Morgunblaðið - 17.01.1980, Síða 42
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980
Skattframtal 1980
Natn Nafn
Jón Jonsson Jóna Jónsdóttir ___________
Fd og ár Nafnnumar fd og ár Nafnnúmer
18.08.43 xxxx-xxxx 12.01.53 __________ xxxx-xxxx
Logheimilt 1 des 1979 Póstnr og póststoó Sveitartélag
A&alpdta 88 119 Reykjavík 0000
Born hetma hjá framtel)- faedd ánð 1964 eða siðar Nafn Siprún Björnsdóttir 01.04.73 Nafn Fd. og ér
tf óskað Utfylhst af skattstiðra
vtð hetmihsstorf skal ma f Fjolskylda Slysatr
nafn (nofni nér
Eignir þ. m t. eignir barna (Innstæður og verðbréf barns. sbr. Iið E 5. færast á lið EB eða á skattframtal barns)
RÍKISSKATTSTJÓRI Sýnishorn af útfylltu framtali hjóna
ásamt skýringum við einstaka liði
Inngangur
Sýnishorn það sem hér birtist hefur að geyma skattframtal árið 1980 fyrir hjónin Jón Jónsson og Jónu
Jónsdóttur, Aðalgötu 88, Reykjavík. Skýringar og upplýsingar um efnahag þeirra og tekjur eru raktar lið
fyrir lið hér á eftír og er vísað með örvum í viðeigandi liði eða reiti á framtalseyðublaðinu. Jón og Jóna giftu
sig á árinu 1979 og hafa valið að telja fram sameiginlega allt árið. Dálkurinn lengst til hægri á hverri síðu er
samtöludálkur. Þar á að rita, að jafnaði með einni fjárhæð, samtölu hvers liðar. Athuga ber að samtölu-
dálkur er tvískiptur frá T8 — T13.
Skyggðu fletirnir eru ætlaðir skattstjóra og skal ekki rita í þá.
1 Peningar
Hjónin eiga 250 000 kr. í peningum um áramót sem þau færa til eignar bæði í reit 03 og samtöludálk.
2 ökutæki
Jóna á bifreiðina R-0850 sem hún keypti á árinu 1978 á 3 000 000 kr. Jón á R-01750 sem hann keypti á
árinu 1977 á 2 800 000 kr. Báðar bifreiðarnar færast til eignar á upphaflegu kaupverði. Samtala kaup-
verðs færist í reit 06.
3 Fasteignir
íbúðin að Aðalgötu 88 færist til eignar á fasteignamatsverði í árslok. Mat íbúðar er 22 000 000 kr. og
leigulóðar 1 000 000 kr. skv. fasteignamatsseðli sem J>au fengu sendan. Frá mati lóðar draga þau
afgjaldskvaðarverðmæti 75 000 kr. (þ. e. 15 falda lóðarleigu ársins 1979 sem var 5 000 kr.). Samtala
fasteigna færist síðan í reit 07.
4 Hlutabróf
Jón á hlutabréf í Einingaverksmiðjunni hf. að nafnverði 1 000 000 kr. og fær greiddar 120 000 kr. í arð.
Hjónin kaupa hlutabréf að nafnverði 300 000 kr. í Farskip hf. á 420 000 kr. Hlutabréfin færast í heild til
eignar í reit 08 á nafnverði. Arður samtals færist í reit 09 og einnig sem tekjur í reit 75 á síðu 4.
5 Innlendar innstæður
Hjónin eiga í árslok sparisjóðsbók með 800 000 kr. innstæðu og höfðu 130 000 kr. vaxtatekjur af henni á
árinu. Einnig eiga þau spariskírteini ríkissjóðs að nafnverði 100 000 kr. Innstæðan samtals 900 000 kr.
færist í reit 11. Vextir samtals færast í reit 12 og einnig sem tekjur í reit 73 á síðu 4.
Vextir af spariskírteini greiðast ekki fyrr en á innlausnarári og verða þá skattskyldir ásamt verðbótum á
vexti og nafnverð bréfanna. Ef spariskírteini er selt fyrir innlausnarár verður mismunur söluverðs þess og
nafnverðs skattskyldur sem vextir á söluárinu.
6 Verðbréf
Hjónin eiga veðskuldabréf að eftirstöðvum 500 000 kr. í árslok og fengu greiddar 84 000 kr. í vexti.
Stofnsjóður þeirra í kaupfélaginu bar 3 000 kr. í vexti. Þau hafa valið að færa alla vexti (vaxtatekjur og
vaxtagjöld) þegar þeir eru greiddir og gjaldfallnir enda þótt heimilt sé að færa reiknaða áfallna vexti.
Verðbréf samtals færast í reit 13. Vextir samtals færast í reit 14 og einnig sem tekjur í reit 74 á síðu 4.
7 Aðrar elgnlr
Hjólhýsi sem þau eiga færist til eignar á upphaflegu kaupverði.
8 Innstæður og verðbréf barna
Sigrún dóttir Jónu á sparisjóðsbók með innstæðu ásamt vöxtum að fjárhæð 180 000 kr. í árslok. Þar sem
Sigrún hefur engar tekjur og skuldar ekkert er framtalsskyldu vegna hennar fullnægt með þessum hætti.
Framtal einhleypings/eiginmanns
9 A-tekjur
Jón er trésmiður og vann hjá sex aðilum á árinu. Hann færir inn á skattframtalið nöfn þeirra og
launafjárhæð. Síðan leggur hann launafjárhæðirnar saman og færir samtölu þeirra í reit 21. Hjá Trésmiðj-
unni fékk Jón ökutækjastyrk sem hann færir í reit 22 og samtöludálk.
10 A-tekjur (hlunnindl)
Jón fékk greiddar 125 000 kr. í fæðispeninga (1 250 kr. á dagí 100 daga) í stað hálfs fæðis. Hann færir þá
fjárhæð í reit 25 og í samtöludálk. Frítt fæði er Jón fékk sem sjómaður um borð í togara þarf hann ekki að
telja til tekna.
11 Frádráttur A
Jón hefur gert grein fyrir kostnaði við ökutæki á þar til gerðu eyðublaði. Skv. þeirri greinargerð má hann
draga 180 000 kr. frá sem kostnað á móti ökutækjastyrk, sem hann færir í reit 32. Skv. matsreglum
ríkisskattstjóra færir hann 105 000 kr. frádrátt í reit 34 vegna hálfs fæðis (1 050 kr. á dag).
12 Aðrar A-tekjur og annar frádráttur A
Jón fékk 100 000 kr. íhappdrættisvinning. Hann telur vinninginn framsem tekjuren færir jafnframtsömu
tölu til frádráttar í reit 46 þar sem þessi vinningur er undanþeginn skattskyldu.
13 Frádráttur C
Jón var lögskráður á fiskiskip um tíma. Hann á því rétt á 1 600 kr frádrætti fyrir hvern dag sem hann
stundaði sjómannsstörf, þ. e. 1 600 kr. x 60 dagar = 96 000 kr. sem hann færir í reit 48. Þar sem um var að
ræða fiskveiðar má hann auk þess draga frá 10% af tekjum af fiskveiðum. Þá fjárhæð, 180 000 kr., færir
hann í reit 49.
Jón og Jóna giftu sig á árinu og eiga því rétt á 185 000 kr. frádrætti hvort vegna stofnunar heimilis
Fjárhæðin færist í reit 50.
14 Frádráttur DogE eða faatur frádráttur
Nú þarf að velja hvort nota skuli frádrátt D og E eða fastan frádrátt. Ef Jón væri einhleypur mundi hann
velja frádrátt D (þ. e. 240 000 kr. iðgjald af h'feyristryggingu og 60 000 kr. stéttarfélagsgjald) og frádrátt E
(þ. e. 500 000 kr. vaxtagjöld, sbr. skýringu 25) samtals að fjárhæð 800 000 kr. í staðinn fyrir 678 000 kr.
fastan frádrátt. Hjónunum er hins vegar ljóst að þeim ber að velja sömu frádráttarreglu. Þau athuga þess
vegna framtöl beggja og reikna út mismun á föstum frádrætti og frádrætti D og E.
Jón Jóna Bæði
Fastur frádráttur ............................ 678 000 kr. 540 000 kr. 1 218 000 kr.
-i- frádráttur D og E ........................ 800 000 kr. 256 000 kr. 1 056 000 kr.
Mismunur h- 122 000 kr. 284 000 kr. 162 000 kr.
Skv. þessum samanburði verður frádráttur 162 000 kr. hærri fýrir þau bæði ef valinn er fastur frádráttur.
Með tilliti til tekjuskattsstofns hvors hjönanna um sig er hagstæðara fyrir þau að nota fastan ffádrátt. Þau
velja því fastan frádrátt og útfylla einungis aftari samtöludálk. Þrátt fyrir að þau velji fastan frádrátt færa
þau til hliðsjónar frádráttartölur D og E í viðeigandi reiti án þess þó að útfylla fremri samtöludálk.
15 Elgnatekjur o. fl.
Eignatekjuro. fl. skv. liö T17 á4. síðu, 204 000kr.,færast hjá Jóni þarsem hann hefur hærri tekjurskv. lið
T9.