Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRIL 1980 5 Fyrsti FIDEf und- urinn á íslandi - hefet á fimintudag „FUNDUR framkvæmda- hinni nýju skrifstofu sam- ráðs FIDE, alþjóðaskák- sambandsins, er fyrsti fundur samtakanna hér á landi og markar því á sinn hátt tímamót í íslenzkri skáksögu,“ sagði Friðrik ólafsson, forseti FIDE, á fundi með blaðamönnum í Gaf píanó Stykkishólmi. 8. apríl. í GÆR afhenti Sigurborg Stur- laugsdóttir og börn hennar, Kjartan og Guðlaug, dvalar- heimili aldraðra hér í Stykk- ishólmi nýtt og vandað píanó sem þau gefa í minningu lát- inna ástvina sinna. Afhentu þau stjórn elliheimilisins hljóðfærið við athöfn í dval- arheimilinu að viðstöddum vistmönnum og fleirum og lék frú Sigríður Bjarnadóttir við það tækifæri á píanóið. Við þetta tækifæri flutti sóknar- presturinn, Gísli Kolbeins, bæn. — Fréttaritari. takanna að Laugavegi 51. „Stjórnarmenn Skáksam- bands íslands hafa haft veg og vanda af undirbún- ingi og skipulagningu fundarins og kunnum við þeim beztu þakkir fyrir,“ sagði Friðrik ennfremur. Fundur framkvæmdaráðs; ins hefst á fimmtudag. í ráðinu eiga sæti allir helstu embættismenn FIDE, og auk þeirra f jórir kjörnir fulltrúar og heið- ursforseti FIDE dr. Max Euwe. „Á dagskrá fundanna, sem munu standa væntanlega í fjóra daga, verður fyrirkomulag næstu heimsmeistarakeppni, ýmsar fjár- öflunarleiðir til að styrkja fjárhag FIDE, sem er ekki alltof góður um þessar mundir. Þá verður tekin fyrir heimsbikarkeppni FIDE, svokallað FIDE-World Cup. Þá verður einnig rætt um höfundar- Heimdallur opn- ar atvinnumiðlun VEGNA mikilla erfiðleika ungs fólks við að finna sér sumaratvinnu hefur stjórn Ileimdallar S.U.S. ákveðið að opna atvinnumiðlun í Reykjavík. Allt ungt fólk kannast við hversu erfitt það reynist oft að fá einhverja atvinnu yfir sumarmán- uðina. Stjórn Heimdallar telur að með skipulögðu starfi sé hægt að ráða nokkra bót á þessu. Strax eftir páskahátíðina verður byrjað að taka fólk niður á skrá og leita að vinnu fyrir það hjá atvinnurek- endum. Heimdallur S.U.S. Reykjavík ætlar sér með þessu starfi, auk þess að útvega skólafólki atvinnu, að opna umræður um þessi mál og leita varanlegra úrbóta. Þess er vænst að hægt verði að fá forystu- menn launþegasamtaka og vinnu- veitenda til að tjá sig um málið. Skólafólk hafið samband við skrifstofu Heimdallar þriðjudags- kvöld eftir páska og öll kvöld þar eftir í síma 82900 — 82098 eða komið við að Háaleitisbraut 1, 2. hæð. (Valhöll). (Fréttatilkynning) Raketta braut veggi barnaheimilisins Stykkishólmi 8. apríl. LAUGARDAGINN fyrir páska komu 9 unglingar frá Upptökuheimilinu í Kópavogi í fylgd þriggja gæzlumanna til Stykkishólms í páskaleyfi og fengu þeir gistingu í skólan- um. Þegar leið á daginn varð fólk var við ýmsan usla. Höfðu einhverjir unglinganna fengið leyfi til að skreppa í bæinn, en seinna um daginn fóru tveir án leyfis á stjá og brutust þeir inn í geymslu sem Björgunar- sveitin Berserkir hefur komið sér upp í starfi sínu. Náðu þeir þar í flugelda og rakettur og kveiktu í og voru það óheppnir að ein mjög sterk raketta flaug inn um g'ugga á barna- heimili kaþólsku systranna, gegn um vegg og staðnæmdist á þriðja veggnum. Kviknaði mikill eldur út frá rakettunni, skcmmdi bæði góifið og vegg- inn og var mesta mildi að ekki hlauzt stórslys af. betta var um kvöldmatarleytið og syst- urnar nálægar til þess að slökkva eldinn með ýmsum tilfæringum. Samkvæmt því sem lögreglan hefur gefið upp, en hún tók drengina strax í sína vörslu til yfirheyrslu, þá hafa þessir ungl- ingar komið víða við í bænum og gert ýmsan usla. Voru menn grandvaralausir fyrir þessu. — Fréttaritari. Landa á ný í Hull eftir langt hlé SKUTTOGARINN Sigurey frá Siglufirði landaði hluta afla síns í Hull síðastliðinn miðvikudag og fékk mjög gott verð, en langt er síðan íslenzkt skip iandaði í IIull. Hafnargjöld hafa nú verið lækkuð þar frá fyrri hug- myndum hafnaryfirvalda. Eru gjöldin svipuð og þau voru á sama tima í fyrra, en hins vegar nokkru hærri en í lok síðasta árs. Sigurey seldi 71,4 tonn af ísfiski og fékk 44,7 milljónir króna fyrir eða 626 krónur á kg. að meðal- tali. Sigurey var einnig með nokkuð af frystum fiski. Á morgun landa tvö íslenzk skip í Englandi, annað í IIull, hitt í Grimsby. Á skrifstofu FIDE á Laugaveginum. frá vinstri: Compomanes. einn af varaforsetum FIDE, Friðrik Ólafsson, forseti FIDE. Sveinn Jónsson, gjaldkeri FIDE og Einar S. Einarsson. forseti Skáksambands íslands. Mynd. Mbl. Emilía. rétt í skák, ákvörðun verður tekin um Ólympíuskákmótið á Möltu 1980, nýtt svæðafyrirkomulag og inntökubeiðnir nýrra skáksam- banda, svo að eitthvað sé nefnt, “ sagði Friðrik. „Eg vil taka það sérstaklega fram, að ég er ákaflega þakklátur fyrir þá fyrirgreiðslu og þann skilning, sém íslenzk stjórnvöld hafa sýnt okkar málefnum. Fjár- hagsmálin eru nú komin í góða höfn,“ sagði Friðrik. Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands Islands og skák- sambanda Norðurlanda var við- staddur blaðamannafundinn. „Norðurlandabúar hafa mikinn hug á að koma á nýju svæðafyr- irkomulagi — að Norðurlöndin verði sérstak sjálfstætt FIDE- svæði. Það yrði Norðurlöndunum mikill styrkur og þá mætti hugsa sér, að Norðurlandamótið í skák yrði jafnframt svæðamót," sagði Einar á fundi með fréttamönnum. Compomanes, einn af varafor- setum FIDE, var einnig á fundin- um. Ásamt honum verða eftirtald- ir meðlimir framkvæmdaráðsins á fundinum í Reykjavík: H.M. Has- an, forseti Skáksambands Indón- esíu, A. Kinzel, forseti, skáksam- bands V-Þýzkalands, Vega Fern- andez, forseti Skáksambands Kúbu. Ásamt honum eiga þrír aðrir varaforsetar FIDE sæti í framkvæmdaráðinu, R. Belkadi, Túnis, Compomanes, Filipseyjum, K. Jungwirth Austurríki og J.G. Prentice, frá Kanada. Þá eiga fjórir sérkjörnir fulltrúar FIDE sæti í framkvæmdaráðinu, þeir Averbach, Sdvétríkjunum, Hasan, Indónesíu, Kinzel, V-Þýzkalandi og Fernandez, Kúbu. Einnig á ritari FIDE sæti í ráðinu, Ineke Bakker.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.