Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRIL 1980 7 r „Klungur ríkisaf- skipta- klettar skatt- píningar" Vesturland, blaö vest- firzkra sjálfstæðismanna, segir í leiöara og vitnar til orða núverandi forsætis- ráðherra: „Enn þarf að endur- skoða skattalögin ræki- lega. Hinir beinu skattar eru of háir. Viö stefnum einnig að því að heildar- upphæö hinna opinberru gjalda verði ekki hærri en viss hundraðstala af þjóðarframleiðslu. Ef skattamálum okkar væri komið í betra horf en nú er, mundi það um leiö örva og glæða atvinnulíf- iö og skapa atvinnu- rekstri einstaklinga betri möguleika og skilyrði." „Þannig komst dr. Gunnar Thoroddsen varaformaður Sjálfstæö- isflokksins aö orði í ræðu, sem út var gefin í ritgerðarsafni um sjálf- stæðisstefnuna í fyrra. Þessi orð varaformanns- ins, sem birtust almenn- ingi á valdadögum vinstri stjórnar Ólafs Jóhann- essonar voru þörf og réttmæt. En því miður eiga þau enn við. Núver- andi ríkisstjórn hefur tek- ið þann kostinn að feta einstigi vinstri stjórnar- innar um klungur ríkis- afskiptanna og kletta skattpíningarinnar.“ Skattar skeröa ráöstöfunar- tekjur Ríkissjóður þarf aö sjálfsögðu skatttekjur til að bera uppi nauðsyn- lega samfélaglega þjón- ustu. Taki hið opinbera hins vegar til sín hærra hlutfall af þjóðartekjum en eðlilegt er talið skerðir það um of ráöstöfunar- tekjur almennings og rekstrarstöðu atvinnu- vega. Núverandi ríkis- stjórn hefur ekki einung- is haldiö fast í alla nýskatta ríkisstjórnar Ól- afs Jóhannessonar (sem lofað var að fella niöur) heldur „bætt um betur“, bæði í beinni og óbeinni skattheimtu. Svo virðist sem „telja eigi niður verölag" með háum vöru- gjöldum, söluskatti og bensíngjöldum. Fjár- málaráöherrann, sem fékk fylgi út á slagorðin „kosningar eru kjarabar- átta“, hremmir nú stærri hlut úr launaumslögum fólks í tekjuskatt en dæmi eru um áður. Ríkis- skattur í benzínveröí er 8Ö gera venjulegu launa- fólki ókleift að reka heim- ilisbifreið. Hækkun flug- vallagjalds, skattur á ferðagjaldeyri í bland viö gengislækkun lokar or- lofsleiðum ýmsra út fyrir landsteina. Margt sem var almenningseign í daglegu lífí fólks, er að verða forréttindi hinna betur megandi. — Það munaði sem sé heldur betur um það þegar Al- þýðubandalagið setti „samningana í gildi“ í fjárlagagerðinnil „Örva og glæöa atvinnulífiö“ Gunnar Thoroddsen hitti naglann á höfuðiö þegar hann sagði að hóg- værari skattheimta myndi „örva og glæöa atvinnulífið“. — Eigin- fjármyndun í atvinnu- rekstri á islandi hefur, því miður, veriö bannorð. Hún er eigi að síður forsenda þess að at- vinnuvegir geti tækni- vætt sig, fært út kvíar, aukið framleiðni og þá heildarverðmætasköpun í þjóðarbúskapnum, sem er undirstaöa lífskjara í landinu. Ofsköttun hefur í senn slævt þann hvata, sem nauösynlegur er til grósku f atvinnulífi, og hreinlega dregið úr æski- legri framþróun í at- vinnulífinu. Þegar þess er gætt að 20.000 ný atvinnutækifæri þurfa að verða til á níunda áratugnum, til að mæta atvinnuþörf í land- inu, og verðmætasköpun á vinnandi einstakling þarf að vaxa nokkuð, til að ná sambærilegum lifs- kjörum hér og í ná- grannalöndum, verður þessi skattahemill á æskilega framþróun at- vinnulífsíns þeim mun varhugaverðari. Fólki er að verða Ijósara og Ijós- ara að atvinnuöryggi þess og rekstraröryggi framleiöslunnar eru tvær hliðar á sama hlutnum; að skattastefna vinstri flokkanna, sem nú ræður ferð, veikir ekki einungis kjarastöðu almennings — heldur tefur fram- þróun atvinnulífsins. Þaö er heilbrigðari tekjuleið fyrir ríkissjóð aö sá til aukinna skatttekna með eflingu atvinnulífsins, með því að efla gjald- stofnana fremur en að hækka skattstigana. Nú- verandí ríkisstjórn fer öfugt að, strax í árdaga starfs síns. Það var upp- hafið að endalokum hennar. FÍFU ELDHÚS Eldhúsið með fulningahurðum er sigilt og vandað, enda keypt af þeim sem vilja vandað og skemmt ilegt eldhús. Frágangur er allur eins og best verður á kosið, sterkar lamir, aðeins úrvals efni er notað. Þér getið valið um lit á innréttingu og plast á borðplötu. Allir skápahlutar eru framleiddir með innfeldum tengi- búnaði, sem gerir það að verkum að mjög auðvelt er að tengja þá saman og hengja upp á vegg. Tækninýjung sem auðveldar samsetningu og festing verður öruggari. Fffa hefur bryddað upp á mörgum nýjungum, má þar m.a. nefna útdregna grindarskápinn, sem er mjög vinsæll í dag og flestir taka f eldhús sín. Fifa býður upp á eldhus í öllum verðflokkum og fyrir þá sem vilja fá góð eldhús fyrir mjög lítið verð, hefur Fífa framleitt eldhús sem stendur fyllilega fyrir sínu, látlaust og hagkvæm lausn fyrir alla þá sem vilja ekki leggja mikinn kostnað í eldhúsið, en vantar eldhúsinnréttingu. í þessu eldhúsi er sama efni, lamir og aðrir þeir hlutir sem notaðir eru í aðrar innréttingar Fífu, en spamaður- inn liggur í hagkvæmari staðlaðri framleiðslu, sem kemur þeim til góða sem versla við Fífu. Látið okkur teikna eldhúsin og gefa verðtilboð, þér að kostnaðarlausu. Húsgagnavinnustofa.Smiöjuvegi 44 Köpavogi Simi 71100 Árshátíð VALS Veröur haldin í Átthagasal Hótel Sögu laugar- daginn 12. apríl n.k. og hefst meö borðhaldi kl. 19.30. Fjöldi góðra skemmtikrafta kemur fram, veittar viðurkenningar og verðlaun. Valsmenn yngri og eldri fjölmennið. Forsala aðgöngumiða fer fram í Valsheimilinu kl. 5—7 í. dag og næstu daga. Borðapantanir verða afgreiddar á Hótel Sögu á fimmtudag kl. 5—7. Skemmtinefndin. íbúð óskast Læknishjón, óska aö taka á leigu 4—5 herbergja íbúð, eða hús frá 1. ágúst eða síðar. Upplýsingar í síma 10144 eftir kl. 7 næstu kvöld. FRA TOPPI TIL TÁAR ALLT A EINUM STAÐ Hárgreiðslu og snyrtistofan HÓTEL LOFTLEIÐUM bjóöa þjónustu sem sparar tíman. Fáið snyrtingu meðan beðið er Hárgreiðslustofan Sigríður Finnbjörnsdóttir, hárgreiöslumeistari. Sími 25230 Snyrtistofan Helga Þ. Jónsdóttir, fótaaögeröar- og snyrtifræöingur. Sími 25320 STJÓRNUNARFRÆÐSLAN Innra eftirlit Stjórnunarfélag íslands heldur námskeið um Innra eftirlit í fyrirlestrarsal félagsins að Síöu- múla 23 dagana 14.—15. apríl kl. 15—18 og 16. apríl kl. 15—19. Fjallað verður um innra eftirlit í stjórnunar- og bókhaldslegu tilliti. Rætt veröur um hvernig koma má á virku innra eftirliti með hinum ýmsu starfsemisþáttum í rekstri fyrirtækja. Námskeiöið er einkum ætlaö aöal- bókurum, skrifstofu- og fjármála- stjórum stærri fyrirtækja. Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar hjá Stjórn- unarfélaginu, sími 82930. Leiöbeinandi: Stefán Svavarsson, dósent og lögglltur endurskoöandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.