Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 31 Ólafur Ragnar Grímsson ber sig upp við bandaríska þingmenn: Einföldun að kalla herstöðvaandstæð- inga „kommúnista44 Dreifir fjölriti í hádegisverðarboði Alþingis PÁSKADAGANA dvöldust hér á landi banda- rískir þingmenn á leið til Noregs til að sitja þar fund Alþjóðaþingmannasambandsins sem fram fer í Ósló í þessari viku. Forsetar Alþingis buðu hinum bandarísku þingmönnum til hádegisverðar laugardaginn 5. apríl og sátu fulltrúar þingflokka einnig málsverðinn. Þar gerðist það mönnum að óvörum, þegar þeir höfðu nýlega sest til borðs, að Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubanda- lagsins, kvaddi sér hljóðs og tók til við að ræða varnarmál íslands, lét hann sér ekki nægja að flytja boðskap sinn heldur dreifði honum jafnframt fjölfölduðum til hinna erlendu gesta. Að lokinni ræðu Ólafs bað Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkisnefndar Alþingis um orðið og taldi það til lítillar sæmdar að nota þetta tækifæri til að bera upp kvartanir og klögumál gagnvart útlendingum út af máli, sem Islendingar ættu sjálfir að gera upp sín á milli. Bað hann menn að gjalda varhug við því sem í bréfi Ólafs Ragnars stæði. Sagði Geir að það væri eins með stjórnmálamenn á íslandi og stjórnmálamenn í öðrum löndum að hver vildi hafa síðasta orðið og því hefði hann staðið upp að gefnu tilefni. Lagði Geir áherzlu á það að það væri Islendinga einna að ákveða hvað þeir vildu gera í sambandi við herstöðina á Keflavíkurflugvelli og það væri íslendinga sjálfra og einna að meta hvað þeir vildu gera í þeim efnum. Með bréfi Ólafs Ragnars væri hann hins vegar að biðja um bandaríska íhlutun um okkar öryggismál. „Það er okkar sjálfra að taka ákvörðun í slíkum málum og meta hver er hagur okkar og það er Banda- ríkjamanna hins vegar að meta fyrir sig hver þeirra hagur er áður en þessir tveir aðilar geta gengið til samningaviðræðna um málið.“ Dreifibréf Ólafs Ragnars Grímssonar er fjölfaldað á bréfsefni Alþingis og ber yfir- skriftina: „Bandaríska varnarstöðin: Lykil- vandinn í samskiptum íslands og Bandaríkj- anna — Stutt álit frá þingflokki Alþýðubanda- lagsins um andstöðuna gegn herstöð Banda- ríkjanna á íslandi." I upphafi er lýsing á pólitískri þýðingu varnarmálanna og sagt að varnarstöðin hafi verið einn helsti þátturinn í átta af tólf stjórnarkreppum, sem hér hafa orðið síðustu þrjá áratugi. Erlendir fréttaskýrendur hafi oft gerst sekir um þau mistök að einfalda samsetningu þeirra og rök, sem andvígir eru stöðinni, með því að kenna þá við „kommún- ista“. Slíkar einfaldanir á flóknum þjóðernis- hreyfingum hafi leitt til alvarlegra og dýr- keyptra mistaka við mótun bandarískrar utanríkisstefnu. Geir Hallgrímsson: í plagginu, sem eru tæpar fjórar vélritaðar síður, eru síðan rakin söguleg, menningarleg, félagsleg, efnahagsleg og hernaðarleg rök, sem einkenni málflutning herstöðvaandstæðinga. Þungamiðjan í sögulegu rökunum er, að þegar Bandaríkjastjórn hafi farið þess á leit „1946“ (sic), að hún fengi að hafa herstöðvar á íslandi í næstu 99 ár hefðu allir stjórnmálaflokkarnir sameinast um að hafna þeirri ósk. Til marks um menningarleg áhrif stöðvarinnar er sagt, að allir flokkar hafi barist gegn starfrækslu sjónvarps í stöðinni, sem næði út fyrir hana og síðan minnt á það, að starfræksla útvarps- stöðvar þar hafi einnig verið harðlega gagn- rýnd. Og síðan segir: „Amerískir lífshættir og áhrif þeirra takmarkast því ekki aðeins við bæina umhverfis stöðina heldur gætir þeirra á öllu Reykjavíkursvæðinu. Stöðin er ekki aðeins hernaðarstofnun heldur stafar af henni marg- þætt hætta í menningarlegu tilliti fyrir smáþjóð, sem nýlega hefur hlotið sjálfstæði sitt og háð hefur aldalanga baráttu til að varðveita menningarleg sérkenni sín.“ í kafl- anum um félagslegu áhrifin er rifjað upp, að á sl. sumri hafi Benedikt Gröndal heimilað bandarísku hermönnunum frjálsari ferðir út fyrir varnarsvæðið en dregið ákvörðun sína til baka fyrir gagnrýni. í kaflanum um efna- hagsmál er gerð grein fyrir „Aronskunni". I þeim þætti skjals þingflokks Alþýðubanda- lagsins, þar sem greint er frá hernaðarlegu röksemdunum segir, að ekki sé unnt að rökstyðja tilvist varnarstöðvarinnar með vísan til þeirrar ógnar, sem stafi af sovéska flotanum, þar sem stöðin hafi komið til sögunnar meira en tveimur áratugum á undan „hinni svonefndu sovésku flotaógnun" eins og það er orðað. Þá segir, að það sé einmitt tilvist stöðvarinnar, einkum sú tækniaðstaða, sem þar hafi skapast á síðustu 10—15 árum, sem geri stöðina að kjarna í kjarnorkuhernaðar- uppbyggingunni á Norður-Atlantshafi, þessi tækni auki ekki öryggi íslands, þvert á móti leiði stöðin til þess, að ísland sé öruggt skotmark í öllum átökum á Norður-Atlants- hafi. „Það er ekki landfræðileg staða landsins, sem gerir það að skotmarki heldur tæknilegt eðli bandarísku stöðvarinnar," segir í skjalinu. í lokin segir þingflokkur Alþýðubandalags- ins, að hann voni, að þessi greinargerð verði til þess að vekja áhuga meðal bandarískra þingmanna „sem af alveg skiljanlegum ástæð- um hafa talið önnur utanríkismál mikilvæg- ari“ eins og þar segir. Lokaorð þingflokks Alþýðubandalagsins eru þessi: „Sjálfstæðis- barátta Bandaríkjanna og hreyfing herstöðva- andstæðinga á íslandi eru í eðli sínu náskyld tjáning á anda lýðræðis og sjálfstæðis þjóðar." „Ólafur Ragnar bið- ur um bandaríska íhlutun um okkar öryggismál“ Islendinga einna að taka ákvarðanir um þau mál Torfi og Dorothea á hinni nýju hársnyrtistofu sinni. Papilla - ný hársnyrti- stof a á Laugaveginum „ÞAÐ hefur verið draumur okk- ar lengi að sameina hárskurð og hárgreiðslu, eins og tíðkast er- lendis. Þennan draum höfum við látið rætast og köllum stofuna okkar hársnyrtistofu“, sagði Torfi Gerimundsson hárskera- meistari í viðtali við Mbl. en hann opnaði ásamt konu sinni, Dorotheu Magnúsdóttur, hár- skera og hárgreiðslumeistara. hársnyrtistofuna Papillu fyrir skömmu. í Papillu er veitt alhliða þjón- usta fyrir dömur og herra og einnig eru á boðstólum hártoppar fyrir herra og þjónusta í sam- bandi við þá, svo sem litum og liðun. Papilla er að Laugavegi 24, 2. hæð. Þá má geta þess, að í Papillu verða málverkasýningar og hélt Eggert Guðmundsson fyrstú sýninguna í Papillu. Fjölsótt minningar- athöf n í Bíldudal MINNINGARSTHÖFN um sjó- mennina Pétur Valgarð Jóhanns- son skipstjóra og Hjálmar Ein- arsson, sem fórust með rækju- bátnum Vísi BA 44 25. feb. s.l. fór fram í Bíldudalskirkju á föstudag- inn langa. Þrír prestar á Vest- fjörðum önnuðust minningarat- höfnina, þeir séra Þórarinn Þór Patreksfirði, séra Gunnar Björnsson í Bolungarvík og séra Jakob Hjálmarsson á ísafirði. Fyrri hluti minningarguðsþjón- ustunnar var helgaður texta dags- ins en síðan flutti séra Þórarinn Þór minningarræðu og séra Gunn- ar lék tónverk á celló. Mikið fjölmenni var við athöfnina. Að lokinni minningarguðsþjónust- unni var lagður blómsveigur að minnismerki um drukknaða sjó- menn. Jan Mayen viðræður í DAG verður skipuð viðræðu- nefnd íslendinga i Jan Mayen viðræðunum við Norðmenn. en þær verða í Reykjavík n.k. mánu- dag og þriðjudag. í viðræðu- nefndinni munu eiga sæti full- trúar þingflokka, embættismenn og sérfræðingar. í gær lá ekki fyrir hvaða fulltrúar yrðu frá þingflokkunum, nema að Sjálf- stæðisflokkurinn hafði tilnefnt Matthías Bjarnason alþing- ismann. í norsku nefndinni verða m.a. Knut Frydenlund utanríkis- ráðherra og Eyvind Bolle sjávar- útvegsráðherra. Landhelgisnefnd hélt fund i gær til þess að undirbúa viðræðurnar eftir helgina. Suðurland: Kynningarfundir um framleiðslutakmarkanir Búnaðarsamband Suðurlands efnir til kynningarfunda í dag kl. 2 að Flúðum og í kvöld á Borg til þess að kynna bændum þær fram- leiðslutakmarkanir sem á að beita í landbúnaði. Fulltrúar frá Stétt- arsambandi bænda kynna málið og síðan verða fyrirspurnir leyfð- ar, en 15. þ.m. verður kynningar- fundur á Selfossi. Lokið er slíkum fundum í Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu. 60 ára afmæli Kaup- félags Stykkishólms Stykkishólmi 8. april. í DAG minnist Kaupfélag Stykk- ishólms þess að 60 ár eru liðin frá stofndegi. Aðalhvatamaður að stofnun þess og fyrsti stjórnar- formaður var séra Ásgeir Ásgeirs- son prófastur í Hvammi. I tilefni afmadisins var sýning á gömlum munum, myndum og skjölum í verzlunarhúsi félagsins. Einnig var öllum boðið til kaffidrykkju á meðan verzlunin var opin og kom fjöldi manna til að árna félaginu heilla. Kaupfélag Stykkishólms reisti m.a. fyrsta hraðfrystihúsið við Breiðafjörð skömmu eftir 1935. Einnig átti það frumkvæðið að vinnslu hörpudisks. Nú starfrækir það verzlun, sláturhús og frysti- hús- Fréttaritari. Aðalfundur ungra sjálfstæðismanna í Rangárþingi ADALFUNDUR Fjölnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Rang- árvallasýslu verður haldinn í Verkalýðshúsinu á Hellu fimmtu- daginn 10. apríl kl. 21. Á fundinum verða lagabreytingar og venjuleg aðalfundarstörf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.