Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 40
\ I /
íEvn
QUARTZ — úr
/ | \ Þessi heimsþekktu
*» úr fást hjá flestum
úrsmiöum.
:Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
JHvreunblflbitl
FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
65—70% fyrir-
framgreiðsla
Ljósm.: Ragnar Axelsson.
Vilja frekari frest til
að ákveða fiskverðið
Drög að lagafrumvörpum send þingflokkunum í gær
DRÖG að lagafrumvörpum um
Aflatryggingasjóð og útflutn-
ingsgjald voru i gær send þing-
Saksókn-
arinn hef-
ur talað í
tólf tíma
SAKSÓKNARI ríkisins
Þórður IJjornsson hóf í
gærmorgun umfjöllun
Geirfinnsmálsins fyrir
Hæstarétti en þá skömmu
áður hafði hann lokið við
að ræða þau ákæruatriði.
sem lúta að Guðmundar-
málinu.
Sóknarræða Þórðar Björnssonar
í Guðmundarmálinu stóð í l'k
klukkustund og þegar hann lauk
máli sínu klukkan 17 í gær og hlé
var gert, hafði ræða hans í Guð-
mundar- og Geirfinnsmálum staðið
í 12 klukkustundir. Þetta er lang
lengsta ræða, sem saksóknarinn
hefur flutt í opinberu máli. Stefnt
mun að því að hann ljúki sóknar-
ræðu sinni í dag en óvíst er að það
takist.
Þegar Þórður Björnsson hefur
lokið máli sínu munu verjendur
hinna ákærðu flytja sínar ræður.
Síðan mun saksóknarinn taka til
máls á ný og loks verjendur aftur.
Er fastlega gert ráð fyrir því að
málflutningurinn muni standa
langt fram í næstu viku.
Sjá „Misskilningur vegna áfeng-
iskaupa kveikja að árásinni á
Geirfinn“ á bls. 16.17 og 18.
flokkunum til umsagnar, að því
er Kjartan Jóhannsson sjávar-
útvegsráðherra tjáði Morgun-
blaðinu í gærkvöldi. Breytingar
á þessum lögum eru nauðsyn-
legar vegna ákvörðunar fisk-
verðs, en hugmyndin mun vera
að uppbætur á vannýttar fisk-
tegundir verði tryggðar í þess-
um frumvörpum.
Frestur sá sem yfirnefnd verð-
lagsráðs sjávarútvegsins hafði til
að ákveða almennt fiskverð renn-
ur út á morgun. í gær óskaði
yfirnefndin eftir enn frekari
fresti og sagði Kjartan Jóhanns-
son í gærkvöldi, að afstaða yrði
tekin til þeirrar beiðni í dag.
Hann var spurður hvað liði und-
irbúningi frumvarps um olíu-
gjald, en lög um það féllu úr gildi
um áramót. Sagði ráðherrann að
unnið væri að því máli.
Fundir voru í gær í yfirnefnd-
um verðlagsráðs sjávarútvegsins
um almennt fiskverð og loðnu-
verð.
MJÖL hefur farið hækkandi á
mörkuðum að undanförnu, en lýsi
hins vegar staðið í stað. Að sögn
Jóns Reynis Magnússonar fram-
kvæmdastjóra Sildarverksmiðja
rikisins er mjölverð nú komið yfir
Skattgreiðendum ber að greiða
65 af hundraði þinggjalda í fyrra
fyrirfram á þessu ári. og greiða
ber 70 af hundraði útsvars fyrir-
fram. samkvæmt frumvarpi um
greiðslu opinberra gjalda sem lagt
var fram og afgreitt í efri deild
Alþingis í gær. Málið þarf að fara
i gcgnum neðri deild og aftur fyrir
ASÍ og VSÍ:
Fyrsti við-
ræðufundur
á föstudag
VIÐRÆÐUNEFND Alþýðusam-
bands fslands fjallaði á fundi i
gær um samþykkt framkvæmda-
stjórnar Vinnuveitendasambands
íslands. sem hún sendi frá sér í
fyrradag. í ályktun, sem viðræðu-
nefnd ASÍ samþykkti segir m.a.:
„Samþykkt VSÍ er ærið mót-
sagnakennd, t.d. er i einu orðinu
lýst vilja til viðræðna og í hinu
aftekið að ræða kröfur ASÍ. Kröf-
ur VSÍ um stórfellda kjaraskerð-
ingu eru í hróplegri mótsögn við
það heildarmat Vinnuveitenda-
sambandsins á efnahagslegum að-
stæðum sem fram koma í sam-
þykktinni. Viðræðunefnd ASÍ
itrekar fram settar kröfur Al-
þýðusambandsins og óskar eftir
fundi þar sem sjónarmiðin fáist
betur skýrð.“
Samþykkt viðræðunefndar ASÍ
var afhent VSÍ í gær, og hefur
fyrsti viðræðufundur aðilanna ver-
ið ákveðinn á föstudag.
7 dollara á próteineiningu, en
fyrst í haust var mjölið selt á 6.50
dollara um tíma, en verðið hefur
síðan hækkað hægt og sigandi.
— Verðið er nú komið svolítið
yfir 7 dollara próteineiningin cif,
efri deild áður en það verður að
lögum, en búist er við að það verði
fyrir helgi.
Samkvæmt lagafrumvarpinu á að
innheimta sameiginlega af hjónum
sem samsköttuð voru árið 1979.
Skal sú fyrirframgreiðsla ganga til
greiðslu á þeim gjöldum er hvoru
hjónanna um sig kann að verða gert
að greiða á þessu ári, í sömu
hlutföllum og verða milli heildar-
gjalda þeirra.
Höskuldur Jónsson ráðuneytis-
stjóri í fjármálaráðuneytinu sagði í
gær að ekkert væri því til fyrir-
stöðu að innheimta fyrstu fyrir-
framgreiðslu hjá skattgreiðendum
um næstu mánaðamót, þó vissulega
ylli það erfiðleikum hve seint frum-
varpið kæmi fram.
Sjá nánar á blaðsíðu 27 í Morgun-
blaðinu í dag.
Saltfisk-
ur fyrir 32
milljarða
SALTFISKUR var á síðasta ári
fluttur út fyrir um 32 milljarða
króna, en 18 milljarða 1978.
Er því um 78% verðmætisaukn-
ingu að ræða á milli ára, sem
skapast af um 20% verðhækkunum
að meðaltali í helztu markaðslönd-
um á árinu, 18% aukning útflutts
magns og um 24% gengisbreytinga
gagnvart dollar. Saltfiskframleiðsl-
an á árinu nam um 41.500 lestum, en
mun minni birgðir eru í landinu nú
en um síðustu áramót.
Sjá nánar blaðsíðu 20.
en lýsisverðið hefur lítið breytzt
frá því að við vorum að selja lýsið í
haust á 445—450 dollara tonnið,
sagði Jón Reynis Magnússon. Hann
sagði ennfremur að nú væri lítið af
óseldu mjöli og lýsi í landinu.
Svavar vaim um-
boöiö á hlutkesti
IILUTKESTI réð því, að Svavar Gestsson. alþingismaður fékk umboðið til stjórnarmyndunar, en ekki
Ragnar Arnalds, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins eftir að þeir höfðu orðið jafnir í
atkvæðagreiðslum innan þingflokksins. Nokkrar skoðanakannanir fóru fram í þingflokknum áður en
til endanlegrar atkvæðagreiðslu kom og skildu þá þeir Ragnar og Svavar ávallt jafnir.
Tveir þingmenn voru fyrst
fjarverandi, en við lokaatkvæða-
greiðsluna voru allir viðstaddir.
Fékk þá hvor um sig 5 atkvæði,
en einn seðill var auður. Var þá
dregið í milli þeirra og kom upp
seðill með nafni Svavars Gests-
sonar.
Eins og frá hefur verið skýrt í
Morgunblaðinu kom upp ágrein-
ingur milli þeirra Ragnars og
Svavars, er ljóst varð, að Lúðvík
Jósepsson, formaður Alþýðu-
bandalagsins vildi ekki sjálfur
stýra stjórnarmyndunartilraun
flokksins. Lúðvík vildi benda á
Ragnar Arnalds sem formann
þingflokksins, en þá mun
Reykjavíkurdeild flokksins hafa
risið upp og mótmælt. Var þá
ákveðið að þingflokkurinn skæri
úr um í þessu máli. Að minnsta
kosti þrjár skoðanakannanir
fóru fram innan þingflokksins
og skildu þeir Ragnar og Svavar
ávallt jafnir, en eitt atkvæði var
autt.
Við lokaatkvæðagreiðsluna fór
allt á hinn sama veg og varð þá
að samkomulagi með þeim
Ragnari og Svavari, að hlutkesti
skyldi ráða. Það var svo aldurs-
forseti þingflokksins, Stefán
Jónsson, sem dró úr miðum með
nöfnum þeirra á og kom þá upp
hlutur Svavars.
Talsverð hækkun á loðnum jöli