Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
21
Frá blaðamannafundi ríkisskattstjóra þar sem hin nýju framtalseyðublöð voru kynnt, f.v. Jón Guðmundsson, námskeiðsstjóri hjá
rikisskattstjóra, Sigurbjörn Þorbjörnsson, ríkisskattstjóri, Jón Sófaníasson deildarstjóri hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar og
Sverrir Júlíusson deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu. Ljósmynd Mbl. Ól. K.M.
Ný framtalseyðublöð í samræmi við ný skattalög:
Mönnum er nú heimilt að velja
10% fastan frádrátt i stað þess
að draga frá eins og áður gerðist
Eins og flestum framteljendum er kunnugt hafa ný
lög um tekju- og eignarskatt verið í gildi um eins árs
skeið og koma til framkvæmda fyrir framtalsárið
1980, þ.e. tekjuárið 1979. Vegna þessa boðaði ríkis-
skattstjóri Sigurbjörn Þorbjörnsson til fundar með
fréttamönnum þar sem hann kynnti m.a. nýtt fram-
talseyðublað og skýringar um hvernig útfylla ber það.
Skattframtal hjóna
og einhleypings
Þau ákvæði í lögunum sem helst
þurfti að taka tillit til við gerð
eyðublaðsins eru eftirfarandi:
1. .Tekju- og frádráttarliðir eru
nú flokkaðir niður (t.d. A-
tekjur, frádráttur A, o.s.frv.).
Vissir frádráttarliðir eru þá
dregnir frá ákveðnum tekjulið-
um og samtala fengin sem
áframhaldandi útfylling eyðu-
blaðsins byggist á.
2. Heimilt er að velja fastan
frádrátt, 10% af hreinum
launatekjum (sbr. T4 á fram-
talseyðublaði), í stað þess að
draga frá iðgjald af lífeyris-
tryggingu, stéttarfélagsgjald,
iðgjald af lífsábyrgð, vaxta-
gjöld og gjafir til menningar-
mála. Hjón skulu velja sömu
frádráttarreglu.
3. Hjón eru sjálfstæðir skattaðil-
ar hvort um sig og skal þeim
ákveðinn tekjuskattur og eign-
arskattur hvoru í sínu lagi.
4. Hjón skulu telja saman allar
eignir sínar og skuldir og skipt-
ir ekki máli þótt um séreign sé
að ræða. Eignarskattsstofni
skal skipta að jöfnu milli hjón-
anna og reikna eignarskatt af
hvorum helmingi fyrir sig.
5 Hvoru hjóna um sig ber að telja
sérstaklega fram allar tekjur
sínar aðrar en eignatekjur.
6. Eignatekjur hjóna, þ.m.t. sölu-
hagnað eigna, ber að telja fram
hjá því hjónanna sem hefur
hærri hreinar tekjur, aðrar en
hreinar tekjur af atvinnu-
rekstri.
7. Tekjur barns, aðrar en launa-
tekjur þess, ber að telja fram
sem tekjur hjá því hjónanna
sem telur fram eignatekjurnar.
Eignir barns skattleggjast með
eignum foreldra.
Skattframtal barns
Lögin um tekju- og eignarskatt
gera ráð fyrir því að launatekjur
Lög þessi gera m.a. ráð fyrir verulegri breytingu á
skattlagningu hjóna og barna innan sextán ára, svo og
ýmsum tekju- og frádráttarreglum. Því hefur reynst
nauðsynlegt að gera ný og breytt skattframtalseyðu-
blöð fyrir einstaklinga. I því sambandi benti ríkis-
skattstjóri á þau atriði sem mestu máli skipta og taka
þarf tillit til við gerð eyðublaðsins:
barns innan 16 ára aldurs skatt-
leggist sérstaklega.
Aðrar skattskyldar tekjur
barnsins skulu teljast með tekjum
þess foreldris sem hærri hefur
tekjur skv. lið T9 á skattframtali
foreldris ef foreldrar þess eru
skattlagðir sem hjón en ella með
tekjum þess foreldris eða manns
sem nýtur barnabóta vegna barns-
ins. Gert er ráð fyrir að tekjur
þær sem hér um ræðir komi fram
á skattframtali barns en yfirfær-
ist í einni samtölu í lið T16 á
skattframtal forráðanda. Arður
barns af hlutabréfum skal þó
alltaf færast í lið E4 á skattfram-
tali forráðanda.
Á skattframtali barns skal
einnig gera grein fyrir fjárhæð og
vaxtatekjum af innlendum inn-
stæðum, svo og verðbréfuin sem
hliðstæðar reglur gilda um skv.
sérlögum. Enn fremur skal gera
grein fyrir skuldum barnsins og
vaxtagjöldum. Þessar upplýsingar
er nauðsynlegt að gefa á skatt-
framtali barnsins vegna útreikn-
ings vaxtatekna til frádráttar sem
gera þarf óháð skattframtali for-
ráðanda.
Áritun skattframtala einstakl-
Einstaklingar:
Reykjavík
Reykjanesumdæmi
Önnur skattumdæmi
Heild:
staklinga og barna mun sennilega
hefjast síðar í þessari viku.
Þegar framtalseyðublöðin eru
skoðuð þarf að hafa í huga þær
forsendur sem raktar hafa verið
og ráðið hafa um gerð skattfram-
talanna. Við fyrstu sýn virðast
framtalseyðublöðin flókin en þess
er vænst að að við nánari athugun
þeirra og yfirlestur komist fram-
teljendur að raun um að svo er
ekki.
Þá kom fram hjá ríkisskatt-
stjóra, að árituð skattframtöl eru
2322 fleiri í ár en í fyrra, eða um
2,05% aukning.
Aukning
1980 m/ára
46.007 1,25%
23.331 3,52%
46.252 2,13%
115.590 2,05%
1979
45.441
22.538
45.289
113.268
inga 1980 er nú lokið. Fjöldi þeirra
í ár er 115.590 en var á sl. ári
113.268. Aukning milli ára á land-
inu í heild er því 2,05% (í
Reykjavík 1,25%, í Reykjanes-
umdæmi 3,52%, en í öðrum skatt-
umdæmum 2,13%). Áritun skatt-
framtala barna 1980 er að ljúka.
Árituð verða skattframtöl fyrir öll
börn sem náð höfðu 13, 14 og 15
ára aldri á árinu 1979, en fjöldi
þeirra verður um 13.600. Dreifing
á skattframtalseyðublöðum ein-
Börn á árinu 1980 eru um 13.600.
Varðandi félög sagði ríkisskatt-
stjóri:
„Áritun ekki lokið á árinu 1980.
Á árinu 1979 voru árituð um 6.500
félagaframtöl. Nú í ár ber að líta
til ákvæða laga um að þeir aðilar
sem telja sig undanþegna. skatt-
skyldu skulu skila skýrslu til
skattstjóra. Framteljendafjöldi
félaga, sjóða og stofnana mun því
aukast verulega, en hve mikið er
erfitt að meta á þessu stigi.“
Hjón eru sjálf stæðir skattaðilar hvort um sig og skal þeim
ákveðinn tekjuskattur og eignarskattur hvoru i sinu lagi