Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 15

Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980 15 Danski sjónhverfingamaðurinn og grinistinn Aksel Kristiansen þurfti nokkrum sinnum aðstoð áhorfenda, sem voru fúsir til að leggja honum lið. ingu fyrir sunnudagaskólakenn- ara o.fl. Auk þess á hann sæti i stjórn Landssambands KFUM og K í Danmörku. Hefur hann ferð- ast víða um landið og jafnan flutt gamanmál sín fyrir börn jafnt sem gamalmenni, en hann heim- sækir gjarnan elliheimili er hann ferðast í heimalandi sínu. Kom hann fram 312 sinnum á síðasta ári með dagskrá sína. I lok árshátíðarinnar talaði hann síðan til barnanna, sem tóku honum mjög vel. Slík sameiginleg árshátíð allra deilda félaganna hefur ekki verið haldin áður, en nokkrum sinnum hefur börnum og unglingum félaganna verið safnað á stórfundi í Háskólabíó eða Laugardalshöllinni. Um þessar mundir halda síðan áfram fundir í hinum einstöku deildum KFUM og K í Reykjavík og nágrenni eftir jóla- og áramótahlé. það er meira dekrað við einbirni en önnur börn og þau leiðast frekar út á afbrotabraut. Þrátt fyrir niðurstöður er stefna stjórnvalda sú að fjölga einbirn- um. Foreldrar eru hvattir til að „stoppa við eitt“ sem lið í baráttunni gegn of örri fólks- fjölgun. Annars er hætta á geigvænlegu atvinnuleysi í framtíðinni sem í sjálfu sér er mikill glæpavaldur. Atvinnuleysi Ættingjar flokksforustunnar eru ekki einir um að lenda á villigötum. Eldri þorparar telja börnum, á skólabekk trú um að þau séu að sóa tíma sínum við nám og að ekkert bíði þeirra annað en atvinnuleysi seinna meir. Þegar eru 7 milljónir ungmenna í hópi atvinnulausra. Stjórnin fæst við þessi vandamál stöðugt og á síðasta ári var rúmri milljón ungmenna í Pek- ing, Shanghai og Tianjin útveg- uð atvinna. En launin eru yfir- leitt ekki hærri en svo að þau sjái fleiri en einum farborða. „Menntandi ráðleggingahópar" reyna að ná til þeirra sem lenda á villigötum eða þeir eru sendir á starfs- og námsbrautir. Oft reynist þeim sem þaðan koma erfitt að fá atvinnu. Leiðtogar í Peking hafa áhyggjur af vestrænum áhrifum eins og dansi og drykkju, íburð- armiklum fatnaði og síðu hári, varalit og daðri. Almennilegar rafmagnsvörur fást aðeins með þjófnaði, smygli eða svarta- markaðsbraski. Ahyggjur leið- toganna vekja samúð á Vestur- löndum. Við aukið frjálsræði líkist Kína meira öðrum löndum þar sem sérréttindafólk hefur löngum spillzt af gnægð þess sem völ er á og öreigar af því litla sem þeir eiga kost á. Dómur HR. 20. nóvember 1979 U mgengnisrétti föður við óskil- getið barn hafnað Meirihluti HR: Lagaheimild ekki fyrir hendi. í frumvarpi því til barnalaga, sem legið hefur fyrir Alþingi s.l. þrjú ár, er feðrum óskilgetinna barna tryggður um- gengnisréttur við börn sín, nema sérstök atvik mæli því á móti. A og B eignuðust barn sam- an. sem fæddist hér á landi i júní 1972 og var nefnt X. A og B tóku upp óvígða sambúð i maí það sama ár og voru þau í sambúð með barn sitt hér á landi þar til þau fluttust til Bandaríkjanna árið 1974, þar sem B stundaði nám. A veiktist og fór frá B og dóttur sinni til íslands í maí 1975. A dvaldi á spítala i Reykjavik maí-júni það sama ár. í desemberbyrjun skrifaði hún B bréf og spurðist fyrir um það hvenær hún mætti sækja dóttur þeirra og svaraði B þvi á þá leið. að dóttirin færi ekki heim nema með sér. Stuttu siðar sóttu A og bróðir hennar barnið og fóru með það til Reykjavikur, og hefur barnið verið hjá móður sinni síðan. B kom stuttu á eftir þeim til íslands og hófst handa við að reyna að fá forræði dóttur sinnar, en til vara umgcngnis- rétt við hana. í bréfi dagsettu í október 1976 var B tilkynnt af hálfu dómsmálaráðuneytisins, að á grundvelli umsagna barna- verndarnefndar Reykjavíkur og barnaverndarráðs Islands teldi ráðuneytið rétt að móðirin hefði áfram forræði barnsins. Ráðuneytið lýsti því yfir, að ekki væri að svo stöddu unnt að verða við beiðni B um að réttur hans til að umgangast dóttur- ina yrði tryggður. Var i því sambandi visað til þess að ekkert ákvæði væri að finna í lögum um umgengnisrétt for- eldris við óskilgetið barn sitt, þar sem 47. gr. laga nr. 60/1972 um stofnun og slit hjúskapar tæki aðeins til ágreinings varð- andi umgengnisrétt foreldris við skilgetið barn sitt, — sem ráðuneytið gæti úrskurðað um. B höfðaði mál á hendur A og dómsmálaráðherra fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins, eftir að hafa árángurslaust reynt að ná samkomulagi við A um rétt hans til að umgangast dóttur sína. Hagsmunir barnsins ættu að vera grund- vallar sjónar- miðið — röksemdir B B studdi kröfu sína þeim rökum, að enda þótt ekki væri við bein, ótvíræð lagaákvæði að styðjast um rétt hans til að fá að umgangast dóttur sína og rétt dótturinnar til þess að fá að umgangast föður sinn, þá voru til fleiri réttarheimildir hér á landi en sett lög. Telja yrði, að slík réttindi byggðust á megin- reglum laga og eðli máls, á þeim grundvallarsjónarmiðum, að til væru réttindi sem menn fiefðu þótt þeirra væri ekki getið í lögum sem sett eru af löggjaf- arvaldinu. Talið hefði verið að umgengnisrétti væri til að dreifa milli þess foreldris, sem ekki fengi forræði barns við hjóna- skilnað, og barnsins, löngu áður en slíkur réttur var lögfestur með setningu núgildandi laga DÓMSMÁL Umsjón Ásdís J. Rafnar um stofnun og slit hjúskapar. Nú segði í 47. gr. þeirra laga, að við hjónaskilnaði bæri að taka af- stöðu til foreldraráða yfir sam- eiginlegum börnum hjóna svo og til réttar foreldris til að um- gangast börn sín. Þá segði að greindi foreldra á um umgengn- isréttinn við börn, kvæði dómsmálaráðuneyti svo á eftir ósk þess foreldris, sem ekki fær forræði barns, að það skyldi eiga rétt til umgengni við barn, nema sérstök atvik mæltu gegn því og mælti nánar fyrir um inntak þess réttar og hversu honum yrði beitt. Lögin um stofnun og slit hjúskapar segðu ekki til um þau tilvik þegar fólk í óvígðri sambúð sliti samvistum en fyrir Alþingi hefði verið lagt frum- varp til barnalaga 1977 og í 36. gr. þess frumvarps ska! lögfest- ur umgengnisréttur föður óskil- getins barns við barnið og þar væri auk þess tekið fram, að í slíkum rétti fælist einnig skylda til að rækja umgengni og sam- neyti við barn. Slík regla hefði verið lögfest á hinum Norður- löndunum og stefnan væri sú að draga ætti úr þeim mun sem gerður er á hjúskap og óvígðri sambúð og fyrst og fremst ætti grundvallarsjónarmiðið að vera það, að það voru hagsmunir barnsins, sem hér ættu að ráða og að það væri réttur barnsins til umgengni við foreldri sem markaði grundvöllinn. í þessu máli væri fjallað um sambúð sem staðið hefði í þrjú ár, stefnandi hefði þá annast uppeldi og umsjá barnsins til jafns við konuna og einn síns liðs nokkurn tíma eftir að hún hefði farið úr sambúðinni. Lagaheimild engin fyrir hendi — rök A A gerði þá kröfu í málinu, að synjað yrði umkröfu B vegna þess að réttarheimildir styddu ekki kröfu hans. Telja yrði að skýlausa lagaheimild þyrfti við ef veita ætti umgengnisrétt við barn gegn vilja þess sem forræð- ið hefur. Hér væri um svið að ræða þar sem bæri að styðjast við sett lög. Lög sem samin hefðu verið með skýrum ákvæð- um um þessi viðkvæmu efni mannlegs lífs, þar sem ekki væri um óljós vafaatriði að ræða, sem unnt er að deila um þegar foreldrar deila á annað borð um forræði barns og umgengni við það. Annars væri hætta á að hagsmunir barnsins yrðu fyrir borð bornir í deilu foreldranna. Kröfu B synjað í héraði í niðurstöðum dómara í héraði segir m.a., að B hafi ekki sýnt fram á, að fyrir gildistöku laga nr. 60/1972 um stofnun og slit hjúskapar hafi umgengnisréttur verið veittur foreldri skilgetins barns gegn vilja þess sem for- ræði hafði. Dómurinn telji að eðli máls samkvæmt verði um- gengnisréttur að byggjast ann- aðhvort á samningi foreldra eða á settum lögum, ef foreldrarnir geta ekki komið sér saman um hann. Sett lög séu nauðsynleg í slíku tilviki, þar sem reglurnar þurfi að vera almennar, skýrar og ítarlegar og að það sé hlut- verk löggjafans að móta slíkar reglur. Dómurinn fallist á það með A, að skýlausa lagaheimild þurfi, ef veita eigi umgengnis- rétt við barn gegn vilja þess sem forræðið hefur. Á meðan frum- varp það til barnalaga, sem nú liggur fyrir þinginu, hefur ekki verið afgreitt sé sá réttur, sem B krefst viðurkenningar á, ekki fyrir hendi og því beri að synja B um slíka viðurkenningu. Niðurstaða Hæstaréttar var ekki samhljóða í október 1978 áfrýjaði B málinu til Hæstaréttar með stefnu. Fyrir Hæstarétti voru sömu kröfur gerðar og fyrir undirrétti. Hæstiréttur þríklofn- aði um niðurstöðuna í málinu en í niðurstöðum meirihluta segir m.a., að i lögum sé verulegur munur á réttarstöðu skilgetinna og óskilgetinna barna, sérstak- lega að því er varðar aðstöðu foreldra þeirra. Þó hafi munur þessi minnkað nokkuð á síðustu áratugum. Réttur föður til um- gengni við óskilgetið barn sitt verði ekki leiddur af ákvæðum 47. gr. og 48. gr. laga um stofnun og slit hjúskapar, enda verði óvígðri sambúð karls og konu, þótt um árabil sé, alls ekki jafnað til hjúskapar í þessu sambandi. Ekki skipti hér máli, þótt óvígð sambúð karls og konu sé í nokkrum lagaákvæðum á afmörkuðum sviðum látin hafa ' svipaðar eða hliðstæðar lögfylgj- ur og hjúskapur, þegar ákveðn- um skilyrðum sé fullnægt. Ekki verði heldur séð, að umgengnis- réttur þessi verði leiddur af öðrum réttarreglum. Það sé gömul skipan, að faðir óskilget- ins barns hafi eigi umgengnis- rétt við barn sitt án samþykkis móður, meðan hún hefur forræði þess. Verði því ekki breytt nema með lögum. Var A sýknuð af kröfum B. Sératkvæði Ármanns Snævars hæsta- réttardómara í sératkvæði Ármanns Snævars hæstaréttardómara segir m.a., að að baki 47. gr. laga um stofnun og slit hjúskapar, sem kveður á um umgengnisrétt milli skilgetins barns og þess foreldris sem ekki hefur forsjá barnsins, þegar foreldrar skilja, búi bæði tillitið til foreldris, þ.e. til tilfinningatengsla þess við barnið og umhyggju þess fyrir því, svo og þarfir barnsins og hvað því er fyrir bestu. Hvor tveggja þessi lagarök fyrir um- gengnisrétti foreldris virðast geta átt fullvel við, er foreldrar, sem búið hafa saman ógift og átt börn, slíta sambúð sinni. Það viðhorf komi og fram í frum- varpi því til barnalaga, sem þrisvar hefur verið lagt fyrir Alþingi, síðast 1977—1978, 36. grein. Enda þótt frumvarp þetta hafi ekki náð fram að ganga á Alþingi, þá hafði ekkert komið fram í umræðum þar um það, sem bent geti til þess, að and- staða við þær reglur um um- gengnisrétt, sem þar eru; hafi valdið þar nokkru um. Á hinum Norðurlöndunum öllum hafi ver- ið lögfestur umgengnisréttur með svipuðum hætti og felst í 36. gr. ofangreinds frumvarps og sé sá umgengnisréttur elcki ein- skorðaður við föður óskilgetins barns, sem búið hefur með móð- ur þess, fremur en í þessu fyrirliggjandi frumvarpi til barnalaga. Þegar litið sé til þeirra almennu lagasjónarmiða sem liggja til grundvallar 47. gr. laga nr. 60/1972, lagaþróunar um réttarstöðu fólks, sem býr í óvígðri sambúð, svo og þess, að þörf barns og þess foreldris, sem ekki hefur forræði barnsins til umgengni við hvort annað hljóti að horfa við með svipuðum hætti, hvort sem foreldrarnir hafi verið í hjúskap eða óvígðri sambúð. Þyki því með stoð í grunnsjónarmiðum í íslenskum barnarétti og lögjöfnun frá 47. gr. laga nr. 60/1972 verða að fallast á það með B, að fullnægj- andi lagaheimild sé fyrir því, að hann eigi að stofni til rétt til umgengni við barn sitt, en á hinn bóginn verði hann að telja þann rétt hans bundinn sömu skilyrðum og takmörkunum og sett eru í 47. gr. laga nr. 60/1972. Magnús Þ Torfason hæstarétt- ardómari var samþykkur dómsniðurstöðu og forsendum Ármanns Snævars í þessu máli. í héraði dæmdi Garðar Gísla- son, borgardómari, og meiri- hlutaniðurstöðu Hæstaréttar dæmdu hæstaréttardómararnir Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson og Logi Einars- srin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.