Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 39 Hjónin frá Hesti í Önundarfirði: Sveinfríöur Siguröardóttir og Guðjón G. Guöjónsson Sveinfríður Fædd 22. ágúst 1901. Dáin 25. marz 1980. Guðjón Fæddur 28. september 1897. Dáinn 29. marz 1980. Þann 25. fyrra mán. andaðist á sjúkrahúsi hér í borg Sveinfríður Sigurðardóttir fyrrum húsfreyja á Hesti í Önundarfirði. Og áður en sú vika var liðin, hafði Guðjón eiginmaður hennar andast á sama sjúkrahúsi. Sveinfríður og Guðjón byrjuðu búskap á Efstabóli í Önundarfirði og bjuggu þar, uns þau festu kaup á Hesti í sömu sveit og bjuggu þar, uns þau brugðu búi og fluttu til Flateyrar og síðan til Reykja- víkur. Þeim var 13 barna auðið. 6 þeirra dóu í frumbernsku, en 7 komust til fullorðinsára. Allt hið efnilegasta fólk. Þau eru Þorvarð- ur kvæntur Sigríði Halldórsd., eiga 3 börn, Hervör gift Guðmundi Egilssyni eiga 5 börn, María ógift, Helga gift Pálmari Þorsteinssyni, eiga 5 börn, Svava, heitbundin Jóni Má Smith, eiga 2 börn, Hafsteinn, ókvæntur, Sveinbjörn kvæntur Halldóru Sölvadóttur, eiga 3 börn. Var alla tíð mikið ástríki milli foreldra og barna. Tvö barna þeirra voru heyrnarskert frá fæð- ingu, en annars prýðilega gefin. Það sem mest einkenndi þau hjón, var handlagni og snyrti- mennska svo af bar. Var sama, hvort þau bjuggu í fátæklegum bóndabæ eða í nýtízku húsi í Reykjavík. Eftir að þau hjón fluttu til Reykjavíkur vann Guðjón fyrst í Trésmiðjunni en síðan hjá Reykjavíkurborg, en Sveinfríður vann í frystihúsi. Það er margs að minnast, þegar góðir grannar eru kvaddir. Guðjón var mjög laginn við allar smíðar og nærfærinn við að hjálpa skepnum. Var því oft leitað til hans af nágrönnunum. Öll sú hjálp var látin í té með glöðu geði. Sveinfríður var mjög hneigð fyrir alla handavinnu og iðjusöm, svo aldrei féll henni verk úr hendi. Þau hjón höfðu mikið gaman af lestri góðra bóka, og áttu þau gott bókasafn. Eftir að heilsu tók að hnigna og þau voru hætt að vinna hjá öðrum, leitaði hugurinn heim á æsku- stöðvarnar. Guðjón var maður með afbrigðum átthagakær. Hvergi undi hann sér betur en heima á Hesti. Þar skUdi ekkert til sparað að lagfæra og bæta gamla íbúðarhúsið og fá rafmagn og önnur þægindi. Dvöldu þau hjón þar á sumrin með aðstoð barna og tengdabarna. Margir voru þeir, sem komu að Hesti og rifjuðu upp bömlu kynni. Þar á meðal við, gömlu grannarnir frá Hóli, sem haldnir voru sömu þrá að dvelja á æskustöðvunum, meðan sumarsins naut. Við kveðjum þau hjón með innilegu þakklæti fyrir allt gott á liðnum samverustundum. Börnum þeirra og öðrum aðstandendum vottum við innilega samúð. „Ok þó að harmur strjúki sárt og svalt «>K söknuðurinn haldi föstu taki hve rikt og Ijúft að hafa átt það allt ok eÍK» þeirra tfóðu fylKd að baki.“ (G.I.K.). Margrét Guðmundsdóttir frá Hóli. í dag fer fram útför hjónanna Sveinfríðar 'Sigurðardóttur og Guðjóns G. Guðjónssonar, Laug- arnesvegi 40 hér í borg. Áður bjuggu þau á bænum Hesti í Önundarfirði. Skildu fáir dagar þau. Hún lést að morgni 25. mars, en hann aðfararnótt 29. mars. Bæði höfðu þau átt við nokkra vanheilsu að stríða undanfarið. Það kom því kunnugum ekki á óvart þó senn kæmi að ævilokum. Guðjón var fæddur 28. október 1897 að Kirkjubóli í Valþjófsdal. Voru foreldrar hans Guðjón Sig- urðsson og Helga Einarsdóttir, sem þá voru þar í húsmennsku. Eignuðust þau 9 börn og eru fjögur þeirra eftirlifandi: Jóna, Ágústa, Hólmfríður og Guðbjart- ur sem býr á Flateyri. Guðjón stundaði nám tvo vetur á Búnaðarskólanum að Hólum í Hjaltadal og reyndist það honum haldgott veganesti síðar á lífsleið- inni. Þar voru einnig samtíma honum góðir grannar úr sveitinni, Magnús Jónatansson mágur hans og Halldór á Kroppstöðum, Skúli á Vífilsmýrum og fleiri. Þessum mönnum bast Guðjón ævilangt vináttuböndum svo aldrei féll skuggi á. Sveinfríður var fædd að Gils- brekku við Súgandafjörð, 22. ágúst 1901 en þangað fluttu foreldrar hennar aldamótaárið, Sigurður Jóhannsson frá Hamri í Nauteyr- arhreppi og Guðbjörg Einarsdótt- ir frá Selá, Kirkjubóli í Önundar- firði. Þau eignuðust 4 börn. Þau voru, talin eftir aldri: Hlöðver, Sveinfríður, Sigurlaug og Kjartan. Þau eru nú öll látin. Hlöðver fórst ungur af bát frá ísafirði sem ísleifur hét. Eru 2 börn Sveinfríð- ar og Kjartans skírð eftir Hlöðver. Hann þótti mesti efnismaður og var öllum harmdauði. í Héraðssögu Vestfjarða er Gilsbrekkuhjónanna nokkuð getið, og þá öllu meira Sigurðar. Á þessum árum tilheyrði það tíðar- andanum að yrkja formannsvísur og þótti Sigurður Jóhannsson þar vel liðtækur og eru til afbragsgóð- ar vísur sem hann orti um ýmsa formenn í þeirri bók. Sigurði var svo lýst: „Hann var vel gefinn, dálítið íbygginn, gamansamur og kastaði oft fram vísu og var á margan hátt hinn fimasti". Guðjón hóf búskap á Efstabóli í Önundarfirði 1921 í sambýli við mág sinn Guðmund Friðriksson og Maríu systur sína. Þremur árum seinna kom yngismær frá Súg- andafirði sem síðar varð kona hans. Þau gengu í hjónaband 1. nóvember 1925. Voru hjónin sam- hent við búskapinn og urðu að vinna hörðum höndum eins og þá tíðkaðist hjá bændafólki. Margt mótlætið urðu þau að þola sín fyrstu hjúskaparár, veikindi og missi barna. Er það mikil raunar- saga sem hér verður ekki rakin. En áfram gekk lífið og eftir nokkurra ára búsetu á Efstabóli kaupa þau bæinn Hest af Ágústu systur Guðjóns og Pétri manni hennar. Þeim hjónum búnaðist þar vel. Þetta var alþingishátíðar- árið 1930. Eftir 7 ára veru þar höfðu þeim bæst 5 börn. Það var því orðið þröngt um fjölskylduna í torfbænum litla. Var þá ráðist í að byggja steinhús, og var því valinn staður ofar í túninu, hið fegursta bæjarstæði. Á þessum árum fóru flest öll byggingastörf fram með þeim hætti að bændur í sveitinni höfðu vinnuskipti og hjálpuðu hver öðrum. Þegar bærinn að Hesti var steyptur komu margir ungir menn frá Flateyri og úr sveitinni, og hjálpuðu til við steypuvinnu. Gekk því verkið fljótt fyrir sig. Tengdaforeldrar mínir minntust jafnan þessara tíma með þakklæti í huga til allra þeirra sem þá, eins og ævinlega, réttu hjálparhönd. Á Hesti búnaðist þeim hjónum vel og hagur þeirra batnaði eftir að börnin gátu farið að hjálpa til við búskapinn. Þegar Þorgeir og Hólmfríður systir Guðjóns hættu búskap á jörðinni Ármúla, sem liggur næst þeirra jörð, keyptu þau jörðina og bættist því gras- lendi og slægjuland við Hestsjörð- ina og bústofn þeirra stækkaði. Þótt Guðjón og Fríða væru að ýmsu leiti næsta ólík, voru þau samhent við búskapinn og velferð heimilisins og búskapurinn gekk vel seinni árin eins og áður er getið. Ég hygg þó að hugur Guðjóns hafi fremur staðið til smíðanáms og hygg ég víst að þar hefði hann staðið sig með ágætum. Guðjón fékkst all mikið við smíðar samhliða búskap og bera verk hans merki mikillar handleikni. Um Fríðu, eins og hún var í daglegu tali kölluð, er það að segja að hún var vel greind kona, hafði mjög gott töluminni, las mikið og kunni góð skil á efni og höfundum. Hún átti þá auðvelt með að deila öðrum fróðleik sínum og oft var gripið til bókar þegar tími fannst aflögu frá brauðstriti. Fríða hafði yndi af útsaum og liggur nokkuð eftir hana sem ber vitni um mikinn hagleik. Rétt ofan við túnfót bæjarins var barnaskóli sveitarinnar. Held- ur þætti hann nú lítill og ófull- kominn í kröfuþjóðfélagi nútím- ans. Þó gegndi hann því tvíþætta hlutverki að vera barnaskóli og danshús. Þegar fólk vildi gleyma amstri daganna og lyfta sér upp, þá var dansinn stiginn í skólahús- inu. Þá voru veitingar hafðar á Hesti og var því oft margt um manninn í híbýlum þeirra hjóna. Vegna þrengsla í barnaskólanum vistuðust oft kennarar skólans á Hesti, ungir menn að sunnan sem voru að hefja sitt lífsstarf sem kennarar. Húsfreyjan tók þá þátt í náminu og leysti oft erfið reikn- ingsdæmi til jafns við kennara og nemendur. Börn þeirra Fríðu og Guðjóns, sem upp komust eru: talin eftir aldri, Þorvarður, framkvæmda- stjóri, giftur Sigríði Halldórsdótt- ur, Hervör, húsmóðir, gift Guð- mundi Egilssyni verkstjóra, Mar- ía, húsmóðir, Helga, húsmóðir, gift Pálma Þorsteinssyni stýri- manni, Svava, húsmóðir, gift Jóni Smith léigubílstjóra, Hafsteinn, klæðskeri og Sveinbjörn bifvéla- virki, giftur Halldóru Sölvadóttur. Þegar Guðjón og Fríða hættu búskap, fluttu þau suður til Reykjavíkur til þess að geta verið í návist barna sinna, sem voru þó nokkur búsett hér. Fyrst í stað bjuggu þau í sambýli við okkur hjónin og föður minn, eða þar til þau fluttu í eigið húsnæði. Síðast bjuggu þau að Laugarnesvegi 40. Eftir að Guðjón kom suður, vann hann í nokkur ár hjá Tré- smiðjunni hf. við smíðar. Líkaði honum þar vel enda með þekkingu og reynslu frá smíðum úr sveit- inni. Síðustu árin vann hann hjá Reykjavíkurborg við ýmis störf uns starfstíma hans lauk þar. Þegar flestir hugsa sér að setj- ast í helgan stein og ylja sér við eld minninga liðinna ára, réðust þau hjónin í það þrekvirki að endurbyggja Hest, sem þá hafði verið í eyði síðan þau fluttu suður. Hygg ég að slíkt sé heldur óvenju- legt nú á tímum Mammons og efnishyggju, en á Hesti höfðu þau lifað sín manndómsár. Þeim fannst því þau hafa skuld .að gjalda við sveitina sína og þar eyddu þau síðustu sumrum sem þau lifðu, í snertingu við umhverfi sem var lengst af þeirra starfs- vettvangur. Þar höfuð þau alið börnin upp, þar höfðu ríkt svipti- vindar sorgar og gleði. Fríða ól alls 13 börn en 6 þeirra höfðu daíð í bernsku og tvö barnanna fædd- ust heyrnarskert, stúlka og dreng- ur, og er stúlkan nú eiginkona þess er þetta ritar. Engir styrkir eða fríðindi voru til þess að létta mönnum erfiðleika á þessum ár- um eins og við þekkjum í dag. Það þurfti því sterkar persónur til að láta ekki yfirbugast í andstreymi lífsins. Þessi litlu minningarbrot um lífsstarf þeirra hjóna eru táknræn fyrir elju og þrautseigju þeirra sem byggðu þetta land. Ég minnist Guðjóns og Fríðu með hlýrri þökk fyrir góða við- kynningu. Ég þakka þeim alla þá ástúð sem þau auðsýndu mér og börnum mínum og bið þeim bless- unar Guðs í nýjum heimkynnum. Guðmundur Egilsson. + Móöir mín BRYNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR, Iró Litla Seli Framnesvegi 14, lést 6. þ.m. Þórir Björnsson. t ANNA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Asparfelli 4, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum 23. marz. Jarðarförin hefur fariö fram. Aðstandendur. + Fööursystir mín GUÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR fró Hvammi í Landssveit, Skeggjagötu 8, andaöist á Landsspítalanum 5. apríl s.i. Fyrir hönd ættingja Árni Einarsson + SIGURÐUR SNÆLAND GRÍMSSON, fyrrverandi sérleyfishafi, lést á Borgarspítalanum aöfaranótt 4. aprfl. Börnin. + Móöursystir mín GUDRÍÖUR JÓSEPSDÓTTIR, Noröurbrún 1, andaðist í Borgarspítalanum 3. apríl. Fyrir hönd vandamanna Lóra Hjaltested. + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI JÓNSSON, Yrsufelli 7, andaöist í Landakotsspítala, föstudaginn 4. apríl. Rannveig Kristinsdóttír, Guörún Bjarnadóttir, Rúdolf Ólafsson, Sigurbjörn Bjarnason, Sigríður Erla Bjarnadóttir, og barnabörn. + Útför móöur okkar og systur ■. DOMHILDAR SVEINSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 9. apríl, kl. 10.30. Olga Óladóttir, Svanhildur Óladóttir, Kristín Óladóttír, Ólafía Óladóttir, Soffía Sveinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.