Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 10

Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980 Spjallað vjð Sveinbjörn Arnason sem í dag á 60 ára starfsafmæli í verzlun „LAUGARDAGINN 17. janúar 1920 lágu fyrstu sporin á starfsgrundvelli til hins vel- þekkta og vinsæla kaupmanns Haralds Árnason- ar.“ Sá sem þetta mælir er Sveinbjörn Árnason, kaupmaður, en hann á 60 ára verzlunarstarfs- afmæli í dag. Af því tilefni sótti blm. hann heim og átti tal við hann um sögu hans í verzlun og fleira. Verzlun Haralds Árnasonar í Austurstræti var ein virðulegasta verzlunin í borginni á sínum tíma. „Ég á þá ósk að verzlun- in verði frjáls og óháö“ „Þessi fyrstu spor tæplega 16 ára drengs voru ekki mjög létt, þar sem ég kom utan af landi, frá Ólafsvík á Snæfellsnesi, og var öllum ókunnur. Þessi fyrsti dagur byrjaði með því, að ég var kynntur fyrir fimm starfsstúlk- um í verzluninni, elskulegum stúlkum sem tóku vel á móti mér. Þá vann ég við heimsend- ingu á vörum úr Pósthúsinu, og má nefna það dæmi um nýtni á þeim tíma, að allur pappír og snæri utan af vörusendingum voru geymd og síðar notuð aftur. Um hádegið bauð kaup- maðurinn mér svo heim í mat og hitti ég þar fyrir hans elskulegu konu, Arndísi B. Árnason. Og svona liðu margir dagar og mörg ár innan um samvalið verzlunarfólk, sem ég ber ávallt hlýjan hug til. Ég starfaði í allt að 40 ár í Haraldarbúð, við öll þau störf sem unnin eru í einni verzlun, frá sendisveini til ráð- gefandi framkvæmdastjóra, og í hverju því starfi mætti ég aldrei öðru en vinsemd og vel- vild, bæði frá því fólki sém ég vann með og viðskiptavinum. Á árinu 1926 varð sú breyting á ferli mínum á meðan aðrir stunduðu skóla á veturna, að ég fór til London og stundaði nám í tvö sumur í útstillingum og um leið í hagnýtum verzlunar- háttum. Þetta var verkleg menntun. Þá tók ég að fást við útstillingar og afgreiðslu í Har- aldarbúð. Þar voru margir ágætisgluggar, eins og fólk man kannski eftir. Þá var tízkan önnur en hún er í dag, ég man að fyrir jólin 1930 stillti ég vasaklútum út í einn gluggann. Ég bjó til svani á tjörn og ýmislegt blómaskraut í kring, en það var mikið gert af slíku erlendis á þeim tíma. Þá sagði Árni Óla um útstillinguna, að glugginn væri eins og ítalskur rósagarður. Fyrir jól var verzlunarhús- næðinu breytt í einn verzlun- arglugga, svið voru sett upp eins og gert var víða í verzlun- um og fólk gekk um miðbæinn og skoðaði þennan ævintýra- heim. Þá gerði ég ýmsa aðra glugga í öðrum verzlunum á þessum tíma og fyrir vörusýningar var ég fenginn til þess að skreyta. Ég veit ekki hvort ég á að nefna það, en ég tók það að mér fyrir móttökunefndina að skreyta Hótel Borg, þegar Friðrik kon- ungur heimsótti ísland, og síðar þegar Svíakonungur og Kekkon- en komu í kjölfar hans.“ Hóf rekstur á eigin verzlun 1959 „1959 opnaði ég mína eigin verzlun, Fatabúðina við Skóla- vörðustíg. Þar hefur sama lög- málið gilt og gilti í Haraldar- búð. Að hafa góðar vörur á Sveinbjörn Árnason, kaupmaður. Ljósm. Emilía. boðstólum á sanngjörnu verði, að þú kaupir ekki köttinn í sekknum. Það verður að segja frá hverjum hlut eins og hann er, og ef eitthvað fer öðru vísi, þá að gera gott úr því með bótum eða á annan hátt. Þetta lögmál má helzt ekki bregðast í verzlun. Frá því ég færði mig um set upp á Skólavörðustíg, hef ég líka alla tíð mætt velvild við- skiptavina, sem ég er að sjálf- sögðu mjög þakklátur fyrir.“ Nú hefurðu starfað mikið að félagsmálum. „í félagsmálum byrjaði ég að starfa í sendisveinadeild verzl- unarmanna, félaginu Merkúr, undir forystu Gísla Sigur- björnssonar forstjóra. Síðan lá leiðin í gegnum þetta í VR, og þar komst ég í stjórn. Ég var Sveinbjörn sá m.a. um útstillingar í glugga Haraldarbúðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.