Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 Hjónaminnina: Dómhildur M. Sveinsdótt■ ir og Óli G. Baldvinsson bessar vinknnur. Jóhanna Kristín Birnir, Sif MarKrét Hrafnsdóttir og Svala Guðmundsdóttir, efndu til hlutaveltu fyrir nokkru að Blönduhlið 6 hér í bænum. til ágóða fyrir Blindrafélagið og söfnuðu þær rúmlega 17.800 krónum. Árbók Barða- strandarsýslu Ellefti árgangur Árhókar Barðastrandarsýslu er kominn út. Sagt er í bundnu og óbundnu máli frá opinberri heimsókn for- setahjónanna i sýsluna. Það má segja, að Árbókin sé að þessu sinni öðru fremur helguð frásögnum af Landnámshátíð Vestfirðinga i Vatnsfirði á Barðaströnd. Þeim frásögnum fylgja margar myndir, m.a. af minnisvarða þeim, sem Vestfirð- ingar reistu Ifrafna-Flóka við það tækifæri í Flókalundi, svo og af víkingaskipi því hinu mikla á Vatnsdalsvatni, sem átti sinn þátt í að gefa hátíðahöldunum á Vest- fjörðum sitt sérkennilega svipmót. Að öðru leyti flytur Árbókin margvíslegan sögulegan fróðleik, auk föstu þáttanna, sem hún ávallt flytur, svo sem Fréttaann- ála úr öllum hreppum sýslunnar og þáttarins: „Látnir sýslungar", sem einnig tekur til allra safnaða prófastsdæmisins. „ Hér í Reykjavík fæst seinasta Árbók Barðastrandarsýslu hjá Sögufélaginu, Garðastræti 13 b, en þá fæst Árbókin einnig ásamt eldri árgöngum í Sýsluskrifstof- unni á Patreksfirði. Árbókin er 270 bls. í Skírnisbroti. Dómhildur Fædd 1. desember 1900 Dáin 28. mars 1980. óli Fæddur 15. apríl 1897. Dáinn 16. september 1979. Hinn 25. apríl árið 1925 voru gefin saman á Akureyri, heimabæ brúðarinnar, Dómhildur M. Sveinsdóttir og Óli G. Baldvins- son. Giftingarvottorðið er eitt þessara fallegu skrautrituðu skjala sem á þeim tíma voru gefin út með konungsleyfi. Þau höfðu kynnst á Siglufirði ári áður, þar sem unga stúlkan var í vist á heimili kaupmanns, er Óli vann hjá sem verslunarmaður. Hann hafði þá verið 2 vetur í Verslun- arskóla íslands. Ungu hjónin áttu sína fyrstu búsetu á heimili for- eldra Öla, Kristínar og Baldvins á Siglufirði en þau höfðu flutt þangað frá Ólafsfirði 1912, þegar hann var 15 ára gamall. Dómhildur og Óli áttu heimili á Siglufirði í 36 ár. Þar vann Óli hjá Siglufjarðarbæ í 25 ár, aðallega við skrifstofustörf, og lengst hjá Rafveitu Siglufjarðar. Þau eignuð- ust fjórar dætur: Olgu, Svanhildi, Kristínu og Ólafíu, sem allar voru búsettar í Reykjavík þegar þau fluttu þangað frá Siglufirði árið 1961. Dómhildur Magnea Sveinsdóttir var fædd á Akureyri 1. desember, Lítil spenna í undan- keppni Islandsmótsins lagar undankeppni í Islandsmótinu í bridge, sveitakeppni. 24 sveitir víðs vegar að af landinu spiluðu um 8 sæti í úrslitakeppninni. Spilað var í 4 sex sveita riðlum og komust tvær efstu sveitirnar í riðlunum í úrslit. Eins og svo oft áður voru flestar sveitirnar úr Reykjavík en allar sveitirn- ar í úrslitakeppninni eru af Suð-vesturhorninu. Fátt mark- vert bar til tiðinda á mótinu nema hvað sveit Hjalta Elías- sonar átti erfitt uppdráttar og á tímabiii leit út fyrir að sveitin myndi ekki komast i úrslit. Hefði það verið skarð fyrir skildi að sveit Iljalta hefði ekki náð í úrslitin. Sveit Óðals sigldi mjög glæsilega í gegnum und- ankeppnina og fékk 100 stig af 100 mögulegum og vel það því tvær sveitirnar fengu mínusstig á móti þeim. Þá má geta þess að sveit Sævars Þorbjörnssonar fékk 96 stig í sínum riðli og fengu allar sveitirnar mínus- stig nema sveit Jóns Páls Sigur- jónssonar sem tapaði „aðeins" 4-16. Úrslit í A-riðli: í þessum riðli var mikil keppni. I fyrstu umferð vann sveit Alfreðs sveit Hjalta. Vann sveit Alfreðs síðan þrjá næstu leiki og var í efsta sæti fyrir síðustu umferðina en þá var staða efstu sveita þessi: Alfreð með 64 stig Hjalti með 54 stig í þessum riðli var keppnin milli Jóns Páls og Kristjáns um annað sætið. Báðar sveitirnar unnu 3 leiki en munurinn var sá að sveit Jóns Páls náði 4 stigum á móti Sævari á meðan Kristján fékk mínus 5 stig. Úrslit í D-riðli: Skafti með 53 stig Sveit stig Tryggvi með 37 stig Helga Jónssonar 85 Sveit Alfreðs sem hafði spilað Þórarins Sigþórssonar 77 mjög vel átti að spila við Skafta Sigurðar B. Þorsteinssonar 55 í síðustu umferð og Hjalti við Jóns Á. Guðmundssonar 36 Tryggva. Skafti tók leikinn gegn Óiafs Valgeirssonar 29 Friðjóns Vigfússonar 11 Sveit stig ÓðalslOO Ólafs Lárussonar 69 Ármanns J. Lárussonar 40 Kristjáns Kristjánssonar 33 Stefáns Ragnarssonar 32 Haralds Gestssonar 15 Engin keppni var í þessum riðli um tvö efstu sætin. Bridge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Alfreð í sínar hendur og sigraði örugglega 18—2. Sveit Tryggva stóð í sveit Hjalta og var jafnt í hálfleik en í síðustu spilunum gerði Hjalti út um leikinn og vann 18—2. Varð því sveit Al- freðs að gera sér, að góðu 3. sætið enda þótt þeir ynnu 4 leiki. Sveit Hjalta vann aðeins 3 leiki og gerði eitt jafntefii og tapaði fyrir Alfreð eins og áður sagði. Úrslit í B-riðli: Úrslit í C-riðli: Sveit stig Sveit stig Hjalta Elíassonar 72 Sævar Þorbjörnsson 96 Skafta Jónssonar 71 Jón Páil Sigurjónsson 61 Alfreðs Viktorssonar 66 Kristján Blöndal 57 Tryggva Gíslasonar 39 Arnar Hinriksson 45 Gests Jónssonar 32 Björn Pálsson 16 Aðalsteins Jónssonar 17 Gunnar Þórðarson 1 Þrjár sveitir frá Bridgefélagi Reykjavíkur voru í þessum riðli og mátti búast við hörkuátökum. Sveit Helga Jónssonar byrjaði vel og fyigdi vel eftir og vann alia sína leiki. í síðustu umferð- inni spiluðu sveitir Þórarins og Sigurðar B. saman og var það úrslitaieikurinn um annað sætið í riðlinum. Sveit Þórarins hafði fengið 60 stig en sveit Sigurðar 52. Sveit Þórarins vann jeikinn örugglega. Það er mat úndirritaðs að undankeppnin sé oft mun skemmtilegri en sjálf úrsiita- keppnin. Má eflaust rekja það til spilaranna utan af landi sem oft spila af meiri innlifun og stemmningu en tækni. Árangur- inn er kannski ekki alltaf eins góður en ég held að aðalatriðið sé að hafa gaman af leiknum og get ég ekki stillt mig um að nefna nafn Aðalsteins Jónssonar í þessu sambandi. Slíkt líf er í kring um Austfirðingana að það fer ekki fram hjá neinum sem í spilasalinn kemur að þeir skemmta sér um leið og þeir spila. árið 1900, dóttir Sveins S. Sölva- sonar bakara, Ólafssonar skip- stjóra á Ósi á Höfðaströnd, og konu hans Ólafíu Einarsdóttur, Magnússonar bónda í Efsta- Hvammi í Dölum. Einar afi Dóm- hildar var sonur Magnúsar í Skáleyjum (d.e. 1870) og Sigríðar Einarsdóttur, móðursystur Matt- híasar Jochumssonar. Ólafía og Sveinn Sölvason áttu fjögur börn sem komust á legg, og var Dóm- hildur þeirra næst-elst. Hin eru Soffía, búsett í Reykjavík, María og Georg, en þau eru bæði búsett í Bandaríkjunum. Donna — eins og hún var köiluð af vinum sínum, ólst upp á Akureyri hjá foreldrum og þrem systkinum. Þar áttu þau heima „inn í fjörunni" sem svo var kallað, og þaðan átti hún góðar endurminningar. Óli G. Baldvinsson var fæddur 15. apríl, árið 1897 í Selaklöpp í Hrísey. Foreldrar hans voru Kristín S. Björnsdóttir frá Ysta- Hóli í Sléttuhlíð og Baldvin Sveinn Hansson. Föðurætt Óla má rekja til prestaætta á Svarfaðar- dal. Hans var sonur Baldvins Þorsteinssonar, prests á Upsum í Svarfaðardal. Baldvin var einn sona Þorsteins prests Hallgríms- sonar í Stærra-Árskógi, (d. 1791); hinir voru einnig prestar: Hall- grímur, aðstoðarprestur sr. Jóns skálds á Bægisá, og faðir Jónasar Hallgrímssonar. Kristján Þor- steinsson, síðast prestur á Völlum, var faðir sr. Þórarins í Vatnsfirði, föður sr. Kristjáns Eldjárns Þór- arinssonar prests á Tjörn (d. 1917), og Stefán síðast prestur á Völlum. Kristín Björnsdóttir og Baldvin Hansson eignuðust fjögur börn: Óla, Baldvinu og Svanhildi, sem öll eru látin, og Málfríði sem á heimili á Akureyri. Mér er ljúft að minnast þessara ágætu hjóna, tengdaforeldra minna. Við höfum þekkst í æði- mörg ár, og bjuggum síðastliðin 7 ár í sama húsi, og bar aldrei skugga á þá sambúð. Gunnar Guðbrandsson Birgir Bragason Höfn — Kveöja spítala á hverju ári þó misjafnlega lengi í einu. Ég veit að þessi saklausi ungi drengur hefur feng- ið góða heimkomu, nú er hann umvafinn englum Guðs. Minning- in um hann er björt og góð lifir í mínu hjarta á meðan ég dreg andann. Guð blessi elsku drenginn minn. Far þú í friði guð sé með þér. Hafðu þökk fyrir alit og allt. Aðstaridepdum hans öllum nær og fjær sendi ég samúðarkveðjur. Afi að Njálsgötu 30, Reykjavík. Hví fölnar jurtin fríða og fellir blóm svo skjótt. Hví sveipar barnið blíða svo brátt hin dimma nótt. Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf. Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf. Þá sefist sorg og tregi þér saknendur við gröf því týnd er yður eigi hin yndislega gjöf hún hvarf frá synd og heimi til himins fagnið því svo hana Guð hann geymi og gefi fleiri á ný. (Barnasálmur.) Hinn 26. mars 1980 andaðist lítill vinur, sonarsonur, minn á Landakotsspítala, Birgir Braga- son, frá Höfn í Hornafirði, aðeins 10 ára að aidri. Ég vil skrifa fáein kveðjuorð og þakka honum allar ánægjustundirnar, er hann veitti mér meðan hann lifði. Nú hefur hann skipt um verustað og nú er hann kominn til Guðs sem sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki því að slíkra er Guðsríki." Þau fáu ár er hann lifði þurfti hann að líða mikið. Hann var á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.