Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 38
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
Evrópukeppni landsliða
Sterkur A
ÚRSLITAKEPPNIN í Evrópu-
keppni landsliöa fer fram á Ítalíu
í júnímánuði í sumar. Nánar
tiltekið frá 11. til 22. júní. Alls
leika átta þjóðir til úrslita og er
þeim skipt i tvo riðla. í gærdag
var svo dregið um riðla og eru
þeir svona:
A-riðill:
Tékkóslóvakía
Vestur-Þýskaland
Grikkland
Holland
B-riðill:
Spánn
Ítalía
Belgía
England
Greinilegt er að A-riðill er mun
sterkari. Fyriríram cr búist við
að Ilollendingar og Vestur-Þjoð-
verjar verði sterkir en nú er ljóst
að uppgjörið milli liðanna stend-
• Sao Paolo leikvangurinn í
Napólí, tekur 85.000 áhorfendur.
ur i riðlakeppninni en ekki i
úrslitum. Englendingar eiga nú i
fyrsta skipti í langan tíma góða
möguleika á að ná langt í stór-
keppni i knattspyrnu en þeim
hefur um nokkurt skeið vegnað
illa þegar stórmót landsliða hafa
verið annars vegar.
Leikið er í fjórum borgum á
Ítalíu og fara fyrstu leikirnir
Jóhannfékk
skrípamynd
• VLADO Stenzel, þjálfari
heimsmeistara Vestur-Þýska-
lands, varð að gera sér að góðu
þriðja sætið í keppninni. Vinsælt
er að taka myndir sem þessa af
kappanum, upp eftir honum, og
verður ljósmyndarinn þá bókstaf-
lega að skríða fyrir honum. Það
gera raunar fleiri og mönnum
allt að því blöskraði hirðin scm
kappinn hefur um sig, 10—15
kappar í bleiserjökkum, sem virð-
ast ekki gera annað en að jánka
öllu sem hann segir.
Er varla ofsögum sagt að litið
er á Stenzel sem eins konar æðri
máttarveru í Vestur-Þýskalandi.
Og víst er að kappinn lítur
sjálfur býsna stórt á sig, ef
marka má framkomu hans gagn-
vart íslenska þjálfaranum Jó-
hanni Inga Gunnarssyni. Svo var
mál með vexti að Jóhann bað
kappann um símanúmer hans,
líklega í þeim tilgangi að leita
ráða ef svo bæri undir. Stenzel
rétti kollega sínum hins vegar
skrípamynd af sjálfum sér, árit-
aða af goðinu sjálfu.
Hver ber
ábyrgðina?
UNDIRRITAÐIR flokkar, sem
allir leika í A-riðli í íslandsmóti
þriðja flokks í handknattleik,
vilja hér með mótmæla harðlega
þeim vinnubrögðum sem hingað
til hafa tíðkast við skipulagningu
og framkvæmd þeirra móta sem
haldin hafa verið það sem af er
keppnistímabilinu.
Fyrsta mótið fór fram á Selfossi
seinni hluta nóvembermánaðar.
Þar var öll aðstaða og skipulagn-
ing til fyrirmyndar af Selfyss-
inga hálfu en sama verður ekki
sagt um þá, sem áttu að sjá um og
skipuleggja dómaramá) mótsins,
því engir dómarar létu sjá sig
þar. En svo að allir þyrftu ekki
að snúa heim við svo húið hlupu
þjálfarar liðanna undir bagga þó
svo að sumir þeirra hefðu ekki
tilskilin réttindi, en allir þjálfar-
ar samþykktu þessa tilhögun
mála áður en umferðin hófst, í
þeirri trú að betur yrði staðið að
þessum málum næst.
Næsta umferðin átti að fara
fram í höllinni dagana 27. til 28.
des. en aftur létu engir dómarar
sjá sig. í þeirri von að dómarar
myndu koma var mótið hafið, en
þegar leiknir höfðu verið þrír
leikir og ekkert bólaði á dómur-
um var samhljóða ákveðið að
hætta í mótmælaskyni við þessi
vinnubrögð. og héldu menn þá,
að sá, sem ábyrgur væri fyrir
dómaramálum mótsins, myndi
sjá sóma sinn í því að kippa þeim
málum í lag. Sií varð nú aldeilis
ekki raunin, því þegar næst átti
að leika, sunnudaginn 6. janúar,
tók út yfir allan þjófabálk er
dómarar mættu þá ekki heldur.
Þurftu þvi allir að fara heim
aftur i annað skiptið i röð.
Sérstaklega var þetta þó baga-
legt fyrir Selfyssinga sem þurftu
nú að snúa heim í annað skiptið i
röð án þess að fá leik.
Hvort sem það er H.S.Í.,
II.K.R.R. eða Dómarafélag
Reykjavíkur sem er ábyrgt fyrir
þeirri óstjórn og því skipulags-
leysi sem hér hefur átt sér stað,
er það til háborinnar skammar
fyrir þann. sem ábyrgur er fyrir
þessum málum.
Virðingarfyllst með fyrirfram
þökk fyrir birtingu, leikmenn
þriðju fíokka:
Vals, Víkings, Fram, Selfoss,
K.R., H.K., Gróttu.
riðill
fram 11. júni. í Rómaborg leika
V-Þjóðverjar við Tékka og Grikk-
ir mæta Hollendingum í Napólí.
Síðan rekur hver leikurinn
annan. V-Þjóðverjar og Hollend-
ingar leika saman 14. júni í
Napólí. Englendingar mæta ítöl-
um 15. júní í Torínó. Má búast við
að tveir síðastnefndu leikirnir
verði úrslitaleikirnir í riðlunum.
Vilhelm
hættir við
að hætta
SVO sem skýrt var frá í
Mbl. fyrir skömmu var
KR-ingurinn Vilhelm Fre-
deriksen kominn með
annan fótinn í Fram. Mbl.
frétti síðan að áform kapp-
ans hefðu eitthvað breyst
og var því haft samband
við hann. Staðfesti Vil-
helm þá, að hann væri
hættur við allt saman og
yrði áfram í KR, a.m.k. um
sinn.
• Stadio Olympico í Rómaborg, heimavöllur Roma. Hér rúmast
79.000 manns innan veggja.
Best klæðist
skotskónum
GEORGE Best er nú kominn á
fleygiferð 1 bresku knattspyrn-
unni á nýjan leik. Hann hefur
leikið með Hibernian siðustu vik-
urnar og um síðustu helgi sýndi
hann sannkallaðan stórleik gegn
Celtic. Liðin skildu jöfn, 1 —1 og
það var Best sem skoraði mark
Hibs eftir að hafa einleikið í gegn
um vörn Celtic.
Best, sem nú er 33 ára gamall,
hefur annars leikið mest í Banda-
ríkjunum síðustu 2 árin eða svo,
þar áður þarf varla að minna á,
var hann leikmaður með Man-
chester Utd og einn snjallasti
knattspyrnumaður veraldar.
I »natl8pyma l
Wenzel skaust
á toppinn!
INGIMAR Stenmark vann engin
afrek á stórsvigsmótinu í Kitz-
búhl um helgina, heldur hlekkt-
ist honum á í fyrri ferð sinni.
Honum tókst að standa á fótun-
um, en tapaði svo miklum tíma,
að hann hafnaði í 34. sæti. í
annari ferð náði hann hins vegar
næst besta tímanum, en það færði
hann einungis í 13. sætið. Sem
sagt, afleitur dagur hjá snillingn-
um.
Sá sem hrósaði sigri var hins
• Andreas Wenzel á fleygiferð í Kitzbúhl um helgina, þar sem hann
vann glæsilegan sigur.
vegar Andreas Wenzel frá Licht-
enstein. Hann hafnaði í fjórða
sætinu á laugardaginn og efsta
sætinu á sunnudaginn, en stigin
sem hann hlaut fyrir vikið færðu
hann í efsta sætið í stigakeppn-
inni. Wenzel hefur nú 110 stig,
Ingimar Stenmark hefur 93 stig
og enn skal minnst á, að Svíinn
keppir ekki í bruni. í þriðja
sætinu er Bojan Krizaj írá Júgó-
slavíu með 75 stig.
Ársþing
K.S.I.
34. ÁRSÞING Knattspyrnusam-
bands íslands verður haldið um
næstu helgi, 19. og 20. janúar, að
Hótel Loftleiðum i Reykjavik.
Þingið verður sett laugardaginn
19. janúar kl. 13.30. i Kristalsal.
K.S.Í.