Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 41
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 21 Meistarataktar í.B.V. VORKNATTSPYRNAN er komin á fleygiíerð og um helg- ina fóru fram þrír leikir í litlu bikarkeppninni. ÍA hreppti fjögur stig í tveimur leikjum, liðið vann UBK 2—1 í Kópavogi og Hauka 1 — 0 á Skaganum. Þá skildu Haukar og ÍBK jöfn á Kaplakrika, 1 — 1. íslandsmeistarar ÍBV hafa oft átt í erfiðleikum að fá æfingaleiki á vorin, en um helgina mættu bæði Ármann úr 2. deild og islenska unglinga- landsliðið til leiks og sigruðu heimamenn í báðum leikjum. Þórður Ilallgrímsson, óskar Valtýsson og Kári Þorleifsson skoruðu fyrir ÍBV er liðið skellti Ármanni 3 — 1. Og Eyja- menn skoruðu öli mörkin er ÍBV sigraði unglingalandsliðið 4—2. Þeir Sigurlás Þorleifsson og ómar Jóhannsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir ÍBV. Gústaf Baldvinsson skoraði sjálfsmark og ungur Eyjamaður í liði landsliðsins, Samúel Grytvík, skoraði siðara markið. Örn skoraöi gegn hollenska stórliðinu! ÖRN Óskarsson, Eyjamaðurinn sterki, hefur gert það gott hjá hinu nýja félagi sínu, Örgryte í Svíþjóð. Örn hefur verið fasta- maður í aðalliði Örgryte í æfingaleikjum að undanförnu og eru úrslit eins þeirra sér- stakiega athyglisverð. Það var um páskana, að Örgryte lék vináttuleik gegn Vitesse Arn- hem, sem er i 1. deild i Hollandi. örgryte sigraði í leiknum með fjórum mörkum gegn engu og skoraði Örn eitt af mörkum liðsins. Sigurður Björgvinsson lék ekki með Örgryte í leiknum. 14 leikir án taps! VESTUR-ÞJÓÐVERJAR sigr- uðu Austurríkismenn i lands- leik í knattspyrnu seint í siðustu viku með einu marki gegn engu. Fór leikurinn fram á ólympíuleikvanginum i Munchen og þótti fjörugur og vel leikinn. Hans Muller skor- aði það sem reyndist vera sigur- markið með þrumuskoti af 25 metra færi. Kom markið á 34. minútu leiksins. 78.000 manns sáu leikinn, en þetta var 14. leikur vestur- þýska liðsins i röð án taps, eða siðan Jupp Derwall tók við af Helmut Schön. Um helgina léku einnig Belg- ar og Pólverjar, vináttuleik, og sigruðu Belgar með 2 mörkum gegn einu. Haukar - Valur í kvöld HAUKAR og Valur eigast við í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ suður i Hafnarfirði i kvöld og hefst leikurinn klukkan 20.00. Er hér um siðasta möguleika Vals ti) þess að hreppa einhvern titil á þessu keppnistimabili, Haukarn- ir eru jú íslandsmeistarar utan- húss. Hér er i veði sæti í Evrópu- keppni bikarhafa og fýsir Vals- menn vafalaust i þá keppni eftir árangurinn i vetur. Vist er einn- ig, að Haukar hafa áhuga á þvi að verða bikarmeistarar og má þvi búast við hörkuleik. • örn óskarsson hefur tryggt sér sæti í aðalliði Örgryte og leikið vel i æfingaleikjum að undanförnu. Hér er hann í baráttu við tvo Blika í Kópa- vogi og hefur betur. • Sigursveit Reykjavíkur í flokkasvigi kvenna á Skíðalandsmótinu á Akureyri sem fram fór um síðustu helgi á Akureyri. Frá v. Halldóra Björnsdóttir, Steinunn Sæmundsdóttir, og Ásdís Alfreðsdóttir. Sjá fréttir af mótinu á bls. 23, 24 og 25. Atli kom heim með samningsdr ög i vasa Atli (eða Attila eins og Þjóð- verjar hafa bitið í sig að hann heiti) Eðvaldsson dvaldist um páskana hjá vestur þýska stórlið- inu Borussia Dortmund, æfði með liðinu og ræddi við forráðamenn. Atli náði að sýna sinar bestu hliðar á æfingum og i æfinga- leikjum, þannig að þeir þýsku urðu yfir sig hrifnir. Var t.d. haft eftir þjálfaranum Udo Latek í Bild Zeitung: „Ég ætla mér að festa á honum kaup, hann er feykilega „tekniskur“, skotharð- ur og býr yfir mikilli skalia- tækni. Og hann mun ekki kosta okkur mikið.“ Atli er kominn heim á nýjan leik, ekki var endanlega gengið frá samningum ytra. En um næstu helgi eru væntanlegir hingað til lands forráðamenn Dortmund- liðsins og verður þá væntanlega gengið frá síðustu smáatriðum ef ekkert óvænt hleypur á snærið. Borussia Dortmund er eitt af sterkustu liðunum í „Bundeslíg- unni“ en hvergi í heiminum er leikin jafn góð knattspyrna og í þeirri deild. Atli verður fyrsti Islendingurinn sem leikur á þeim vettvangi og verður það mikill skóli. Dortmund var lengi framan af vetri í efsta sætinu í deildinni, en síðan tóku lykilmenn að meið- ast og dróst liðið þá dálítið aftur úr. Enn er liðið þó í hópi efstu liða og er auk þess komið í 4-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar. Þjálfari liðsins, Udo Latek, maðurinn sem hældi Atla í hástert um páskanna, er einn frægasti þjálfari Evrópu. Atli Eðvaldsson ásamt þjálfara Borussia Dortmund, Udo Latek. myndin er tekin á æfingu um páskana. Titillinn blasir við FC Briigge TVEIR mikilvægir leikir fóru fram í belgísku knattspyrnunni í gærkvöldi. Standard Liege vann Beerschot á heimavelli 4:1 og FC Brugge vann Anderlecht á úti- velli 1:0 — Eftir þessi úrslit má segja að titillinn blasi við Brugge, sagði Ásgeir Sigurvinsson í stuttu spjalli við Mbl. í gærkvöldi. Það er áfram tveggja stiga munur á Standard og Brugge og þeir hafa auk þess unnið fleiri sigra og það jafngildir þriðja stiginu. Það má því mikið útaf bregða í fimm síðustu umferðunum ef við eigum að eiga möguleika, sagði Ásgeir. Standard lék vel í gærkvöldi og þeir Riedl, Matos og Edström skorðuð mörkin og eitt mark var sjálfsmark. Brugge lék án fjög- nrra af fastamönnum liðsins en vann samt sigur. - SS. Tvöstig til ÚRSLIT leikja í ensku knattspyrnunni urðu þessi í gærkvöldi: 1. deild: Bolton — Middlesbrough 2:2 Brighton — Wolverhamton 3:0 Leeds — Stoke 3:0 Liverpool — Derby 3:0 2. deild: Liverpool Cambridge — Notts County 2:3 Cardiff — Leicester 0:1 Charlton — Fulham 0:1 Orient — Queens Park Rangers 1:1 Shrewsbury — Sunderland 1:2 Athyglin beindist auðvitað mest að leik Liverpool og Derby og þar vann Liverpool öruggan sigur með mörkum Colin Irwin, David John- son og sjálfsmarki Keith Osgood. Valur vann Þrótt VALUR sigraði Þrótt 3:2 í fyrsta leik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu, sem leikinn var á Melavelli i gærkvöldi að viðstödd- um 2—300 áhorfendum. Valur lék undan snörpum vindi í fyrri hálfleik og skoraði þá þrjú mörk gegn einu marki Þróttara. Nýliðarnir Hörður Júlíusson og Þorsteinn Sigurðsson skoruðu tvö fyrstu mörk Vals og Atli Eð- valdsson hið þriðja. Mark Þrottar skoraði Halldór Arason. í seinni hálfleik sótti Þróttur án afláts en skoraði aðeins eitt mark og var Baldur Hannesson þar að verki. Voru Þróttarar óheppnir að hljóta ekki a.m.k. annað stigið. - SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.