Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 19 Ný nefnd um reykingavarnir HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðherra skipaði hinn 27. mars sl. nefnd sem fengið er það hlutverk að endurskoða lög nr. 27/1977 um ráðstafanir til þess að draga úr tóbaksreykingum með hliðsjón af fenginni reynslu und- anfarinna ára. Auk endurskoðunar laganna er nefndinni jafnframt falið að ann- ast framkvæmd gildandi laga í samvinnu við ráðuneytið, þar til annað verður ákveðið. Kemur því nefndin í stað „Samstarfsnefndar um reykingarvarnir", sem skipuð var við gildistöku laga nr. 27/1977. í hina nýju nefnd hafa verið skipuð: Sigrún Stefánsdóttir, fréttamaður, Þorvarður Örnólfs- son, framkvæmdastjóri, Auðólfur Gunnarsson, læknir, Björn Briem, rithöfundur og Ingimar Sigurðs- son, deildarstjóri, og er hann jafnframt formaður nefndarinnar. Lukkudagar - vinningsnúmer í marz. 1. Utanlandsferð á vegum Samvinnuferða kr. 350.000.- nr. 15478. 2. Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum kr. 10.000.- nr. 1803. 3. Hljömplötur að eigin vali frá Fálkanum kr. 10.000.- nr. 16149. 4. Kodak Ektra 12 myndavél nr. 4751. 5. Illjómplötur að eigin vali frá Fálkanum kr. 10.000.- nr. 5542. 6. Skil 1552H verkfærasett nr. 22351. 7. Skáldverk Gunnars Gunnarssonar 14 bindi frá A.B. nr. 4842. 8. Kodak EK100 myndavél. nr. 5261. 9. Sjónvarpsspil. nr. 10750. 10. Vöruúttekt að eigin vali frá Liverpool kr. 10.000.-. nr. 5500. 11. Vöruúttekt að eigin vali frá Liverpool kr. 10.000.-, nr. 20436. 12. Kodak Pocket A1 myndavél. nr. 15298. 13. Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum kr. 10.000.-, nr. 5858. 14. Vöruúttekt að eigin vali frá Liverpool kr. 10.000.-, nr. 18875. 15. Vöruúttekt að eigin vali frá Liverpool kr. 10.000.-. nr. 18077. 16. Kodak Pocket A1 myndavél. nr. 23355. 17. Kodak Pocket A1 myndavél. nr. 20797. 18. Kodak Pocket A1 myndavél. nr. 8130. 19. Skil 155211 verkfærasett, nr. 5541. 20. Braun hárliðunarsett RS67K, nr. 24014. 21. Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum kr. 10.000.-. nr. 4588. 22. Sharp vasatölva CL 8145. nr. 26334. 23. Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum kr. 10.000.-. nr. 21820. 24. Tesai ferðaútvarp, nr. 26735. 25. Kodak EK100 myndavél, nr. 17834. 26. Sharp vasatölva CL 8145, nr. 2806. 27. Ilenson æfingagalli kr. 24.000.-, nr. 17557. 28. Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum kr. 10.000.-. nr. 23291. 29. Sjónvarpsspil, nr. 29797. 30. Vöruúttekt að eigin vali frá Liverpool kr. 10.000.-. nr. 27958. 31. Kodak Pocket A1 myndavél, nr. 5831. Upplýsingar til vinningshafa í síma 33622. LUKKUDAGAR, ósóttir vinningar í janúar. 7. jan. Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum, nr. 20440. 10. jan. Sharp vasatölva, nr. 19912. 15. jan. Tesai ferðaútvarp, nr. 1646. 18. jan. Kodak Ektra 100, nr. 20853. 23. jan. Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum, nr. 21677. 29. jan. Tesai ferðaútvarp, nr. 24899. 30. jan. Tesai ferðaútvarp, nr. 14985. 31. jan. Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum, nr. 1682. Ósóttir vinningar í febrúar. 3. febr. Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum, nr. 959. 6. febr. Sharp vasatölva, nr. 7088. 8. febr. Kodak Al, nr. 5859. 12. febr. Kodak Al, nr. 4415. 16. febr. Kodak Al, nr. 15376 20. febr. Tesai ferðaútvarp, nr. 3205. 24. febr. Braun krullujárn, nr. 16389. 25. febr. Kodak EK 100, nr. 20436. 28. febr. Reiðhjól að eigin vali frá Fálkan- um, nr. 5260. Nóbelsverðlaunahafinn Hayek á háskólafyrirlestri: Verðbólguvandann verður að leysa með snöggu átaki! Brezk-austurríski heimspek- ingurinn og hagfræðingurinn Friedrich A. Hayek, sem fékk nóbelsverðlaunin í hagfræði 1974, hélt 2. apríl sl. fyrirlestur i viðskiptadeild Háskóla ís- lands. sem nefnist „Principles of Monetary Policy“. í þessum fyrirlestri ræddi Hayek, sem dvaldi hér á landi dagana 1.—-8. apríl í boði Félags frjálshyggju- manna, um stefnuna í peninga- málum, viðhorfin síðustu árin og tillögur sinar í því efni. Hayek sagði í upphafi, að ljóst væri, að það fyrirkomulag pen- ingamála, sem verið hefði á Vesturlöndum síðustu tvö hundruð árin, væri hætt að skila árangri. Peningakerfið væri að hrynja. Flestir efnahagslegir siðir og hættir hefðu orðið til við úrval úr siðum, við langvarandi reynslu, en svo væri ekki um háttinn, sem hafður væri á útgáfu peninga. Við gætum litið aftur til baka og séð það, að árið 1914 hefði lokið tímabili stöðugs verðlags, næstu tvö hundruð árin á undan hefði verðlag verið næstum því óbreytt, þegar á heildina væri litið. Hið sama væri að segja um Bandaríkin fyrir 1933. Verðbólga vegna óstjórn- ar peningamála Eftir þennan tíma, um það bil 1914 í Bretlandi og 1933 í Bandaríkjunum, hefði allt breytzt. Horfið hefði verið frá gullfæti í alþjóðaviðskiptum, þ.e. frá því að miða peningamagnið, sem hver ríkisstjórn gefur út, við gullbirgðir viðkomandi lands, tryggja það m.ö.o. í gulli. I staðinn hefðu ríkisstjórnir hvarvetna í lýðræðisríkjunum tekið að sér stjórn peningamála. Kaldhæðnislegt var, að margir snjöllustu hugsuðir hagfræðinn- ar hefðu flýtt fyrir þessari þróun. Peningarnir urðu þannig tæki í höndum valdsmanna, sem þeir notuðu til þess að stjórna. Menn hefðu haldið, að þeir gætu örvað hagvöxt og bætt efna- hagsleg skilyrði með skynsam- legri stjórn peningamála, en það hefði reynzt sjálfsblekking, og alls staðar á Vesturlöndum blasti við árangurinn af þessari óstjórn: verðbólga og jafnvel atvinnuleysi samfara henni. Ein ástæðan til þess, sagði Hayek, að svo hefði farið, hefði verið sú skoðun, að hægt væri að koma í veg fyrir atvinnuleysi með því að dæla peningaseðlum út i atvinnulífið og reka ríkis- búskapinn með halla. Þessi skoð- un væri þó alröng, þótt hún hefði komið sér vel fyrir stjórnmála- menn, sem þyrftu peninga til þess að fullnægja þörfum allra óánægðra hópa og kaupa sér atkvæði þannig. Atvinnuleysi yrði alls ekki umflúið með verð- bólgu, eins og reynslan sýndi síðustu árin á Vesturlöndum. Að því kæmi fyrr eða síðar alls staðar, að atvinnuleysi yrði, þar sem verðbólgan væri aukin, af stjórnmálamönnum. Við þennan vanda bættist annar. Hann væri sá, að lækning verðbólgunnar væri því sárs- aukafyllri sem hún væri meiri. Mörg störf yrðu til í verðbólgu, sem væru í rauninni óhagkvæm miðað við önnur, og þeir, sem þau hefðu, misstu þau, þegar skorið væri á verðbólgumeinið. En eitt væri þó óumdeilanlegt, sagði Hayek. Við getum ekki haldið lengi áfram á sömu braut, því að hagkerfið hrynur, ef verðbólgan verður of mikil. Þessi sjúkdómur í verðkerfinu ríður því að fullu, verðlagið hættir að stjórna framleiðslunni, þeningar hætta að vera nothæfir, vöru- skipti eru tekin upp, en það þolir atvinnulíf okkar, sem á allt sitt undir þeirri sérhæfingu og verkaskiptingu, sem peningavið- skipti gera möguleg, alls ekki. Verðbólgumeinið læknast ekki í áföngum Verðbólgan getur að sögn Hayeks ekki örvað atvinnulífið nema þegar hún er að aukast, og hún getur ekki aukizt nema að vissu marki. En ekki er hægt af stjórnmálalegum ástæðum að lækna verðbólgumeinið smám saman eða í áföngum. „Gradúal- isminn" sé ómögulegur, sagði Hayek, þótt vinur sinn Milton Friedman mælti með honum og ríkisstjórn Margrétar Thatcher í Bretlandi væri að reyna hann. Sú ríkisstjórn, sem reyndi áfangalækningu, hljóti að hrekj- ast frá í næstu kosningum, því að lækningin sé svo sársauka- full, kosti svo marga of mikið, þótt það kosti þá auðvitað miklu meira að lækna hana ekki. Það sé hægt frá tæknilegu sjónar- miði eða hagfræðilegu að leysa verðbólguvandann stig af stigi, en ekki frá stjórnmálalegu sjón- armiði. Þess vegna verði að lækna meinið á skömmum tíma% þremur til sex mánuðum, með snöggu átaki, uppskurði, en ekki smáskammtalækningum. Hayek sagði, að allur þessi vandi væri vegna heimskulegrar hagstjórnar, vegna ofmetnaðar valdsmanna, sem hefðu haldið, að þeir gætu skapað hagsæld með stjórn sinni, en ekki skilið forsendur eðlilegs vaxtar at- vinnulífsins. Ekki væri mikill möguleiki á því að þetta væri lagað og vandinn leystur, á meðan ríkisstjórnir hefðu einar vald til þess að stjórna pen- ingamagninu. Spyrja yrði, hvort peningakerfið, sem við hefðum búið við síðustu tvö eða þrjú hundruð árin, þar sem ríkis- stjórnir einokuðu stjórn pen- ingamála, væri heppilegt. En hvað ætti til bragðs að taka? Varla væri raunhæft lengur að miða við gullfótinn í alþjóða- viðskiptum. Sama máli gegndi um hann og konungsstjórn, að hann yrði gagnslaus, þegar menn skildu þá blekkingu, sem í honum fælist, þ.e. að gull hefur einungis verðmæti, ef menn trúa því, að það sé verðmætt. Frjáls samkeppni í útgáfu peninga Hayek sagðist hafa hugsað um þetta lengi og komizt að þeirri niðurstöðu, að svipta yrði ríkis- stjórnir einkarétti sínum á að gefa út peninga. Sér hefði virzt þessi hugmynd fráleit í fyrstu, en við nánari umhugsun og könnun hagsögunnar komizt að því, að svo væri ekki. Hún væri raunhæf í þeim skilningi, að líklegt væri, að hún væri fram- kvæmanleg, þótt varla væri lík- legt, að hún yrði framkvæmd, a.m.k. í bráð. Með frjálsri sam- keppni í útgáfu peninga væri vonandi hægt að tryggja góða eða trausta peninga, sem ein- hver innstæða væri til fyrir hjá þeim fyrirtækjum, sem gæfu peningana út, en það hefði ekki tekizt, á meðan útgáfurétturinn hefði verið í höndum stjórn- málamannanna, sem hefðu misnotað hann til að kaupa fyrir atkvæði. Peningar væru vara eins og hver önnur vara, og eins mætti keppa um framleiðslu þeirra og annarrar yöru. Hayek sagðist ekki eiga við það, að margar stofnanir eða fyrirtæki kepptu um framleiðslu sömu peninganna, heldur að hvert fyrirtæki gæfi út mismunandi peninga. Stundum væri sagt, að mark- aðskerfið væri að hrynja. Sitt hvað væri til í því, en það væri ekki að hrynja vegna þess, að það væri gallað, heldur vegna þess að ríkið hefði ekki sinnt þeirri skyldu sinni að tryggja umgerðina utan um það, þ.á m. nothæfa peninga. Einkafram- takið væri að lamast vegna þess, að það hefði ekki fengið að starfa. Réttast væri að leyfa því sjálfu að sjá fyrir nauðsynlegum hjálpartækjum eins og pening- um, með því að ríkið hefði brugðizt í því. Hayek sagði að lokum, að með tillögu sinni væri hann að reyna að koma í veg fyrir, að menn gæfust upp í baráttunni fyrir atvinnufrelsi og einkaframtaki. Margt væri auðvitað ókannað í þessum fræðum, en mestu máli skipti að opna nýjan vettvang hagfræðilegra rannsókna eins og gert væri með þessari hugmynd um samkeppni í útgáfu peninga, og alltaf yrði að spyrja nýrra spurninga. J V Saga Borgarættarinnar Svartfulg Fjallkirkjan I Fjallkirkjan II Fjallkrikjan III Vikivaki Heiðaharmur S r Vargur i véum Sælir eru einfaldir Jón Arason Sálumessa Fimm fræknisögur Dimmufjöll Fjandvinir Almenna Bókafélagiö, Auaturstrati 18, Skxnmuvagur 36, sími 19707 simi 73055. Ritsafn Gunnars Gunnarssonar Gunnar Gunnarsson hefur um langt skeið verið emn virtasti hofund. ur á Norðurlöndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.