Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 26
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
Framkvæmd þingsályktunar:
Beinar
greiðslur
til bænda
— Framsóknarmenn í andstöðu
Eyjólíur Konráð Jónsson
Síðast liðinn þriðjudag bar
Eyjólíur Konráð Jónsson fram
cftirfarandi fyrirspurnir í sam-
einuðu þíngi til landbúnaðarráð-
herra:
1. Ilvaða reglur hafa verið settar
um rekstrar- og afurðalán
landbúnaðarins, sem tryggi að
bændur fái i hendur þá fjár-
muni, sem þeim erU ætlaðir,
um leið og lánin eru veitt?
2. Hvernig hefur framkvæmd
þessara reglna gengið?
3. Hvað líður athugun á breyt-
ingum á greiðslu útflutnings-
bóta og niðurgreiðslna, þann-
ig að þær nýtist betur?
4. Ilefur ríkisstjórnin fjallað um
athuganir Stéttarsambands
hænda á því, hvernig haga
mætti beinum greiðslum út-
flutningsbóta og niður-
greiðslna?
5. Tók fyrrverandi ríkisstjórn
einhverjar ákvarðanir i þess-
um málum? Ef svo er, hverjar
voru þær?
Fyrirmæli Alþingis.
Eyjólfur Konráð Jónsson (S)
minnti m.a. á, að Alþingi hefði
samþykkt þingsályktun um þetta
efni, sem fæli í sér skýr og ákveðin
fyrirmæli. Meðflutningsmenn
sínir að tillögunni, sem samþykkt
var hefðu verið Jónas Árnason
(Abl) og Sighvatur Björgvinsson
(A). Þingsályktunin var svohljóð-
andi: „Álþingi ályktar að fela
ríkisstjórninni að hlutast til um
að settar verði reglur um rekstr-
ar- og afurðalán landbúnaðarins.
sem tryggi að bændur fái þá
fjármuni, sem þeim eru ætlaðir,
um leið og lánin eru veitt. Jafn-
framt láti ríkisstjórnin fara fram
athugun á því, hvernig heppi-
legast sé að koma til breytingum
á greiðslum útflutningsbóta og
niðurgreiðslna, þannig að þær
nýtist betur.“
Ljón á vegi
framkvæmdar
Bragi Sigurjónsson, lanbúnað-
arráðherra, sagði ráðuneytið hafa
sent Seðlabanka og viðskiptabönk-
um tilmæli um tillögur, er lytu að
framkvæmd þessara þingsálykt-
unar. Svör bankanna hefðu verið
samhljóða og falið í sér ýmis
vandkvæði á framkvæmdinni. —
Hann nefndi sérstaklega að af-
urðalán þyrftu að tengjast
rekstrarlánum, enda gengju þau
oft til greiðslu á þeim, a.m.k. að
hluta til. Niðurstaðan í máli
ráðherra var sú, að tillagan, eins
og Alþingi hefði samþykkt hana,
væri ekki komin til framkvæmda.
Seinagangur
í ráðuneyti
Eyjólfur K. Jónsson (S) sagði
að hér væri um skýr fyrirmæli
Alþingis að ræða, sem fram-
kvæma bæri. Enn væri það Al-
þingi sem gæfi ráðuneyti og ríkis-
bönkum fyrirmæli en ekki öfugt.
Núverandi ríkisstjórn væri ekki í
aðstöðu til að framkvæma meiri-
háttar breytingar en vansi væri
að, hve fyrri landbúnaðarráðherra
hefði lítt aðhafst í samræmi við
þingviljann. Hann minnti á fyrir-
komulag þessara mála hjá öðrum
atvinnuvegum, s.s. sjávarútvegi,
og framkvæmdin ætti ekki að vera
erfiðari í landbúnaði. Aðalatriðið
væri að bændur fengju sína fjár-
muni strax og þeim bærist, enda
væri það réttlætis og hagsmuna-
mál.
Miklar umræður urðu um málið.
Til máls tóku Steingrímur Her-
mannsson (F), Sighvatur Björg-
vinsson (A), Friðjón Þórðarsson
(S), Páll Pétursson (F) og Stefán
Valgeirsson (F). Deildu framsókn-
armennirnir hart á þingsályktun-
ina, töldu hana óhyggilega og
óframkvæmanlega. 'Sighvatur
upplýsti hins vegar að fram færi
nú úttekt á fyrirkomulagi niður-
greiðslna og útflutningsbóta með
það í huga, hvort ekki mætti koma
þessum málum betur fyrir en nú
væri.
Spamaður í fjármálakerfinu:
Stefnumörkun í höndum Al-
þingis eða embættisbáknsins?
— spurði Ólafur Ragnar Grímsson
EYJÓLFUR Konráð Jónsson (S) bar fram eftirfarandi
spurningar í sameinuðu þingi sl. þriðjudag:
1. Hvað hefur ríkisstjórnin gert til að beita sér fyrir
sparnaði í fjármálakerfinu?
2. Hver hefur orðið árangur af starfi nefndar þeirrar,
sem þingflokkarnir skipuðu samkvæmt ályktun Al-
þingis frá 21. des. 1978 til aðstoðar ríkisstjórninni?
3. Hefur einhverjum þeim markmiðum verið náð, sem
nefnd eru í 2. mgr. þingsályktunarinnar, og þá
hverjum?
4. Hver var fjöldi starfsmanna í fjármálakerfinu við
samþykkt þingsályktunarinnar og hver er hann nú?
Ályktun Alþingis
Eyjólfur Konráð hóf mál sitt á
því að lesa þingsályktun, sem
samþykkt var einróma á Alþingi í
desember 1978:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að beita sér fyrir sparn-
aði í fjármálakerfinu. Stjórninni
til aðstoðar við framkvæmdina
tilnefna þingflokkarnir fimm
menn í nefnd, stjórnarflokkarnir
hver um sig einn mann, en stjórn-
arandstaðan tvo. Nefndin skiptir
með sér verkum.
Markmiðið er veruleg fækkun
starfsmanna ríkisbanka, Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins og op-
inberra sjóða og samræmdar að-
gerðir til sparnaðar og hagkvæm-
ari rekstrar, þ. á m. sameining
fjármálastofnana og skorður við
óhóflegum byggingum "
Hornafjarðarradíó fjarstýrt?
ÞAÐ kom fram í svari Magnús-
ar II. Magnússonar, samgöngu-
ráðherra, við fyrirspurn frá
Helga F. Seljan (Abl), að til
athugunar hefur verið, hvort
fjarstýra megi Hornafjarðar-
radíói frá Gufunesi til að draga
úr kostnaði.
’ Tæknilega virtist ekkert því
til fyrirstöðu. Breyting í þessa
átt yrði ekki fyrr en að vori, þó
að niðurstaða könnunar sýndi
þetta framkvæmardegt, án þess
að draga úr þjóustu við sjófar-
endur og raunar vegfarendur
líka. Ráðherra tók fram að innan
fárra ára myndi hvert skip og
hver bifreið geta haft síma með
öðrum tækjabúnaði — og haft
samband hvert á land sem væri.
Helgi F. Seljan (Abl) lagði
áherzlu á að ekki mætti minnka
þá þjónustu, sem þarna væri
fyrir hendi, og byggði m.a. á
staðarþekkingu viðkomandi
starfsmanns. Sparnaður heima í
héraði væri til lítils ef kostnað-
arauki yrði samsvarandi eða
meiri í Gufunesi.
Þingræði eða
embættismannaræði
Eyjólfur Konráð (S) sagði
koma sér á óvart að fjármálaráð-
herra gerði sér ekki grein fyrir
því, hvað í tillögunni fælist, enda
væri þar skýrt að orði kveðið:
„ríkisbankar, framkvæmdastofn-
un og opinberir sjóðir". Svör
ráðherra hefðu öll verið út í hött.
Látum vera hvað í slíkum svörum
felst gagnvart mér sem þingmanni
og fyrirspyrjanda, en þau eru
jafnframt óvirðing við Alþingi,
sem hér hefur ályktað þann veg,
sem ég hefi áður gert grein fyrir.
Ólafur Ragnar Grímsson
(Abl)ítrekaði að allir nefndar-
menn í fjárhagsnefnd efri deildar
Alþingis hefðu staðið að tillögu-
flutningi, sem Alþingi hefði síðar
samþykkt sem sín fyrirmæli. Hér
hefði verið um að ræða tilraun
þingnefndar af því tagi, sem sumir
talsmenn Alþýðuflokks hefðu svo
mjög lofsungið — en talið skorta.
Hér hefði verið um eindæmi að
ræða í samstöðu um að sporna
gegn kerfisþenslu. Það kemur mér
undarlega fyrir ef „þingræðiskrat-
ar“ þvælast hér fyrir með gervi-
afsökunum. Og það er ósmekklegt
af ráðherra, að nota þetta tæki-
færi til að auglýsa eigin gerðir, á
öðrum sviðum en hér er um spurt,
en ganga fram hjá kjarna spurn-
inganna sjálfra. Hér er um það að
ræða, sagði Ólafur, hvort stefnu-
mörkun á að vera á vegum Alþing-
ie pfta pmhflpttiehfllíneine
Tillaga þessi var flutt af öllum
fjárhags- og viðskiptanefndar-
mönnum efri deildar Álþingis, að
sögn EKJ, í tilefni þess, að ofvöxt-
ur hefði hlaupið í fjármálakerfið,
til þess að gera það betur í stakk
búið að sinna hlutskipti sínu.
Samþykkt Alþingis hefði verið
viðnám gegn útþenslu kerfisins.
Fjármálakerfið
— hvað er nú það?
Sighvatur Björgvinsson (A)
sagði m.a. að ekki lægi skýrt fyrir,
hvað fælist í hugtakinu fjármála-
kerfi; hvort einungis væri átt við
ríkisstofnanir, hvort átt væri við
viðskiptabanka — eða önnur ein-
stök svið ríkisbúskaparins. Hann
sagði að ráðuneyti sitt hefði beitt
sér fyrir margs konar sparnaði í
ríkisbúskapnum, einkum á þremur
sviðum: í menntamálum, heil-
brigðismálum og löggæzlu. Rakti
hann ýmis dæmi um sparnað í
ríkiskerfinu, en fjallaði ekki sér-
staklega um fjármálakerfið.
Fjármálaráðherra sagði þing-
flokka ekki hafa fullmannað um-
rædda nefnd fyrr en á miðju
sumri sl. Ætlunin hefði verið að
kalla nefndina saman er þing kom
saman sl. haust. Þá hefðu veðra-
brigði orðið á þingi svo sem öllum
væri kunnugt og málið því farist
fyrir. Hins vegar væri sjálfsagt að
kalla nefndina saman nú, ef vilji
Bridge
Umsjóni ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgefélag
Kópavogs
Sl. fimmtudag hófst aðal-
sveitakeppni félagsins með
þátttöku tólf sveita. Spilaðir
eru 16 spila leikir, tvær um-
ferðir á kvöldi.
Eftir tvær umferðir er
staða efstu sveita:
Grímur Thorarensen 36
Bjarni Pétursson 31
Sigurður Vilhjálmsson 28
Sigurður Sigurjónsson 25
Næstu umferðir verða spil-
aðar í kvöld í Þinghól.
Bridgefélag
kvenna
Nú er lokið tveimur um-
ferðum í aðalsveitakeppni hjá
Bridgef. kvenna. í meistara-
flokki spila 8 sveitir en í
fyrsta flokki spila sex sveitir.
I fyrstu umferð fóru leikar
þannig:
Meistaraflokkur:
Hugborg-Kristjana K. 18- 2
Gunnþórunn-Aldís 20- 0
Sigríður I.-Guðrún E. 9-11
Alda H.-Guðrún B. 4-16
1. flokkur
Sigrún P.-Þur. Möller 12- 8
Sigríður G.-Kristín J. 16- 4
Gróa Eiðsd.-Anna L. 2-18
í annarri umferð fóru leik-
ar þannig:
Meistaraflokkur
Guðrún E.-Alda H. 7-13
Aldís-Sigríður I. 18- 2
Hugborg-Gunnþórunn 20- 0
Kristj. K.-Guðrún B. 0-20
I. flokkur
Kristín J.-Gróa Eiðsd. 20- 0
Sigrún P.-Sigríður G. 6-14
Þur. Möller-Anna L. 1-19
Staðan eftir tvær umferðir
er því þannig:
Meistaraflokkur
Hugborg 38
Guðrún Bergsd. 36
Gunnþórunn 20
Guðrún Einarsdóttir 18
Aldís Schram 18
Alda Hansen 17
Sigríður Ingibergs. 11
Kristjana K. 2
1. flokkur
Anna Lúðvíksdóttir 37
Sigríður Guðmundsd. 30
Kristín Jónsdóttir 24
Sigrún Pétursdóttir 18
Þuríður Möller 9
Gróa Eiðsdóttir 2
Barðstrendinga-
félagið í
Reykjavík
Staðan eftir 5 umferðir í
aðalsveitakeppninni er þessi:
stig
Sv. Sigurðar ísakss. 106
Sv. Ragnars Þorsteinss. 90
Sv. Baldurs Guðmunds. 80
Sv. Ásgeirs Sigurðss. 73
Sv. Ágúgtu Jónsd. 64
Sv. Viðars Guðmundss. 63