Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
29
Sovétmenn
sauma
að Finnum
HELSINGFORS - Áform At-
lantshafsbandalagsins um nýjar
tegundir kjarnorkuvopna í Evr-
ópu hafa mætt harðri mót-
spyrnu í Finnlandi.
Afstaða andmælenda og
flestra stjórnmálaskýrenda er
sú, að vopnin muni raska valda-
jafnvæginu milli Sovétríkjanna
og Vesturveldanna og ógna þar
með friði í heiminum.
En að baki þessum hátíðlega
málflutningi býr óttinn um, að
Rússar kunni að höfða til samn-
ingsins við Finna frá árinu 1948,
en það er samhingur um „vin-
áttu, samstarf og gagnkvæma
aðstoð".
„Þegar maður á vini eins og
Rússa, þarf maður sannarlega
ekki á óvinum að halda," eins og
embættismaður einn hér í Hels-
ingfors orðaði það.
Samkvæmt samningnum eru
Finnar skuldbundnir til að
Samningurinn
frá ’48 veldur
þeim áhyggjum
w
v
*ay& THE OBSERVER
-^vv' •»
Eftir CHris
Morgensson
hrinda sérhverri árás Þjóðverja
eða bandamanna þeirra á Sovét-
ríkin, en Rússar heita því að
verja Finnland, ef það verður
fyrir árás þessara aðila.
Finnar voru óþyrmilega
minntir á samninginn og það
sem hann hefur í för með sér í
blaðagrein, sem nýlega birtist í
fréttablaðinu Suomen Kuv-
alehtj. Undir greinina skrifar
Juri Kommissarov, en það er
dulnefni, sem notað er undir
fréttir, er túlka hina opinberu
afstöðu Sovétmanna.
í greininni sagði: „Með því að
koma upp miðdrægum, banda-
rískum vopnum og koma þeim
fyrir við landamæri Sovétríkj-
anna og annarra sósíalískra
ríkja vill Atlantshafsbandalagið
augsýnilega mynda evrópskan
herafla, er sé sterkari en herafli
Varsjárbandalagsins."
„Það liggur í augum uppi, að í
slíkri stöðu verða Sovétríkin og
bandamenn þeirra að gera gagn-
ráðstafanir til að tryggja öryggi
sitt og vernda valdajafnvægi í
vopnabúnaði."
I augum Finna, sem eru vanir
að búa í „nábýli bjarnarins", var
með þessari blaðagrein verið að
gefa þeim kost á að andæfa
hinum nýju vopnum Atlants-
hafsbandalagsins. Síðan hún
birtist hefur gagnrýni blaða á
aðgerðir Nato stigmagnast og
þaulskipulagðar mótmælaað-
gerðir margfaldast.
Nýr viðskiptasamningur milli
Finna og Sovétmanna frá fyrra
KEKKONEN: stundum snýst
jafnvægislistin í hreinan undir-
Iægjuhátt.
mánuði varð til að undirstrika
hina vandasömu stöðu Finn-
lands. Hann gerir ráð fyrir 20
prósent aukningu á útflutningi
Finna til Sovétríkjanna á þessu
ári til að vega á móti verðhækk-
unum á þeirri hráolíu, er Finnar
kaupa af Rússum. Útflutningur
Finna, sem er einkum þungavél-
ar, skip og matvæli, mun slá met
og aukast í 18 milljarða finnskra
marka eða 4,8 milljarða dollara.
Þennan samning verða Finnar
að greiða því verði að halda
áfram að leika þá furðulegu
jafnvægislist, sem Urho Kekk-
onen forseti hefur sýnt í meir en
tuttugu ár og fyrirrennari hans,
J.K. Paasikvivi, lýsti svo hnit-
miðað með þessum orðum: „Gott
samband við Rússland skiptir
Finna öllu máli og mun ætíð
gera. Þetta ákvarðast af legu
landsins og sögu. I utanríkismál-
um verðum við að hugsa land-
fræðilega ... sumir gleyma alveg
að líta á landakorið."
Stöku sinnum snýst jafnvæg-
islistin í hreinan undirlægju-
hátt, eins og þegar finnska
sjónvarpið bannaði nýverið út-
sendingu breska myndaflokksins
„í nábýli bjarnarins", en þar var
fjallað um lönd þau er eiga
landamæri að Rússlandi.
Annað skipti var atvikið á
Álandseyjum, þegar allar sjón-
varpssendingar voru stöðvaðar
vegna þess að sænska sjónvarp-
ið, sem næst á Álandseyjum, var
að sýna breska kvikmynd, sem
gerð var eftir skáldsögu Alex-
anders Solzhenitsyns, „Dagur í
lífi Ivans Denisovich“. Kvik-
myndin, sem lýsir aðbúnaði í
sovéskum fangabúðum, er bönn-
uð í Finnlandi til að þóknast
Sovétmönnum.
Paasikvivi sagði að lokinni
undirritun vopnahléssamnings-
ins við Rússa 6. desember 1944:
„Tortryggni skal útlæg ger, vin-
átta skal ríkja. Ég er sannfærð-
ur um, að það er hag þjóðar
okkar fyrir bestu, að finnsk
utanríkisstefna verði aldrei
óvinveitt Sovétríkjunum."
Þessar ráðleggingar eru enn
þann dag í dag í fullu gildi.
Frumsýnir nýja kvikmynd:
Alþingi að tjaldabaki
veturinn 1976 til 1977
Sýningar á heimildakvikmynd
Vilhjálms Knudsen, „Alþingi að
tjaldabaki", munu hefjast í Vinnu-
stofu Ósvalds Knudsen, Hellu-
sundi 6, i Reykjavik. i dag,
fimmtudag. Aukamyndir á sýn-
ingunum, sem hef jast klukkan 21,
verða kvikmyndir Ósvalds Knud-
sen, „Vorið er komið“ og
„Reykjavík 1955“, og einnig fleiri
myndir úr safni hans ef óskað er.
Af þessu tilefni boðaði Vilhjálmur
Knudsen til blaðamannafundar
þar sem hann skýrði frá myndun-
um og öðru sem hann er að vinna
að um þessar mundir.
Á fundinum kom fram, að kvik-
myndin „Alþingi að tjaldabaki"
fjallar á hlutlausan hátt um efna-
hags- og stjórnmálaástand á
íslandi 1976—7 og sýnir Alþingi og
ríkisstjórn undir forsæti Geirs
Hallgrímssonar að störfum. Kvik-
myndin er 50 mínútna löng. Höf-
undur texta og þulur er Björn
Þorsteinsson. Tónlist samdi Þor-
kell Sigurbjörnsson. Flautuleik
annaðist Manuela Wiesler, aðstoð-
arkvikmyndun Magnús Magnús-
son, tónupptöku Lynn C. Knudsen
og kvikmyndun, klippingu og
stjórn Vilhjálmur Knudsen.
Vilhjálmur Knudsen á blaða-
mannafundinum í gær. Myndina
tók Emilía Björg Björnsdóttir.
Kvikmyndin „Vorið er komið"
fjallar um vorstörf í sveit í upphafi
aldarinnar. Höfundur texta og þul-
ur er dr. Kristján Eldjárn. Gerð
kvikmyndar annaðist Ósvaldur
Knudsen, hún ér 25 mínútna löng.
Kvikmyndin Reykjavík 1955
fjallar um upphaf Reykjavíkur,
þróun og mannlíf árið 1955. Höf-
undur texta og þulur er dr. Krist-
ján Eldjárn. Gerð kvikmyndar
annaðist Ósvaldur Knudsen, hún er
27 mínútna löng.
Aukakvikmynd úr safni heim-
ildakvikmynda Ósvalds verður'
sýnd ef óskað er. í þessu safni eru
nú um 40 fullgerðar heimildakvik-
myndir gerðar á árunum 1947—75,
þar á meðal kvikmyndir um öll
eldgos á þessu tímabili.
Sýningar verða á hverju kvöldi
kl. 21.00. Á hverjum laugardegi í
vetur kl. 19.00 verða sýningar fyrir
erlenda ferðamenn og enskumæl-
andi fólk á enskum útgáfum kvik-
myndanna: „Eldur í Heimaey",
„Heyrið vella á heiðum hveri",
„Sveitin milli sanda" og „Surtur
Þrír alþingismcnn, sem sátu á þingi veturinn 1976 til 1977, þegar
myndin er gerð, talið frá vinstri: Jón Ármann Héðinsson, Ragnhildur
Helgadóttir og Eggert G. Þorsteinsson. Myndin er tekin í Alþingishús-
inu.
fer sunnan". Auk þess eru sýndir
kaflar úr ófullgerðri kvikmynd
Vilhjálms Knudsen um þróunina
við Kröflu. Þessar sýningar hófust
árið 1975 og hafa verið mjög
vinsælar.
Þá kom fram að Vilhjálmur
Knudsen er nú að setja saman
heimildakvikmynd um Flugleiðir,
sem hann hefur tekið á undanförn-
um fjórum árum, ennfremur kvik-
mynd um Bernhöftstorfuna. Kvik-
mynd gerð á vegum Kirkjuráðs um
sögu og starf íslenzku kirkjunnar
er nú fullklippt og verið er að
ganga frá tónlist við hana. Heitir
hún „Kirkja í lífi þjóðar“ og
verður væntanlega sýnd í hinum
ýmsu söfnuðum landsins síðar á
þessu ári.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
ýmislegt
Landbúnaöarmál
Vantar aö ná sambandi við
mann sem hefir áhuga og vill
aöstoða viö tilraunir á tækjum
ofl. sem gæti haft verulega
þýöingu fyrir íslenzkan landbún-
aö. ef vel tækist t>l (hluti af
frítíma myndi nægja til aö byrja
meö). Nafn og sími leggist inn á
Mbl. fyrir 25. jan. merkt. „Leiöin
sem leysir vandann — 4701“.
I.O.O.F. 11 — 1611 178Ví — E.I.
□ St.: St:. 59801177 — VIII — 7
Fíladelfía
Gúttó Hafnarfiröi
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Söngur og vitnisburðir.
Fíladelfía Reykjavík
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Ungt fólk talar og syngur.
Söngstjóri Clarence Glad.
Námskeið
eru aö hefjast í þessum greinum:
halasnælduspuni, knipl, hyrnu-
prjón, dúkaprjón, þjóðóúninga-
saumur, myndvefnaöur, glit-
vefnaöur, refilsaumur, augn-
saumur. Innritun fer fram mánu-
daga og þriöjudaga kl. 10—12
og fimmtudaga kl. 14—16 aö
Laufásvegi 2, uppi, sími 15500.
AD KFUM
Fundur í kvöld kl. 20.30 aö
Amtmannsstíg 2b. Framtíöar-
horfur KFUM, Sigurður Pálsson
formaöur KFUM. Allir karlmenn
velkomnir.
Aöalfundur
verður haldinn í skuröhjúkrun-
arfélaginu fimmtudaginn 24. jan.
á Landspítalanum (hliðarsal
v/matsal) kl. 20.00.
Vopnfiröingar
Muniö hiö árlega þorrablót
Vopnfiröingafélagsins, sem
haldiö veörur í Lindarbæ föstud.
18. jan. Fjölmenniö og takið meö
ykkur gesti.
Stjórnin.
Aðalfundir
Farfugladeildar Reykjavíkur og
Bandalags íslenskra farfugla
veröa haldnir laugardaginn 19. j
janúar 1980 kl. 14.00 að Laufás- |
vegi 41. Venjuleg aöalfundar-
störf.
Stjórnimar.
Grensáskirkja
Almenn samkoma veröur í Safn-
aöarheimilinu kl. 20:30. Allir
hjartanlega velkomnir.
Halldór S. Gröndal
Hjálprœöisherinn
Almenn samkoma í kvöld kl.
8.30. Undirforingjarnir stjórna
og tala. allir velkomnir.
Bænastaðurinn,
Fálkagötu 1
Samkoma í kvöld kl. 8.30.
■ GEOVERNOARFÉLAG ISLANDSB