Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 80. tbl. 67. árg. MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fundir Sadats og Carters hófust í gær Sadat íorseti Egyptalands kom til Bandarikjanna í gær til viðræðna við Carter um sjálfsstjórnarmál Palestinumanna. Begin forsætisráðherra ísraels er væntanlegur þangað sömu erinda hinn 14. april. Sadat lagði á það áherzlu við komuna að hann legði á það allt kapp að leiða þetta vandamál til lykta með réttlátum hætti. Talið er að Sadat muni leggja til að svæði þau á Vesturbakka Jórdans sem þarna er um að ræða. verði algerlega afvopnuð og hlutlausar friðarsveitir verði þar við gæzlu. Muni Sadat ætla að leggja þetta til vegna þess að ísraelum standi ógn af því að sjálfstjórnarríki Palestinumanna á þessum stöðum myndi verða stöðug hótun tilveru ísraelsrikis. Afganistan: Enn f ella uppreisnarmenn sovézka hershöf ðingja Nýju Delhi. Tókíó. Moskvu. 8. apríl. AP. ÚTVARPIÐ í Pakistan greindi frá því i dag að tveir sovézkir hershöfðingjar og þrír afganskir herforingjar hefðu látizt þegar uppreisnarmenn skutu niður þyrlu þeirra, 200 km norðaustur af Kabul. Eins og fram kemur í annarri frétt er og hermt að annar sovézk- ur hershöfðingi hafi verið felldur í árás skæruliða á flugstöð skammt frá höfuðborginni. TASS-frétta- stofan hefur harðlega neitað þess- um fréttum og segir að á þessu svæði séu engir afganskir skæru- liðar, aðeins örfáir „bófar sem hafi undir höndum kínversk vopn og bandaríska dollara". Dagblað Alþýðunnar í Peking hvatti til þess í dag að þjóðir heims veittu afgönskum uppreisn- armönnum raunhæfa aðstoð til að reka sovézku innrásarsveitirnar af höndum sér. Var í greininni bent á að tveimur mánuðum eftir innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu 1968 hefðu Sovétmenn og Tékkóslóvak- ar undirritað samning þess efnis að innrásarherirnir yrðu fluttir á braut, en menn skyldu gæta þess að þeir væru þar enn. I fréttum frá Moskvu segir að stjórn Afganistans ætli að senda nefnd til íslamskrar ráðstefnu í Pakistan, sem hefst hinn 16. apríl þó svo að Afganistan hafi verið vikið úr þessum samtökum sem að ráðstefnunni standa. Sjá bls. 46 „Þjóðfrelsisöflin ná á sitt vald sovézkri flugstöð." Khomeini fagnar ákvörðun Carters um stjórnmálaslit Teheran. Washington. 8. apr. AP. OK írá fróttaritara Mbl. önnu Bjarnadóttur. VIÐBRÖGÐ í Bandaríkjunum við þeirri ákvörðun Jimmy Carters, forseta að slíta stjórnmálasambandi við íran og setja formlegt viðskiptabann á landið eru yfirleitt jákvæð. Margir eru þó á sama máli og faðir eins gíslanna og Ronald Reagan, sem keppir að útnefningu repúhlikana. að gripið sé til þessara ráðstafana fjórum mánuðum of seint. John Anderson og Edward Kennedy sögðu báðir að aðrar þjóðir hefðu átt að vera með í ráðum. því að stuðnings þeirra sé þörf til að ráðstafanir Carters hafi veruleg áhrif. RÆÐISM/VNNSSKRIFSTOFUNNl hcfur vcrið lokað: dr. Gholamraza Najafi (bcndir) talar við ^ónafn- Krcinda FBI-mcnn úti fyrir ra*ð- ismannsskrifstofu Irana i San Francisco i i!«rr. Dr. Najafi ok Hakkak AmmaKÍd (tv.) komu þanKað til að kanna hvort vcKa- bréfsáritanir þcirra væru i laKÍ. cn var þá tjáð að skrifstofunni hcfði vcrið lokað. Bandamenn Bandaríkjanna í Evr- ópu létu í dag ýmsir í ljós skilning á ákvörðun Carters, en engin merki voru sýnd neins staðar í þá átt að þau myndu fylgja fordæmi Bandaríkja- forseta. Engin formleg yfirlýsing kom frá EBE-löndum og það eina sem talsmaður bandalagsins vildi segja var að málið yrði rætt á fundi utanríkisráðherra landanna í Lux- emburg síðar í þessum mánuði. Einn nánasti ráðgjafi Frakklandsforseta, Michel Poniatowski, sagði í viðtali að íranskir leiðtogar væru að reyna að auðmýkja Bandaríkin og það væri vottur um dómgreindarskort að þess- ar aðgerðir hefðu ekki verið ákveðnar fyrir löngu, þar sem nú hefðu þær takmarkað gildi. Bretar sögðu að stjórnin væri að íhuga hvaða afleið- ingar þessar ráðstafanir kynnu að hafa í för með sér og ítrekuðu skilning eins og fleiri þjóðir í V- Evrópu. Khomeini trúarleiðtogi fagnaði ákvörðun Carters forseta og sagði að hún boðaði gott írönum þar sem Bandaríkin hefðu með þessu viður- kennt að þau hefðu misst öll áhrif og ítök í íran. Sagði Khomeini að þessi stjórnmálasiit myndu marka upphaf- ið að nýrri og betri tíð fyrir íran í baráttu þess gegn „blóðþyrstu stór- veldi“. Hvatti Khomeini þjóðina til að standa saman og berjast gegn fjendum sínum og ekki hvað sízt gegn þeim svikúrum, sem hefðu nú skotið skjólshúsi yfir Reza Pahlavi fyrrv. keisara. Sagði hann að réttast væri að egna tii uppreistar gegn Sadat og fyrirkoma honum hið f.vrsta því að þar færi svikari. Bani-Sadr, forseti Irans, sagði i ávarpi til þjóðarinnar í kvöld, að Iranir yrðu að sýna fórnarlund, staðfestu og dug. Bani-Sadr sagði: „Ef þið viljið lifa áfram verðið þið að vinna og framleiða. AP-fréttastofan segir að ýmsir íranskir leiðtogar óttist að grípa verði til ákveðinna aðhaldsaðgerða í efnahagsmálum vegna þessa og jafn- vel matarskömmtunar meiri en nú gildir áður en langt um líður. Sjá bls. 47: „Carter rýfur allt samhand við íran". Gull hækk- aði í gær I.ondon. 8. apríl. AP. VERÐ á gulli hækkaði um 54,50 dollara únsan í London i dag og þegar viðskiptum var hætt var únsan í 537 dollurum. Greinilegt var í kauphöllum víða í dag að mikil óvissa var vegna vaxandi spennu miili annars vegar Irans og Bandaríkjanna og hins vegar Irans og Iraks. I Zúrich lækkaði gullverð en hækkaði nokkuð í Hong Kong. Verð á silfri í London var einnig hærra en sl. fimmtudag. Dollarinn var ögn hærri í Tókíó í dag, en þar er ótti við það að æski Bandaríkjamenn þess að Japan taki þátt í aðgerð- um gegn íran verði skorið á olíuafgreiðslu þaðan. Dollarinn hækkaði einnig nokkuð gagnvart ítölsku lírunni og hollenzku gy 11- ini er lækkaði gagnvart flestum öðrum gjaldmiðlum. Carter Bandarikjaforseti flytur sjónvarpsávarp sitt á mánudags- kvöldið, frá Hvíta húsinu þar sem hann kunngerði þá ákvörðun að slíta stjórnmálasambandi við íran og tilkynnti um ýmsar aðrar ráðstafanir samhliða. Stórfelld vinnudeila í uppsiglingu í Svíþjóð Stokkhólmi. 8. apríl. AP. TILRAUNIR til að afstýra verk- banni sem mun ná tií 750.000 verkamanna hafa farið út um þúfur og mesta vinnudeila eftir heimsstyrjöldina er yfirvofandi í Svíþjóð. Verkalýðssambandið (LO) neit- aði að verða við áskorun sáttasemj- ara um að aflýsa hálfsmánaðar- gömlu banni á yfirvinnu rúmlega tveggja milljóna félagsmanna. Vinnuveitendasambandið (SAF) svaraði yfirvinnubanninu á mið- vikudaginn með yfirlýsingu um að verkbann yrði sett á 750.000 verka- menn LO í eina viku frá 10. apríl nema yfirvinnubanninu yrði aflýst. „Þetta sýnir þann ásetning okkar að taka ekki þátt í frekari eyðilegg- ingu efnahagslífs Svíþjóðar" sagði Curt Nicolin, forseti SAF, og átti við kröfur LO um 11,4% kauphækkanir. Vinnuveitendur segja að vinnu- kostnaður muni hækka um 7% án beinna launahækkana vegna fyrri samninga. SAF ítrekaði í sáttfúsri yfirlýs- ingu í dag að sambandið væri fúst til að draga hótun sína um verkbann til baka ef verkalýðsfélögin aflýstu yfirvinnubanninu. Vinnuveitendur segja að verkbannið, sem er það umfangsmesta sem hefur verið boð- að til, muni kosta þá tvo milljarða sænskra króna. Forseti LO, Gunnar Nilsson, kall- aði verkbann vinnuveitenda „ör- þrifaráð“ og varaði við því að deilan gæti fljótiega magnazt upp í alls- herjarverkfall og mestu vinnudeilu Svía fyrr og síðar nema vinnuveit- endur breyttu afstöðu sinni til kröfu LO um kauphækkanir. ViÖsjár með írönum og írökum aukast enn Beirut, Líhanon. 8. apríl. AP. „ÍRAK er reiðubúið að berjast til að verja heiður sinn og sjálf- stæði." sagði Saddam Hussein forseti íraks í kvöld og var það augljós stríðshótun gegn íran að sögn AP-fréttastofunnar. Mjög mikil spenna ríkti í kvöld milli þjóðanna og sagði AP- fréttastofan, að nánast ekkert mætti nú út af bera svo að ekki brytust út stórátök milli þeirra. Stjórnmálasérfræðingar túlkuðu og harðorða yfirlýsingu Iraksforseta á þann veg að írakar væru tilbúnir að fara í stríð til að ná aftur þremur litlum eyjum við mynni Persaflóa, en þeim ráða íranir og hafa gert síðan árið 1971. Hafa írakar upp á síðkastið hert mjög á kröfum sínum að íranir afhendi þessar eyjar aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.