Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 40
Sími á ritstjórn -10100 og skrifstofu: IUIUU r Síminn á afgreiöslunni er 83033 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 „Svo sögðu þau heima. að ég íyndi engan íjársjóð í þessari ferð,“ sagði Jón Grímsson sjómaður, er hann kom úr kafi í Sundahöfninni á ísafirði á föstudaginn langa — sjá Fann „fjársjóð“ á bls. 2. LJósm. Mbl. Fríða Proppé. Listviðburður í Norræna húsinu: Málverk Picassó, Matisse og Munch í fyrsta skipti á íslandi Dýrmæt verk meistaranna virt á milljarða íslenzkra króna MÁLVERK eftir marga kunnustu málara heims verða sýnd í fyrsta skipti á Islandi í Norræna húsinu á sýningu sem verður opn- uð um næstu helgi og lista- og menningarsjóður Kópa- vogs stendur fyrir. Hér er um að ræða listaverk úr Sonja Henie-Niels Onstad safninu í Ósló og hefur Frank Ponzi listfræðingur haft frumkvæði og for- göngu að því að fá sýning- una hingað til lands. Alls koma hingað 40 málverk eftir meistara eins og Pic- asso, Matisse, Munch, Miro, Gris, Bonard, Klee, Ernst, Villon, Dubuffet, Hartung og fleiri. Málverk eftir alla fyrsttöldu málar- ana hafa ekki verið sýnd á íslandi fyrr. Þessi 40 fá- gætu listaverk sem eru komin til landsins eru tryggð fyrir milljarða íslenzkra króna. Frank hefur haft allan veg og vanda af því að fá þessi verk hingað og sótti hann verkin til Noregs, en hann bauð lista- og menningarsjóði Kópavogs að standa fyrir sýningunni 13,—26. apríl til þess að afla fjár í byggingarsjóð fyrir listasafn í Kópavogi en Frank er ráðgjafi byggingarnefndar við þá fram- kvæmd. Margir aðilar hafa lagst á eitt með að aðstoða við að koma þessum listaverkum til Islands, m.a. með niðurfellingu flutnings- gjalda, en mörg þessara 40 verka eru talin hin beztu í hinu heims- kunna safni í Noregi. Alþýðusamband Vestfjarða: Hvetur til sjómannaverkfalls á Vestf jörðum 20. apríl Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur óskar eftir sérviðræðum Hækkun á pylsum og bjúgum HÆKKUN hefur verið heimiluð á pylsum, bjúgum og öðrum unn- um kjötvörum og er hækkunin á bilinu 6,9—7,8%. Hækkun þessi er til komin vegna búvöruhækk- unar 1. marz og vegna launa- hækkana. STJÓRN Alþýðusambands Vestfjarða samþykkti á fundi í gær tilmæii tii stjórna þeirra fólaga, sem fengið hafa verkfallsheimiid, að þau framfylgi henni og lýsi yfir vinnustöðvun 20. apríl og ítrekaði fyrri tilmæli um að stjórnir sjómannafélaga afli sér verkfailsheimilda. Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur hefur hins vegar óskað eftir sérviðra'ðum við Einar Guðfinnsson hf. í Bolungarvík og sagði Karvel Pálmason formaður félagsins í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að stjórn félagsins liti svo á að henni bæri skylda til að ræða við sinn samningsaðila „áður en lengra er haldið". Mbl. tókst ekki í gærkvöldi að ná tali af Guðfinni Einarssyni forstjóra Einars Guðfinnssonar hf., en Kristján Ragnarsson formaður LÍU sagði, að lög Útvegsmannafé- lags Vestfjarða kvæðu á um að samningar væru gerðir af því en ekki einstökum fyrirtækjum og yrði það því félagið. sem gengi til sérviðræðna í Bolungarvík. ef til þeirra kæmi. Þrjú félög; á Bíldudal, Suðureyri og Patreksfirði, héldu fundi laug- ardaginn fyrir páska, þar sem samþykktar voru verkfallsheim- ildir tii handa stjórnum og trún- aðarmannaráðum með áherzlu á 10-12 Afríkufíl- ar í Öræfaferð TÍU til tólf Afríkufílar eru væntanlegir til íslands í sumar til þess að leika í kvikmynd sem bandaríska kvikmyndafyrir- tækið Twentieth Century Fox er að framleiða um þróun mannsins frá öpum og munu Afríkufílarnir leika mammúta. Munu fílarnir væntanlega koma flugleiðis til landsins. Hér er um að ræða cirkusfíla sem eru vanir ferðalögum milli landa, en ráðgert er að kvik- mynda víða á Suðurlandi m.a. og í Öræfunum. Páll A. Pálsson yfirdýralækn- ir sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að þetta mál hefði verið reifað og rætt, en það væri ráðherra að veita umbeðið leyfi þegar formleg umsókn hefði borizt. Þess má geta til gamans ef fólki finnst ótrúlegt að fílar séu bals á fílum yfir Alpafjöllin og á á ferð um öræfi og jökla þá má s.l. ári for blaðamaður á fílum minna á hina frægu för Hanni- sömu leið yfir Alpafjöllin. Frá blaðamannaleiðangrinum á filum í fótspor Hannibals. samflot við önnur félög á Vest- fjörðum og Alþýðusamband Vest- fjarða. Stjórn félagsins á Flateyri fékk verkfallsheimild fyrir nokkru, en félögin í Súðavík, á Tálknafirði og Þingeyri hafa ekki tekið afstöðu til tilmæla ASV, en félagið á Þingeyri hefur ekki sagt upp samningum. Karvel Pálmason formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur sagði i samtali við Mbl. í gærkvöldi, að félagið hefði átt tvo óformlega viðræðufundi við fulltrúa Einars Guðfinnssonar hf. og hefði stjórn félagsins í gær óskað eftir formlegum samninga- viðræðum við fyrirtækið. „Við teljum rétt að láta reyna á, hverju við náum fram af okkar málum í sérviðræðum við okkar viðsemj- anda í Bolungarvík," sagði Karvel. Bjargaði dreng frá Ólafsvík. 8. apríl. SÍÐDEGIS sl. laugardag var 6 ára dreng bjargað frá drukknun í Ólafsvíkurhöfn. Ungur maður, Randver Steinsson, sem ók í bil götuna með hafnarsvæðinu, veitti athygli tveimur börnum sem voru að leik í fjöruborðinu hins vegar í höfninni. Örskömmu síðar sást þó aðeins annað barnið. Ók hann strax á vettvang, óð út í sjóinn og sex ára drukknun tókst að ná drengnum sem hafði þá sopið mikinn sjó og gat enga björg sér veitt. Drengurinn fékk þó strax meðvitund við meðhöndl- un, en var í öryggisskyni komið undir læknishendur. Er vist að þarna hefði litli drengurinn drukknað ef athygli og snarræðis Randvers hefði ekki notið við. — Helgi Ragnar Arnalds: Bensínið hækkar um leið og söluskatturinn - ÉG geri fastlega ráð fyrir því að bensínhækkunin komi um leið og söluskattshækkunin enda ómögulegt að hækka bensínið með fárra daga millibili. sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra. þegar Mbl. spurði hann um væntanlega bensinhækkun. sem legið hefur til afgreiðslu hjá rikisstjórninni i hálfan mánuð. Ragnar sagði að stefnt væri að því að söluskattur hækkaði um 1 Vi stig nk. mánudagsmorgun og mun þá bensínið hækka jafnt og aðrar söluskattsskyldar vörur. Verðlags- ráð hafði samþykkt hækkun á bensínlítranum úr 370 í 423 krónur en vegna söluskattshækkunarinnar mun bensínlítrinn væntanlega hækka í 430 krónur. Stærstur hluti hækkunarinnar er vegna hækkunar á bensíngjaldi, sem heimild er að hækka til samræmis við hækkun byggingarvísitölu. Sú heimild hefur ekki verið nýtt síðan í júlí í fyrra en verður nú nýtt til fulls, að sögn Ragnars Arnalds, enda ráð fyrir því gert í fjárlagafrumvarpinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.