Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
Húsfyllir var í bíóinu þegar börnin úr hinum ýmsu deildum KFUM og K allt frá Seltjarnarnesi til
Garðabæjar ásamt Reykjavík söfnuðust þar saman til árshátíðar.
Hornaflokkur Kópavogs lék undir stjórn Björns Guðjónssonar.
Rúmlega
800 börn
á árshátíð
KFUM og K
RÚMLEGA 800 börn og ungl-
ingar söfnuðust saman til árs-
hátíðar KFUM og K sem haldin
var i Austurbæjarbiói um helg-
ina. Var árshátiðin fyrir yngri-
deildir og unglingadeildir félag-
anna og ásamt börnunum sóttu
hana nokkrir tugir starfsmanna.
Dagskráin hófst með leik
Hornaflokks Kópavogs undir
stjórn Björns Guðjónssonar og
spilaði flokkurinn einnig undir
almennan söng og síðan kom fram
danski grínistinn og töframaður-
inn Aksel Kristiansen. Flutti hann
gamanmál sitt á dönsku sem
túlkað var jafnóðum og sýndi
hann einnig ýmis töfrabrögð.
Mátti túlkurinn hafa sig allan við
að snara á dönskuna ákúrum frá
áhorfendunum ungu þegar þeir
töldu hann hafa brögð í tafli.
Aksel Kristiansen er starfsmaður
danska heimatrúboðsins og hefur
aðsetur á Suður-Jótlandi, en starf
hans er einkum fólgið í leiðbein-
Og börnin kunnu vel að meta danskt sem íslenskt framlag árshátíðar
KFUM og K.
TW7
V
THE OBSEKVER
eftir Dennis
Bloodworth
400 lögfróðir Kínverjar sem
héldu ráðstefnu í desember s.I.
voru heldur svartsýnir í umræð-
um sínum um síf jölgandi afbrot
í allt of þéttbýlum stórborgum
Kina. í dagblaðinu Peking
Daily var greint frá yfirheyrsl-
um yfir tveimur foringjum
óaldarflokka. Þeir voru ákærð-
ir fyrir að hafa skipulagt götu-
bardaga í höfuðborginni sem
140 skemmdarvargar tóku þátt
í, vopnaðir hnífum, skóflum og
baunabyssum. Þetta var ekki
eina atvikið sinnar tegundar.
Upplýst varð í október að hópar
óánægðra unglinga í Peking og
Tianjin (Tientsin) hefðu ráðist
á og rænt vegfarendur um
hábjartan dag þegar ekki varð
af bardaga þeirra við annan
hóp óaldarseggja.
Glæpir eru nú orðnir daglegt
brauð í Kína en hér áður fyrr
læsti fólk ekki einu sinni húsum
sínum. Nú ganga lausir hvers
kyns lögbrjótar: Morðingjar,
vopnaðir ræningjar, nauðgarar
og brennuvargar auk fjárhættu-
spilara, vasaþjófa og þrjóta sem
læðast um tveir og tveir og ræna
eða limlesta stúlkur á leið heim
úr kvöldskóla.
Rauðu varðliðarnir
Flestir kenna menningarbyit-
ingunni, sem átti sér stað um
Pabbadrengirnir
í Kína eru ekki
barnanna bestir
miðjan sjöunda áratuginn, um
ofbeldið í þéttbýliskjörnum. Þá
espaði Mao unga vinstri sinna í
rauða varðliðinu upp á móti
flokksleiðtogum sem höfðu boðið
honum byrginn. Lagt var hart að
ungu fólki að „ná valdinu í sínar
hendur“ og gera uppreisn gegn
foreldrum, kennurum og öðrum
sem eitthvert vald höfðu.
Byltingin endaði með því að
ungu fólki var tvístrað og það
sent út á land þar sem það átti
að „læra af bændum". Nú hafa
tugir þúsunda snúið aftur til
borganna og bætzt i hóp at-
vinnulausra, sem þegar eru um
20 milljónir. Unga fólkinu var
tamið stjórnleysi og hagar sér
samkvæmt því en nú er sagt að
það hafi orðið fyrir áhrifum af
fjórmenningaklíkunni illræmdu.
Þessi skýring tekur ekki tillit
til þess að langur tími er liðinn
frá menningarbyltingunni.
Flestir rauðu varðliðanna eru
komnir á þrítugs- eða fertugs-
aldur en árið 1977 frömdu ungl-
ingar 70% upplýs'tra glæpa í
Kína og 1978 hækkaði sú tala í
73%. Samkvæmt opinberum
fréttum er yfir helmingur ung-
menna sem fremja afbrot enn
við nám en meðalaldur barna á
upptökuheimilum í Peking, sem
hefur fjölgað úr 3 í 10 á
undanförnum árum, um 16 ár.
Auk þessa eru margir ungu
óaldarseggjanna börn háttsettu
mannanna í flokkskerfinu sem
rauðu varðliðarnir ætluðu að
steypa. Satt má vera að kapital-
istar og yfirstéttir Vesturlanda
ali upp krakkaorma sem verða
aldrei annað en dugleysingjar en
það er augljóst að börn spillast
einnig við völd og forréttindi
fárra í öreigastjórnkerfi. Það
sézt vel á sögunni um Chang
Lung-Huang.
Hann varð fúll við tilhugsun-
ina um að snúa aftur út í
dreifbýlið eftir stutta en fjöruga
heimsókn til Shanghai um ára-
mótin. Hann var óbrotinn vinnu-
maður í sveitinni en tók það til
bragðs að gerast sonur valda-
manns í Peking. Chang Lung-
Huang hringdi í miðasölu Óp-
eruhússins í Shanghai og þóttist
vera einhver háttsettur í flokks-
ráði borgarinnar. Hann bað um
að vini sinum, félaga Li, yrði
útvegað gott sæti í óperunni þá
um kvöldið. Hann kvað félaga Li
vera son vara-yfirhershöfðingja
hersins í heimsókn frá Peking.
Spilaðá auÖtrúa
Chang Lung-Huang mætti í
leikhúsinu og lék hinn tilbúna
Li. Honum var vísað með pomp
og prakt í fínustu sæti hússins
og leiddur bak við tjöldin að
sýningu lokinni. Þar hitti hann
leiklistarfólkið og fór háfleygum
orðum um kosti og galla sýn-
ingarinnar. Hann gat valið þá
Stúlku úr hópi leikaranna sem
honum leizt bezt á og flutti
fljótlega heim til foreldra henn-
ar. Hann hringdi í valdamann í
Shanghai og þóttist vera „pabb-
inn“ í Peking og komst þannig
Tugþúsundir hafa snúið aftur til borganna, einatt í trássi við
vilja stjórnvalda. Sumir eru einfaldlega búnir að fá nóg af
„sveitasælunni“, aðrir krefjast nú bóta fyrir það misrétti sem
þeir voru beittir í hinni svokölluðu menningarbyltingu Maos.
Þannig fjölgar atvinnulausum í þéttbýlinu dag frá degi. —
Mynmdin er frá Chungnanhai þar sem óánægðir aðkomumenn
efndu til mótmælafundar.
yfir bíl til eigin afnota sem er
eitt það allra fínasta í Kína.
Á ríkisbíl og í fínasta herbún-
ingi tókst honum að leika á
hvern sem var. Auðfengnir vinir
báru í hann mat, drykk og gjafir.
Þeir buðu honum peninga fyrir
að nota aðstöðu sína til að
útvega þeim stærri hús eða betri
vinnu. Hann tók að sér að greiða
götu þeirra og sagðist lítið hafa
fyrir því — sem óbreyttur vinnu-
maður gat hann lítið gert hvort
eð var.
Að lokum komst upp um
Chang Lung-Huang en uppátæki
hans fréttist víða. Kínverski
rithöfundurinn Ba Jin líkti því
við leikritði „Eftirlitsmaðurinn"
eftir Gogol sem fjallar um svip-
aðan atburð. „Rússi skrifaði það
sem ádeilu fyrir yfir hundrað
árum en það gerir í rauninni gys
að okkur í dag.“ Dagblað í
Cannton sagði að leikbúninga
væri ekki þörf til að narra
Kínverja, það nægði að segjast
vera sonur flokksritara eða
vara-yfirhershöfðingjans. Börn í
hástéttum kommúnismans halda
að þau eigi heimtingu á hóglífi
og eru með uppsteit af raunin
reynist önnur.
Háttsettir menn í flokknum
hafa verið gagnrýndir í blöðum í
Peking fyrir að heimta ekki
aðeins forréttindi fyrir sig held-
ur einnig afkomendur sína. Þeir
eru sagðir nota völd sín til að
losa syni sína við vinnuskyldu á
bóndabýlum eða stytta dvöl
þeirra þar. Þeir hafa verið sak-
aðir um að útvega vinum og
ættingjum flokksskírteini, eftir-
sótt störf og ferðaleyfi til út-
landa í gegnum klíkuskap. Börn-
in senda þeir í sérstaka skóla og
koma fram við þau eins og
sjálfsagða erfingja stjórnar-
tauma í Kína.
í rannsókn sem var gerð í
kínverskum skólum kom í ljós að