Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 35 Nýr sjúkrabíll til Kópaskers Skinnastað. 1. apríl. SÍÐASTA sunnudag afhenti Kiw- anisklúbhurinn Faxi heilsu- gæslustöðinni á Kópaskeri nýjan. fullbúinn sjúkrabíl af Chverolet- gerð. Bíllinn mun þjóna umdæmi Heilsugæslustöðvarinnar á Kópa- skeri, sem hjúkrunarkona veitir forstöðu, þ.e. Presthólahreppi, Öxarfirði og Kelduhverfi. Umsjón með bílnum mun hafa Skúli Þór Jónsson, slökkviliðs- stjóri á Kópaskeri. Kaup sjúkra- bílsins er mikið átak fyrir svo fámennan félagsskap sem Kiwan- isklúbburinn Faxi er. Félagsmenn öfluðu fjár með ýmsu móti, t.d. gáfu rækjusjómenn árlega afla úr einum rækjuróðri og eiginkonur þeirra og dætur unnu aflann í fiskvinnslustöð staðarins. Þá fóru klúbbfélagar í uppskipunarvinnu oggáfu klúbbnum vinnulaunin. Þá má geta þess, að verkalýðsfélagið á staðnum lánaði eina milljón króna vaxtalaust. Klúbburinn beitti ýmsum öðrum fjáröflunar- aðferðum. Segja má því að klúbb- félagar hafi sýnt einstaka atorku og fórnfýsi til að afla þessa bráðnauðsynlega farkosts fyrir héraðið. Næsta sjúkrahús er á Húsavík. — SÍKurvin Olíumöl hf.: Heimild til að breyta kröfum ríkis í hlutafé ALÞINGI hefur samþykkt með 44 atkvæðum gegn 5, átta þing- menn sátu hjá og þrír voru fjarverandi, tillögu fjárveitinga- nefndar um heimild til ríkis- stjórnarinnar að breyta kröfum ríkissjóðs á hendur Olíumalar hf. i hlutafé að fengnu samþykki fjárveitinganefndar. „Það má segja, að málið hafi verið þannig lagt fyrir okkur, að ekki yrði um að ræða lagningu slitlaga úr olíumöl, ef þetta mál yrði ekki skoðað nánar og okkur fannst ástæða til að það yrði gert,“ sagði Eiður Guðnason for- maður fjárveitinganefndar í sam- tali við Mbl. Eiður sagði, að hvað hann sjálf- an varðaði þá skorti hann ýmsar upplýsingar til að taka enn endan- lega afstöðu til málsins. „En ég mun leita eftir þeim,“ sagði hann. Nýjar reglur um gjaldeyrisviðskipti Nýjar reglur um gjaldeyr- isviðskipti tóku gildi 1. apríl. Viðskiptaráðuneytið skipaði Samstarfsnefnd um gjaldeyr- ismál í janúar sl. og er hún skipuð fulltrúum ráðuneytis- ins, Seðlabankans, Lands- bankans og Útvegsbankans. Hinar nýju reglur veita gj aldeyrisviðskiptabönkunum víðtækar heimildir til af- greiðslu allra venjulegra yfir- færslna, en Samstarfsnefndin semur heildarreglur um fram- kvæmdina og fjallar auk þess um erindi, sem fara út fyrir heimildir bankanna, og berast henni fyrir milligöngu þeirra. Jafnframt leggst starfsemi Gjaldeyrisdeildar bankanna niður. Standa vonir til, að gjald- eyriserindi fái með þessu móti skjótari afgreiðslu en unnt hefur verið að veita til þessa. Ferðagjaldeyrir miðast við jafnvirði 1000 Bandaríkjadoll- ara eða rúmlega 430 þúsund miðað við núverandi gengi. 10% sérstakt gjald á ferða- gjaldeyri verður óbreytt. Hinn nýi sjúkrabill Siglfirðinga. Ljósm. S.K. Nýr sjúkrabíll til Siglufjarðar Sigluíirði. 31. marz. NÝR sjúkrabíll kom til Siglu- f jarðar sl. laugardag og er hann í umsjá Siglufjarðardeildar Rauða kross íslands og fjár til kaupa hans aflað af henni í samvinnu við Rauða krossinn. Sigluvík landaði milli 60—70 tonnum af blálöngu og karfa í gær og Siglfirðingur landaði álíka magni í Sandgerði. Þá mun Sigur- ey selja ytra á miðvikudag 185 lestir. Snjóföl setti hér niður í dag, en hún náði þó ekki að spilla vegasambandi svo vitað sé. m.j. Verksmiöjusala Buxur á alla aldurshópa Herrabuxur úr flaueli, kakí og denim. Dömubuxur úr flaueli, flannel og kakí. Unglingabuxur úr flannel, flaueli og denim. Barnabuxur úr flannel, flaueli og denim. Sumarjakkar á börn og karlmenn. Gerið góö kaup í úrvalsvöru. Opid virka daga kl. 10—18. Föstudaga kl. 10—19. Laugardaga kl. 9—12. Skipholti 7. Sími 28720. • syjoidájsar. ••••••• Ben-ti íhandhægum umbúðum. Prófaðu þig áfram . Finndu þitt bragð. Salmiak-lakkris, salt lakkrís, mentol- eucalyptus eða hreinn lakkris. Kosta ekki meira en venjulegar hálstöflur! (32 ípakka) ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? M Al'GLYSIR I M ALLT LAND ÞEGAR Þl AUGLÝSIR I MORGl'NBLAÐINl'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.