Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 Mannleg að Ibsen Ösló. 8. april. Frá Jan Erik Laure. fréttaritara Mbi. NORSKUR ulíuiðnaður varð fyrir öðru áfalli á skömmum tíma er íbúðarpallurinn Ilenrik Ibsen var nærri því að sökkva í höfninni í Tananger. sem er skammt fyrir utan Stavanger, á sunnudaxskvöld. Ein af fimm undirstöðum pallsins fylltist af sjó ug fékk pallurinn á sig 20 gráða slagsíðu. Það varð til láns að undirstaðan steytti á botni hafnarinnar, en ef það hefði ekki gerst hefði pallinum að öllum líkindum hvolft. Henrik Ibsen er systurpallur íbúð- arpallsins Alexander I. Kielland sem hvolfdi á olíuvinnslusvæðinu Edda. í Norðursjó fyrir skömmu, en þá fórust yfir 100 manns. Allt bendir nú til þess að Ibsen verði ekki tekinn í gagnið á olíuvinnslusvæðunum, en hann átti að leysa Kielland af hólmi. Samtök olíustarfsmanna hafa þegar lýst því yfir að þau muni banna sínu fólki að búa á pallinum. Mannleg mistök urðu þess vald- andi að Ibsen fór á hliðina á sunnudagskvöld. Lokið hafði verið að mestu við rannsókn á pallinum, en vegna rannsóknarinnar voru und- irstöður pallsins tæmdar af sjó. Þegar lækka átti pallinn í sjónum voru of margar lokur opnaðar af vangá og streymdi sjórinn eingöngu í eina undirstöðuna af fimm. Nú hefur sjónum verið dælt úr undir- stöðunni, og er Ibsen kominn á réttan kjöl. í dag var frá því skýrt að fjögurra sentimetra löng sprunga sé í einni af undirstöðum borpallsins „West Ventúre" á gasvinnslusvæði í Norð- ursjó norðvestur af Bergen. Yfir- völdum var tilkynnt um skemmdirn- mistök hvolfdi ar í marzbyrjun, en þá var veitt undanþága frá viðgerð þar til að borpallurinn hefur lokið sínu hlut- verki á þessu svæði. Fjórum sinnum á dag er sprungan athuguð og starfsmenn borpallsins æfa björgun- araðgerðir oft í viku. Vegna síðustu atburða hefur eig- endum borpalla og íbúðarpalla á norskum svæðum í Norðursjónum verið fyrirskipað að láta fara fram hið fyrsta gagngera athugun á pöll- unum. Heyrst hefur að vegna slys- anna í sambandi við Kielland og Ibsen verði eftirlit með pöllunum hert. Rætt er m.a. um að árlega verði allir borpallar færðir til lands til gaumgæfilegrar skoðunar, en slíkar skoðanir á pöllunum fara nú fram á fjögurra ára fresti. Verði þessum hertu reglum komið í framkvæmd mun samdráttur verða í olíuvinnsl- unni og tekjur af henni að sama skapi minnka. Símamynd AP. íbúðarpallurinn Henrik Ibsen skammt írá Stavangri eftir að sjór flæddi í eina af undirstöðum pallsins svo á hann kom slagsíða. Þeir sem um borð voru, 57 manns, sluppu ómeiddir. Pallurinn átti að taka við af íbúðarpallinum Alexander Kielland, sem hvolfdi í Norðursjó 27. marz sl. með þeim afleiðingum að 123 manns fórust. Nú þykir sýnt að Ihsen verði aldrei tekinn í notkun. Þjóðfrelsisöflin ná á sitt vald sovézkri f lugstöð Islamabad. Moskvu. Nýju Dehlí, New York, 8. apríl. AP. ÞJÓÐFRELSISÖFLIN í Afganist- an náðu í gær á sitt vald flugstöð sovézka hersins í Bagram, sem er 70 km fyrir norðan Kabul, að því er útvarpið í Pakistan skýrði frá í dag. Hafði útvarpið eftir uppreisn- armönnum. að í átökum um stöðina hefðu 75 sovézkir hermenn verið Tveir þeirra liggja í blóði sínu á þessari mynd. Símamynd AP. Skæruliðaárás á barnaheimili Tel Aviv, 8. apríl — AP. KYRRT var á norðurlandamærum fsraels i dag eftir árás pale- stinskra hermdarverkamanna á samyrkjubúið Misgav þar sem fórnarlömb árásarinnar voru jarðsett i dag. Menachem Begin forsætisráð- herra ætlaði að mæta við útför 37 ára gamals ritara samyrkjubúsins sem beið bana og tveggja og hálfs árs gamals drengs. Israelskur hermaður beið einnig bana í níu tíma umsátri sem hófst þegar fimm Palestínumenn laumuð- ust yfir landamæragirðingu og tóku barnaheimili samyrkjubúsins rétt hjá líbönsku landamærunum. Þegar frestur sem skæruiiðarnir höfðu sett var um það bil að renna út gerðu ísraelskir hermenn áhlaup á bygginguna og drápu alla Pale- stínumennina fimm og björguðu sex börnum og einum fullorðnum sem þeir höfðu í gíslingu. I Líbanon herma fréttir að pale- stískir skæruliðar og borgarar búi sig undir ísraelska hefndarárás. En talsmaður Israelshers sagði að kyrrt væri á landamærasvæðinu og ísraelskir hermenn hefðu ekki grip- ið til aðgerða. „Ef til þeirra verður gripið," sagði talsmaðurinn, „mun- um við ákveða hvenær það verður gert. Leyfum þeim að bíða.“ Varnir hafa verið efldar í ísraelskum byggðum nálægt líbönsku landamærunum og rann- sókn er hafin á því hvernig hópi hryðjuverkamanna tókst að komast óséðir yfir landamærin. Elieru hermenn særðust í árás- inni, fjögur börn og einn fullorðinn. Enginn er lengur í lífshættu. Þetta er fyrsta árásin sem hefur verið gerð á ísrael til að taka gísla í tæpt ár. felldir, þ.á.m. 25 liðsforingjar og einn hershöfðingi. í árásinni eyðilagðist fjöldi sovézkra herflugvéla, þ.á.m. fjöldi svonefndra „fljúgandi skriðdreka", en svo nefna uppreisnarmenn þyrlur sem búnar eru fallbyssum og hafa verið mikið notaðar í Afganistan frá því að innrásin var gerð fyrir tæpum fjórum mánuðum. Hefur Bagram verið helzta miðstöð árás- arferða sovézku árásarvélanna. Fegnir herma að árásarferðum sovézkra orrustuflugvéla hafi fjölg- að verulega upp á síðkastið, og að tilgangurinn hafi verið að bæla niður andspyrnu uppreisnarmanna, sem sótt hafi í sig veðrið að undanförnu. Er því þannig haldið fram að 7.000 manns flestir óbreyttir borg- arar, hafi fallið í sprengjuárásum sovézkra flugvéla fyrir skömmu á Qarabagsvæðinu fyir suðvestan Kabul. Haroid Brown varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna sagði í dag að sönnur hefðu verið færðar á, að Sovétmenn beittu taugagasi í loftár- ásum sínum í Afganistan. Áður hefur komið í ljós að Sovétmenn hafi varpað napalmsprengjum í loftárásunum. Tassfréttastofan mótmælti fullyrðingum Browns í dag, og sagði þær vera lið í áróð- ursherferð stjórnar Carters gegn Sovétríkjunum. Þá mótmælti tals- maður stjórnarinnar í Kabul full- yrðingum íranskra stjórnvalda að Sovétmenn hefðu yfirtekið jarðgas- framleiðslu Afganistans og streymdi gasið nú til Sovétríkjanna, sem ekkert greiddu fyrir það. Síðari fregnir herma að uppreisn- armenn í Afganistan hafi nú öll völd í noðurhluta Helmandhéraðs í suð- Þetta geróist vesturhluta landsins. Hafi þeir sett sína menn þar í æðstu stöður. Þá hafi 15 lögreglumenn verið felldir í árás á lögreglustöð í héraðinu Chanzi í suðausturhluta landsins. Einnig hafi verið felldir sex sovézkir og átta afganskir hermenn í árás í nágrenni landamæra Pakistans. Staðfestur hefur verið samningur milli yfirvalda í Moskvu og Kabul er tryggir áframhaldandi veru so- vézkra herja í Afganistan, og segja fróðir menn að samningurinn sé að öllum líkindum sama eðlis og sam- mingur frá 1968 er þá treysti veru sovézkra herja í Tékkóslóvakíu eftir innrás Sovétmanna í landið sama ár. Páfi ræðst gegn guðlausum heimi Páfagardi, 8. aprfl. AP. JÓHANNES Páll páfi II varaði við hættu á guðlausu samfélagi i páska- boðskap sínum sem 350.000 píla- grímar hlýddu á á Péturstorgi. Páfi skoraði á núverandi og tilvon- andi leiðtoga heimsins að setja traust sitt á Krist og sagði: „Hafnið ekki Kristi, þið sem byggið heim manns- ins.“ Páfinn hvatti til einingar kristinna manna, drap á hryðjuverk, en kvað fastast að orði þegar hann harmaði það sem hann kallaði óskina í heimin- um nú á dögum um „dauða guðs“. „Allir ykkar sem lýsa yfir „dauða guðs“, sem reynið að reka guð út úr heimi mannsins, staldrið við og hugs- ið um það að „dauði guðs“ ber með sér „dauða mannsins" líka.“ Carter og Reagan sigra auðveldlega New Orleans, 8. apríl. AP. JIMMY Carter forseti vann auðveld- an sigur á Edward Kennedy öld- ungadeildarmanni í forkosningun- um í Louisiana á laugardaginn og Ronald Reagan vann jafnvel enn meiri sigur í forkosn ingum re- públikana í ríkinu. Carter fékk 56% atkvæðanna, Kennedy 22%. Forset- inn fær stuðning 39 fulltrúa ríkisins á flokksþingi demókrata en Kennedy 12. Reagan hlaut 74% atkvæða, en George Bush 19%. Reagan fær 29 af 31 fulltrúa Louisiana á flokksþingi repúblikana. Tveir fulltrúanna eru óháðir. Forkosningarnar vöktu lítinn áhuga í Louisiana og keppinautarnir lögðu ekki áherzlu á baráttuna fyrir þær. Kjörsókn var mjög lítil þrátt fyrir gott veður. Jafnframt hefur Reagan tryggt sér stuðning 34 fulltrúa Oklahoma 9. apríl 1978 — Stjórnarherinn i Sómalíu bælir niður byltingartilraun liðs- foringja. 1977 — Flokkur kommúnista leyfður á Spáni eftir 38 ára bann. 1973 — Nguyen Van Thieu, forseti Suður-Víetnams, heimaækir Pál páfa VI sem hvetur hann til að sleppa pólitískum föngum. 1970 — 73 fórust í gassprengingu og bruna í Osaka, Japan. 1966 — Bretar biðja öryggisráðið um heimiid til að beita valdi gegn skipum sem flytja olíu til Rhó- desíu. 1965 — Átök milli indversks og pakistansks herliðs á landamær- unum í Kutch. 1960 — Hendrik Verwoerd, for- sætisráðherra Suður-Afríku, sýnt misheppnað banatilræði af David Pratt. 1942 — Bataan gefst upp fyrir Japönum. 1940 — Danmörk hernumin og árás Þjóðverja á Noreg. 1928 — Múhameðstrú ekki lengur ríkistrú í Tyrklandi. 1917 — Árás Kanadamanna á Vimy-hrygginn (tekinn 10. apríl). 1865 — Uppgjöf Robert E. Lee hershöfðingja, yfirmanns Sunnan- manna, fyrir Uiysses S. Grant hershöfðingja, yfirmanni Norðan- manna, í Appomattox og þræla- stríðinu lýkur. 1783 — Tippo af Mysore neyðir Breta til að láta Bednore af hendi. 1770 — James Cook finnur Botany Bay. 1609 — Spánverjar semja um níu ára vopnahlé við Hollendinga. 1440 — Þýzki greifinn Christopher von Baúern hylltur konungur Dana í Víborg. Afmæli. Elias Lonnrot, finnskur þjóðsagnasafnari (1802—1884) — Isambard Brunei, brezkur verk- fræðingur (1806—1859) — Charles Baudelaire, franskur rithöfundur (1821—1867) — Erich von Luden- dorff, þýzkur hermaður (1865— 1937) — Lenín, rússneskur bylt- ingarleiðtogi (1870—1924) — Léon Blum, franskur stjórnmálaleiðtogi (1870—1950) — Paul Robeson, bandarískur söngvari (1898—1976) — Hugh Gaitskell, brezkur stjórn- málaleiðtogi (1906-1963) - Jean-Paul Belmondo, franskur leikari (1933----). Andiát. 1553 Francois Rabelais, rithöfundur — 1626 Francis Bacon, heimspekingur — Dante Gabriel Rossetti, listmálari & skáld. Innlent. 1933 „Skúli fógeti" strandar við Reykjanes (13 fórust, 24 bjargað) — 1794 Skúla landfó- geta ákveðin eftirlaun — 1598 d. Staðarhóls-Páll — 1601 Konungs- bréf um að Danir eigi einir að sitja fyrir íslenzku verzluninni — 1656 Tveir meðhjálparar á Eyrarbakka brenndir á báli fyrir að valda sjúkieika sóknarprests — 1869 d. Kristján Jónsson skáld — 1931 Þingmenn Alþýðuflokks hætta hlutleysi gagnvart stjórn Tryggva Þórhallssonar — 1975 Togaraverk- fail — 1978 Kröfluvirkjun hættir að senda. Orð dagsins. Hugrekki er fremsti mannlegi eiginleikinn, því að sá eiginleiki tryggir alla hina — Sir Winston Churchill, brezkur stjórn- málaleiðtogi (1874—1965).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.