Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
Misskilningur vegna
áfengiskaupa kveikjan
að árásinni á Geirfinn
burður hans hafi þróast með
lögreglunni og hann hafi aðeins
staðfest sögusagnir hennar.
Við þennan framburð hefur
Sævar haldið síðan og kveðst sem
fyrr ekkert kannast við hvarf
Geirfinns né neitt vera við það
riðinn.
Framburður
Kristjáns Viðars
Nú hefur verið rakinn fram-
burður Sævars Ciesielskis, eins og
hann kom fram í máli Þórðar
Björnssonar ríkissaksóknara í
gær. Ríkissaksóknari rakti því
næst framburð Kristjáns Viðars
og er ekki ástæða til þess að gera
eins ítarlega grein fyrir honum. I
sem stytztu máli var hann mjög
svipaður og hjá Sævari, fyrst var
Klúbbmönnunum blandað inní
málið en síðan fór frásögnin að
breytast í sama farveg og hjá
Sævari og í síðustu útgáfunum var
framburðurinn mjög svipaður og
hjá Sævari og Klúbbmennirnir
hvergi nefndir á nafn. En síðan
dró Kristján allt til baka eins og
Sævar og þannig standa málin í
dag.
Kristján er fyrst yfirheyrður
um málið 23. janúar 1976 og þá er
bókað eftir honum: Tel mig ekki
viðriðinn hvarf Geirfinns Einars-
sonar.
En nokkrum dögum seinna er
hljóðið gjörbreytt og Kristján
byrjar að skýra frá förinni til
Keflavíkur við yfirheyrslur.
Nefndi hann sömu nöfn og Sævar
og einnig bátsferð, þar sem Geir-
finnur átti að hafa látið lífið fyrir
hendi Sigurbjörns Eiríkssonar og
Einars Bollasonar. Einnig nefndi
hann í því sambandi Valdimar
Olsen og Jón Ragnarsson í Drátt-
arbrautinni. Þegar honum voru
sýndar myndir þekkti hann þessa
menn aftur og einnig Ásgeir
Hannes Eiríksson.
2. marz sagði Kristján 'við yfir-
heyrslu að hann hefði aldrei heyrt
Geirfinn nefndan og vissi ekkert
um hvarf hans. Tveimur dögum
seinna sagðist hann hafa hugsað
málið betur og mundi nú aftur
eftir ferðinni til Keflavíkur og
bátsferðinni. Ekki kvaðst hann
muna gjörla hvað þar hefði gerst
en hann væri viss um að það hefði
varðað við lög. Sagði hann jafn-
framt að nafnið Geirfinnur segði
sér ekkert í málinu.
Minni Krist-
jáns batnar
En þegar líða tók á mánuðinn
virtist minni Kristjáns verða
betra því hann fór að muna
atburði og nöfn í Dráttarbrautinni
og talaði í því sambandi um
Sígurbjörn, Valdimar Olsen og
Erlu. I byrjun apríl skýrðust svo
ýmsir hlutir enn betur og þá
kvaðst hann muna eftir því að
hafa borið smyglvarning ásamt
Einari Bollasyni og Valdimar 01-
sen. Við yfirheyrslur allnokkru
seinna kom nafn Guðjóns Skarp-
héðinssonar fyrst fyrir hjá Krist-
jáni og kvað Kristján hann vera
útlendingslega manninn, sem
hann hafi fyrst séð þennan sama
dag og farið var til Keflavíkur. Við
yfirheyrslur í október skýrði
Kristján frá því að hann hefði
hringt til Geirfinns úr Hafnarbúð-
inni kvöldið sem hann hvarf. Lýsti
hann síðan viðskiptunum við
Geirfinn og átökunum í Dráttar-
brautinni en af frásögn hans
mátti skilja að hann hefði hvergi
komið þar nærri. 9. nóvember
sagði Kristján við yfirheyrslur að
Sigurbjörn Eiríksson hefði verið í
átökum við Geirfinn í Dráttar-
brautinni og sagði einnig að Sig-
'urbjörn hefði tekið hann haustaki.
Athyglisvert er, að enn í nóvem-
ber er nafni Sigurbjörns að skjóta
upp í frásögn Kristjáns. Jafn-
framt viðurkenndi Kristján nú í
fyrsta skipti að hafa tekið þátt í
átökunum við Geirfinn.
14. desember 1976 nefndi Krist-
ján frænda sinn Sigurð Óttar
Hreinsson á nafn í fyrsta skipti og
14. janúar gaf hann svo mjög
ítarlega skýrslu um ferðina til
Keflavíkur og átökin við Geirfinn.
Lýsti hann m.a. sínum hlut í
átökunum. Sagði Kristján að hann
hefði stöðvað Geirfinn þegar hann
ætlaði að ganga á brott. Sagðist
hann hafa slegið hann og Geir-
finnur slegið á móti. Sævar hefði
ráðist að Geirfinni og slegið hann
en Geirfinnur hefði þá hent hon-
um frá. Geirfinnur hefði verið
tekinn hálstaki og Sævar hefði
slegið hann með lurki. Síðan hefði
hann sjálfur tekið lurkinn og
slegið Geirfinn miklu höggi þvert
yfir brjóstið og hefði Geirfinnur
þá rekið upp vein. Hann hefði
síðan veitt honum 2—3 högg til
viðbótar en fremur létt. Þetta
hefði gengið svo fljótt og í miklum
æsingi að hann myndi þetta ekki
glöggt. Geirfinnur hefði hnigið
niður og veinað 'af sársauka og
hann hefði verið með sár á
gagnauga og kinn. Hann kvaðst
muna eftir að Guðjón hefði veitt
Geirfinni högg með hnefanum.
Lýsti Kristján því hvernig þeir
hefðu fundið út að Geirfinnur var
látinn. Þá lýsti hann flutningum á
líki hans, fyrst að Grettisgötu en
síðan upp í Rauðhóla. Einnig
játaði Kristján að hann hefði
tekið veski Geirfinns af líkinu og
tekið úr því 5 þúsund krónur.
Einnig tók hann teikniblýant, sem
hann afhenti lögreglunni síðar.
Kvaðst hann muna eftir mynd
Geirfinns í ökuskírteini hans, sem
var í veskinu.
Kristján
söðlar um
En 6. júlí 1977 breytti Kristján
algerlega framburði sínum og lét
bóka að hann hefði aldrei til
Keflavíkur komið og hann vissi
ekkert um afdrif Geirfinns. — Ég
er hættur að taka þátt í þessum
skrípaleik, lét Kristján bóka og
við það stendur í dag.
Því næst rakti ríkissaksóknari
framburð Erlu Bolladóttur. Verð-
ur farið fljótt yfir sögu um hann.
Nefndi hún til sömu menn og
Sævar og Kristján, þ.e. Klúbb-
mennina svonefndu. Hélt hún fast
fram sekt þeirra allt til í maí l976,
að hún sneri við blaðinu og sagðist
sjálf hafa skotið Geirfiún með
riffli samkvæmt skipun Sævars.
Kvaðst hún hafa játað á sig
verknaðinn vegna samvizkubits
yfir því að saklausir menn sætu
inni vegna hennar framburðar, en
þar í hópi var hálfbróðir hennar
Einar Bollason. Þennan framburð
tók hún til baka 1. september
sama ár. Skýrði hún frá förinni til
Keflavíkur og átökunum í Drátt-
arbrautinni milli Geirfinns ann-
ars vegar og Sævars, Guðjóns og
Kristjáns hins vegar en kvaðst
hafa farið af vettvangi þegar
Geirfinnur var kominn á hnén. Þá
sagði hún frá orðaskiptum á
leiðinni, þar sem Sævar hefði sagt
að beita þyrfti hörku og jafnvel
ráða manninn, þ.e. Geirfinn, af
dögum. Þá lýsti hún því hvernig
hún hefði hafst við í mannlausu
húsi um nóttina en fengið far til
HEILDARSALA Iceland Seafood
Corporation, dótturfyrirtækis
Sambandsins í Bandaríkjunum,
varð 84,1 milljón dollara á siðasta
ári eða um 33,6 milljarðar
íslenzkra króna. Heildarsalan
Var sýnd
mynd af
Magnúsi
ÞÓRÐIJR Björnsson rikissak-
sóknari sagði í Hæstarétti í
gær að afgreiðslustúlka í
Ilafnarbúðinni hefði skýrt svo
frá að henni hefðu verið sýnd-
ar myndir af nokkrum mönn-
um þegar frumrannsókn máis-
ins fór fram í Keflavík og átti
hún að reyna að finna þar úr
manninn. sem talinn er hafa
hringt í (leirfinn úr húðinni
þá um kvöldið. Var ein myndin
af Magnúsi Leopoldssyni.
Sama stúlka skýrði frá því að
ekkert samráð hefði verið haft við
hana um gerð leirmyndarinnar og
að henni hefði fundist að við gerð
hennar hefði verið tekið mið af
ljósmyndinni af Magnúsi.
Þá sagði saksóknari að stúlka,
sem var að verzla í búðinni og sá
manninn sem hringdi, hefði verið
ósátt við það hvernig myndin var
gerð, sérstaklega hvað varðaði
munnsvip og hársídd. Hvorug
þessara stúlkna þekkti Kristján
við sakbendingu en önnur þeirra
tók fram, að ef munnsvipur
Kristjáns hefði verið settur á
leirmyndina, hefðu hún líkst
manninum sem hringdi.
jókst um 16,4%.
Samkvæmt upplýsingum í Sam-
bandsfréttum eru meginþættirnir í
veltunni annars vegar sala fiskrétta
og hins vegar sala á frystum
fiskflökum. Sala fiskrétta jókst á
Hafnarfjarðar morguninn eftir
með tveimur bílum. Erla hefur
dregið framburð sinn til baka eins
og skýrt hefur verið frá í blaðinu
og gerðist það s.l. föstudag.
Sammála um
rangan framburð
I ræðu sinni rakti saksóknari
framburð ákærðu í málinu um að
bera rangar sakargiftir á þá menn
sem áður eru nefndir en fjórir
þeirra sátu í gæzluvarðhaldi að
ósekju í allt að 105 daga, þ.e. Einar
Bollason, Valdimar Leifsson,
Magnús Leopoldsson og Sigur-
björn Eiríksson. Kom það fram
hjá saksóknara að þau Érla, Sæv-
ar, Kristján og Guðjón hefðu
sammælst um það á árinu 1975 að
bendla þessa menn við málið ef
upp kæmist. Sagði Sævar að hann
hefði átt hugmyndina að því að
bendla Magnús og Sigurbjörn við
málið, þar sem sér hefði virzt af
blaðafregnum um frumrannsókn
málsins að þeir lægju undir grun.
Þá sagði Sævar að Erla hefði átt
uppástunguna að því að bendla
Einar bróður sinn við málið og
Valdimar Olsen en ennfremur
voru tilnefndir Jón Ragnarsson og
Ásgeir Hannes Eiríksson, eins og
áður er rakið.
Ríkissaksóknari mun í dag
klukkan 10 halda áfram sóknar-
ræðu sinni og tekur hann þá fyrir
framburð Guðjóns Skarphéðins-
sonar. Er óvíst að honum takist að
ljúka sóknarræðu sinni í dag en að
því mun vera stefnt.
-SS.
árinu um 14,4% að magni, en 19,5%
að verðmæti. Sala flaka jókst um
12,4% að magni, en um 29% að
verðmæti. Samkvæmt upplýsingum
Guðjóns B. Ólafssonar jókst heild-
arsala á fiskréttum í Bandaríkjun-
um ekki á síðasta ári.
ptlilria, «| verktraðl-
f*» *r fMrm I takli
f Gelrflnaur Elai
Frétt Mbl. um hvarí Geirfinns.
•ð yfirfara n uuiaæuanir, sem
1 "ja fyrir, og semja um verka-
tramhald ál
ularfullt
mannhvartl
Lögreglan biður um upplýsingar
»VI» erum búnir að rannsaka
Pítta mál mjög nákvæmlega, en
Mð hefur ekkert komið fram,
■em getur skýrt ferðir Geirflnns
til fundar við manninn i Hafnar-
bMinni. Við höfum kannað alla
»*tti, fjármál sem ann-
ert hefur komið f
FuHvíst er að það hafi veriðj
maður sem spurði eftir Ge'j
simanum. Litlu eftir sím^
gaf Geirfinnur heimili
ur 'ekki sést þar siðpj
akandi bi'-' -á bifreJ
Dótturfyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjunum:
Seldu fisk fyrir 33,6 milljarða
Hafnarbúðin í Keflavík, þar sem hið örlagaríka stefnumót var.
Júgóslavi handtekinn á Spáni:
Greiddi vændiskonum
með íslenskum krónum
NÝLEGA gat að líta eftirfarandi
frétt í dagblaðinu E1 Alcazar í
Madríd á Spáni. íslendingar
koma að vísu ekki við sögu
málsins samkvæmt fréttinni, en
þar sem fjallað er um íslenzku
krónuna er fréttin birt hér:
Lögreglan í Madríd hefur hneppt
í varðhald Ivo Lukic-Mijatovic, 38
ára Júgóslava frá Dubrare-Broki í
Júgóslavíu og sakað hann um
umfangsmikið misferli með
íslenzka þúsundkrónaseðla. Hann
er auk þess sakaður um fjölmarga
aðra glæpi, peningamisferli og að
fara inn í landið með ólögmætum
hætti.
Lukic-Mijatovic er sagður hafa
notað íslenzka þúsundkrónaseðla
sem sænskan gjaldeyri í ýmsum
viðskiptum. Hverjar þúsund krón-
ur íslenzkar jafngilda 120 pesetum,
gengi krónunnar er þó ekki skráð í
bönkum á Spáni, en sænska krón-
an er skráð á 15 peseta í bönkum á
Spáni og hefur hann því fengið um
15.000 peseta fyrir íslenzkan þús-
undkall.
Meðal þeirra sem Lukic-Mijato-
vic svindlaði á með þessum hætti
eru nokkrar vændiskonur, skart-
gripasalar, hótel, veitingastaðir
o.fl. Þegar hann var tekinn fastur
fundust í fórum hans 57.000
íslenzkar krónur, 2.600 vestur-þýzk
mörk, 132.000 pesetar, þrjár
myndavélar og linsur, sjö arm-
bandsúr og skartgripir úr gulli.
Einnig fannst í fórum hans arm-
bandsúr að verðmæti 400.000 krón-
ur, sem hann reyndi að selja fyrir
eina milljón peseta á veitingastað."