Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
Gunnar Thoroddsen um húsnæðisfrumvarpið:
Markvert spor —
en breytinga þörf
Byggingarsjóður fái heim-
ild til útgáfu skuldabréfa
Samkomulag 1974 —
Nefndaskipan 1975
Gunnar Thoroddsen, íyrrv. fé-
lagsmálaráðherra, var meðal
þátttakenda í umræðum um frum-
varp um Húsnæðismálastofnun
ríkisins, sem var fram haldið í efri
deild Alþingis í gær. Hann minnti
m.a. á samning verkalýðshreyf-
ingar og ríkisstjórnar 1974, um
byggingu félagslegra íbúða, og
skipan nefndar í framhaldi af
honum 1975, sem hafa átti með
höndum heildarendurskoðun hús-
næðismálalöggjafar. Nefnd þessi
vann mikilvægt könnunar- og
ur.dirbúningsstarf, sem sjá má
merki um í þessu frumvarpi, þó
henni hafi ekki unnizt tími til að
ganga frá fullbúnu frumvarpi.
G.Th. þakkaði ráðherra að ýmsu
leyti vandaðan undirbúning þessa
frumvarps.
G.Th. rakti og störf annarrar
nefndar, sem skipuð var í samráði
við verkalýðssamtökin 1977, og
endurskoða átti ákvæði laga um
byggingu íbúða á félagslegum
grundvelli. Sú nefnd lauk störfum
í nóvember 1978. Er byggt á
tillögum hennar í veigamiklum
atriðum í þessu frumvarpi, sagði
G.Th.
Atriði, sem þurfa
athugunar við
G.Th. lýsti stuðningi við frum-
varpið, að áskildum breytingum,
sem nánar yrðu ræddar í þing-
nefnd. Hann kom inn á ýmis
atriði, sem hér eru upp talin
efnislega:
1) Málfarslegt atriði. Betur
færi á því að kalla stofnunina
Húsnæðisstofnun en Húsnæðis-
málastofnun.
2) Nóg væri að hafa einn for-
stjóra og einn framkvæmdastjóra
í stað þriggja eða jafnvel fjögurra.
3) Varðandi fjáröflun til bygg-
ingarsjóðs þyrfti að gæta þess að
möguleikar hans tit fjáröflunar
frá lífeyrissjóðum, sem Væru ákaf-
lega mikilvægir, yrðu ekki skertir
með ásókn annarra stofnlána-
sjóða. Einnig þyrfti að bæta við
heimilt til sjóðsins um útgáfu
skuldabréfa af hans hálfu, sem
myndi auka fjáröflunarlíkur hans.
4) Byggingarsjóður er í vörzlu
Seðlabanka en afgreiðsla lána úr
sjóðnum og innheimtur á vegum
veðdeildar Landsbankans. Athuga
þarf, hvort ekki er beinlínis rétt
að hafa það sem aðalreglu að
almennar innlánsstofnanir geti
haft þessa afgreiðslu með hönd-
um.
5) Eiga lán að fylgja íbúðum,
sem lánað er til, eða einstakling-
um. Til athugunar þarf að taka,
27
hvort ekki eigi að takmarka veru-
lega hversu oft megi veita sama
einstaklingi lán til íbúðarbygg-
ingar.
6) Stytting lánstíma úr 26 í 21
ár er vafasöm.
7) Lán til tækninýjunga þarf að
samhæfa eða samræma hliðstæð-
um lánum úr öðrum sjóðum, t.d.
Iðnlánasjóði.
8) I frumvarpinu er gert ráð
fyrir að lánahlutfall verði aldrei
lægra en 30% en nái 80% eftir 10
ár. Athuga þarf vandlega, hvort
ekki er hægt að ná þessu lána-
marki á mun skemmri tírna.
9) Æskilegra er að félagsmála-
ráðherra tilnefni mann í stjórnir
verkamannabústaða, en ekki er
gert ráð fyrir því í 37. gr.
10) Nægilegt er að tækni og
þjónustudeild Húsnæðismála-
stofnunar veiti umrækjendum al-
mennar upplýsingar og ráðgjöf, en
óþarft er að hún reki- sjálfstæða
teiknistarfsemi í samkeppni við
almennar teiknistofur.
Frumvarpið í heild er markvert
spor til umbóta í húsnæðismálum,
sem ég lýsi stuðningi við með
ýmsum breytingum, sem ég vænti
að komi til umræðu í þeirri
þingnefnd, er fær málið til um-
fjöllunar.
— Til máls tóku, auk G.Th.,
Guðmundur Bjarnason (F), Helgi
F. Seljan (Abl) og Magnús H.
Magnússon ráðherra, er svaraði
gagnrýni. Verður áð þeim svörum
vikið á þingsíðu Mbl. síðar.
65% þinggjalda, 70% útsvars 1979:
Dráttarvextir af vanskil-
um — ekki heildarskuld
Frumvarp um greiðslu opin-
berra gjalda fyrri hluta árs 1980
Sighvatur Björgvinsson
fjármálaráðherra mælti í
gær í neðri deild Alþingis
fyrir frumvarpi til laga um
greiðslu opinberra gjalda
fyrri hluta árs 1980. Sam-
kvæmt frumvarpinu ber að
innheimta hjá hverjum
skattgreiðanda á fyrri
hluta ársins, með fimm
jöfnum fjárhæðum, 65% af
þinggjöldum þeim, sem
greiðanda bar að greiða á
árinu 1979, og 70% af
útsvari fyrra árs. Þing-
deildin afgreiddi frumvarp-
ið til efri deildar með þeirri
breytingu (að tillögu fjár-
hags- og viðskiptanefndar)
að dráttarvextir reiknist
aðeins ef til kemur af
gjaldföllnum en vangreidd-
um afborgunum opinberra
gjalda en ekki af heildar-
skuld (álagningu) eins og
frumvarpið gerði ráð fyrir.
Fyrirfram-
greiðsla hjóna
I máli ráðherra kom fram að af
hjónum, sem samsköttuð voru
1979, beri að innheimta sameigin-
lega fyrirframgreiðslu, þrátt fyrir
sjálfstæða skattaðild hvors hjóna
nú, miðað við þá skatta er voru á
þau lögð 1979. Skal þessi fyrir-
framgreiðsla ganga til greiðslu á
þinggjöldum er á hjónin hvort um
sig kunna að verða lögð á árinu
1980 í sömu hlutföllum og verða
milli heildarþinggjalda þeirra á
árinu. Skal hið sama gilda um
útsvarsinnheimtu og álagningu.
Innheimtuhlutfall
Ráðherra sagði talsmenn sveit-
arfélaga hafa fært rök fyrir því að
ekki mætti hafa fyrirframgreiðslu
til sveitarfélaga lægra hlutfall ert
70% af útsvari fyrra árs, ef
sveitarfélögin ættu ekki að kom-
ast í greiðsluvandræði. Sumir
hefðu jafnvel talið að innheimtu-
hlutfallið þyrfti að vera hærra. Af
þessum sökum væri fyrirfram-
greiðsla útsvara hærri nú hlut-
fallslega en af sköttum til ríkis-
sjóðs, skv. frumvarpinu.
Ráðherra sagði nauðsynlegt að
afgreiða þetta frumvarp með for-
gangshraði, þann veg að að lögum
yrði fyrir vikulokin, ef innheimta
ætti að geta farið fram með
eðlilegum hætti um komandi mán-
aðamót.
Fái greið-
an gang
Ólafur G. Einarsson. formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins,
sagði þingmenn Sjálfstæðisflokks
myndu greiða fyrir skjótum gangi
frumvarpsins gegn um þingið,
enda vantaði innheimtuákvæði í
gildandi skattalög, og allar tafir á
leiðréttingu þar á myndu koma
ríkissjóði mjög illa, en ekki síður
sveitarfélögunum í landinu. Hins
vegar hefðu einstakir þingmenn
flokksins athugasemdir fram að
færa við ákvæði 3. gr. um drátt-
arvexti, ef vanskil yrðu.
Dráttarvextir
drjúg tekjulind
ríkis og
sveitarfélaga
Albert Guðmundsson (S) taldi
nauðsynlegt að breyta orðalagi 3.
Sighvatur Björgvinsson ólafur Einarsson
Albert Guðmundsson
Halldór Ásgrímsson
gr. frumvarpsins, þann veg að í
stað orðsins „ógreitt" kæmi orðið
„gjaldfallið", þann veg að drátt-
arvextir reiknuðust ekki af heild-
arálaginu, þó að vanskil yrðu,
heldur vanskilunum einum, þ.e.
hinni gjaldföllnu afborgun.
Albert sagði að dráttarvextir
væru orðnir umtalsverð tekjulind
þess opinbera. í fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar fyrir árið 1980
væri gert ráð fyrir á annan
milljarð í dráttarvexti (1,9 millj-
arðar innsk. fréttamanns). Miðað
við sama hlutfall hjá ríkinu og
innheimtu gjaldheimtunnar í
Reykjavík gætu dráttarvextir orð-
ið um 5 milljarðar króna. Þarna
væri verið að skattleggja vandann;
greiðsluvanda almennings, á sama
hátt og olíuvandinn væri skatt-
lagður með stighækkun opinberra
skatta í olíu- og bensínverði. Segja
mætti að hið opinbera væri með
skattaputtann á milli í öllum
mannlegum samskiptum fólks.
Kapp er bezt
með forsjá
Sighvatur Björgvinsson fjár-
málaráðherra minnti á, að álagn-
ingin í heild væri í raun skuld
greiðenda til ríkis og sveitarfé-
laga, þó að skipt væri á nokkra
gjalddaga. Það væri með þessa
skuld eins og með aðrar fjár-
skuldbindingar, að ef ekki væri
staðið við greiðsluskuldbindingar,
væri heildarskuld öll gjaldfallin.
Það gæti dregið dilk á eftir sér,
innheimtulega séð, ef þessu væri
breytt, og bað hann þingdeiidina
að athuga vel sinn gang en rasa
ekki um ráð fram í ákvörðunum.
Tillaga fjárhags- og
viðskiptanefndar
Að lokinni fyrstu umræðu fór
frumvarpið til viðkomandi þing-
nefndar. Hún lagði einróma til að
frumvarpið yrði samþykkt — með
þeirri breytingu, sem Albert Guð-
mundsson fór fram á, þ.e., að í 3.
grein þess kæmi orðið „gjaldfall-
ið“ í stað „ógreitt". Var sú breyt-
ingartillaga samþykkt samhljóða
og frumvarpið afgreitt til 3. um-
ræðu — og síðar frá deildinni til
efri deildar. Verður frumvarpið
þannig breytt væntanlega til um-
ræðu þar í dag, fimmtudag.
Framsögumaður fjárhagsnefnd-
ar var Halldór Ásgrímsson (F).
Aðrir nefndarmenn eru: Karvel
Pálmason (A), Albert Guð-
mundsson. (S), Bogi Sigurbjörns-
son (F) og Sverrir Hermannsson
(S).