Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980 3 5
íslendingar
— flóttafólk
hermenn
Fátt hefur snortið mig eins
óþægilega sem íslending síðustu
vikur, sem umræður þær um
fáeina flóttamenn af austrænum
uppruna, sem óskað er að veita
hér landvistarleyfi um sinn í
sínu umkomuleysi.
Mér er sárt um mína þjóð.
Hún á að vera fyrirmynd í einu
og öllu. Og fyrirmyndarþjóð er
gestrisin, góðviljuð og hafin yfir
þjóðaríg, fordóma og mannfyrir-
litningu.
í huga og augum fyrirmyndar
þjóðar eru mannúð og mannrétt-
indi handa öllum börnum jarðar
aðalatriði. Göfuglyndur maður
og góðhjörtuð kona spyr ekki
hinn aumstadda fyrst og fremst:
Hver ertu og hvaðan ertu?
Heldur spyr einungis: Hvað get
ég gert fyrir þig?
Fyrirmyndarþjóð og kristin
manneskja metur manninn, ekki
sízt hinn bágstadda sem mann,
en ekki sem Kínverja, Þjóðverja,
Ameríkana, Gyðing eða Afríku-
búa. Kristin manneskja veit, að
maðurinn er miklu æðra hugtak
en svertingi, Indíáni, Indverji,
hugtak ofar öllum kynþáttum og
litarhætti húðar, augna og hárs.
Og við Islendingar erum að
uppruna flóttafólk, sem bar hér
allslaust að ströndum á óþekktu
harðbýlu og hörðu landi, sem
„agaði strangt með sín ísköldu
él, en ásamt til blíðu það meinar
allt vel“. En samt var einn mikill
kostur, hér var óbyggt eða svo að
segja óbyggt land. Engir vald-
hafar, enginn hroki, grimmd og
hernaðarandi til að vísa brott,
verjast og ýta vesalingunum,
sem köllluðust samt víkingar og
voru raunar ekki betri en svo að
vera sjóræningjar, undan landi
burt frá strönd, út á órætt djúp
óttans og dauðans.
Guðs hönd réði ein. Blærinn
og ströndin hvíslaði:
.Komdu veKmóði vinur
við skulum Kefa þér brauð,
gjafir, Kullinu betri.“
wVið erum friðarins faömur.
festu hjá okkur byKKð.“
wVið ólum ok efldum þau hjórtu.
sem elskuðu mest,
huxann, sem horfði djarfast
ok huKHaði bezt,M
wVið Kefur fátækum fæði
ok friðlausum þak.M
Guð faðir gekk um í kvöld-
blænum. Og feðurnir og
mæðurnar, flóttafólkið steig á
land með börnin sín. Sumir til að
flýja aftur fljótlega þessa köldu
eyja ísa og elda. Aðrir til að
skapa þar og móta eina göfug-
ustu og frjálsustu þjóð veraldar.
Og sú þjóð má aldrei verða sér
til skammar og sízt gagnvart
fólki í sömu sporum og hún sjálf,
er á land var stigið í öndverðu.
Og hvenær hafa ísland og
íslendingar þurft að iðrast gest-
risni og göfuglyndis?
Var ekki meira að segja flótta-
fólkið fyrsta af tveim ólíkum
þjóðernum og þynþáttum kom-
ið?
Kallaðist þar ekki norræn
yfirstétt af „kóngafólki" komin,
með öll réttindi og forréttindi,
hinsvegar írskir ófrjálsir, her-
teknir menn og konur, sen
nefndust þrælar réttindalaust,
kannske fyrirlitið fólk? Næstum
eins og hvítir og svartir í Afríku.
En samt runnu þessar stéttir,
þessir ólíku kynþættir saman í
eitt. Meira að segja án sögulegra
átaka, án hermdarverka, .
mannvíga og blóðsúthellinga.
íslendingar báru gæfu til að
gera „þrælana" frjálsa og veita
öllum mannréttindi að því er
virðist átakalaust. Hvar varð
slíkt framkvæmt á öðrum
ströndum og í öðrum löndum
með jafn friðsömum hætti?
Sé á allt þetta litið, þá má
undarlegt heita, að hér skuli
heyrast neikvæð rödd gagnvart
fáeinum flóttamönnum. Raunar
ekki svo fáum sem betur fer, að
hundraðshluta miðað við mann-
fjölda á Islandi. Gerðu allar
þjóðir slíkt, þótt ekki væru fleiri
miðað við fólksfjölda og land-
rými milljónaþjóða, mundi
veröldin tæmast af flóttafólki á
fáum mánuðum eða árum.
Þeim mun meiri okkar heiður
og framganga meðal hinna
fyrstu sem eiga útrétta hönd. Og
þarna er ekkert til að vorkenna
sér sem þjóð á landi, sem allir
hafa yfir nóg. Það er aðeins
fólkið, sem kemur, sem ætti að
vorkenna.
Fólk úr sólskins- og blóma-
löndum austursins. Paradís
frjósamra slétta og fagurra
skóga, með blómalundum og
ávaxtatrjám, ökrum og aldin-
görðum.
Varla þarf nú að óttast, að það
verði hér lengur en brýnasta
nauðsyn krefur. Ef það er þá svo
mikið óttaefni, að það festi hér
rætur.
Það er hernaðarandinn, vald-
níðslan, djöfulæði öfundar,
haturs og grimmdar örfárra
hrokabrjálaðra stjórnenda, sem
hrekur það á haf út. Vonandi að
þeir verði einnig valtir í sessi. Þá
vendir allt til baka, sem betur
fer. Það kemur vægast sagt ekki
að gamni sinu eða til að gera illt
af sér þetta flóttaflók. Og sé litið
á aðra hlið málsins, þá mætti
spyrja:
Hvaða útlendingar, segjum
flóttafólk, hafa orðið þessari
þjóð eitthvert iðrunarefni og
vandamál?
Hvað varð um Ungverjana,
sem einu sinni var yfzt við og
nöldrað yfir? Eru þeir ekki
flestir farnir aftur eða þá teknir
ástarörmum inn í hjörtu, heimili
og raðir Islendinga engum til
tjóns, svo að um sé rætt? Hvað
varð meira að segja um þýzku
flóttastúlkurnar eftir stríðið,
sem áttu nú sumar ægilega
fortíð, svo að slúðursögurnar
fylltu eyru fávísra kvenna? Eru
þær ekki margar hinar ágætustu
húsfreyjur, mæður og ömmur
meira að segja úti um sveitir,
annes og eyjar. Sumar að sögn
orðnar íslenzkari en íslenzka
sveitafólkið sjálft.
Hvað var um Gyðingana, sem
sluppu hingað frá eldi gasofn-
anna á fjórða áratug aldarinn-
ar? Eru þeir ekki flestir nær því
orðnir algjörir og ánægðir
Islendingar og eins og geta má
nærri af þeirri frábæru þjóð,
feður og mæður listamanna og
kvenna, föngulegra gáfnaljósa
og fallegra ungmeyja, sem mega
svo sannarlega setja svip á
bæinn í framtíðinni, með hrafn-
svart hár og dökk dreymin augu.
Uppsprettulindir lista, vísinda
og tækniframfara.
Haldið þið kannski að fólk,
sem er hér af gyðinglegum eða
þýzkum uppruna sé ekki íslenzkt
af öllu hjarta alveg eins og
frumbyggjarnir? Jú, svo sannar-
lega. Það er ísland sjálft og göfgi
hins norræna og keltneska sam-
blands, sem ávöxtinn gefur, ef
hið góða fær að ráða utan alls
hernaðaranda, heraga og her-
tækja. Herlög hljóta að vera
ómannleg, af hinu illa. Þar
skyldi enginn dæmdur eftir
þjóðerni, litarhætti, trúarbrögð-
um eða tungumáli, heldur sem
maður til fullra mannréttinda.
Ættum við að ala með okkur
fordóma, þjóðernisríg, kynþátta-
hatur og mannfyrirlitningu.
Þetta allt hefur skapað ógæfu
mannkyns öld eftir öld, kynslóð
eftir kynslóð. Verið undirrót
mannvíga, fjöldamorða, styrj-
alda og djöfulæðis, múgsefjunar
og trúarofsóknar.
Nei, sannarlega ættum við að
vera hátt yfir allt slíkt hafin hér
á Íslandi. Göngum fram án
áhrifa frá slíkri mengun öllum
eiturefnum hættulegri.
Einn göfugasti einstaklingur
íslenzkrar sögu var og er fulltrúi
þeirra sannmannlegu stefnu,
sem ætti að skapa alþjóða
bræðralag. Hann var sonur
höfðingja og ambáttar. Vissu-
lega hefðu „góðviljaðar" konur
getað sagt þær sögur af, hve lágt
norrænn höfðingi hefði lotið að
eignast „hórkrakka" eins og
„góða“.fólkið nefndi slík fóstur,
sem nú á að eyða, myrða sem
flest í móðurlífi.
En hann fékk nú samt að
fæðast og vaxa upp í skjóli
ágætrar móður, þótt bæði nefnd-
ist hún ámbátt og frilla. En
liklega þó ein bezt kristin móðir
á Islandi fyrr og síðar. Þessi
sonur var Olafur þá í Hjarðar-
holti í Dölum Breiðafjarðar.
Hann sem sagði um sonarbana
og aðstöðu til hefnda:
„Eigi er mér sonur minn bætt-
ari, þótt Bolli sé drepinn."
Vart væru margar styrjaldir í
heimi, ef andi slíkrar móður sem
hans fengi völd yfir þjóðaríg og
kynþáttahatri, þótt hún væri svo
nefnd frilla og sonurinn
ambáttarsonur „útlendrar" konu
á þeirri tíð. Svona fólk á að setja
svip á bæinn á íslandi bæði
gagnvart flóttafólki og útlend-
ingum yfirleitt, hvaða lit sem
húð þeirra ber, hvað sem Guð
þeirra nefndist og hvaða land
sem þá ól. Annað málefni dags-
ins á íslandi þetta sumar verður
vart frá þessu máli greint. Er af
sömu rót runnið.
Einn ráðherranna lagði
hlustir að röddu samvizkunnar,
andvarpi hins mannlega, röddu
hins íslenzka hjarta og gleymdi
augnablik að herlög og andi
hernaðar yfirleitt eru fyrir norð-
an og neðan hið mannlega, sem
ætti þó að vera tala Guðs í
hjörtum þúsundanna, númer eitt
í kristnu landi.
Hann gleymdi sem sé, að viss
hópur manna á íslenzkri grund
er eða á að vera undir herlögum,
ómannlegum, þessum framandi
styrjaldar og manndrápsanda
utan fre'sis og mannréttinda,
anda, sem ætti að vera hverjum
sönnum íslendingi framandi. En
ráðherrann varð að þagga rödd
samvizku sinnar, rödd fyrir rétti
mannúðar og frelsis, mannrétt-
indum útlendinga í landinu, af
þVí að þeir voru hermenn, sem
sagt á valdi annarlegs anda. Þar
gilda önnur sjónarmið miðað við
manndráp og kúgun í sínu insta
eðli, herlög.
En eru hermenn ekki fyrst og
fremst menn? Spyrjið allt fólkið,
sem tengzt hefur böndum ástar
og blóðs, sjálfri uppsprettu lífs-
ins við ameríska hermenn, hvort
þeir séu ekki menn, ef atkvæðið
„her“ er fellt framan af orðinu.
Það er ómannlegt, ekki ofur-
mannlegt. En er það þá ekki
einmitt af hinu illa? Manndráp
leiðir af manndrápi, morð af
morði.
Einn sona minna, kjörsonur,
er sonur hermanns, okkur
ókennds ameríkana. En hann er
25 ára maður nú. Hann skal
njóta sömu réttinda og frelsis
sem mín börn. Og þar er ekkert
að þakka. Það er svo sjálfsagt.
Þar kemur atkvæðið „her“
ekkert málinu við.
„Enginn gera að því kann
út af hverjum fæðist hann.
Næst það líka einum er,
ef hann sæmd og prýði ber.“-
Þetta vers var kveðið forðum í
lágu borðstofunni minni. Þar var
aldrei spurt um mannamun.
Eitt til íhugunar, þótt við
verðum öll og meira að segja
samvizka ráðherrans, sem óx um
margar álnir í mínum huga varð
að lúta. Viljum við hlíta dómi
hinna kúguðu hermanna, vera í
þeirra sporum?
Ég var fyrir tíu árum staddur
í veitingahúsi á Manhattan í
New York. Þar var fjöldi fólks.
Og út úr mannfjöldanum gengur
að mér maður hinn mesti og
föngulegasti þar að mér fannst.
Eitthvað í svip hans sýndi, að
hann kannaðist við mig. Hefur
þekkt mig héðan af íslandi. Og
hann spurði umsvifalaust, hvort
ég væri Islendingur, sem ég
játaði einnig umsvifalaust.
Við tókum nú tal saman,
nokkuð rólega í fyrstu. En þar
kom að hann hóf upp raust sína,
svo allir virtust leggja við eyru
og sagði eitthvað á þessa leið:
„Ég hef verið á Islandi þessu
andskotans kalda eyðiskeri hátt
á þriðja ár. Auðvitað' erum við
neyddir og píndir til að fara
þangað og vera þar. En það er
ekki nóg. Við máttum aldrei um
frjálst höfuð strjúka. Ekki út af
„Vellinum" fara nema eftir
vissum reglum vitlausra djöfla,
sem ekkert miða við menn
heldur óvinaher. Og færum við í
„bæinn“ gat hver smástrákur og
„skækja" leyft sér að sýna okkur
fyrirlitningu, meira að segja
hrækja á okkur, án þess að vekja
annað en hlátur og kátínu. Hvað
og hvernig væruð þið í okkar
sporum?
Mér var sagt, að íslendingar
væru eina þjóðin, sem gert hefði
sérstakan samning um að
blökkumenn mættu ekki stíga
þar á land í nokkurri herdeild.
Og svo þykist þetta fólk, þessi
þjóð vera friðsöm og fordóma-
laus, frjáls og merkileg. Ef það
er nokkur þjóð, sem ég hata og
fyrirlít, þá er það íslendingar.
Og héðan fer ég út. Ég verð ekki
viljandi undir sama þaki og
íslendingur“.
Hatrið og fyrirlitningin í svip
hans og augum var voðalegt,
þegar hann hrækti í áttina til
mín og strunzaði til dyra. Allir
gláptu orðlausir. Og auðvitað
varð mér sá einn kostur nauð-
ugur að hypja mig líka. Ég er
enn á valdi þessara qrða hans.
En dómur hans svíður mér .sárt,
en sárast þó óhrekjanleg rök
hans á mína elskuðu þjóð. Það
sem verður að vera, viljugur skal
hver bera. En sannleikurinn og
kærleikurinn sigra þó að lokum.
Ég hugsaði til Samverjans,
fyrirlitna útlendingsins. sem
Kristur gerði að æðstu fyrir-
mynd í umgengni þjóða og þjóð-
flokka, en allir „heilagir" töldu
sig geta hrækt á.
Mér urðu í minni orð Krists:
„Allir eiga þeir að vera eitt.“
Þar gilda engin herlög yfir
samvizkunnar röddu. Kærleikur-
inn veit engin landamæri, engin
herlög „Guð lét allar þjóðir
manna af einu blóði búa á öllu
yfirborði jarðar."
Reykjavík 7. 7.1979.
Árelíus Níelsson.