Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
3
Kvikmyndin Land og synir:
Frumsýnd sam-
tímis á Dalvík
og í Reykjavík
KVIKMYNDIN Land og synir,
verður frumsýnd í Austurbæjar-
bíói og í Dalvíkurbíói föstudag-
inn 25. janúar kl. 21. Mynd þessi
er gerð af ÍS-FILM s/f., leikstjóri
og höfundur handrits er Ágúst
Guðmundsson, framleiðandi er
Jón Hermannsson, kvikmynda-
tökumaður er Sigurður Sverrir
Pálsson, hljóðupptaka er í hönd-
um Friðriks Stefánssonar, leik-
mynd annaðist Jón Þórisson og
aðstoðarmenn við upptöku voru
Ari Kristinsson, Ingibjörg Briem
og Hjörtur Gíslason.
Um eitthundrað leikarar koma
fram í kvikmyndinni Land og
synir, og eru þeir víða að af
landinu, þó mest úr Svarfaðardal
og Reykjavík. Með aðalhlutverk
fara Sigurður Sigurjónsson, Guð-
ný Ragnarsdóttir, Jón Sigur-
björnsson og Jónas Tryggvason.
Myndin var að mestu tekin í
Svarfaðardal á síðast liðnu sumri,
a 35 mm litfilmu, og stóð kvik-
myndatakan yfir í tæpa tvo mán-
uði. Svarfdælir og fjöldamargir
aðrir veittu okkur ómetanlega
aðstoð enda þurfti mikið til að
skapa andrúmsloft kreppuáranna.
Kvikmyndin er byggð á sam-
nefndri skáldsögu Indriða G.
Þorsteinssonar. Þar segir frá ung-
um manni, sem missir föður sinn
og ákveður að yfirgefa sveit sína.
Efnið er sótt til tíma og ástands,
sem ríkti hér í landinu á árunum
fyrir seinni heimstyrjöldina. Hef-
ur verið lögð mikil áhersla á það
frá hendi leikstjóra og annarra
þeirra, sem að gerð myndarinnar
stóðu, að skapa blæ þessa tíma-
bils, og miklu tilkostað í fé og
fyrirhöfn af því tilefni.
ÍS-FILM s/f., fékk veittar níu
Frá kvikmyndun myndarinnar Land og synir, sem tekin var í
sumar, í Reykjavik, Svarfaðardal og víðar. Myndin verður
frumsýnd hinn 25. janúar næstkomandi, samtímis í Reykjavík og á
Dalvik.
milljónir króna úr nýstofnuðum
Kvikmyndasjóði ríkisins til kvik-
myndarinnar. Jafnframt lánuðu
fjórir bankar í Reykjavík rúmar
þrjátíu milljónir. Myndin kostar
fullbúin yfir sextíu milljónir
króna, en endanlegar tölur liggja
ekki ennþá fyrir, þar sem unnið
var að frágangi á kvikmyndinni
hjá Rank Ltd. í London fram að
síðustu dögum fyrir frumsýningu.
Kvikmyndin Land og synir er
fyrsta stórmynd Ís-FILM s/f., en
fyrirtækið hyggur á framhald
verði myndinni vel tekið af kvik-
myndahúsagestum. Tíminn hafi
leitt í ljós, að íslendingar geta
sjálfir staðið að kvikmyndagerð
eins og þessari, og vonandi takist
vel til um framhaldið.
Kvikmyndin verður aðeins sýnd
í kvikmyndahúsum.
Stöðumælasektir
hækka um 100%:
Sektir einn-
ig skrifaðar
á gula skífu
STÖÐUMÆLASEKTIR hækkuðu
í íyrradag um 100%, eða úr 500
krónum í 1000 krónur í
Reykjavík, samkvæmt upplýsing- )
um sem Morgunblaðið fékk í gær
frá gatnamálastjóra. Á sama '
tíma hafa stöðumælaverðir nú
fengið fyrirmæli um að skrifa i
sektarmiða á þá bíla sem standa
á stöðumælastæði. þar sem
skífunni hefur verið snúið á gult
spjald.
Segir í frétt gatnamálastjóra,
að stöðumælaverðir hafi að und-
anförnu snúið snerlinum, þegar
gula skífan hafi sést uppi, en
sívaxandi gleymska eða misnotk-
un ökumanna verði ekki varin
lengur, enda sé um augljós brot á
reglugerð að ræða. — Tilgangur-
inn með uppsetningu stöðumæla
sé fyrst og fremst sá að miðla
eftirsóttum bifreiða.stæðum til
sem flestra borgara.
Janúarmorgunn við smábátahöfnina í Eyjum. Ljósm. Mbl. Sigurgeir.
Ráðstefna um
stöðu og stefnu
Eyjabyggðar
UM 20 framsögumenn verða á ráðstefnu í Vestmannaeyjum dagana 26. og
27. jan. n.k., þar sem fjallað verður um stöðu og stefnu Vestmannaeyja.
Fjallað verður um átta málaflokka i stuttum framsöguræðum en
höfuðáherzla lögð á útgerð og fiskvinnslumál. Vestmannaeyjar eru stærsta
verstöð landsins og skila gjaldeyrisverðmætum í samræmi við það, en
margir eru uggandi yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað þar að
undanförnu, allt frá eldgosinu 1973, en m.a. hefur fiskiskipum i flota
Eyjamanna fækkað um 25% á liðlega einu ári. Hafa skipin ýmist verið seld
úr Eyjum eða aflögð og engin ný komið í staðinn. Útvegsbændur unnu m.a.
ýtarlega skýrslu um þróun mála i ársbyrjun 1979. Ráðstefnan er opin öllum
og verða frjálsar umræður og fyrirspurnir í hverjum málaflokki.
Fjallað verður um stöðu útgerðar, fiskvinnslu, bankamála, samvinnu
verkalýðsfélaga og atvinnurekenda, iðnaðar, stöðu og hlutverk bæjarsjóðs.
stöðu eldri borgara og eftirgosmál.
Auk tuttugu heimamanna sem
flytja framsöguerindi, munu sækja
fundinn Jón Jónsson fiskifræðingur
og forstjóri Hafrannsóknastofnunar,
en hann flytur erindi um stöðu
þorskstofnsins og Suðurlandsmið.
Sverrir Hermannsson alþingismaður
og forstjóri Framkvæmdastofnunar
ríkisins mun sitja fundinn og Bjarni
Guðbjörnsson bankastjóri Útvegs-
banka Islands í Reykjavík. Tómas
Árnason, alþm. annar forstjóra
Framkvæmdastofnunar, kemst ekki
á fundinn vegna annarra erinda, en
væntanlega mætir á fundinn Karl
Steinar Guðnason alþm., formaður
stjórnar Framkvæmdastofnunar. Þá
munu þingmenn Suðurlandskjör-
dæmis væntanlega sitja fundinn.
Um útvegsmál munu fjalla í fram-
söguræðum þeir Kristinn Pálsson
formaður Útvegsbændafélags Vest-
mannaeyja, Hilmar Rósmundsson
skipstjóri og útvegsbóndi og Daníel
W.F. Traustason skipstjóri og út-
vegsbóndi.
Um fiskvinnsluna flytja framsögu
þeir Haraldur Gíslason fram-
kvæmdastjóri, Eyjólfur Martinsson
framkvæmdastjóri og Sigurður Ein-
arsson útvegsbóndi.
Um bankamál munu ræða þeir
Halldór Guðbjarnarson bankastjóri
Útvegsbanka íslands í Vestmanna-
eyjum og Benedikt Ragnarsson
sparisjóðsstjóri. Um samvinnu
verkalýðsfélaga og atvinnurekenda
munu fjalla Jón Kjartansson for-
maður Verkalýðsfélags Vestmanna-
eyja, Arnar Sigurmundsson skrif-
stofustjóri, Elías Björnsson formað-
ur sjómannafélagsins Jötuns og Gísli
R. Sigurðsson framkvæmdastjóri út-
vegsbænda. Fyrrgreind mál verður
fjallað um fyrri dag ráðstefnunnar,
en þann síðari verður fjallað um
iðnað í Eyjum og þar flytja framsögu
þeir Gunnlaugur Axelsson forstjóri
og Eggert Ólafsson skipasmiður. Um
stöðu eldra fólks í Eyjum ræða Páll
Eyjólfsson og Anna Þorsteinsdóttir,
um stöðu og hlutverk bæjarsjóðs
flytja framsögu Páll Zóphoníasson
bæjarstjóri og Sigurður Jónsson bæj-
arfulltrúi og um eftirgosmál flytur
framsögu Arni Johnsen sem jafn-
framt er ráðstefnustjóri, en ráðstefn-
an er boðuð að hans frumkvæði.
Lesendakönnun Morgunblaðsins lokiö:
97,7% lesa innlendar
fréttir, 86,8% Lesbók
Framhaldssagan, skák og bridge lítið lesið
LESENDAKÖNNUN Morgunblaðsins er lokið og liggja niðurstöður
hennar nú fyrir. Könnun þessi var framkvæmd á vegum Hagvangs hf. og
var hún gerð síðari hluta októbermánaðar og fram eftir nóvembermánuði.
Úrtakið náði til 1998 einstaklinga, sem valdir voru eftir áskrifendalistum
blaðsins eftir að heimilisfólki áskrifenda á aldrinum 16—67 ára hafði verið
bætt við listann. Af þeim, sem fengu senda spurningalista svöruðu 60,3%,
sem talið er mjög góð þátttaka.
Innlendar fréttir eru mest lesna
efni Morgunblaðsins skv. niðurstöð-
um þessarar könnunar. Innlendar
fréttir eru lesnar af 97,7% þeirra,
sem spurðir voru nær alltaf eða oft.
Erlendar fréttir blaðsins eru einnig
mikið lesnar og segja 87,6% af þeim
sem spurðir eru að þeir lesi erlendar
fréttir nær alltaf eða oft.
Sem dæmi um lestur annars konar
efnis í blaðinu má nefna, að þáttur-
inn Fólk í fréttum er lesinn af 87,8%
þeirra sem spurðir voru nær alltaf
eða oft og afmælis- og minningar-
greinar af 54,3%. Þá kom fram, að
Lesbók Mbl. er mjög mikið lesin,
86,8% lesa hana nær alltaf eða oft.
Af því efni blaðsins, sem lítið er
lesið skv: niðurstöðum þessarar
könnunar má nefna að framhalds-
sagan er aðeins lesin „nær alltaf eða
oft“ af 6,6% þeirra, sem þátt tóku.
Þættir um skák og bridge eru lítið
lesnir. Aðeins 11,3% segjast lesa
þætti um skák nær alltaf eða oft og
10,2% þætti um bridge.
Jafnt hjá
Guðmundi
GUÐMUNDUR Sigurjónsson
gerði í gær jafntefli við alþjóð-
lega skákmeistarann Ree frá
Hollandi á mótinu í Wijk aan Zee
i Hollandi. Er Guðmundur nú
með hálfan vinning eftir tvær
umferðir, en skákin í gær fór í
bið eftir 28 leiki.
Það sem helst bar til tíðinda á
mótinu í gær var að Korchnoi
tapaði fyrir Seyrawan og Timman
tapaði fyrir Brown. Er Seyrawan
nú efstur með tvo vinninga.
Mótinu verður fram haldið í
dag, og teflir Guðmundur þá við
Burn frá Bandaríkjunum.
I lesendakönnuninni kom fram að
meirihluti lesenda Morgunblaðsins
les blaðið að morgni og aftur að
kvöldi og notar meira en 20 mínútur
til lestrar daglega, en það er meira
en yfirleitt gerist samkvæmt svipuð-
um skoðanakönnunum erlendis.
Morgunblaðið vill þakka öllum þeim,
sem þátt tóku í þessari lesendakönn-
un. Niðurstöður hennar munu auð-
velda Morgunblaðinu að bæta efni
blaðsins og aðlaga það sjónarmiðum
og óskum lesenda. Verðlaunum var
heitið vegna þátttöku í þessari
lesendakönnun Morgunblaðsins og
voru þau sólarlandaferð fyrir tvo og
hljómplötur að eigin vali fyrir 20
þátttakendur.
Sólarlandaferð fyrir tvo hlaut
Magnús Hjartarson, Skaftahlíð 29,
en eftirtaldir þátttakendur hlutu
hljómplötu skv. eigin vali: Pjetur
Leifur Pjetursson, Þinghólsbraut 5,
Kópavogi; Sigurbjörg Sigurðardótt-
ir, GrenSásveg 45, Reykjavík; Elín
Gísladóttir, Sundlaugaveg 28,
Reykjavík; Karl Einarsson, Hraun-
tungu 58, Kópavogi; Örn Haukur
Ingólfsson, Aratúni 30, Garðabæ;
Símon Ólafsson, Laufvangi 12, Hafn-
arfirði; Lára Böðvarsdóttir, Barma-
hlíð 54, Reykjavík; Kristín Þorkels-
dóttir, Birkihvammi 12, Kópavogi;
Magnús Magnússon, Huldulandi 30,
Reykjavík; Sigurlaug Jóhannsdóttir,
Safamýri 42, Reykjavík; Bjarni
Kristjánsson, Tunguseli 9, Reykja-
vík; Ólöf S. Magnúsdóttir, Bjarn-
arstíg 1, Reykjavík; Baldur Pálmi
Erlingsson, Rauðarárstíg 24,
Reykjavík; Hjalti Ásgeirsson, Ný-
býlaveg 74, Kópavogi; Margrét Guð-
mundsdóttir, Grenigrund 5, Kópa-
vogi; Guðmundur Hilmar Pétursson,
Mávabraut 10B, Keflavík; Guðbjörg
Sigmundsdóttir, Hlyngerði 5,
Reykjavík; Guðbjörn Níels Jensson,
Ásgarði 145, Reykjavík; Guðný
Hinriksdóttir, Brekkubæ 34,
Reykjavík; Ingjaldur Eiðsson,
Maríubakka 18, Reykjavík.
Ólafur Örn Ilaraldsson framkvæmdastjóri Ilagvangs. Hrafnhildur
Hrafnkelsdóttir og Gunnar Maack draga um vinninga i lesendakönnun
Mbl.
I