Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 Tvær sýningar For- varsla textíla í Bogasal Þjóðminja- safnsins hefur undanfarið- staðið yfir lítil en mjög eftirtektarverð sýning á textílforvörslu í Þjóðminja- safni íslands og verður hún opin út aprílmánuð. Með textílforvörslu mun átt við varðveislu og viðgerð text- íla, þ.e. ofinna og saumaðra dúka, teppa og klæða, er skreytt hafa verið hinu aðskiljanlegasta mynstri. Svo sem segir í formála Þórs Magnússonar þjóð- minjavarðar, „ þá er þess- ari sýningu ætlað að sýna, hve brýn þörf er á verki sem þessu og hve gríðarvel er hægt úr að bæta þótt aflóga brúkshlutur sé ljót- ur og illa farinn er hann berst til safnsins, — ef þekkingu sé beitt. Þá vonar þjóðminjavörður jafn- framt, að þetta starf, sem hófst í smáum stíl, sé upphaf að raunverulegri viðgerðarstofu safnsins, þar sem einnig verði hægt að taka safngripi af ýmsu öðru tagi til viðgerðar." Með þessum orðum er í raun og veru verið að opin- bera það ódæma hneyksli, að ekki mun vera til við- gerðarsofa safngripa í sjálfu Þjóðminjasafni íslands og er það með öllu óskiljanlegt. Varla mun það safn byggt ytra, hversu ómerkilegt sem það nú einu sinni er, að ekki sé gert ráð fyrir rými til viðhalds og sérstakra rannsókna safn- gripa og hefur svo tíðkast um aldir. Á síðari árum hefur mönnum orðið þýð- ing slíkrar starfsemi enn ljósari enda hefur tækni allri fleygt hér gríðarlega fram og svo sem ég hef áður bent á, eru þetta orðin mikil vísindi. Er með ólík- indum hve hægt er að gera vel við laskaða hluti og t.d. málverk, sem einhverjir vitfirringar hafa ráðist á í söfnum með sýrum eða bitvopnum. Hér á landi hefur öfugt verið farið að og hvers konar gripum og listaverkum á söfnum verið hrúgað í óhentugar geymsl- ur þar sem hlutirnir hafa yrirleitt skemmst enn meir og sumir með öllu eyði- lagst. Allt verður þetta viðkomandi ljósara og ljós- ara með ári hverju og er brýn þörf á að athygli sé vakin á þessu og hún árétt- uð sem oftast þar til úr verður bætt. Hér er um mikið hlutverk að ræða fyrir fjölmiðla og er það von mín að þeir bregði skjótt við og skundi í Boga- sal til að vekja athygli á merkilegri starfsemi. Sýningin í Þjóðminja- safninu er ekki einasta merkileg heldur og um leið skemmtileg fyrir augað og hafsjór fróðleiks um vinnu- brögð við textílforvörslu. Ættu þeir er leggja leið sín í Þjóðminjasafnið um pásk- ana, að líta inn í Bogasal um leið ef þeir þá gera sér ekki beinlínis erindi þang- að til að skoða þessa sýn- ingu sérstaklega. Magnús Norðdahl Sýning Magnúsar Norðdahl Að Suðurgötu 7 stendur nú yfir sýning á myndum Magnúsar Nordahl fv. múr- ara, en sá hóf að sögn að mála fyrir fáeinum árum og segir sá sami þetta sína fyrstu og síðustu sýningu. Jafnan er öruggt að ein- tlr viðgerðarstofu Þjóðminjasafnsins Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON hver sýning sé hin fyrsta er einstaklingur heldur en verra er að slá því föstu hvort hún sé einnig hin síðasta. Svo vill stundum fara, að eftir fyrstu sýn- ingu komi hrina af fleiri og stærri sýningum, menn vilja ánetjast þessu svipað og t.d. laxveiðum eftir að fyrsti laxinn hefur bitið á... Magnús er ólærður á sviði málaralistar og bera flest verk hans þess ljósan vott sérstaklega þau á neðri hæðinni þar sem vill kenna margra grasa um áhrif úr ólíklegustu áttum. Síst lasta ég það en hér er oftast lítið unnið úr áhrif- unum og þau því allnokkuð yfirborðskennd auk þess sem að æskilega tækni- kunnáttu skortir. Á efri hæðinni getur að líta heillegustu verkin á sýningunni t.d. nr. 5, 7 og 19, — hér koma fram allt önnur vinnubrögð en á myndunum á neðri hæðinni og er líkast sem að hér fari allt annar persónuleiki. Margur atvinnumálarinn væri fullsæmdur af þeim vinnubrögðum sem fram koma í fyrrtöldum mynd- um og væri ekki annað en eðlilegt, að óska eftir meira af svipuðum vinnubrögðum haldi Magnús áfram að mála (og sýna). — Enginn tel ég að muni letja Magnús til aukinna athafna á sviði málaralistar og vonandi tekst honum að hagnýta sér bestu eðliskosti sína og umbúðalausu kenndir fyrir lita- og formspili haldi hann veginn fram. Stríðið og græðgin Talía, lriklistarsvið M.S. sýnir: Mutter Courage og börnin hennar eftir Bertolt Brecht. Þýðandi: ólafur Stefánsson Leikstjóri:Sigrún Björnsdóttir Söngur og leikhljóð: Eggert Þorleifsson Mutter Courage og börnin hennar er of umfangsmikið verk fyrir skólaleikfélag, en að freista þess að túlka það lýsir í senn áhuga og metnaði. Á garðinn er síður en svo ráðist þar sern hann er lægstur. Eins og mörg verka Brechts fjallar Mutter Courage um ógnir styrjalda, en einkum það að mennskan verður að lúta í lægra haldi fyrir hugsjón gróðans. Mutter Courage missir börn sín þrjú í þrjátíu ára stríðinu. Samt heldur hún ótrauð áfram farandsölu sinni á vígvöllunum, en sú iðja hennar olli dauða barnanna. Meðal ann- ars verður hún að afneita syni sínum og vita lík hans fara á sorphauga til þess að þurfa ekki að hætta að kaupa og selja. Leikrit Brechts eru flest einföld að gerð, samin handa almenn- ingi í því skyni að vera dæmisög- ur eða kennsluleikrit. í bestu verkum Brechts af þessu tagi tekst honum snilldarlega, enda var hann mikið skáld og samein- aði list og boðskap á óvenjulegan hátt. Þetta eiga ékki að vera vangaveltur um Brecht, heldur er ætlunin að minna á djarfhuga nemendur Menntaskólans við Sund sem óhræddir túlka Mutter Courage. Ég sá sýningu þeirra í Félags- heimili Seltjarnarness á skírdag. Því ber ekki að neita að margt fór forgörðum. Myndugleik skorti tilfinnanlega til að koma verkinu til skila. Sýningin var of langdregin, hægagangur var áberandi. Engu að síður mátti hafa gaman af ýmsum atriðum og sumt tókst dável. Steinunn Ólafsdóttir réði ekki við túlkun Mutter Courage, enda ekki von af svo ungri leikkonu. En persónugerð hennar var þó um margt athyglisverð og á köflum var hún hin skörulegasta í hlutverkinu. Örbrún Guð- mundsdóttir lék hina mállausu Leikhópur Menntaskólans við Sund dóttur Mutter Courage, Katrínu, og var leikur hennar góður, einkum í lokaatriðinu þegar hún aðvarar þorpsbúa, þótt það kosti hana lífið. Bjarni Hinriksson skilaði hlutverki Kokksins með ágætum. Nokkur önnur hlutverk nutu sín sæmilega í túlkun leikendanna, en galli var að illa heyrðist í sumum, nokkrum lítið sem ekkert. Aðstaðan í Félags- heimilinu er ekki góð og ekki bætir úr skák þegar um óstyrk- leik leikenda er að ræða. Þýðingin er lipur hvað varðar mælt mál, en söngtextar í lakara Lelklist eftir JÓHANN HJÁLMARSSON lagi. Sama gildir um flutning leikenda á þeim. Leikmynd var viðunandi, vagn Mutter Courage til dæmis hin laglegasta smíð. Ég held að leikstjórinn hafi stefnt of hátt að þessu sinni og sýningin í heild goldið þess. Eitthvað vantaði til þess að Mutter Courage yrði sannfær- andi í höndum þessa unga lista- fólks. En það ber að virða vilja þeirra og einlægni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.