Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 AÖalfundur Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks: Átök við stjórnarkjör - deilur um ályktun MORGUNBLAÐINU hefur borist svohljóðandi fréttatilkynning frá Pálma Jónssyni, nýkjörnum for- manni Sjálfstæðisfélags Sauð- árkróks: „Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks var haldinn 26. marz sl. Fundurinn var fjölsóttur og voru mættir 60 af um 100 skráðum félögum, en allmargir nýir félagar bættust við á fundinum. Formaður var kjörinn Pálmi Jónsson með 35 atkv. en fráfar- andi formaður, Kári Jónsson, hlaut 24 og er nú varaform. I stjórn voru kjörnir Guðmundur Tómasson með 38 atkv., Jón Árna- son með 37 og Bjarni Haraldsson með 36. Næstir að atkvæðum voru Jón Ásbergsson 24, Páll Ragnars- son 23 og Jón Jakobsson 21 og skipa þeir varastjórn. í kjördæm- isráð voru kjörnir Halldór Þ. Jónsson með 37 atkv. og Friðrik J. Friðriksson með 34. Næstir að atkvæðum voru Jón Ásbergsson 24 og Knútur Aadnegard 23. Þá voru kjörnir 11 í fulltrúaráð. í lok fundarins flutti nýkjörinn formaður, Pálmi Jónsson, svo- fellda tillögu: „Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks 1980 harmar þá sundrungu, sem er meðal þing- manna flokksins og hvetur allt sjálfstæðisfólk til að vinna ein- huga í anda sjálfstæðisstefnunnar að því að styrkja og efla Sjálf- stæðisflokkinn. Fundurinn lýsir fullu trausti á þingmanni Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Pálma Jónssyni, landbúnaðarráðherra, og lætur í ljósi þá von, að hann, og aðrir þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem að núverandi ríkisstjórn standa, verði þess megnugir að hafa sem mest áhrif á störf og stefnu stjórnarinnar." Allsnarpar umræður urðu um tillöguna og fleiri málefni. Eftir að frávísunartillaga hafði verið felld var tillagan samþykkt með 24 atkv. gegn 20 í skriflegri atkvæðagreiðslu. Þrír seðlar voru auðir, en nokkrir voru farnir af fundi. Þá sneri Morgunblaðið sér einn- ig til Kára Jónssonar varafor- manns félagsins, og fráfarandi formanns þess, og leitaði álits hans á þeim atburðum sem urðu á fundinum, og að framan greinir. „Það sem ég hef um þetta mál að segja, er það að þetta var ákaflega sérstæður fundur,“ sagði Kári. „Þetta var aðeins venjulegur aðalfundur, og til hans boðað með venjulegum hætti. En þegar á fundinn kom þá var auðséð að smalað hafði verið á fundinn. Þarna kom fólk sem hefur ekki sést á fundum hjá Sjálfstæðis- flokknum árum eða jafnvel ára- tugum saman, og látið sig félags- mál flokksins litlu varða hér í bænum. Þá gengu þarna á fundin- um í félagið nýir félagar, og ég sem formaður fagnaði því og bauð nýja félaga velkomna. Fagnaði ég þessari miklu fundarsókn, og því að nýtt fólk skyldi vera að koma til starfa. En auðséð var að þessi fundur hafði verið undirbúinn, og fékk ég nánari fregnir af því eftir að honum lauk. Hér er hópur manna sem er Páimi Jónsson særður á sálinni, og hefur verið það í mörg ár, þar sem þeim finnst þeirra hlutur ekki hafa verið nægilega mikill eða góður innan Sjálfstæðisflokksins. Þeir höfðu unnið skipulega að því að fá hóp manna til að mæta á fundinn, og einnig hafa þeir greinilega gefið þessu fólki ýmsar upplýsingar, og þær áreiðanlega ekki allar réttar, um gang mála hér. Enda kom það í ljós, að þetta fólk hafði ekki svo ýkja mikinn áhuga á félagsstarfinu sem slíku. Eg flutti þarna skýrslu stjórnar um starfið á síðasta ári, og urðu engar umræður um hana, né heldur um skýrslu gjaldkera. Þá var gengið til kosninga, og kom þá í ljós að sá hópur sem þarna hafði komið á fundinn kaus allur eins, og hafa þeir líklega verið með það skrifað á blað hjá sér, hvernig ætti að kjósa. Þótt þetta fólk hafi ekkert starfað að félagsmálum Sjálfstæðisflokksins hér taldi það sig þess umkomið að koma á fundinn til þess eins að hreinsa út ákveðinn hóp manna sem var þessum mönnum ekki þóknanlegur. Sem dæmi get ég nefnt, að þarna er felldur úr stjórn Páll Ragnarsson tannlæknir, sem verið hefur aðal driffjöðurin í æskulýðs- og íþróttalífi hér á staðnum, og er formaður Ungmennafélagsins. Hann hefur reynst afbragðs starfsmaður fyrir flokkinn síðan hann hóf störf innan félagsins. Hann er felldur, og einnig Knútur Aadnegard formaður bæjarmála- ráðs og Jón Ásbergsson, og einnig var reynt að fella Þorbjörn Árna- son forseta bæjarstjórnar úr einu trúnaðarstöðunni sem hann hafði innan félagsins, það er sæti í fulltrúaráðinu. Allt eru þetta ung- ir menn, vinsælir hér í bænum og starfhæfir í besta lagi, en nauð- synlegt virðist hafa verið að fella þá alla úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Ef svo á að koma fram við ungt fólk sem kemur til starfa, þá á Sjálfstæðisflokkurinn ekki glæsilega framtíð fyrir sér, en enginn þeirra hefur tekið þátt í neinni klíkustarfsemi innan flokksins. Aðrir betri menn hafa ekki komið til starfa fyrir flokk- inn hér, en mín persóna skiptir þarna engu máli. Ég hef áður orðið fyrir aðkasti af hálfu þessa fólks, og læt mér það í léttu rúmi liggja. Eftirtektarvert er hins vegar, eftir fundinn, að nú vill enginn þeirra sem stóð að þessum „hreinsunum" neitt kannast við málið, og geta ekki fært nein rök fyrir máli sínu. Helst bera menn því við að þeir hafi lofað einhverj- um mönnum þessu, og er ég viss um að þetta nýja fólk sem vonandi á eftir að starfa áfram innan flokksins og var allra góðra gjalda vert, muni síðar sjá hvers konar regin skyssu það hefur gert. En kosningar í svona félagi geta nú farið alla vega, en aðalefni fundarins var hins vegar ályktun- in sem að lokum var samþykkt með örlitlum mun atkvæða. Eftir- tekt vakti, að nýkjörinn formaður félagsins, Pálmi Jónsson, byrjaði á því að leggja áherslu á það að nú þyrfti að efla samhug og samstöðu innan flokksins. En að þeim orð- um töluðum kastar hann fram þessari tillögu, og það var eins og sprengingu væri varpað inn á fundinn. Vitað mál er að skiptar skoðanir eru meðal sjálfstæð- ismanna um þessa ríkisstjórn, og málið er sérstaklega viðkvæmt Kári Jónasson hér í kjördæminu. Því hafa flestir talið heppilegast að fara varlega og sjá hverju fram yndi, en síðar mætti leggja dóm á störf stjórnar- innar. En viðbrögð fundarmanna við tillögu Pálma voru mjög hörð, og lýstu margir andstöðu við hana. Enginn talaði hins vegar með henni, nema flutningsmaður og Halldór Þ. Jónsson, sem lagði henni gott orð. Ég benti á að þetta væri mikið ágreiningsmál, til þess eins fallið að sundra okkur, og væri því best að bíða. Skoraði ég á tillögumann að draga tillögu sína til baka, en hann neitaði því, treysti greinilega á það fólk sem smalað hafði verið á fundinn og gefið hafði loforð um stuðning. En þessi hörðu viðbrögð komu því fólki greinilega alveg í opna skjöldu, og til þess að gera sem minnst úr tillögunni sagði annar talsmaður hennar, Halldór Þ. Jónsson, að ekki bæri að líta á hana sem stuðning við ákvörðun Pálma um þátttöku i ríkisstjórn- inni. Heldur væri þetta aðeins traustsyfirlýsing við hann sjálfan, persónulega. Nú, ef þannig er litið á málið, þá verð ég að túlka niðurstöðu sem áfall fyrir ráð- herrann. Tillagan er samþykkt með 24 atkvæðum, en 23 treysta sér ekki til að greiða henni atkvæði, þar af voru 20 á móti en 3 sátu hjá. Það sem hafst hefur upp úr þessu brölti er því allt annað en það sem til var ætlast, og hafa vinnubrögðin mælst illa fyrir hér í bænum. En öll eru vinnubrögðin í stíl við annað sem gerst hefur innan Sjálfstæðisflokksins síðustu mánuði, og draga dám af því. Allur undirbúningur fundarins fór til dæmis mjög leynt, og má sem dæmi nefna, að á síðasta fundi stjórnarinnar fyrir aðalfundinn, þá minntist Pálmi Jónsson, sem einnig var í stjórn, ekki á neitt. Þvert á móti gaf hann í skyn að varla yrði um miklar breytingar að ræða. En það get ég fullyrt, að Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra hefur beitt áhrifum sínum í þessu máli. Tillagan sem samþykkt var á fundinum var örugglega pöntuð, og Pálmi á Akri hefur áður reynt að skipta sér af innanflokksmál- um hér í Skagafirði, og hafði þá lítinn sóma af. Hélt ég satt að segja, að hann hefði þá eitthvað lært, en svo virðist ekki vera. Verð ég að segja það eins og er, að á meðan hans afskipta er ekki óskað væri best að hann léti okkur í friði,“ sagði Kári að lokum. Mikií afla- aukning Rifs- hafnarbáta llfllissandi 2. apríl. UM mánaðamótin voru komin á land í Rifshöfn 5850 lestir frá áramótum og er um verulega aflaaukningu að ræða, en á sama tíma í fyrra voru komnar á land 3600 lestir. Aflahæstu bátarnir eru Tjaldur með 754 lestir, Hamar með 751 lest og Rifsnes með 724 lestir. Marzmánuður var einstak- lega góður og voru aflahæstu bátarnir þá með 450—470 lestir, en fyrri hluti vertíðar var erfiður vegna tíðarfars. Frá Rifi eru gerðir út 7 stórir bátar auk smærri báta og aðkomubáta. — Rögnvaldur Samkvæml rannsóknum sem Rannsóknastofnun bygglngariðnaóarlns hefur gert á steypu’skemmdum og sprungumyndunum á húsum, hefur komlö I IJós aö eina varanlega lausnln, til aö koma í veg fyrlr leka og áframhaldandi skemmdir, er að klæöa þau alveg tll dæmis með álklæðnlngu. A/klæöning er seltuvarln, hrlndlr frá sér óhreinindum, og þolir vel islenska veöráttu. A/klæönlng er fáanleg i mörgum litum sem eru innbrenndlr og þarf aldrei aö mála. Leitiö nánari upplysinga og kynnist möguleikum A/klæöningar. Sendiö telkningár og vlö munum reíkna út efnisþörf og gera verötilboð yöur aö kostnaöarlausu. FULLKOMIÐ KERFI TIL SÍOASTA NAGLA INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMi 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.