Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
Saksóknari hóf umfjöllun Geirfinnsmálsins í Hæstarétti í gær:
Dráttarbrautin í Keflavík. I>ar urðu átökin. sem leiddu til dauða Geirfinns.
Misskilningur vegna
áf engiskaupa kveikjan
að árásinni á Geirfinn
RlKISSAKSÓKNARI
Þórður Björnsson hóf
málflutning í Geirfinns-
málinu klukkan 10.19 í
gærmorgun, en þá hafði
hann fjallað samfleytt um
ákæruatriði Guðmund-
armálsins frá því mál-
flutningur hófst fyrir
Hæstarétti á mánudag eða
í ríflega sjö og hálfa
klukkustund.
Saksóknari hóf mál sitt
klukkan 10 og fjallaði þá
um tvö síðustu ákæruatrið-
in í Guðmundarmálinu
sem fjölluðu um smygl
Sævars Marínós Ciesielsk-
is og Guðjóns Skarphéð-
inssonar á 2lh kg af hassi
til landsins í bíl Guðjóns
og þjófnaðarbrot Krist-
jáns Viðars Viðarssonar.
Þeir þrír eru ákærðir í
Geirfinnsmálinu auk Erlu
Bolladóttur.
Saksóknari rakti fyrst ákæru-
atriði sem fjalla um manndráp og
rangar sakargiftir. Síðan lýsti
hann upphafi málsins, þ.e. til-
kynningu vinnuveitenda Geirfinns
20. nóvember 1974 til lögreglu um
hvarf Geirfinns. Rannsókn hófst á
hvarfi Geirfinns og þótti strax
mjög dularfullt, m.a. vegna orða
Geirfinns við vinnufélaga sinn um
að hann væri að fara á stefnumót
við ókunna menn og væri víst
vissara að fara vopnaður á þann
fund. Einnig kom margt grunsam-
legt fram við rannsóknina, t.d.
framburður afgreiðslustúlkna í
Hafnarbúðinni um ferðir dular-
fullra manna í búðina, sem fengu
að hringja þar og ferðir Geirfinns
í Hafnarbúðina að kvöldi 19.
nóvember. Er skemmst frá því að
segja að rannsóknin leiddi ekkert í
ljós, sem skýrt gat hvarf Geirfinns
og ítrekaðar auglýsingar í blöðum
eftir upplýsingum báru engan
árangur. Kvað saksóknari frum-
rannsóknina hafa verið hávaða-
sama en að sama skapi rýra.
Það var ekki fyrr en í janúar
1976, rúmu ári eftir hvarf Geir-
finns að Erla Bolladóttir opnaði
málið. Sagði hún að haft hefði
verið í hótunum við sig af ákveðn-
um mönnum, sem hún nefndi. Var
þetta borið undir Sævar, sem sat í
gæzluvarðhaldi og kvað hann
þetta geta staðið í sambandi við
Geirfinnsmálið. Fóru hjólin nú að
snúast fyrir alvöru og leiddi fram-
burður Erlu, Sævars og Kristjáns
til þess að fjórir menn voru
úrskurðaðir í gæzluvarðhald, þeir
Einar Bollason, Magnús Leopolds-
son, Valdimar Olsen og Sigur-
björn Eiríksson en þeir voru allir
saklausir eins og síðar kom í ljós.
Ríkissaksóknari rakti fram-
burði þeirra Sævars, Kristjáns og
Erlu fyrir Hæstarétti í gær og er
fróðlegt að sjá hvernig framburð-
ur þeirra hefur þróast. Verður
hann rakinn hér á eftir í stórum
dráttum, eins og hann var fram
settur af Þórði Björnssyni sak-
sóknara.
Framburður Sævars
Skýrsla Sævars gefin 22. janúar
1976 rakin efnislega: Mér er kunn-
ugt um hvarf Geirfinns. Nokkrum
dögum áður en hann hvarf var ég
einn á gangi á Laugavegi. Bifreið
ók upp að mér og kallað var til
mín. Þekkti ég að það var Einar
Bollason bróðir Erlu sem kallaði.
Hann sat í aftursæti bifreiðarinn-
ar og settist ég við hliðina á
honum. Magnús Leópoldsson ók
bifreiðinni en Geirfinnur Einars-
son sat frammí. Einar spurði mig
hvort ég gæti tekið að mér dreif-
ingu á miklu áfengi, sem smygla
ætti til landsins á næstunni. Einar
hringdi nokkrum dögum seinna.
Fór ég með honum í bílferð til
Keflavíkur og var Valdimar Olsen
með í þeirri ferð. Þegar við
komum til Keflavíkur kom Magn-
ús Leópoldsson upp að bifreiðinni
og sagði að það hefði orðið slys,
Geirfinnur Einarsson hefði fallið
fyrir borð í bátsferðinni og
drukknað. Ég þorði ekki að segja
frá þessu þrátt fyrir áskoranir
lögreglu, sem bað um upplýsingar
varðandi hvarf Geirfinns. Ottaðist
ég hefnd þeirra félaga.
Þannig var fyrsti framburður
Sævars í málinu. 25. janúar var á
ný tekin af honum skýrsla og
sagði hann þá: Vil ég nú breyta
fyrri skýrslu minni að nokkru.
Þegar ég var sóttur í bíl var Erla í
bílnum. Þar voru sömuleiðis
Magnús Leópoldsson og Einar
Bollason en Valdimar Olsen var
þar ekki eins og ég sagði áður
heldur Kristján Viðar Viðarsson.
Magnús sagði að málið hefði
reddast en það slys orðið að
Geirfinnur hefði fallið útbyrðis og
drukknað.
27. janúar gaf Sævar efti<far-
andi skýrslu að eigin ósk: Þðgar
við komum til Keflavíkur lá bátur
við bryggjuna. Hann lagði frá
bryggju með okkur Magnús, Krist-
ján Viðar og þrjá menn aðra.
Þarna var eldri maður, sem Erla
sagði seinna að væri Sigurbjörn
Eiríksson. Það urðu átök, Kristján
sló til Geirfinns, Magnús og Sigur-
björn lögðu líka að honum og
Geirfinnur féll útbyrðis. Þeir náðu
honum inn í bátinn aftur en töldu
hann þá látinn. Þegar við komum
að landi beið þar sendibíll, sem ég
tel að annað hvort Jón Ragnars-
son eða Valdimar Olsen hafi ekið
og fólksbíll, sem ég held að
Sigurbjörn hafi ekið.
10. janúar voru Sævari sýndar
ljósmyndir af 16 mönnum og
kvaðst hann þekkja a.m.k. þrjá á
þeim myndum, Éinar Bollason,
Valdimar Olsen og Sigurbjörn
Eiríksson.
1. apríl sagði Sævar: Erla skýrði
mér frá öllum atriðum þessa máls.
Ég gaf þessar skýrslur svo að
rannsaka mætti málið, því mér
var sagt að Erla hefði orðið fyrir
ónæð:.
Klúbbmenn enn
í myndinni
Sævar gaf svo skýrslu að eigin
ósk 8. maí, til þess að segja
sannleikann í málinu, eins og
hann orðaði það: Ég fór inn í
bílinn og settist í aftursætið hjá
Einari Bollasyni. Magnús Leó-
poldsson ók en Asgeir Hannes
Eiríksson sat frammí hjá honum.
Ekið var að Klúbbnum þar sem
Ásgeir fór inn. Kom hann fljót-
lega aftur og var Sigurbjörn
Eiríksson þá með honum. Farið
var í sendiferðabifreið, sem Ás-
geir Hannes ók og var Valdimar
Olsen einnig í henni. Hann talaði
um að ekki þýddi annað en hafa
meðferðis byssu og fór hann og
sótti byssu.
Og seinna segir Sævar í fram-
burðinum: Upp bryggjuna komu
Sigurbjörn Éiríksson og tveir
menn aðrir, annar þeirra var
maðurinn sem lét lífið. Þeir ræddu
saman og það kom til átaka. Ég sá
Valdimar, Sigurbjörn og annan
mann til ráðast á manninn. Valdi-
mar var kominn með riffilinn,
Sigurbjörn tók hann af honum og
skaut einu skoti og maðurinn féll
til jarðar.
Sævar gaf ítarlega skýrslu hjá
rannsóknarlögreglumönnum 27.
október 1976: Eg vil nú skýra
sjálfstætt frá þeirri vitneskju,
sem ég bý yfir. Kristján Viðar
hringdi í mig 18. janúar 1974 og
spurði hvort ég vildi koma til
Keflavíkur daginn eftir til þess að
taka þar þátt í áfengissmygli. Ég
játaði því og daginn eftir kom
bifreið og sótti mig á Hjallaveg,
þar sem við Erla bjuggum. Næst
lá leiðin niður að Vatnsstíg, þar
sem bifreiðin var stöðvuð og ég fór
að Laugavegi 32 og sótti Kristján
Viðar. Var nú ekið til Keflavíkur
og stöðvað rétt hjá söluturni.
Bifreiðarstjórinn afhenti Krist-
jáni Viðari miða og sagði honum
að hringja í Geirfinn. Hann kom
og settist við hliðina á Kristjáni.
Eitthvað neikvætt kom upp í
samræðum þeirra. Við komum í
Dráttarbrautina, Kristján sló
Geirfinn, bílstjórinn tók hann
hálstaki og einnig sló hann Geir-
finn. Hann féll og var lagður inn í
bílinn. Það mun hafa verið gert
eitthvert samkomulag í Klúbbn-
um en Geirfinnur gat ekki staðið
við sinn hlut. Erla kom heim
morguninn eftir og sagði þá að
hún hefði farið af vettvangi þegar
átökin byrjuðu, falið sig í auðu
húsi um nóttina og síðan fengið
far í bæinn um nóttina. Ég sá ekki
Geirfinn eftir átökin í Dráttar-
brautinni.
Nafn Guðjóns nefnt
í fyrsta skipti
Eins og hér má sjá hefur
framburður Sævars tekið miklum
breytingum frá því sem hann bar
fyrst. Klúbbmennirnir svonefndu
eru ekki lengur nefndir á nafn
heldur nálgast frásögnin nú æ
meir endanlegan framburð Sæv-
ars. Daginn eftir eða 27. október
gaf Sævar enn ítarlegri skýrslu og
þá er í fyrsta skipti nefnt nafn,
sem mikið átti eftir að koma við
sögu, nafn Guðjóns Skarphéðins-
sonar. Sævar sagði efnislega: í
nóvember 1974 hafði Guðjón
Skarphéðinsson samband við mig
og innti eftir spíraviðskiptum.
Kristján hafði samband við mig
og sagði að Geirfinnur vildi selja
spíra. Guðjón hafði nú samband
við mig og kvaðst hafa talað við
Geirfinn og gæti hann selt 60 lítra
af spíra. Var ákveðið að fara til
Keflavíkur. Guðjón sótti mig heim
á Hjallaveg og síðan var Kristján
sóttur. Á leiðinni til Keflavíkur
barst í tal að rétt væri að sýna
Geirfinni fulla hörku en ekki kom
til umræðu að drepa hann. Við
komum til Keflavíkur klukkan
Dómarar Hæstaréttar, talið frá vinstri: Björn Ilelgason hæstaréttarritari, Þór Vilhjálmsson, Logi Einarsson, Björn Sveinbjörnsson, forseti réttarins, Benedikt Sigurjónsson,
Armann Snævarr og Sigurgeir Jónsson. Fremst á mvndinni má sjá saksóknarann, Þórð Björnsson.