti í 7—8. sæti
ásamt Gufeld. Tveimur árum
seinna virtist þó byrja að rofa til,
Polugajevsky varð þá annar á
skákþingi Sovétríkjanna á eftir
Stein og einnig annar á eftir
Korchnoi á öflugu skákmóti í
Sochi. En næsta ár á meistara-
mótinu sem þá var jafnframt
úrtökumót fyrir millisvæðamótið
hafnaði hann aðeins í 8—9. sæti
ásamt Bronstein.
En 1967 vann Polugajevsky
fyrsta meiriháttar sigur sinn.
Hann varð þá efstur á Skákþingi
" Sovétríkjanna ásamt Tal, en þess
skal getið að þetta er í eina skiptið
sem mótið hefur verið teflt eftir
svissneska kerfinu. En þeir sem
létu sér fátt um finnast þá og
töldu hið tilviljunarkennda svissn-
eska kerfi hafa ráðið úrslitum
hlutu að sannfærast árið eftir er
Polugajevsky varð aftur efstur á
meistaramótinu ásamt A. Zaitsev
og sigraði hann síðan í einvígi um
titilinn.
Fáir höfðu leikið þann leik að
sigra á þessu sterka skákmóti
tvisvar sinnum í röð og 1969 er
skákþingið var einnig svæðamót
hlaut tími Polugajevskys nú loks
að vera kominn. En viti menn,
hann tapaði í fyrstu umferð fyrir
Furman. Honum tókst þó að taka
sig saman í andlitinu og sigra Tal
í næstu umferð á glæsilegan hatt
og eftir það gekk honum allt í
haginn. Þeir Petrosjan deildu með
sér efsta sætinu og þó að Poluga-
jevsky yrði að lúta í lægra haldi í
einvígi um titilinn var farseðillinn
á millisvæðamótið tryggður.
Á millisvæðamótinu á Mallorca
stóð Polugajevsky sig með prýði,
en lenti þó aðeins í 9—10. sæti af
24 þátttakendum, vinningi á eftir
þeim sem að komust áfram.
Næstu ár gekk honum síðan ágæt-
lega á alþjóðlegum mótum, en
hann vann til fyrstu verðlauna á
sterkum mótum í Skopje, Mar del
Plata, Kislovodsk og Amsterdam.
Nú hafði reglunum um millisvæð-
amótið verið breytt. Því var nú
tvískipt og þátttakendum fjölgað.
Vegna hinna mörgu mótasigra
sinna var Polugajevsky orðinn
einn stigahæsti skákmaður heims
og samkvæmt honum nýju reglum
nægði honum það eitt til þess að
hljóta sæti á millisvæðamótinu í
Petropolis í Brazilíu.
Þar náði hann sér þó ekki
fullkomlega á strik og fyrir
síðustu umferð var staðan þannig
að hann varð að sigra Portisch til
þess að eiga möguleika á sæti í
áskorendakeppninni, en Portisch
var þá efstur á mótinu og hafði
auk þess ekki tapað skák.
En þá sýndi Polugajevsky, sem
hafði svo oft verið gagnrýndur í
heimalandi sínu fyrir skort á
baráttuvilja og taugastyrk, nýja
hlið á sér, hann tefldi óaðfinnan-
lega og sigraði Portisch sannfær-
andi. Hann tefldi síðan auka-
keppni við þá Portisch og Geller
um tvö sæti í áskorendakeppninni,
lenti í öðru sæti og komst áfram,
þá 38 ára að aldri.
Andstæðingur hans í fyrstu
umferð áskorendakeppninnar 1974
var ungur og einbeittur skák-
maður, sem vissi hvað hann vildi,
sjálfur Anatoly Karpov. Fyrstu
þremur skákunum lauk með jafn-
tefli, en margir töldu að Poluga-
jevsky hefði ekki nýtt möguleika
sína í fyrstu og þriðju skákinni til
hins ýtrasta, en þá hafði hann
hvítt. I fjórðu skákinni valdi
Karpov rólegt afbrigði gegn Sikil-
eyjarvörn Polugajevskys og yfir-
spilaði hann síðan hægt og örugg-
lega. Polugajevsky fann heldur
ekkert viðunandi svar við þessari
sömu leikaðferð í sjöttu og átt-
undu skákinni og hann tapaði
einvíginu án þess að takast að
svara fyrir sig.
En Lev Polugajevsky var löngu
orðinn vanur mótlætinu og hann
hóf þegar undirbúning fyrir næstu
heimsmeistarakeppni. Sem fyrr
gekk honum ágætlega á mótum og
1976 varð hann í öðru til þriðja
sæti á millisvæðamótinu í Manila,
tapaði aðeins einni skák fyrir
Vlastimil Hort sem deilai með
honum öðru sæti.
Fyrsti andstæðingur hans í
áskorendakeppninni 1977 var
brazilíska undrabarnið fyrrver-
andi, Henrique Mecking. Poluga-
jevsky beitti baráttuaðferð sem
hann hafði fengið að láni hjá
kollega sínum, Tigran Petrosjan.
Hann vann aðra skákina í ein-
víginu, eftir að þeirri fyrstu hafði
lokið með jafntefli og í þeim tíu
síðustu lagðist hann í vörn og hélt
sínu fast, enda lauk öllum þeim
skákum með jafntefli.
I undanúrslitunum varð annað
uppi á teningnum. Polugajevsky
virtist algjörlega miður sín og
eftir sjö umferðir var andstæðing-
ur hans, Viktor Korchnoi, kominn
fimm vinningum yfir. Poluga-
jevsky tókst að vísu að vinna
áttundu skákina, en einvíginu
varð vitanlega ekki bjargað. Síðan
þetta gerðist hefur hann ekki teflt
mjög mikið, en þá þó jafnan staðið
sig vel, t.d. varð hann í öðru sæti á
hinu geysisterka skákmóti í Lone
Pine 1978 og síðan efstur í Wijk
aan Zee eftir áramótin í fyrra.
Á millisvæðamótinu í Riga í
haust er þó vart hægt að segja að
hann hafi teflt af miklu öryggi, en
engu að síður gat hann leyft sér að
þiggja jafntefli í þremur síðustu
skákunum og tryggja sér þannig
annað sætið á mótinu á eftir Tal,
andstæðingi sínum í fyrstu um-
ferð áskorendakeppninnar, sem
senn fer í hönd.
Þó að flestir spái heimsmeistar-
anum fyrrverandi sigri í þeirri
viðureign vegna afreka hans á
síðasta ári skulum við þó hafa það
í huga að þrátt fyrir allt er
Polugajevsky öllu öruggari skák-
maður en Tal. Það er einnig
athyglisvert að á ferli sínum í
heimsmeistarakeppninni síðan
1966, hefur Polugajevsky jafnan
komist einu skrefi lengra með
hverri keppni. Það verður að vísu
að teljast ólíklegt að hann komist
alla leið í úrslit keppninnar nú, en
það er ljóst að vegna áratuga
reynslu sinnar, bæði í hægfara
stöðubaráttu og aflrænum flækj-
um, er hann aðeins sýnd veiði en
alls ekki gefin.
Kvikmyndir
eftir ÓLAF M.
JÓHANNESSON
OFURMENNI Á TÍMAKAUPI
Nafn á frummálinu: L'Animal.
Land: Frönsk. Leikstjóri:
Claude Zidi. Ilandrit: Claude
Zidi, Michcl Audiard. Michel
Fabre. Tónlist: Vladimir
Cosma. Myndataka: Claude
Renoir.
Michael Ciment segir svo í
hinum ágæta International Film
Guide 1980 um franskar kvik-
myndir seinustu ára „Að venju
eru vinsælustu frönsku kvik-
myndirnar upp til hópa
grínmyndir og ekki af vandaðri
endanum. Sá skortur á ímyndun-
arafli og þóknun við smekk hins
franska neytanda sem þarna
kemur ætíð fram, gerir það að
verkum að sífellt verður erfiðara
að finna frönskum kvikmyndum
stað á hinum alþjóðlega mark-
aði.
„Máske hefur það vakað fyrir
höfundum Ofurmenna á tíma-
kaupi er þeir slengdu Raquel
Welch inn í myndina að selja
franska fyndni víðar en á heima-
slóðum. Svona trix finnst mér í
ætt við að ætla að skrúfa Bens
merkið framan á Moskóvitch.
Vörumerkið á að selja án tillits
til innihaldsins. Þarna skjátlað-
ist framleiðendum ofurmenna á
tímakaupi því lélegra vörumerki
en Raquel Welch er vart að finna
í kvikmyndaheiminum. Hún hef-
ur fátt annað fram að færa en
lögulegan afturenda og 10.000
dollara tanngarð, ásamt með-
fylgjandi froðublásnum brjóst-
um og slútandi gerviaugnhárum.
Franski mótleikarinn hennar í
myndinni Jean-Paul Belmondo
er hins vegar snillingur sem á
undraverðan hátt bregður töfra-
sprota á umhverfið þannig að
jafnvel hversdagslegustu atvik
verða að eftirminnilegum at-
buröum í meðförum hans.
Hvernig Belmondo fer eiginlega
að þessu er mér hulin ráðgáta.
Hann er mjög kvikur leikari
— ákaflega stæltur líkamlega og
virðist geta skipt um göngulag
að vild svo aðeins Sir Laurence
Olivier þekki ég betri í því efni,
andlitsvöðvar hans eru vel þjálf-
aðir þannig að bókstaflega hver
fercentimetri er þar undir
stjórn. Og svo er þetta óskýran-
lega sem felst í allri persónunni
og reyndar rís ofar henni, þetta
sem fær einn til að laða að sér
athyglina meðan hinir falla í
skugga.
I L’Animal fær Belmondo
nokkurt færi á að sýna snilli
sína. Hann leikur þar tvo
gerólíka menn Michel Gaucher
og Bruno Ferrari. Michel Gauch-
er fæst við svokallaðan glæfra-
leik. Sér um hættuleg atriði fyrir
aðra leikara. Hann er lítt þekkt-
ur og tekur að sér verkefni á
borð við að leika Górillu í
stórverslun. Bruno Ferrari er
hins vegar dáður leikari, gjör-
spilltur af dekri og þar að auki
hinsegin. Segja má að Belmondo
takist að túlka þessar ólíku
manngerðir, sem að í útliti eru
næstum alveg eins þannig að
annar gengur inn í hlutverk
hins. Fagmannleg myndataka
Claude Renoir (ókunnugt um
hvort hann er tengdur þeim
Renoir feðgum) og nákvæm
klipping gerir þennan samleik
Belmondo við sjálfan sig enn
áhrifaríkari. Sérlega eftirminni-
leg senan þegar Bruno Ferrari
tekur að reyna við Michel
Gaucher. Það er sjaldgæft að sjá
svo leifturhraðar skiptingar. En
svo koma peningarnir inn í spilið
þegar Belmondo tekur að rísa til
hæða í leik sínum. Kemur vöru-
merkið með 10.000 dollara
tanngarðinn inn í spilið. Michel
Gaucher á nefnilega að vera
skotinn í Jane (Raquel Welch).
En því miður þrátt fyrir barm og
bossa agnsins geta áhorfendur
enganveginn komið þessum
tveim saman. Ekki þótt Bel-
mondo vaði í gegn um villidýra-
garð líkt og Tarzan að bjarga
Jane úr höndum indæls greifa
sem vill giftast henni og hann
kasti sér tíu sinnum niður
hundrað tröppur í sígarettuaug-
lýsingu í von um samúð. Því
miður það er ekki hægt að
blanda saman kláravíni og 8
stjörnu koníaki. En þrátt fyrir
góða tilraun Raquel Welch til að
eyðileggja L’Animal tekst henni
það ekki. Belmondo sér áhorf-
endum sífellt fyrir óvæntu gríni
og léttleika. Er ekki slíkur létt-
leiki okkur hér nauðsynlegt
ljósmeti í skammdeginu?
Sjáið, skynjið
og skapið!
Ellen Fáltman:
SKYNJA OG SKAPA.
íslcnskað hafa Sigrún Jónsdóttir
og Ragnar Emilsson.
Almenna bókafélagið 1979.
Við lestur þessa kvers eftir
Ellen Fáltman veltir maður fyrir
sér þeirri spurningu hvort fáir
útvaldir eigi að skapa list eða
hvort allir eigi að leggja sitt af
mörkum til listsköpunar. Kverið
mælir með hvers kyns listiðnaði
og leggur áherslu á að leitað sé til
náttúrunnar við hugmyndaöflun:
„Sjáið, skynjið og skapið!" skrifar
Ellen Fáltman.
Það eru ekki aðeins börnin sem
eiga að skapa: „Fullorðnu fólki
hættir oft til að verða svo gagn-
rýnið á sjálft sig, að það lætur
ógert ýmislegt sem það hefur þó
hæfileika og getu til að gera.
Flestir láta t.a.m. ógert að búa til
Bókmenntir
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
sín eigin mynstur. Barn sem ekki
er komið of langt í skólakerfinu
notar hvert tækifæri sem býðst til
að draga upp og skapa án þess að
gægjast óttaslegið á hvað og
hvernig aðrir gera.“
I nágrannalöndum okkar, ekki
síst Svíþjóð, er margt gert til að
örva fólk til listsköpunar og mikið
hlúð að alþýðulist. Það er rétt
stefna og í anda hins gamla
draums súrrealista að listin sé
sköpuð af öllum, líf okkar og
umhverfi beinist í listrænan far-
veg.
Ég er viss um að kver Ellen
Fáltman getur stuðlað að því að
fólk skynji umhverfi sitt á nýjan
hátt og freistist til að tjá hug sinn.
Hún sendir lesendum sínum á
Islandi kveðjur á eftirminnilegan
hátt og ætti fólk að gefa orðum
hennar gaum:
„Ég veit að þið elskið ykkar
dásamlega land eins og við gerum
öll sem höfum fengið að sjá það.
En hafið þið skoðað það nánar?
Hafið þið séð hvers konar mynst-
urbekk útlinur fjallanna mynda,
hvaða myndir gróður fjallshlíð-
anna sýnir? Hvers konar mynstur
og kynjamyndir eru í hraun-
drang? Eða í straumkasti eða
strandlengju? Hafið þið skoðað
hinn fátæklega gróður í stækkun-
argleri? Hafið þið séð litina í hinu
undarlega landslagi ykkar, sem
eru svo hrífandi og áhrifaríkir?"
Sigrún Jónsdóttir og Ragnar
Emilsson hafa unnið þarft verk
með því að koma Skynja og skapa
á framfæri við íslenska lesendur.
Þetta er hagnýtt kver sem margir
þurfa að eignast.