Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRIL 1980 34 Sjötugur: Baldvin Þ. Kristjáns- son félagsmálafulltrúi Baldvin Þ. Kristjánsson verður sjötugur í dag. Hann er einn mesti félagshyggjumaður íslands á þessari öld. Hefur átt mikinn þátt í stofnun þriggja landssamtaka auk fjölda annara félagsstarfa. Baldvin fæddist 9. apríl 1910, á prestsetrinu Stað í Aðalvík, sonur merkishjónanna Halldóru Finn- bjarnardóttur og Kristjáns Eg- ilssonar. Þegar Baldvin var á barnsaldri fórst faðir hans í fiskiróðri frá Hnífsdal, því þangað höfðu for- eldrar hans flutt. Frá áttunda aldursári ólst Bald- vin upp hjá hjónunum Guðbjörgu Pálsdóttur og Ásgeiri Guðbjarts- syni útgerðarmanni. Baldvin stundaði sjómennsku og algenga vinnu frá fermingaraldri. Sautján ára fór hann til náms á Núpsskóla ög var þar veturna 1927—1929. Frá Núpsskóla fór Baldvin í Sam- vinnuskólann. Ekki lét hann þar staðar numið á sinni mennta- og þroskabraut, heldur fór á Samvinnu lýðháskól- ann á Jakopsbergi í Svíþjóð, með námsstyrk Sænska samvinnusam- bandsins 1937—1938. Síðan átti hann námsdvöl í hinum kunna Samvinnuskóla Svía, „Várgárd". Þessi haldgóða menntun varð honum dýrmætt vegarnesti til hins þýðingarmikla lífsstarfs, er varð hlutskipti hans. Eftir að hafa notið framangreindrar menntunar hóf Baldvin störf hjá samvinnu- félagi Isfirðinga, síðan hjá síldar- útvegsnefnd frá stofnun hennar 1935. Var gjaldkeri og aðalbókari til ársins 1944, einnig tók hann að sér ritstjórn á blaði síldarverkun- armanna er nefndist „Síldin". Baldvin starfaði sem erindreki Landssambands íslenskra útvegs- manna, beitti sér fyrir stofnun útvegsmannafélaga í flestum út- gerðarstöðum landsins og aflaði fjárframlaga frá þeim félögum til innkaupadeildar L.Í.Ú. Hann tók mikinn þátt í félags- málum á Isafirði og Siglufirði meðan hann dvaldist þar, einkum verkalýðs og kaupfélagsmálum. Um skeið var hann varaformaður Kaupfélags Siglfirðinga og full- trúi þess á aðalfundum S.I.S. Baldvin var líka formaður Nor- ræna félagsins, einnig formaður fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélags- ins. Hann var í kjöri til alþingis í Borgarfjarðarsýslu 1946, fyrir Al- þýðuflokkinn. Baldvin var framkvæmdastjóri við uppbyggingu Bifrastar, áður en Samvinnuskólinn tók til starfa. Seinna tók hann að sér fram- kvæmdastjórn hraðfrystihúss S.Í.S. á Kirkjusandi. Erindreki Sambandsins Baldvin var erindreki sambands íslenskra samvinnufélaga 1946— 1953, ferðaðist um land allt, flutti erindi á vegum S.I.S. og sambands félaganna. Sum árin allt að 100. Sýndi kvikmyndir víða þar sem þær höfðu aldrei áður sést. Víða var þá ekkert rafmagn, en hann hafði með sér eigin rafmótor, sem hann flutti ýmist á árabátum eða hestbaki, lang oftast einn á ferð, sem bílstjóri, ræðumaður og kvik- myndasýningamaður. Safnaði þá allmiklú fé í fram- kvæmdasjóð S.Í.S. sem var undan- fari skipadeildar Sambandsins. Útbreiðslustjóri Samvinnutrygginga Baldvin hafði verið lánaður til kynningar á Samvinnutrygging- um sumarið 1948, og ferðaðist þá um landið ásamt Jónasi Jóhann- essyni, tryggingarmanni, og tóku þeir miklar tryggingar á sjálfum fundunum. Félagsmálafulltrúi Samvinnutrygginga 1964, og er það ennþá. Hefur flutt erindi í félögum, skólum og klúbbum um tryggingarhugsjón þeirra og skipulag. Stofnaði Gjallarhornið, málgagn fyrir Samvinnutrygg- ingarmenn 1961, og ritstýrt því síðan, sá einnig um tímaritið Samvinnutryggingu til 1966. Hann var elsti hvatamaður að stofnun Klúbbanna Öruggur akst- ur á vegum Samvinnutrygginga, samtals 33ja, í öllum lögsagnar- umdæmum landsins, á árunum 1965—1968. Hann hefur mætt á flestum fundum klúbbanna í þrettán ár og flutt fræðslu- og hvatningarerindi. Veitt þeim for- stöðu alla tíð og í sambandi við klúbbastarfsemina, átt sæti í Um- ferðarráði 1972—1975, og fram- kvæmdanefnd þess sama tíma. Þá hefur Baldvin verið formað- ur eða ritari ýmissa bindindis- verkalýðs- og stjórnmálasamtaka, bæði á ísafirði og Siglufirði, einnig fyrsti ritstjóri „Hlyns", starfsmannablaðs S.I.S. Hefur rit- að margar greinar í blöð og tímarit, einkum „samvinnuna". Var um tíma framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, landssöfunar hennar hér, þeirrar fyrstu og mestu. Formaður hinnar víðtæku landsnefndar þá var Þorsteinn Scheving Thorsteinsson, einnig formaður Rauða krossins, og fékk heiðurspening S. Þ. fyrir framlag íslendinga. Viðurkenningarvottur Baldvin var sæmdur Gullmerki Samvinnutrygginga 1969 fyrir ómetanleg félagsmálastörf. Sæmdur Silfurbíl Samvinnu- trygginga fyrir framlag til aukins umferðaröryggis. Sæmdur fyrsta og hingað til eina heiðursskildi F.S.S.A. fyrir frábær störf að félagsmálum samvinnumanna. Þýðingar úr erlendum- málum, svo sem bækur eftir hinn heims- kunna ameríska prédikara og rit- höfund Norman Vincent Peale. Dr. Phil. Baldvin er hörkugreindur og hreinskiptinn drengskaparmaður, hraðmælskur, og eins og sagt var til forna, höfðingjadjarfur. Hann fylgir hverju máli með fullri einurð, er hann telur rétt vera, móti hverjum sem er. Oft ólgar skapið innra, er hann mælir fram meitlaðar setningar, því málefni til framdráttar, er hann berst fyrir. Fyrir hálfri öld bar fundum okkar Baldvins saman á ísafirði. Ég var þá skipstjóri á ísfirskum vélbát, en hann skrifstofustarfs- maður hjá Samvinnufélagi ísfirð- inga. Það sem sérstaklega vakti eftir- tekt mína, var hinn leiftrandi áhugi, er neistaði frá augum hans og öllum hreyfingum. Hann vildi hvers manns vanda leysa með ráðum og eigin framkvæmdum. Síðan lá leið okkar saman á Siglufirði, nokkrum árum síðar, þar sem ég fékkst þá við útgerð, og hvenær sem var, gátum við leitað til hans sem góðs vinar. Landssamband íslenskra útvegsmanna Næstu kynni voru þegar Baldvin réðst sem erindreki L.Í.Ú. Ég minnist sérstaklega hinnar þrótt- miklu mælsku á aðalfundum, er hann skýrði frá umræðum og undirtektum útvegsmanna víðs vegar um landið. Það var ekki undarlegt, þótt útvegsmenn brygðust fljótt og vel við svo snjöllum málflutningi. Með stofn- un L.Í.Ú. var mikið heillaspor stigið í þágu útgerðar lands og þjóðar. Það hefur staðið og mun standa á þeim trausta grundvelli, er í byrjun var lagður, og átti Baldvin ásamt mörgum öðrum mikinn þátt í að móta. Það hefur verið gæfa L.Í.Ú. að til forustu hafa valist hinir ágætustu menn á hverjum tíma. Samvinnutryggingar Fyrir framkvæmd Vilhjálms Þór og Erlendar Einarssonar hóf- ust þáttaskil í tryggingarmálum hér á landi með stofnun Sam- vinnutrygginga, því á þeim 33 árum frá stofnum til þessa dags, hafa Samvinnutryggingar með endurgreiðslu tekjuafgangs og ókeypis tryggingum endurgreitt á fjórða milljarða ísl kr. miðað við núverandi verðgildi krónunnar. Baldvin Þ. má því ásamt öðrum vel við una árangur þess mikla starfs, er hann hefur innt af höndum um áratugi í þágu sam- vinnutrygginga. Margar hinna snjöllu ræða hans eru mér minnis- stæðar, en ein þó öðrum fremur, er hann hélt í hófi eftir aðalfund Samvinnutrygginga á ísafirði 1963. Það var nokkuð liðið á hófið þegar Baldvin tók til máls. Hann fór á kostum ræðumennskunnar, er hann lýsti útgerðarmönnum, valdsmönnum, bændahöfðingjum, skáldum og listamönnum, sjó- mönnum, verkamönnum, er dval- ist höfðu víðsvegar um Isafjarðar- djúp og Vestfirði alla. Hann rakti ættir þeirra og óðöl með leifturhraða. sú ræðusnilli mun flestum hafa orðið minnisstæð. Brautryðjandastarf Baldvins Þ. Kristjánssonar um stofnun klúbb- anna Öruggur akstur mun e.t.v. lengst halda nafni hans á lofti, því það er björgunarstarf frá slysum og nauðum. Enginn er dómbær um hversu mörgum hefur verið forðað frá slysum, limlestingu, dauða og sár- um sorgum, og enginn getur gisk- að á hvar þau þungu slysahögg hefðu niður komið, sem tekist hefur að afstýra, vegna þeirrar starfssemi. Þeir menn, sem lagt hafa á sig mikla fyrirhöfn, fjár- framlög og fórnarvilja, eiga þakk- ir alþjóðar. Baldvin er mjög vel ritfær maður og hefur tileinkað sér þann ritstíl, er ber glöggvan keim íslenskra fornsagna. Hann kvæntist ungur hinni ágætustu konu, Gróu Ásmunds- dóttur frá Akranesi. Hún hefur mótað með honum þeirra hlýlega og friðsæla heimili á Álfhólsvegi 123 í Kópavogi. Oft orðið að tileinka sér það hlutskipti sjó- mannskonunnar að sjá um alla starfsemi heimilisins og uppeldi barnanna, þegar heimilisfaðirinn var langdvölum vegna sinna fé- lagsstarfa. Gróa er vel gefin dugnaðarkona. Þau hjón eiga tvo myndarsyni, Kristján skurðlækn- ir og sérfræðing í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp, nú starfandi á viðkomandi deild Landspítalans, og Gunnlaug, flugvirkja hjá Flugleiðum. Þá hafa þau alið upp að mestu sonarson sinn Ásmund Gunnlaugsson, sem eins og faðir hans er nýorðinn flugvirki. Barna- börnin eru níu. Kæri vinur, Baldvin! Um leið og ég þakka öll góðu kynnin á langri ævileið, óska ég þér og fjölskyldu þinni heilla og blessunar á ókomn- um tímum. Þótt halla taki af degi sjötugs manns geturðu glaðst þá lítur yfir farinn veg, því félagsstörf móta vinsemd, frið og einingu milli margra. Friður, vinsemd og eining er sá grundvöllur, er kærleikurinn byggist á, en kærleikann flytjum við með okkur til nýrra lífssviða. Karvel Ögmundsson Félag fyrir unga alþýðu- bandalagsmenn - en án tengsla við Alþýðubandalagið ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna „Æskulýðsfélag sósialista Reykjavík“ á laugardaginn, 12. apríl. Verður stofnfundurinn haldinn i Lindarbæ, að því er segir í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borist. í fréttatilkynningunni segir einnig, meðal annars: „Rétt til inngöngu í æskulýðsfélag sósíal- ista hafa allir þeir sem telja sig í geta unnið að sósíalisma og þjóð- frelsi samkvæmt stefnuskrá Al- þýðubandalagsins, og eru annað tveggja: ekki félagar í neinum flokkspólitískum samtökum eða eru félagar í Alþýðubandalaginu. Félagið verður ekki í neinum skipulagslegum tengslum við Al- þýðubandalagið." radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar þjónusta Kílóhreinsunarvél + gufuketill Hreinsun úti á landi óskar eftir aö kaupa notaöa hraöhreinsunarvél, gufuketil, auk gufugínu og pressu. Upplýsingar í síma 82220, á skrifstofutíma. nauöungaruppboö Nauöungaruppboö Eftír beiöni skiptaréttar Reykjavíkur fer fram opinbert uppboö miövikudaginn 9. apríl 1980 aö Klapparstíg 28 og hefst þaö kl. 18.00. Selt verður töluvert magn af allskonar harðvið, krossviö, spónaplöt- -n, haröplastplötum, furu og öörum efniviö. cnnfremur pússivél (dönsk frá Nordisk Maskine fabrlk) og 6 stk. búkkablokkþvingur. Greiösla viö hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavík. Sjúkraliðar — Sjúkraliöar Aöalfundur Sjúkraliðafélags íslands veröur haldinn í fundarsal Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18, Reykjavík, þann 19. apríl 1980 kl. 13.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Bátar til sölu 3_4_5_6—7—8—9—11 —15—17— 20—22—29—30—35—37—47—50— 52—56—65—70—72—90—100—104— 105—145—150—180—230 tonn. Fasteignamiðstööin, Austurstræti, 7. S. 14120. Eitt ár á lýðháskóla? Handíðir: (handavinna, rósamálun, teiknun, keramik og fleira). Útilíf (sjó- og fjallaferðir) Félagssviö. Skrifið eftir áætlun. Sunnhordland Folkehögskule, 5455 Halsnoy Kloster, Norge. Sími 054— 76137. EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al GLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.