Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1980
41
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
börnin sérstaklega að flýta sér og
ruddust óþyrmilega fram fyrir
alla fullorðna. Þegar ég komst inn
var hvert sæti skipað. Ég tók um
stoð í vagninum, en þær ná frá
gólfi til lofts upp með sætunum og
í sætinu sem ég stóð við sat
drengur á að giska 8—10 ára
gamall og fyrir aftan hann sat
gamall maður. Eftir stundarsakir
losnaði sæti framan við sæti
drengsins og náði ég að setjast
þar. Þá var vagninn aftur kominn
á biðstöð og kom fyrst inn gömul
kona, greinilega frá elliheimilinu,
og í fylgd með henni yngri kona.
Ég sneri mér við í sætinu og sagði
við drenginn fyrir aftan mig að
fallegt væri fyrir börn á hans
aldri að standa upp fyrir gömlu
fólki. Drengurinn þaut upp og
sagði ekki orð, en gamla konan
sem inn kom fékk sætið hans.
Gamli maðurinn sem sat fyrir
aftan drenginn kinkaði kolli og
brosti.
Ég minni á þetta vegna þess að
þegar Strætisvagnar Reykjavíkur
hófu starfsemi sína var það næst-
um regla að börn og unglingar
stæðu upp fyrir fullorðnu fólki án
þess að á það væri minnst. Það var
brýnt fyrir börnunum í heimahús-
um og skólum að gera þetta, en nú
virðist öldin önnur á þessu sviði
sem öðrum. Finnst mér ekki úr
vegi að þessi siður komist á aftur
og ættu aðrir mér pennafærari að
minnast á þetta frekar og annað
sem afturábak gengur í okkar
þjóðfélagi.
Sveinn.
• Enn um ára-
tuginn
Svava Valdimarsdóttir:
— Menn ræða mikið um
áratuginn og deila um hvort enn
sé sá áttundi eða hvort níundi
áratugurinn sé þegar kominn. Ég
vildi fá að koma á framfæri
skýringu sem ég tel nokkuð hald-
góða og renna stoðum undir þá
skoðun mína að níundi áratugur-
inn sé kominn. Við kveðjum 20.
öldina í árslok 1999 og hinn 1.
janúar árið 2000 rennur upp 21.
öldin og höldum við upp á árs-
afmæli hennar við upphaf ársins
2001 á sama hátt og við fæðingu
barns byrjum við að telja ár þess
og er hið fyrsta liðið þegar það
hefur lifað í eitt ár. Þá er barnið
komið á annað ár.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á kvennameistaramóti Sov-
étríkjanna 1979, sem nú stendur
yfir í Tbilisi, kom þessi staða upp í
skák þeirra Akhmilovskaju og
heimsmeistara kvenna, Maju Chi-
burdanidze, sem hafði svart og
átti leik.
• Níu krónur í tug?
Halldóra Ólafsdóttir:
Má ein fákæn kona úr Vestur-
bæ leggja fram fáein orð varðandi
tímatalið sem alls konar „gáfu-
menn“ deila nú um með miklum
og flóknum útreikningum.
Mitt dæmi er ætlað ,,idjótum“.
Ég við hæstvirta að far með tíu
króna pening, sem er tugur, og
versla. Og nú spyr ég: Þegar þeir
hafa talið fram níu krónur er
þafíkallinn búinn? Nei, ein króna
er eftir og þá er tugurinn búinn.
Sama gildir um ár og aldir. Við
stöndum á síðasta ári aftunda
tugar og að því loknu, næstu
áramót, fetum við inn á níunda
tug aldarinnar. Að loknu árinu
1981 höfum við lifað eitt ár af
níunda tugnum, en ekki tvö.
Með bestu kveðjum til „idjót-
anna“ og vona að þið skiljið þetta
með tíkallinn.
HÖGNI HREKKVÍSI
:,í(s Ltr riANK 6AH6A MRÐ p&SA G>JÖUjU» óVO
TVGLAme VIT| AF HONUM !"
Flugvélar til sölu
Til sölu eru Cessna 150 og Cessna
Cardinal 177 R/g. Upplýsingar gefur
Guðjón Sigurgeirsson, flugvirki í síma
51976 eftir kl. 19.
^ Frá AÍÍS&A ^
A A Þjóðarréttur Spánverja PAELLA OG
Aí^r®L'A DISKÓTEK í Síöumúla 11, laugar-
daginn 19. janúar n.k.
Húsiö opnar kl. 20.30 og lokað kl. 21.30. Miöar veröa
seldir 16., 17. og 18. janúar í Veiöimanninum,
Hafnarstræti 5, (Tryggvagötumegin).
Tryggið ykkur miöa tímanlega því aðeins er takmark-
aöur fjöldi miöa. Verö aöeins kr. 3.500- (Vegna
verðbólgu).
Stjórnin.
Tilkynning
frá
Fiskveiðasjóði íslands
um umsóknir um lán
á árinu 1980.
Á árinu 1980 veröa veitt lán úr Fiskveiðasjóöi
íslands til eftirtalinna framkvæmda í sjávar-
útvegi:
1. Til framkvæmda í fiskiðnaði
Einkum veröur lögö áhersla á framkvæmdir er
leiða til aukinnar hagkvæmni í rekstri og
bættrar nýtingar hráefnis og vinnuafls og
arösemi framkvæmdanna. Ekki veröa veitt lán
til aö hefja byggingu nýrra fiskvinnslustööva,
eöa auka verulega afkastagetu þeirra, sem fyrir
eru á þeim stööum, þar sem talið er aö næg
afköst séu þegar fyrir hendi til vinnslu þess afla,
sem gera má ráö fyrir aö til falli í byggöalaginu.
2. Til fiskiskipa
Lán veröa veitt til skipta á aflvél og til
tækjakaupa og endurbóta, ef taliö er nauðsyn-
legt og hagkvæmt. Ekki veröa á árinu veitt lán
til kaupa á skipum erlendis frá, en einhver lán til
nýbygginga innanlands.
Umsækjendur um lán skulu skila umsóknum sínum á
þar til gerðum eyöublööum, ásamt þeim gögnum og
upplýsingum sem þar er getiö, aö öörum kosti verður
umsókn ekki tekin til greina (eyöublööin fást á
skrifstofu Fiskveiðasjóös, Austurstræti 19,
Reykjavík).
Umsóknarfrestur er til 31. janúar 1980.
Umsóknir er berast eftir þann tíma veröa ekki teknar
til greina viö lánveitingar á árinu 1980, nema um sé
aö ræöa ófyrirséö óhöpp.
Allar eldri umsóknir þarf aö endurnýja.
Lánsloforö Fiskveiöasjóös skal liggja fyrir, áöur en
framkvæmdir eru hafnar.
27... Hxb3+;, 28. axb3 - Ha8,29.
Hb2 (29. Ha2 - Dxb3+, 30. Hb2 -
Dxd3+, leiddi til sömu stöðu og í
skákinni) Dxd3+, 30. Hc2 —
Dxb3+, 31, Hb2 - Dd3+, 32. Hc2
— e5 og Akhmilovskaja gafst upp.
MANNI OG KONNA HAGTRYGGING HF <#,>